Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
DV
Landslagsráðgjafaþjónusta BM Vallár:
r
Utfærslurnar
teiknaðar í tölvu
DV-MYND
Upplagt er fyrir þá sem vilja nýta sér ráögjöfina aö byrja á aö skoða Forna-
lund og þær lausnir sem þar er aö finna.
Fyrirtækið BM Vallá hefur í
nokkur ár boðið viðskiptavinum
sínum upp á fría landslagsráðgjöf.
Ráðgjöfin er hálf klukkustund og
er veitt í lystihúsinu í hjarta Forna-
lundar. Hægt er að panta tíma hjá
söludeild fyrirtækisins og sóiar-
hring fyrir bókaðan tíma þarf að
koma grunnmynd í kvarðanum
1:100, útlitsteikningum af viðkom-
andi húsi í sama kvarða, afstöðu-
mynd i kvarðanum 1:500 og ljós-
myndum af húsi og lóð til deildar-
innar.
Gunnar Þór Ólafsson sölustjóri
segir að í upphafi hafi ráðgjöfin
verið á þann hátt að arkitekt riss-
aði upp teikningar fyrir fólk. „í
dag er hún hins vegar þannig að
Björn Jóhannsson landslagsarki-
tekt mótar hugmyndir með við-
skiptavininum og nokkrum dög-
um seinna fær hann í hendur
tölvugerða vinnuteikningu sem
hægt er að framkvæma eftir,“ seg-
ir Gunnar Þór og bætir við að þar
séu hugmyndir Björns útfærðar
með efnislista, magntölum og til-
boði.
Gunnar Þór segir að þessi þjón-
usta sé tilkomin meðal annars
vegna þess að fyrirtækið hafi að
bjóða mikið vöruúrval en ráðgjöf-
in snýst eingöngu um útfærslu á
vörum BM Vallár. Þetta geri það
aö verkum að nýtingin verður
betri og eins sé hægt að finna
lausnir á vandamálum sem upp
koma við hellulögnina, til dæmis
varðandi hæðarmun. „Aðalatriðið
er að auka fjölbreytnina í inn-
keyrslum og görðum," segir Gunn-
ar Þór og bendir á að hana megi
sjá nú þegar því í mörgum götum
sé engin innkeyrsla, eins hvað
varðar form og liti.
Þeir sem geta nýtt sér ráðgjöfma
eru til að mynda eigendur einbýl-
is-, rað- og parhúsa, húsfélög í fjöl-
býlishúsum og fyrirtæki og stofn-
anir sem vilja hressa upp á imynd-
ina. Að sögn Gunnars er nauðsyn-
legt fyrir þá sem vilja nýta sér ráð-
gjöfína sem best að undirbúa sig
vel. „Það er upplagt að kynna sér
bæklinginn okkar og skoða Forna-
lund og þær lausnir sem þar er að
finna,“ segir Gunnar Þór að lok-
um. -MA
29
Henta á svalir - verandir og til útstillinga.
Breidd: 133 cm, 200 cm og 400 cm.
Verð frá aðeins kr. 796,- pr. m2
Fagurgræn - gegndræp
Má nota úti sem inni allt árið.
Við sníðum eftir þínu máli.
Opið mánud,- föstud. ki. 9-18, laugard. 10-14.
TEPPABUÐIN
Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950
Smáauglýsingar
atvinna
550 5000
Ákveðinn lífsstíll
Ólíkt timburhúsum þar sem timburgrindin er lóörétt er ekki þörf á rakavarnar-
lagi í útveggi bjálkahúsa og þess vegna andar veggurinn eölilega.
Bjálkahúsin
eru lífsstíll
„Bjálkahús - þau þola engan veg-
inn íslenska veðráttu," var við-
kvæðið sem ég fékk þegar ég byrjaði
í þessum bransa fyrir u.þ.b. 12
árum,“ segir Hans Kristján Guð-
mundsson hjá Bjálkahúsum ehf.
„Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og við höfum flutt inn á ann-
að hundrað hús. Við ruddum braut-
ina á sínum tíma því í dag er fjöld-
inn allur af aðilum sem flytja inn
svona hús.“
Hans segir að bjálkahús séu
ákveðinn lifsstill. „Þeir sem hafa
búið í bjálkahúsi eða gist í sliku
kunna allir að meta hvernig timbrið
andar og stuðlar þannig að velliðan.
Útlit húsanna er sérstaklega hlýlegt
auk þess er einangrunargildi
bjálkanna með því besta sem gerist.
Bjálkahús eru mjög vinsæl á norð-
urhveli jarðar þar sem menn hafa
lengi vitað að timbur er heilnæmt
og endingargott. Viðurinn er ekki
bara einangrandi, hann temprar
einnig rakastig hússins og gerir það
heilbrigðara. Húsin eru því góð fyr-
ir lungun og laus við húsasótt.
Ólíkt timburhúsum, þar sem
timburgrindin er lóðrétt, er ekki
þörf á rakavarnarlagi í útveggi
bjálkahúsa og þess vegna andar
veggurinn eðlilega og kemur í veg
fyrir skemmdir af völdum raka.
Ending bjálkahúsa er því mjög góð
og á ísaflrði er eitt frá 1743.“
MÖL&SANDURHR
V/Súluveg • 600 Akureyri • Sími 460 2200 • Fax 460 2201
Margar nýjar
gerðir aí hellum
Akstur