Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 14
30 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 DV Gaslampar á tilboðsverði Traustir og sterkbyggðir gastampar í garðinn og sumarbústaðinn. Á tilboðsverði á meðan birgðir endast. Gott úrval af hellum og steinum Gerið verðsamanburð BÆ]ARSTEINN STE/NN HELLUSTEYPA JVJ sala@hellusteypa.is www.hellusteypa.is Skemmdir eru svipaöar og eftir kal Halldór Sverrlsson, plöntusjúkdómafræölngur hjá RALA, segist ekki reikna meö aö sveppurinn komi til með aö útrýma gljávíöi og ráöleggur fólki aö bíöa meö aö uppræta hann. Ryðsveppur á gljávíði og ösp: Vandamál sem á eftir að versna Ryösveppir á gijávíöi Vandamáliö viö gljávíöinn er aö nánast allar plöntur á landinu eru af sömu móöurplöntu og því litlar líkur á aö til sé klón sem þolir ryöiö. Undanfarin ár hafa sumarhúsaeig- endur og aðrir sem rækta tré orðið fyrir miklu tjóni af völdum sveppateg- undar sem leggst á gljávíði. Sveppur- inn lýsir sér með litlum gulum blett- um á blöðunum. Óværa sem leggst á gljáviði greindist fyrst á Hornafirði árið 1994 og hefur breiðst hratt út og herjar nú á gljávíðiplöntur um allt land. Ryðsveppir eru alþekktir á plönt- um. Lífsferill þeirra er flókinn og fel- ur oft í sér tvær ólíkar hýsiltegundir. Sum stig sveppsins eru gjaman á jurt- kenndri plöntu en önnur á trjám eða rannum. Einnig þekkjast hýsilskipti á milli barr- og lauftrjáa. Á svæðum þar sem annan hýsilinn vantar er ferill- inn oft einfaldari og fer þá aðeins fram á einum hýsli. Sveppurinn sem leggst á gljávíði virðist geta lifað á einum hýsli ef hinn er ekki til staðar. Fyrstu einkenni ryðsins koma fram um miðjan júli sem litlir og sakleysis- legir gulir blettir á eldri blöðum. Þar sem einkennin koma fyrst fram inni í runnanum er hætt við að fólk taki ekki eftir þeim. Skemmdir af völdum sveppsins eru svipaðar og eftir kal. Ryögaður gljávíöir Halldór Sverrisson hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, einn helsti sérfræðingurinn hér á landi í plöntu- sjúkdómum, segir að ryð á gljávíði sé algengast á Suðurlandi því þar sé mest af honum 1 ræktun. „Ryðsvepp- urinn hefur náð aö breiða sér út ails staðar þar sem gljávíði er að finna, það er þó ekki þar með sagt að allar plönturnar séu smitaðar eða að svepp- urinn finnist i öllum görðum. Sums staðar er smitið tiltölulega lítið en ég held að það eigi eftir að versna.“ Hall- dór segist ekki reikna með að svepp- urinn komi til með að útrýma gljávíð- inum og ráðleggur fólki að bíða með að uppræta hann. Vandamálið við gljávíðinn er að nánast allir einstak- lingar á landinni era af sömu móður- plöntu og því litlar líkur á að til sé klón sem þolir ryðið. „Árið 1999 greindist ryðsveppur á ösp í Hveragerði og við nánari athug- un kom í ljós aö hann var víðar á Suð- urlandi. Lífsferill sveppsins er þannig að yfir sumarið lifir hann á ösp. Ryð- ið er í rauninni aragrúi gróa sem ber- ast með vindi á aðrar aspir og mynda þar enn meira ryð og þannig koll af kolli. Þegar líður að hausti myndast í blöðunum dvalargró sem lifa yfir vet- urinn S íollnum blöðum. Um vorið spíra dvalargróin og smita nálar lerk- is. Á þeim á sér stað kynæxlun og síð- an myndast svonefnd skálagró sem berast yfir á ösp og smita hana. Þræð- ir sveppsins vaxa síðan í nokkrar vik- ur inni í blöðum asparinnar og mynda ryð sem brýst út í gegn um yf- irhúðina á neðra borði blaðsins og þar með er hringnum lokað.“ Halldór segir að enn sem komið er sé lítið vitað um tjón af völdum asp- arryðsvepps við íslenskar aðstæður og að útbreiðsla þess sé takmörkuð. Þó er ljóst að í verstu tilfellunum hef- ur asparlauf visnað og fallið í lok ágúst. „Það styttir að sjálfsögðu vaxt- artímann og dregur úr grósku." Hvað er til ráða Þegar gljávíðir er klipptur á vorin er megnið af smitefninu fjarlægt vegna þess að það er í brumunum. Nauðsynlegt er að klippa allan árs- vöxtinn frá því í fyrra burt og jafnvel að nota tækifærið og klippa plöntuna alveg niður. „Sofandi brum sem vakn- ar við það er laust við smit og mynd- ar heilbrigða sprota. Þeir eiga þó á hættu að smitast þegar líður á sumar- ið og því þarf að úða víðinn með sveppavarnarefni um miðjan júlí. Það hefur sýnt sig að plönturnar þurfa meira en eina meðhöndlun og ég ráð- legg fólki að úða þrisvar sinnum með mánaðar millibili." Besta efnið á markaðnum í dag gegn ryðsvepp í gljávíði nefnist Plant- vax. Efniö er svonefnt kerfislyf sem er tekið upp í gegn um blöðin og dreifist um alla plöntuna. Halldór segir að það sé mjög mikilvægt að úða strax og ein- kenna verður vart. „Það hefur reynd- ar komið i ljós að sumar víðitegundir eru viðkvæmar fyrir efninu og því þarf aö gæta þess að styrkur þess sé ekki of hár. Varnir gegn asparyði byggjast aftur á móti á því að planta ekki lerki og ösp saman. Það er einnig hugsanlegt að úða litlar aspirnar með Plantvax en slíkar framkvæmdir era nánast óframkvæmanlegar þegar þær eru orðnar mjög háar. Einnig kemur til greina að fella lerki þar sem aspir era ræktaðar. Framtíðarlausnin felst þó í því að rækta einungis asparklóna sem sýnt hafa mótstöðu gegn ryðinu." Halldór segir að lokum að fólk verði að ákveða sjálft hvort fyrirhöfn- in sem fylgir því að halda sveppnum í skefjum sé þess virði eða hvort það vill rækta aðrar tegundir i staðinn. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.