Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Síða 9
9
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
DV Fréttir
Góður árangur í síld og loðnu gleymist þegar rætt er um ofmat á þorskstofni:
Umhverfisbreytingar
örlagavaldur þorsksins
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Meirap rófsnámskeið
• leigubifreið • vörubifreið • hópbifreið
□KUSKÖLI
SIMI 5811919
AUKIN OKURETTINDI
LEICUBIFREID - VÖRUBIFREID - HÚPBIFREIÐ
ð0t-ö
HÁÞRÝSTI
DÆLUR
- fyrir heimilið
'cf RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
rafver@simnet.is
Heiðursfólk á hátíðisdegi
Gestur Kristinsson, hreppstjórí í fyrr-
um Suöureyrarhreppi, Hólmberg Ara-
son heiöurssjómaöur og Anna María
Guöjónsdóttir, barnabarn Hólm-
bergs.
Farsæll
sjómaður
heiðraður
DV, SUÐUREYRI:_________
Gjarnan eru aldraðir sjómenn
heiðraðir á sjómannadaginn. Við
sjómannaguðsþjónustu í Suðureyr-
arkirkju sæmdi Kristinn Gestsson
Hólmberg Arason heiðursmerki
sjómannadagsins á Suðureyri.
Hólmberg stundaði lengi sjó frá
Suðureyri, var vélstjóri en lengst
af skipstjóri á fjölda skipa af margs
konar gerðum. Hólmberg var lán-
samur og farsæll á ferli sínum.
Hann flutti til ísafjaröar fyrir all-
nokkru og hefur búið þar síðan en
honum þótti mikiö til um þann
heiður er honum var sýndur af sín-
um gömlu grönnum.
Það setti hátíðlegan svip á at-
höfnina að þegar henni lauk lék
ungt barnabarn Hólmbergs, Anna
María Guðjónsdóttir, á þverflautu
lagið Kvöldsiglingu eftir Gísla
Helgason. Lagið er nátengt sjó-
mannadeginum, því það var samið
undir hábungunni á Heimakletti
daginn eftir sjómannadag árið
1980. -VH
Siggi Sveins veiddi fyrsta laxinn
„Laxinn negldi sig á fluguna og þetta var skemmtileg barátta, hanr. tók fluguna Snældu, “ sagöi Siguröur Valur
Sveinsson en hann veiddi fyrsta laxinn í Laxá á Ásum þetta sumariö. Þrír laxar hafa veiöst i ánni og enginn þeirra er
lúsugur.
Jakob Jakobsson, fiskifræðing-
ur og fyrrverandi forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, hefur aö
undanförnu tek-
ið þátt í síldar-
rannsóknarleið-
angri Árna Frið-
rikssonar RE.
Hann segist ekki
geta metið
skýrslu stofnun-
arinnar um afla-
jakob horfur á næsta
Jakobsson. fiskveiðiári að
verðleikum þar
sem hcinn hefur verið fjarri rann-
sóknunum á þorskinum sl. 2 ár.
Jakob segir að ofmat megi hugsan-
lega rekja til minna skarks og auk-
innar sóknar í Barentshaf og
straumaskil séu ekki jafn skörp og
áöur sem valdi því að þorskurinn
safnist ekki eins i torfur og áður.
Afli hafi aukist í net fyrir
nokkrum árum, stærri fiskur
veiddist og möskvastærð var auk-
in úr 7 tommum í 10 tommur og
það hafi villt mönnum sýn að mik-
ið af 7 til 8 ára fiski var að veiðast.
Allt í einu hafl tekið fyrir þann
afla, aftur hafi 3 til 5 ára fískur
verið uppistaðan í aflanum.
Það sé úti í hött að grisja stofn-
inn eins og sumir vilja því það
vanti í dag stóra fiskinn þar sem
búið sé að veiða hann. Það sé hins
vegar ábyrgðarleysi að geta sér
þess til að fiskurinn haldi sig ein-
hvers staðar annars staðar, t.d. við
Grænland eða í Barentshafi. Stóri
fiskurinn komi upp á grunnið til
að hrygna og haldi sig síðan á
dýpra vatni svo spurningin er
hvort ekki þurfi þá að finna þann
fisk á dýpra vatni, jafnvel fyrir
utan landgrunnið, sé hann til.
