Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 I>V Skógrækt á Héraði: Vil hafa skóg í kringiim mig Sumarið 1990 hófst skógrækt á Fljótsdalshéraði á vegum Héraðs- skóga. í fyrstu voru fjórir hreppar með í verkefninu: Fljótsdalur, Vell- ir, Fell og Egilsstaðabær ásamt syðstu bæjum í Eiðaþinghá, allt uppsveitir Héraðsins. Nú hafa Hér- aðsskógar víkkað starfssvið sitt og nær það um allt Hérað og Jökuldal. Hér er rætt við bændur sem voru með frá upphafi, þá Kára Jónasson og föður hans, Jónas Magnússon, fyrrum bóndi á Uppsölum. 250.000 plöntur í jörð „Við gerðum samning við Héraðs- skóga árið 1991 um 140 hektara land til tíu ára en gróðursetning hófst sumarið 1990. Þetta er mest mó- lendi, alveg skóglaust, en birki kom upp eftir að landið var friðað 1988 þegar féð var skorið niður. Það hef- ur verið plantað árlega um 20.000 plöntum nema 1992 - þá fóru í jörð 70.000 plöntur. Ég hef ekki nákvæm- ar tölur við höndina um hve mikið er búið að setja niður en líklega eru það um 250 þús. plöntur. Ég tel vel gerlegt fyrir tvo að gróðursetja 20-30 þús. plöntur á ári með öðrum búskap." Mest lerki „Þetta er langsamlega mest lerki. Einnig nokkuð af stafafuru og greni sem aðallega hefur verið sett til uppfyllingar i elstu gróðursetning- arnar. Það misferst alltaf eitthvað af nýgróðursetningum og þá þarf að bæta inn í. Samkvæmt athugun hjá Héraðsskógum er það um 20%, sem er síst meira en annars staðar á Norðurlöndum Ég hygg að elsta lerkið sé um 180-200 cm á hæð að meðaltali. Greni og fura eru lengi að koma sér af stað svo þær tegundir verða ekki áberandi í landslaginu fyrr en tíu til fimmtán árum eftir plöntun eða svo.“ Að girða fyrir hreindýrin Kári er með mjólkurframleiðslu og segir skógræktina fara mjög vel með þeim búskap. Erfiðara sé að samhæfa skógrækt og sauðfjárrækt á meðan plönturnar eru smáar. Hann telur i lagi og jafnvel til bóta að beita i skóginn eftir að trén hafa náð tveggja til þriggja metra hæð. Það haldi niðri víði og öðrum kjarr- gróðri. Að sjálfsögðu eru skógrækt- arsvæðin friðuð og það eru Héraðs- skógar sem sjá um að girða land og halda girðingum við. Það er þó nær ógerningur að girða fyrir hreindýr- in. Þau eru oft í skóglendinu og skemma trén með því að nudda af greinar og brjóta stofna. Kári telur þaö ekki verulegt tjón. Hreindýrin sækja meira í nýræktina og skemma hana. Löng bið eftir hagnaði „Ef við byrjum á greiðslu fyrir plöntunina sjálfa þá er greiðsla fyr- ir hana frá 7-10 krónum á plöntuna. Það er greitt fyrir að planta, fyrir flutning, umsjón, flekkjun, áburðar- gjöf og fleira. Þetta gæti þá verið allt að 300 þús. fyrir 30 þús. plöntur. En Faliegar og harðgeróar plöntur í úrvalí Tré og runnar í garða, skógrækt og skjólbelti. Einnig alparósir, klifurplöntur, berjarunnar, sígrœnir dvergrunnar, fjölœr blóm og sumarblóm. Opið alla daga frá kl. 10 tíl 19 Sími: 483 4840 Fax: 483 4802 Veffang: http://www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.ís látthagi Ölfusborgir Hveragerði ◄Reykjavík OjóOvegur DV-MYNDIR SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR I tíu ára lerkiskógi Fjölskyldan á Uppsölum, Rut Hannesdóttir, Kári Jónasson heldur á Atla Bergi, JVIarteinn Gauti, Ásta Jónsdóttir og Jónas Magnússon. B ÞJbÞ Verkprýði sími 894 6160. c ökum að okkur alla garðvinnu og þjónustu, garðslátt,gróðursetningu, viðhald,hellulagnir og vélaleigu. Horft til framtíöar Yngsta kynslóöin fær aröinn af skógræktinni og þá dugir lítt aö klifra upp á stein til aö horfa yfir skóginn. svo er langt að bíða eftir hagnaði af grisjun og viðarframleiðslu. Þegar þar að kemur greiðir bóndinn 3-5% inn á reikning í vörslu Héraðsskóga og 30% af hagnaði til ríkissjóðs." Hér er rétt að skjóta inn skýringu á orðinu „flekkjun“ fyrir þá sem ekki eru kunnugir þessari ræktun. Það er nauðsynlegt að fjarlægja gróður og efstu jarðvegstorfu þar sem plantað er svo gróður kæfi ekki þessa litlu skógarplöntu. Þetta er kallað flekkjun og er ýmist gert með þar til gerðu haki á gróðursetning- arstaf eða meö vélum. Skógræktin mun halda velli Feðgamir Jónas Magnússon og Kári eru miklir skógræktarmenn og voru með félagsbú á Uppsölum þegar skógræktin hófst. Jónas flutti síðan til Egilsstaða en er þó enn liðtækur við plöntunina. Hann telur að skógræktarátakið hafi haft gríðarlega þýðingu fyrir búsetu á Héraði. Jónas bendir á að allar jarðir á svæðinu seljist þegar þær losna og á það jafnt við kvótalaus- ar eyöijarðir sem aðrar. Það er líka umtalsvert fjármagn sem kemur inn á svæðið. Fyrsta árið voru lagöar 25 milljónir í verkefnið. í fyrra nam upphæðin 78 milljónum og í ár verða þær 86. Þess ber þó að geta að svæðið hefur stækkað mik- ið á þessu tíu árum. Uppreiknað framlag ríkisins til skógræktar á Héraði til og með árinu 2000 nem- ur 670 milljónum króna. Þegar Kári er spurður um fram- tíð skógræktarinnar, segist hann vera viss um að hún muni halda áfram að aukast. „Nú er allt Héraöið komið inn á áætlun og þó skilyrði séu ekki alls staðar jafngóð þarf bara að taka mið af því. Á erfiðustu svæðunum þarf ef til vill að byrja á því að rækta skjólbelti. Ég vil hafa skóg í kringum mig og mér finnst fátt ljótara en uppblásið og gróður- snautt land.“ -SB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.