Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 DV Einn elsti almenningsgaröur landsins verður 100 ára á næsta ári: Sérkeimilegar hríslur hafa myndað þennan frumskógarblæ - segir Níels Hafstein sem hugsar um safnið og náttúruna - eðli mannsins og eðli jarðar Níels Hafstein og Bangsi „Það er miklu meiri kraftur í gróörinum hérna heldur en í Reykjavík. Ég tók eftir því um leiö og ég kom hingað aö gróö- urinn var allt ööruvísi, miklu sterkari ilmur og allt miklu fljótara aö vaxa enda fær gróöurinn miklu styttri tíma hér en fyrir sunnan og þá þarf meiri kraft. Safnasafnið á Svalbarðsströnd, sem er I eigu Níelsar Hafstein myndhöggvara og alþýðulistasafn- ara og eiginkonu hans, Magnhildar Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræð- ings, á sér sögulega fortíð. Það var reist árið 1922 undir menningarlíf Svalbarðsstrandarhrepps og kallað til skiptis Samkomuhúsið eða Þinghúsið. Jóhann Kristjánsson, múrari á Akureyri, haföi umsjón með smíðinni og honum til aðstoð- ar voru menn úr sveitinni. í hús- inu fóru fram alls konar uppákom- ur; dansleikir, leikrit, stjómmála- fundir og á neðri hæðinni var barnaskóli. Árið 1988 kaupir Mar- grét Jónsdóttir leirlistakona húsið og lætur breyta því til íbúðar. Ní- els og Magnhildur hafa búið í hús- inu með syni sínum Haraldi frá því áriö 1997 og rekið þetta eina safn alþýðulistar sem til er á ís- landi í dag. í kringum og í námunda við hús- ið er stór og fallegur náttúrlegur garður með fjölbreyttum trjáteg- undum og villijurtum. Eðli mannsins og eðli jarðar „Garðurinn sem tilheyrir hús- inu okkar er ekkert mjög stór en garðurinn sem er norðan við Valsána, sem reyndar flestir kalla fyrir læk, er í eigu ungmenna- og kvenfélagsins hér í hreppnum og gengur undir nafninu Ungmenna- félagsreiturinn. En þetta rennur allt saman því að plönturnar vaxa yfir lækinn sitt og hvað og grípa kræklunum saman svo náttúran hefur algjörlega séö um að tengja þessa garða saman. Við sáum það strax fyrsta vorið að það var ansi mikið af kalgreinum þama, grein- ar sem höfðu brotnað að hluta til og löfðu niður, eins var töluvert af brotnum trjám og við fengum al- veg sting í hjartað bara við að horfa á þetta út um gluggann. Þannig að maður fór að tina með sér smásprek í göngutúrum og áður en maður vissi af var maður kominn á fullt í að hreinsa garðinn þó það væri kannski ekki ætlunin. Það var ekkert illa séð af sveitung- um þó við fóstruðum garðinn því nú eru komnir garðar við flest hús og ekkert allir sem eru tilbúnir að fara að hlaupa í eitthvað sameigin- legt. Það má segja að það fari allur sólarhringurinn í þetta hjá okkur, að hugsa um safnið og náttúruna - eðli mannsins og eðli jarðar.“ Elsti almenningsgarðurinn „Þegar við komum hingað voru engir göngustígar og gjörsamlega ófært héma um gróðurlendið svo ég haföi samband við sveitarstjór- ann og sagði honum að það væri synd og skömm að ekki væri nokk- ur leið að gangá um þessa garða. Hann tók vel í erindi mitt og lét smíða tvær brýr yfir lækinn sem tengja garðana enn frekar og leggja göngustíg sem hlykkjast i gegnum Ungmennafélagsreitinn, meðfram læknum og niður eftir landinu sem hreppurinn á hérna fyrir neðan. Svo hef ég sett upp útisýningar á listaverkum sem standa allt sum- arið, fyrst í jaðarinn á Ungmenna- félagsreitnum og núna í sumar alla leið inn í garðinn en það eru fugl- ar sem eru unnir af nemendum úr 1., 2. og 3. bekk í Valsárskóla. Allt þetta hefur aukið komur fólks í garðinn en varla hafði nokkur maður komið hér í fjöldamörg ár