Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Side 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001_________________________________________________________________________________________________
DV Útlönd
Fögnuður og gagnrýni
eftir aftöku McVeighs
Fyrrverandi Argentíunforseti
Carlos Menem situr nú í
stofufangelsi í höll sinni.
Hryðjuverkamaðurinn Timothy
McVeigh var tekinn af lífi með eit-
ursprautu í Indiana um hádegisbil-
ið i gær. 30 manns voru viðstödd af-
tökuna og þar af 10 fjölmiðlamenn.
Þeir gáfu út yfirlýsingu að aftök-
unni lokinni og lýstu því sem har
fyrir augu. McVeigh heitinn var yf-
irvegaður i ferlinu sem miðaði að
lífláti hans og hann sýndi mikinn
samstarfsvilja. Hann hafði áður lýst
yfir vilja sínum til að vera tekinn af
lífi og fylgdi honum í verki þegar
hann kom sér sjálfur fyrir á bekkn-
um þar sem hann var ólaður niður
og sprautaður eitri. Aftakan frestað-
ist um nokkrar mínútur vegna erf-
iðleika við að koma á sjónvarpssam-
bandi við 230 aðstandendur fórnar-
lamba sem fylgdust með frá Okla-
homa.
McVeigh var þögull og gaf ekki út
yfirlýsingu fyrir aftöku sína. Hins
vegar veitti hann fjölmiðlum skrif-
lega yfirlýsingu sem reyndist vera
afritun af ljóðinu Invictus eftir
Göran Persson
Forsætisráöherra Svíþjóðar segir taf-
ir kunna veröa á stækkun ESB.
Nei á írlandi
hindrar ekki
stækkun ESB
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sagði í gær að tafir
kynnu að verða á stækkun Evrópu-
sambandsins, ESB, í kjölfar höfnun-
ar íra á Nice-sáttmálanum. Úrslitin
myndu hins vegar ekki koma í veg
fyrir stækkun.
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar verður eitt aðaldagskrárefn-
anna á leiðtogafundi ESB í Gauta-
borg í vikunni. Utanríkisráðherrar
ESB hétu því í gær að aðstoða írsku
stjórnina við að finna leið til að
staðfesta sáttmálann. Utanríkisráð-
herra írlands, Brian Cowan, sagði
að ekki mætti líta á niðurstöðuna
sem svo að írar hefðu neitað stækk-
un. Það væru önnur ákvæði í sátt-
málgnum sem þeir væru andvígir.
Prodi, forseti framkvæmdastjórnar
ESB, segir nauðsynlegt að skil-
greina betur innihald sáttmálans.
Perónistar berj-
ast gegn hand-
töku Menems
Perónistaflokkurinn í Argentínu,
sem er í stjómarandstöðu, lýsti því
yfir í gær að barist yrði af hörku
gegn handtöku Carlos Menems,
fyrrverandi forseta, sem hnepptur
var í stofufangelsi í síðustu viku.
Menem er grunaður um ólöglega
vopnasölu til Ekvador og Króatíu.
Perónistarnir saka rannsóknardóm-
arann, Jorge Urso, um að ofsækja
forsetann fyrrverandi.
Stuðningsmenn forsetans söfnuð-
ust saman um helgina fyrir utan
höllina þar sem hann situr í stofu-
fangelsi og sögðust vera í stríði.
Báru þeir handtökuna og yfirvof-
andi réttarhöld saman við örlög Ju-
ans Perons, stofnanda flokks þeirra.
Múrmanskbúar
missa fiskinn
sinn til Noregs
Fyrir 10 árum höfðu um 6 þúsund
manns störf við fiskvinnslu hjá
Rybokombinat í Múrmansk. Nú
starfa þar 148 og framtíðin er óljós.
„Rússneskir togarar landa afla
sínum í Noregi. Við höfum ekki fé
til að kaupa hráefni," segir aðstoð-
arforstjórinn, Khusein Maltsagov, í
viðtali við norska blaðið Aftenpost-
en. Rússamir reyna að kaupa þær
fisktegundir sem minnst er greitt
fyrir í Noregi, eins og loðnu, sild og
ufsa. Þorsk, sem áður var aðalhrá-
efnið, hafa þeir ekki séð í mörg ár.
Þegar Sovétríkin leystust upp var
Rybokombinat einkavætt og skipt í
níu einingar. Flestar eru nú gjald-
þrota.
Barbara og Jenna Bush
Útvarpsstöð í Kanada býöur þeim að
koma til Alberta og detta í það þar.
