Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Page 5
5
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
I>V Fréttir
Nær ár er liðið frá þjóðhátíðarskjálftanum:
Heils árs bið eftir að-
gerðum ríkisstjórnar
- segir Anders Hansen á Árbakka, situr uppi með ónýtt mannvirki og bætur sem duga ekki
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON.
Hálfkarað á Arbakka
Anders Hansen á Árbakka. í baksýn er hálfbyggt hús hans sem hann bíöur eftír aö fá viöbótarfjámagn í þannig aö
Ijúka megi byggingunni.
DV, SUDURLANDI: ___________
„Staðan hér á Arbakka er sú að
húsið okkar gjöreyðilagðist í skjálft-
anum 17. júní. Vegna þess hversu
gamalt brunabótamatið var þá nam
það ekki nema um einum þriðja af
endurbyggingarkostnaði húss af
sömu stærð. I raun og veru höfum
við beðið núna í heilt ár eftir því að
ríkisstjómin kæmi með viðbótar-
framlag til þess að gera okkur
mögulegt að byggja hús aftur. Við
reiknum auðvitað með því að þetta
framlag komi, en því er ekki að
neita að við hefðum ekki trúað því
fyrir ári að þetta yrði ekki komið
núna,“ sagði Anders Hanssen á Ár-
bakka í Holta- og Landsveit. Á Ár-
bakka stendur nú hálfkláruð ný-
bygging. Ábúendur bíða eftir að fá
viðbótarframlag frá ríkisstjóminni
til að geta klárað og flutt inn hið
fyrsta. Anders segir að auðvitað
geri menn sér grein fyrir að þetta
taki ákveðinn tíma en biðin sé dýr.
Húsaleiga og gengisþróun
setja strik í reikninginn
Nú eftir sex mánaða búsetu í
bráðabirgðahúsi er farið að inn-
heimta húsaleigu vegna bráða-
birgðahúsnæðis sem er á jörðinni
og flutt var í í desember. Hálft gjald
til að byrja með en eftir ársdvöl í
húsinu fer leigan upp í 35.000 krón-
ur á mánuði. „Gengis- og verðlags-
þróun hefur líka gert það að verk-
um að peningamir eru orðnir
minna virði núna heldur en þeir
voru fyrir ári, þannig að ég reikna
líka með þvi að þær tölur sem á
endanum verða ákveðnar miðist við
verðlagið á árinu 2001 en ekki árið
2000,“ sagði Anders.
Húsmat á ruslahaugum?
Fljótlega eftir skjálftann var ljóst
að húsið á Árbakka var eitt af 30 hús-
um á skjálftasvæðinu sem vom gjöró-
nýt. Matsmenn sögðu Anders að þeir
þyrftu ekki langa skoðun á húsinu til
að sjá hvemig væri komið fyrir því.
Anders segir að því hafi aldrei verið
farið út í að reikna til fulls raunveru-
legt ástand hússins, eða reynt að gera
sér grein fyrir því hvernig það var
fyrir skjálftann. „Hins vegar skilst
mér að nú sé verið að reyna að leita
að einhverri tölu sem heiti afskrifað
nývirðismat. Þá þýði það væntanlega
að það á að afskrifa húsið sem einu
sinni var miðað við viðhald og aldur.
Við höfum í sjálfu sér ekki enn þá séð
endanlegar tölur yfir þetta en það
hlýtur að liggja í augum uppi að það
er ansi erfltt að meta húsið núna þeg-
ar er búið að keyra það á öskuhauga.
Það var gert með fullri vitund allra
byggingaraðila, veðhafa og Viðlaga-
tryggingar.
Rekstur í frosti.
Anders segir að íbúar á skjálfta-
svæðinu séu almennt þakklátir fyr-
ir það sem gert hefur verið fyrir þá
eftir skjálftann síðastliðið sumar.