áður en við komum hingað og gest- ir safnsins hafa svo notiö þess að ganga um stígana í villtri náttúr- unni um leið og þeir skoða sýning- arnar. Það er reyndar alveg kominn tími til að menn fari nú að gera sér grein fyrir því að þeir séu með þennan dýrgrip hérna því eftir því sem ég hef heyrt, þó ég hafl ekki fengið það staðfest, þá sagði mér gömul kona sem kom hingað að faðir hennar hefði komið ríðandi á hesti yfir Vaðlaheiðina með fyrstu hríslumar úr Vaglaskógi sem plantað var 1 þennan reit. Þannig að garðurinn verður 100 ára á næsta ári sem þýðir að þetta er með allra elstu almenningsgörðum í landinu." Hræðileg skrímsli veita skjól - Hvemig er að reyta arfa úr svona villtum görðum? „Arfagróður eins og Eltingin er nú bara náttúrlegur í þessu kjör- lendi þannig að það er ekkert hægt að amast við henni. Það þýðir nú lít- ið að ætla að fara að búa til garð í námunda við hana því það má alveg búast við því að hún taki sér ból- festu í þeim garði líka og þá er það bara barátta upp á líf og dauða og bakið á viðkomandi fengi ábyggi- lega að kenna á því ef ætti að reyna að reyta þetta allt upp. Svo er það Sigurskúfurinn sem teygir sig út um allan garð og þegar hann er full- vaxinn þá nær hann fullvöxnum manni upp í herðar og þá fmnst krökkunum ægilega gaman að leika sér í honum. Ég hef heyrt þær radd- ir að það hafi lengi verið áhugi fyr- ir því hjá mönnum en aldrei verið komið í verk, guði sé lof, að fara þarna í garðinn og gera einhverjar stórkostlegar framkvæmdir, rífa upp þetta svokallaða illgresi og höggva niður sérkennilegar hríslur sem hafa myndað þennan frumskóg- arblæ sem garðurinn hefur. Ef trén væru látin vaxa beint upp þá þýddi það að garðurinn mundi galopnast, það mundi snjóa meira inn í hann auk þess sem stöðugur næðingur mundi vera þarna. Það sem heldur skjólinu í garðinum er einmitt þessi óæskilegi vöxtur trjánna sem sum- um finnst en sem aðrir skemmta sér við að ímynda sér sem einhver hræðileg skrímsli. Þeir voru yfir sig hrifnir mennirnir sem komu hingað frá gróðrastöðinni á Mógilsá í þeim erindum að mæla tré og sögðu: „í guðanna bænum farið þið nú ekki að hrófla neitt við þessum garði, hann á bara að vera svona“.“ - Hvað með allan mosann sem vex á grasfLötinni? „Ef garðurinn er hugsaður þannig að hann eigi að vera svolítið vanræktur þá er nú eðlilegt að nátt- úran fái að hafa sinn gang og þá er mosinn hluti af því. En það má auð- vitað hemja mosann að einhverju leyti, vilji maður hafa góða gras- flöt.“ Villtara fjær húsinu - Þið hafið svo blómabeð upp við veginn? „Þannig var að þegar við fluttum þá var bara lítið bílastæði héma við húsið en við þurftum að láta gera annað hérna fyrir ofan fyrir gesti safnsins og þá myndaðist flag sem lá alveg beint við aö planta í. Ég hlóð stuðningsgarð sem ég reyndi að hafa sem óreglulegastan, lét hann hlykkjast svona eins og læk- inn, þannig er líka minni hætta á að jarðvegurinn ryðjist fram. í þetta plöntuðum við svo hinu og þessu, eins og t.d. eyrarrós og grávíði, en það stendur til að endurskipuleggja þetta beð því það er allt of órólegt og plönturnar skyggja hver á aðra. • Ekkert viðhald • 25 ára ábyrgð á klæðningunni Fljótlegt í uppsetningu Hlýlegt viðarútlit 10 fallegir litir Þ. ÞORGRIMSSON & C0 í Ármúla 29 I 108 Rvk. I S: 553 86 40 - 568 61 00 I Fax: 588 87 55 Uf nri Göngum yfir brúna Brýrnar tvær sem smíöaöar voru yfir lækinn tenga garöana enn betur saman og list barnanna nýtur sín vel í námunda viö þær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.