Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
I>V
GLÆÐIR er mjög næringarríkur áburðar-
vökvi sem hentar til notkunar á grasflatir,
íþrótta- og goHvelli, tré, runna, úti- og inni-
plöntur, kartöflur og flestan annan gróður.
GLÆÐIR er seldur í 5,10,20 og 25 lítra
brúsum, 120 lítra tunnu og 1000 lítra tanki.
Nánari upplýsingar á útsölustöðum.
ÚTSÖLUSTABIR:
Blómaval Sigtúni, S: 580 0500
Frjó Stórhöfða 35, S: 567 7860
Garðheimar
Stekkjarbakka 6, S: 540 3300
Garðskálar:
Gróður árið
um kring
Garðmenning íslendinga er sífellt
að verða fjölbreyttari og fólk
óhræddara við að prófa nýjungar.
Fyrir einum til tveimur áratugum
þótti nóg að hafa stóra grasflöt og
setja niður nokkur tré í garðinum.
Gamlir skátar voru stundum með
flaggstöng í garöinum og fólk sem
potaöi niður nokkrum sumarblóm-
um þótti hafa græna fingur. Nú er
öldin önnur og garðeigendur hika
ekki við að setja upp fallega timbur-
veggi, smíða stóra sólpalla með heit-
um potti og setja gosbrunn í garð-
inn. Úrvalið af plöntum hefur líka
aukist gríðarlega og nú geta menn
keypt ýmsar tegundir af blómstr-
andi runnum sem þekktust ekki fyr-
ir nokkrum árum. Á undanfornum
árum hefur einnig færst í vöxt að
fólk byggi garðskála viö húsið og
tengi þannig saman stofuna og garð-
inn og lengi sumurin verulega.
Heitir og kaldir skálar
„Það hefur orðið mikil auking í
sölu garðskálaplanta á síðustu
árum,“ segir Hannes Þór Haf-
steinsson, garðyrkjufræðingur hjá
Blómavali, „og við erum alltaf að
auka úrvalið því það segir sig sjálft
að þeir sem eru meö garðskála geta
ræktað tegundir sem ekki vaxa
utandyra."
Hannes segir að skálunum sé al-
mennt skipt í tvennt, þ.e.a.s. heita
og kalda skála. „Skilgreiningin á
heitum skálum er að þaö frjósi
aldrei í þeim og það gefur mögu-
leika á að rækta ýmsa ávexti, ban-
ana, flkjur og margt fleira.
Góð umhirða fyrir öllu
Hitinn í garöskálanum getur
GLÆÐIR
-áburðarvökvi
úr klóþangi!
orðið mjög mikill og þarf því að
gæta vel að loftræstingu, sérstak-
lega þegar fólk fer í sumarfrí.
Hannes segir að það hafi stundum
komið fyrir að plöntur hafi brunn-
ið illa og drepist ef fólk hefur
gleymt að fá einhvem til að lofta út
meðan það er í fríi. Það er líka gott
að skyggja skálann með rimla- eða
rúllugardinum þegar sólin er hæst
á lofti til að draga úr inngeislun
sólar og hita.
Aðspurður segir Hannes að þurfi
að vökva plöntur meira ef þær
standa í pottum eða kerum. „Ef
plöntumar standa í beðum viö út-
vegg geta rætumar jafnvel vaxiö út
fyrir skálann og náð sér í vatn þar.
Menn verða einnig aö huga að
áburðargjöf og sýrustigi jarðvegs ef
ræktunin á að heppnast vel.“
Ávaxtatrén vinsæl
Hannes segir að ýmiss konar
ávaxtatré henti vel í heita skála og
njóti sívaxandi vinsælda. „Menn
verða að gæta þess að velja sjálf-
frjóvgandi sortir eða tegundir sem
frjóvga hvor aðra til að fá ávexti. í
náttúrunni sjá hunangsflugur um
frjóvgunina og það er líka hægt að
frjóvga trén með pensli en það
krefst nokkurrar lagni. Ávaxtatré
geta orðið mjög stór og þurfa því
talsverða klippingu á hverju ári.
Ég ráðlegg fólki einnig að nota
eingöngu lífrænan áburð á ávaxta-
tré því bragðið af ávöxtunum verð-
ur svo miklu betra en af tilbúnum
áburði.
Epla- og perutré hafa reynst vel
í garðskálum og ferskju- og nektar-
ínutré lofa líka mjög góðu. Þeir
sem vilja rækta vínber þurfa að
gæta þess að vinviður sem ber blá
ber þolir ekki frost og er fyrir
heita skála. Vínviður með græn
ber er aftur á móti fyrir kalda
garðskála. Mórberjatré og kívíflétt-
ur hafa einnig reynst vel og em al-
gerlega lausar við óþrif. Þeir sem
sækjast eftir blómstrandi trjám
Blómstrandi eplatré
Menn veröa aö gæta þess aö veija sjálffrjóvgandi sortir eöa tegundir sem
frjóvga hvor aöra til aö fá ávexti.
Snemmblomstrandi perlurunni
Perlurunnar voru upphaflega fluttir inn fyrir garöskála en vitaö er til aö nokkrir
þeirra hafi lifað af veturinn utandyra viö góöar aöstæöur.
Avaxtatrén vinsælust
Hannes Þór Hafsteinsson, garöyrkjufræöingur hjá Blómavali, segir aö þaö hafi oröiö mikil aukning í sölu garöskála-
plantna á síöustu árum.
ættu að hafa augun opin fyrir
terunna, magnolíu og kirsuberjum.
Tré eins og japanshlynur, hesli og
fagurlim eru aftur á móti ræktuð
vegna blaðanna.11
Rósir klassískar
„Rósir em alltaf jafnvinsælar og
það má segja að þær séu klassísk-
ar. Rósir eru til í mörgum litum og
tegundir eins og Duftwolke og
Wisky Mac ilma dásamlega. Gall-
inn við rósir er aftur á móti sá að
það þarf að úöa þær á hverju ári
vegna þess hve lússæknar þær
eru.“ Hannes segir að best sé að
úða með efni sem heitir Permasekt
en einnig megi leysa grænsápu
upp i volgu vatni og úða með henni
til að drepa lús.
„Menn þurfa líka að vera vel á
verði fyrir sveppasýkingum eins
og mjöldögg, sérstaklega ef húsin
eru rök, og úða með Platvax eða
Euparen til að losna við hana.“
Hannes segir að lokum að það sé
greinilegt að fólk sé að byrja að
taka við sér og átti sig á kostum
þess aö hafa garðskála við húsið.
„Það er hægt lengja sumarið um
marga mánuði og vorið hefst í lok
febrúar.“
-Kip