„Stjórnvöld hafa aðstoðað fólk með
margvíslegum hætti en ég held hins
vegar aö menn hafi vanmetið áhrif
þess hvað þessar tafir eru kostnað-
arsamar og óþægilegar. Þar sem um
er að ræða fólk í sveit sem ekki hef-
ur íbúðarhús segir það sig sjálft að
allur reksturinn hefur verið í lama-
sessi í heilt ár af þessum sökum.
Þar með er tjón jarðskjálftans að
aukast hvern einasta dag sem við
getum ekki komið þessu í sama horf
og var fyrir hamfarirnar. Það á líka
við hjá okkur. Hér hrundu hesthús,
hlöður, geymslur og margvísleg
önnur hús sem við nýttum í rekstri
hrossabúsins og ferðaþjónustunnar.
Þar er sama sagan, það var of lágt
mat á þeim húsum og við bíðum
líka eftir viðbótarframlagi frá rík-
inu til að geta endurreist þessi hús.
Þannig að okkar rekstur hefur ver-
ið annaðhvort alveg lamaður eða í
lágmarki þetta ár sem liðið er. Tjón-
ið er því miklu meira heldur en hægt
var að sjá að það yrði að kvöldi jarð-
skjálftadagsins," sagði Anders Han-
sen, hrossabóndi á Árbakka og fyrr-
verandi blaðamaður, í samtali við
DV. -NH
Brunabótamat í sum-
un tilvikum of lágt
- segir Ólafur Davíðsson í forsætisráðuneytinu
Nýtt byggingarsvæöi
Suöur afAkureyri í átt aö Kjarnaskógi ergert ráö fyrir mikilli íbúabyggö í ná-
lægri framtíö.
Gert ráð fyrir 6000 manna byggð suður af Akureyri:
„Erum að éta allt
undan okkur“
- segir bæjarstjórinn á Akureyri
DV, SUDURLANDI:_______________________
„Það er búið að fara rækilega yflr
þessi mál öllsömul og það er greinilegt
að í sumum tilfellum er mat á fasteign-
um af einhverjum ástæðum óeðlilega
lágt miðað við mat á sambærilegum
eignum annars staðar á svæðinu. Við-
lagatrygging metur hveija og eina eign
með tilliti til bótaupphæðar. En Við-
lagatrygging borgar aldrei hærri bæt-
ur en sem nemur brunabótamati. Þess
vegna höfúm við tilfelli þar sem hugs-
anlegt er að brunabótamatið sé af ein-
hveijum ástæðum óeðlilega lágt miðað
við brunabótamat á sambærilegum
eignum annars staðar á svæðinu. Við
teljum okkur núna hafa fundið þau
dæmi og höfum verið að koma okkur
niður á aðferðir og reglur til þess að
hægt verði að greiða fólki viðbótarbæt-
ur í þessum tilfellum," sagði Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu.
Ólafúr segir að enn sé ekki búið að
greiða bætumar, meðal annars vegna
þess að málið hafi tekið lengri tíma en
menn ætluðu en fljótlega sé vonast til
að hægt verði að fara að greiða úr mál-
um í þeim tilvikum sem brunabóta-
matið hefur greinilega verið of lágt.
Á skjálftasvæðinu eru einnig tilvik
þar sem fólk er ósátt við þær bætur
sem Viðlagatrygging hefur ákveðið.
Ólafur segir að það séu mál sem ráðu-
neytið getur ekki átt við, enda breyti
það ekki ákvörðun
V iðlagatryggingar.
Húsaleiga
greidd í bráða-
birgðahúsnæöi
Á skjálftasvæð-
unum sunnanlands
hefur verið komið
uppámilli30og40
bráðabirgðahús- ráöuneytisstjóri
um á meðan end- Rókin eftirmál.
urbygging eða við-
gerðir fara fram á íbúðarhúsum. Nú er
farið að innheimta húsaleigu í sumum
tilvika af íbúum bráðabirgðahúsanna.