Boðið til Kanada
til að drekka þar
A flótta undan flóöum
Hitabeltisstormurinn Allison hefur látið að sér kveða í suðurríkjum Bandaríkjanna síðustu daga. Þúsundir þurftu að
flýja heimili sín og óbætanlegt tjón varð þegar flóðin æddu yfir alþjóðlega miðstöð læknavísinda í Houston
Gífurlegar rigningar
í suðurríkjunum
DV. TALLAHASSEE___________________
„Þetta er mesta úrkoma sem ég
hef séð í 10 ár,“ sagði Hilmar Skag-
field, aðalræðismaður íslands á
Flórida i samtali við DV í gærkvöld.
Látlaust hefur rignt í suðurríkj-
um Bandaríkjanna undanfarna
daga. í Texas hafa á annan tug
manns farist í rigningunum, sem
fylgja hitabeltisstorminum Allison.
í gær færðist veðurofsinn austur á
bóginn yfir Mississippi-ána yfir til
Alabama og Flórída.
Hilmar ræðismaður stóð i
ströngu á heimili sínu í Tallahassee
í gær þegar allt fór á flot og sund-
laug hans flæddi yfir bakka sína.
Kalla varð til aðstoð til að vatn
flæddi ekki inn í hús hans og Krist-
ínar konu hans.
Úrkoman reyndist vera um 30
sentímetrar á einum og hálfum tíma
og gekk á með þrumum og elding-
um.
„Hér hafa verið þurrkar um langt
skeið svo við vorum farin að hafa
áhyggjur. Vart hefur komið dropi
úr lofti í tvo mánuði en síðan opn-
uðust flóðgáttir himins. Öllu má nú
ofgera," sagði Hilmar eftir að stytti
upp seint í gærkvöld.
Afleiðingar flóðanna hafa tekið á
sig ýmsar myndir en skaðinn af
þeirra völdum nemur hundruðum
milljarða króna. í Houston varð
óbætanlegt tjón þegar um 32 þúsund
tilraunadýr drukknuðu og verð-
mætar rannsóknarskýrslur og sýni
töpuðust í Texas Medical Center.
Þetta er áfall fyrir læknávísindin í
heiminum og er talið geta frestað
því að ákveðin lyf komi á markað
um mörg ár. Þá þurfti að flytja burt
sjúklinga frá sjúkrahúsum í borg-
inni sem fræg eru fyrir meðhöndlun
sína á krabbameini og hjartasjúk-
dómum. -rt
Kanadísk útvarpsstöð hefur boðið
tvíburadætrum Georges W. Bush
Bandaríkjaforseta, Jennu og Bar-
böru, til Kanada um helgi til að
drekka þar. Tvíburasysturnar, sem
eru 19 ára, hafa verið ákærðar fyrir
brot á áfengislöggjöfinni í Texas þar
sem áfengisdrykkja undir 21 árs er
ólögleg. i Alberta, þar sem útvarps-
stöðin er, er þeim sem eru 18 ára og
eldri heimilt að hafa áfengi um
hönd.
Plötusnúðurinn á útvarpsstöð-
inni sagði að reyndar yrði ekki send
forsetaþota eftir systrunum heldur
myndi stöðin borga farmiðana fyrir
þær. Tvíburamir gætu fengið gist-
ingu í forsetasvítu á hóteli sem
reiðubúið er að taka á móti þeim.
Tekið var fram að leyniþjónustu-
menn, sem gæta systranna, yrðu að
sjálfir að greiða sína miða.
^RAFVER
SKEIFUNNI3E-F - SÍMI 58t 2333 FAX 568 0215
rafvengsimneLís
Aftökunni fagnaö
Aðstandendur fórnarlamba hryðjuverkamannsins Timothys McVeighs töldu
niður að fyrirhuguðum aftökutíma hans og fögnuðu, líkt og á áramótum.
breska 19. aldar skáldið William
Emest Henley. Þar segist hann vera
„meistari örlaga sinna“ og „höfð-
ingi sálar sinnar". Hann horfði i
augun á viðstöddu gölmiðlafólki,
hverju af öðru. Fréttamaður Sky-
sjónvarpsstöðvarinnar orðaði það
sem svo, að ekki væri annað hægt
en að dást að því hvernig hryðju-
verkamaðurinn tæki dauða sínum,
óháð illvirkjum hans.
McVeigh hitti kaþólskan prest
fyrir aftökuna en hann hafði lýst sig
efasemdarmann í trúmálum. Ekki
er vitað hvað fór í millum þeirra.
Aðstandendur fórnarlamba
McVeighs fögnuðu flestir aftökunni
og sumir þeirra brugðu á það ráð að
telja niður og fagna atburðinum,
líkt og í áramótafagnaði. George W.
Bush Bandaríkjaforseti sagði aftök-
una ekki vera verknað hefndar
heldur réttlætisins. Hörð gagnrýni á
aftökuna heyrðist frá Evrópu og er
talið að hún muni skyggja á fundi
Bush með fulltrúum ESB í vikunni.