Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 I>V Nuddpottar jr / Skel Smanna m/legubekk og 4ra stúta nuddi Skel án nudds Kr. 164.662,- staðgr. .S'!i<ltirfnii<i*l>ratil 10 100 Kctikiavík Símt sva e KMÍ /«* ses okis tcwt.pauUe.uM pOUÍM#n@pOHlM*H.ÍM Verið velkomin í gróðrarstöðvar okkar í sumar! Við bjóðum: 450 teg. fjölærra plantna Fjölda rósategunda og yrkja 200 teg. trjáa og runna Sumarblómin stór og smá Girnilegar grænmetisplöntur mómxmöÉ'm STORÐ Furugerði 23 Dalvegi 30 - Kópavogur v/Bústaðaveg,Reyk)av(k sími 564 4383 - fax 568 6691 GRÓÐRARSTOÐIN GRÆNAHLlÐ HáskóUi i uMisskMiii: Aðaláhersla er lögð á skipulag og grunnatriði landslagsarkitektúrs og miðað að þv( að nemendur fái þekkingu á tengslum samfélags og náttúru. Búfræðinám: Tveggja ára starfsnám við bændadeild á framhaldsskólastigi. Háskólanám í búfræði: Meginsvið námsins eru, auk grunngreina, • búfjárrækt, • jarðrækt. • bútækni og • hagfræði. Megináhersla á skipulag landnýtingar f dreifbýli, með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga, s.s. • landgræðslu og • skógrækt. Umsóknir um innritun í háskólanám á haustönn 2001 berist rektor fyrir 5. júní nk. en fyrir 30. júní vegna bændadeildar. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri s. 437 0000 311 Borgames htfi5:/Mww.h'/an«eyi'i.is Að loknum 3 árum við LBH gefst kostur á tveggja ára framhaldsnámi á Norðuriöndum og útskrifast nemendur eftir það með próf í landslagsarkitektúr. Einstakt tækifæri til að iðka háskólanám í beinum tengslum við lifandi rannsóknar- starf á ýmsum sviðum búvfsinda f góðum tengslum við ýmsar stofnanir landbúnaðarins. Góð aðstaða fyrir börn nemenda, leikskóli og grunnskóli. Smáauglýsingar bílar, bátar, jeppar, húsbílar, sendibílar, palibflar, hópferðabílar, fornbílar, kerrur, fjórhjól, mótorhjól, hjólhýsi, vélsleðar, varahlutir, viögeröir, flug, lyftarar, tjaldvagnar, vörubfiar.,.bílar og farartæki koðaðu smáuglýsingarnar á vfsfr,is 550 5000 Björn Jónsson er eldhugi í skógrækt: Ekkert annað en skjótan vöxt DV-MYND HILLI Björn Jónsson ræktunarmaöur „Þaö tók mig nokkur ár aö ná tökum á viöfangsefninu en þar kom aö ég raö- aöi saman því sem ég haföi lært og tiiraunirnar fóru aö bera árangur. “ Litið yfir svæðið í Landbrotinu Ræktunin á byrjunarstigi sumariö 1989. „Sögnin að rækta felur í sér að sýna einhverju alúð. Því hafa ekki allir áttað sig á,“ segir Björn Jóns- son, fyrrum skólastjóri, og til skýr- ingar bætir hann því við að ekki sé nóg að pota niður plöntum og ætlast til að framhaldið leysist af sjálfu sér. Björn hlaut nýlega viðurkenn- ingu frá umhverfisráðuneytinu fyr- ir störf sín að skógrækt enda hefur hann náð betri árangri í þeirri grein en almennt gerist. Mikilvægt að velja rétt Björn byrjaði gróðursetningu fyrir alvöru árið 1988 austur í Land- broti og þrátt fyrir að svæðið sem hann ræktar í sé bæði rýrt og þurrt eru hæstu trén nú komin yfir sjö metra. Plöntur sem hann setti niður árið 1995 eruð orðnar 2,2-3,6 m á hæð. Hvernig fer hann að þessu? Hver er galdurinn? „Velgengni mín í skógræktinni byggist meðal ann- ars á því að ég vel réttar tegundir. Tegundir eru svo misjafnlega harð- ar af sér,“ segir hann og nefnir nokkrar tegundir sem hann telur henta vel íslenskum aðstæðum. Sitkagreni og