„Það hafa orðið umhverfisbreyt-
ingar í hafinu sem hafa áhrif á
þorskinn, meira flæði af Atlantssjó
hingað, hann er hlýrri og saltari
en það hefur áhrif á neðri þrepin í
fæðukeðjunni. Aðstæður í lífríki
sjávar eru hagstæðar sem ættu að
valda því að þorskstofninn nái sér
fljótt aftur. Ég er hins vegar hálf-
aumur yfir því hvað lítið er sagt
frá árangri í síld og loðnu því eng-
inn viðsnúningur hefur verið þar
undanfarin ár og kvótinn að
aukast. Þegar síldin var friðuð
árið 1970 var stofninn 12.000 tonn,
eða tvær góðar torfur, en í dag er
síldarstofninn 500 þúsund tonn. 65
til 70% sildaraflans í dag fara í
bræðslu sem ég tel vera allt of hátt
hlutfall. Norðmenn nýta mun
hærra hlutfall af sínum síldarafla
til manneldis en þrátt fyrir þá
staðreynd hefur ekki tekst að
hækka hlutfallið hérlendis. En
með þverrandi þorskafla eykst
kannski skilningur sjávarútvegs-
ins á því að nýta meira af síld og
loðnu til manneldis," segir Jakob
Jakobsson.
-GG
Vegleg hátíðahöld í Ólafsvík á sjómannadaginn:
Sjómannskonur sigursælar
Höfum ákveðið að veita allt að 25% afslátt
af næsta námskeiði! Missið ekki af
þessu einstaka tilboði!
Námskeiðið hefst föstudaginn 15. júní kl. 18.
Aukin réttindi = auknir atvinnumöguleikar
Skráningar í símum 581 1919, 892 4124 og 822 3810.
Visa- og Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða.
DV, ÓLAFSVÍK:
Sjómannadagurinn í Ólafsvík fór
fram í blíðskaparveðri á laugardag
og sunnudag. Á laugardeginum var
keppt í hefðbundnum greinum eins
og kappróðri, trukkadrætti og
hlaupum. Sjómannskonur sigruðu
bæði í kappróðri og kassaralli.
Skipshöfnin á Gunnari Bjarnasyni
SH var einnig sigursæl. Hún tók svo
fast á í kappróðrinum að ár brotnaði
hjá henni en sigraði samt og einnig
í trukkadrættinum.
Á sunnudagsmorguninn var farið
í skemmtisiglingu á Steinunni SH
og Aðalvíkinni SH og fóru um 200
manns með. Eftir hádegið hófst dag-
skráin í Sjómannagarðinum með
ræðu Ásgeirs Jóhannessonar. Tveir
sjómenn voru heiðraðir, þeir Leifur
Halldórsson, skipstjóri og fram-
kvæmdastjóri, og Kristján Helgason
hafnarvörður. Þá fékk Torfi Sigurðs-
son heiðursorðu sjómannadagsins
fyrir björgun úr sjávarháska. Börn
Alberts Jóhannessonar, sjómanns úr
Ólafsvík, en hann lést fyrr á þessu
Fjölmennt sjómannahóf var um
kvöldið á Klifi með heimatilbúnum
skemmtiatriðum. Sjómenn gleyma
ekki konum sínum á sjómannadag-
inn og þeim konum sem gera þeim
vel en tvær sjómannskonur voru
heiðraðar af þeim. Það voru þær
systur Jenný og Metta Guðmunds-
dætur og var þeim klappað lof í lófa
vel og lengi. Dansað var fram undir
morgun.
-PSJ
Sjómannkonur í Olafsvík tóku vel á /' trukkadrættinum
og hérgetur aö líta sterklegt liö.
ári, færðu sjómönnum í Ólafsvík
veglega styttu úr gifsi sem hann
gerði sjálfur og er hún af sjómanni.
Unglingahljómsveitir léku á milli
atriða í Sjómannagarðinum. Messa
var í Ólafsvíkurkirkju og var hún
mjög fjölmenn. Lilja Stefánsdóttir
flutti frábæra stólræðu og Erla
Höskuldsdóttir flutti frumsamið lag
eftir Sigurð bróður sinn sem einnig
lék undir ásamt Aðalsteini Kristó-
ferssyni.