Á sumum stöðum er fólk ekki í stakk
búið að flytja aftur inn I sín hús, með-
al annars vegna þess hve langan tíma
hefur tekið að fá uppgerðan þann hluta
sem fólk hefúr reiknað með að fá um-
frambætur trygginga sem miðuðust
við of lágt brunabótamat. „Fólkinu var
útvegað þetta húsnæði en það var ekki
talið óeðlilegt að það greiddi einhveija
húsaleigu á tímanum. Fólk býr leigu-
laust í þeim fyrstu sex mánuðina,
næstu sex er greidd hálf leiga en eftir
áriö full leiga. Hún hækkar því eftir
því sem tíminn líður,“ sagði Ólafúr.
Bætur vegna tjóna á útihúsum
í athugun
Varðandi tjón á öðru en íbúðarhús-
um sagði Ólafur að um væri að ræða
mjög yfirgripsmikið mál. „Það varð
alls konar tjón hjá ýmsum bændum,
jarðrask, tjón á minkabúi og
kjúklingabúi. Það er búið aö bæta fjöl-
mörg tilvik. En síðan hafa komið upp
dæmi með þessi útihús sem hafa
skemmst þar sem fólk telur að matið
hafi ekki verið rétt. Það er miklu erfið-
ara að finna einhveijar aðferðir gagn-
vart útihúsunum en gagnvart íbúðar-
húsunum, vegna þess hvað útihúsin
eru afskaplega misjöfn. í vissum tilvik-
um, bæöi hjá bændum og fyrirtækjum,
höfum við greitt fólki bætur vegna
rekstrartaps þar sem ekki er rekstrar-
stöðvunartrygging fyrir hendi. Það eru
nánast engin fýrirtæki með tryggingu
fyrir rekstrarstöðvun vegna náttúru-
hamfara, einfaldlega vegna þess hvað
það er dýrt - í einhveijum tilvikum
stendur hún heldur ekki tft boða,“
sagði Ólafúr. En verða tjón á útihúsum
bætt?
„Ég vil á þessu stigi ekki segja hvort
þau verði bætt eða ekki, ég held að það
sem við gerum núna verði að reyna að
koma ftá þessum málum vegna íbúðar-
húsanna. Við höfúm sagt fólki að það
liggi ekki fyrir nein ákvörðun um að
útihúsin verði bætt. Við höfum heldur
ekki sagt beinlínis að þau verði ekki
bætt. Það eru mál sem við verðum að
athuga nánar og þá aðeins að átta okk-
ur á hvert umfangið er,“ sagði Ólafúr
Davíðsson. -NH
„Naustahverfið er á fullu gasi í
skipulagningu og vonandi getum
við farið að auglýsa það strax í
haust. Þar er gert ráð fyrir 6.000
manna byggð,“ segir Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Akureyri er landlítill bær og hef-
ur ásókn fólks á svæðið farið vax-
andi undanfarið. Því er brýnt fyrir
skipulagsyfirvöld að horfa til fram-
tíðar, enda gerir áætlun ráð fyrir að
öll núverandi byggingarsvæði verði
uppurin árið 2015. Naustahverfið er
beint upp af kirkjugarðinum á Akur-
eyri, sunnan við nýja Teigahverfið.
Arkitektastofan Kanon arkitektar
hannar svæðið í kjölfar verðlauna-
tillögu stofunnar en ýmislegt er
óljóst varðandi tímasetningar enn
þá. Kristján Þór segir að þéttleiki
byggðarinnar og fólksfjölgun séu
óvissuþættir en skipulags- og um-
hverfisyfirvöld hafi verk að vinna.
„Ég hef lagt á þaö áherslu við mitt
fólk að við verðum í sumar eða
haust að geta auglýst nokkur svæði
þarna. Við erum að éta allt undan
okkur annars staðar," segir bæjar-
stjórinn og nefnir sem dæmi mikla
umframeftirspurn í Lindasíðu. Þar
hafi aöeins 2 af 13 umsækjendum
fengið lóðir.
Akureyrarbær á megnið af þessu
fyrirhugaða byggingarsvæði
Naustahverfis en þar eru nokkur
beitarhólf og eitthvað um búskap.
Hann er þó ekki mikill, að sögn bæj-
arstjórans. -BÞ
Olafur
Davíösson