ösp eru þar efstar á blaði, báðar upprunnar í Alaska. „Að mínu áliti bera þær af,“ segir hann en bætir við - eins og afsak- andi: „Ég ber vissulega virðingu fyrir þjóðarplöntunni okkar, birk- inu, en það verður aldrei fallegt nema við góðar aðstæður. Veðrátt- an hefur of mikil áhrif á það. Hrifn- ing okkar á birki byggist á því hversu lífseigt það er. Það tórir alltaf. Svo þegar það er aðeins farið að potast upp þá horfa menn gjarn- an fram hjá því hvað það er ljótt í vextinum." Björn segir innfluttu tegundirnar ekki láta rokið á ís- landi trufla sig í að vaxa þráðbeint upp í loftið en nauðsynlegt sé að hjálpa vexti þeirra af stað með áburði. Hann mælir með húsdýraá- burði undir plönturnar við gróður- setningu og tilbúnum áburði með fram þeim næstu fjögur árin. „Þá fáum við skjótan vöxt og við eigum ekki að sætta okkur við neitt ann- að!“ segir hann og leggur áherslu á hvert orð. Áhuginn í eðlinu Björn er Skagfirðingur, uppalinn á Ytra-Skörðugili, og stundaði þar búskap um tíma, með fram skóla- stjórn í Hagaskóla í nokkur ár. Hann flutti að norðan 1967, hélt áfram að stjórna Hagaskóla og hafði þýðingar og ljósmyndun sem dægradvöl. En hvað kom til að hann fór að rækta skóg austur í Skafta- fellssýslu? „Ég ólst upp viö fóður- rækt og matjurtarækt og áhuginn er í eðli mínu. Auk þess var hollt fyrir kyrrsetumann að komast út og taka til hendinni. Mér þótti vænt um mína jörð fyrir norðan en þegar ég fór vildi ég fara fyrir fullt og allt. Konan mín, Guðrún Sigríður Magn- úsdóttir, á ættir að rekja austur í Skaftafellssýslur og þannig æxlaðist það að við fórum að yrkja jörðina þar.“ Fáir höfðu trú á tiltækinu Bjöm dregur ekki dul á að við erfiðleika hafi verið að etja í fyrstu. Ræktunarlandið algerlega vatns- laust, enda á 30 metra þykku gjall- hrauni svo allt hripar niður sem úr loftinu kemur. Þar er einnig vinda- samt, enda um berangur að ræða og austanáttin þung á þessum slóðum. „Eðlilega höfðu fáir trú á tiltækinu og töldu skóg á þessu landi aldrei þrífast. Það tók mig líka nokkur ár að ná tökum á viðfangsefninu en þar kom að ég raðaði saman því sem ég hafði lært og tilraunimar fóru að bera árangur," rifjar hann upp. Hann kveðst hafa sett skjól kringum hverja einustu barrplöntu þvi missi þær barrið fyrsta árið séu þær búnar að vera. Blaðplöntum þurfi hins vegar ekki að skýla en þær þarfnist áburðar til að ná hreysti. „Beri maður á plönturnar fyrstu árin verða trén miklu eðlis- betri en þau sem hjara við hungur- mörk alla tíð,“ útskýrir hann. Nytjaskógur Björn gróðursetur fremur strjált, hefur minnst tvo og hálfan metra milli plantna. „Ef trén standa mjög þétt er maður að búa til vaxtarum- hverfi fyrir alls kyns óþrif,“ segir hann. Limgerði þykja honum ljót í landslagi og forðast að setja þau niður. Heldur kýs hann að dreifa úr skógarplöntunum og fylla spild- una af tegundum á ýmsa vegu. Skyldi þetta eiga að verða nytja- skógur? „Ekki til timburfram- leiðslu en útivistarskógur á Islandi er nytjaskógur," segir hann festu- lega og bætir við spurningu sem hann svarar sjálfur: „Eða hvar vilj- um við vera ef við eigum fria stund? Við sækjumst eftir að kom- ast í skóg. Þar er svo miklu betra veður en á bersvæði." -Gun. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.