Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
DV
31
DV-MYND E.ÓL.
Oddný Guðmundsdóttir með blómakörfur sem til að mynda er hægt að hengj'a á svalahandrið.
FAGURGRÆN*
HENTUG OG VATNSÞOLIN
Verð frá aðeins kr. 796,- pr. m2
Útiteppi sem þola öil veður
og mega því liggja allt árið
á svölunum eða veröndinni.
Breidd 133, 200 og 400 cm.
Komdu með málin og við sníðum
fyrir þig á þinn flöt.
Grensásvegi 18 s: 581 2444. Opið mánud,- föstud. kl. 9-18, laugard. 10-16,
Opið i málningardeild sunnud. 12-16
Afgreidslan er opin: Mánud. - fimintud. 7.30 - 18.30,
föstud. 7.30 - 18.00, laugard. 8.00 - 16.00.
Opið í hádeginu nema á laugardögum.
áÉÉl
t’arftv ad bæta?
Ertu að byggja - Viltu breyta -
Blómakörfur lífga
upp á umhverfið
^p^Smáauglýsingar
ertu að kaupa
eða selja?
550 5000
Hangandi blómakörfur verða sí-
fellt vinsælli og lífga upp umhverfið
yfir sumartímann. Að sögn Oddnýj-
ar Guðmundsdóttur, garðyrkjufræð-
ings hjá Garðheimum, eru nokkur
atriði sem gott er að hafa á hreinu
þegar plöntur eru settar í slíkar
blómakörfur. „Mikilvægt er að
plöntunum sé plantað 1 körfuna þeg-
ar þær eru ungar og því enn litlar,"
segir Oddný. Einnig skiptir máli að
nota rétta mold og að vefja plasti
utan um plöntuna áður en henni er
stungið í gegnum götin á körfunni.
Hægt er að nota margvíslegar
plöntutegundir í blómakörfurnar og
oft er hægt aö gera þær fallegar með
því að blanda saman nokkrum teg-
undum.
Oddný segir að það sé um að gera
að leyfa hugmyndafluginu að ráða
þegar kemur að valinu en hafa ber
þó í huga að velja þarf blómin eftir
því hvar í garðinum karfan á að
vera. „Ég mæli með að í moldina
séu settir WaterWorkskristallar því
þeir auka vatnsheldni moldarinnar,
bæta loftræstingu hennar og hindra
ofvökvun," segir Oddný og bætir
við að séu kristallamir notaðir
þurfi að vökva mun sjaldnar því
plönturnar hafi aðgang að vatninu í
þeim sem er sérstaklega hentugt ef
menn ætla að bregða sér frá í lengri
eða skemmri tíma.
Mjög sniðugt er að nota blóma-
körfur á svölum og hægt er aö gera
körfur með kryddjurtum fyrir þá
sem vilja fá ferskar kryddjurtir en
hafa ekki aðgang að garði. „Það eru
til margar kryddjurtir sem rækta
má úti, til að mynda rósmarín. blóð-
berg (garða), graslaukur og stein-
selja. Svo má einnig setja með
skjaldfléttu sem nota má sem salat,“
segir Oddný. Til að fá körfurnar
flottar er best að planta í þær á vor-
in ef fólk hefur aðstöðu til að geyma
þær inni, til dæmis í gróðurhúsi eða
garðskála. „Fólk á bara að prófa sig
áfram og læra af reynslunni," segir
Oddný. -MA
Fegrar
og bætir
garðinn
Þú færð allskonar grjót hjá okkur,
sand og sérstakan sand í
sandkassann.
Við mokum efninu á bíla
eða kerrur og afgreiðum það líka
í sterkum plastpokum,
sem þú getur sett
í skottið á bílnum þínum.
Simi: 577-2000
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA33
allt
árió
Njóttu þess að sitja úti og lata
notalegan ylinn leika um þig.
Gashitarinn hentar jafnt á
sólpallinn og kaffihúsíð.
Gashitarinn er á hjólum, er ur
ryðfríu stáli og þolir því vel
íslenska veðráttu. Hann er 15
kw og með 80-95 cm. stórum
hatti. Hitunarsvæðið er stórt
eða allt að 30 m2
4