Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 15 Akureyrskir myndlistarmenn Sextán akureyrskir myndlistarmenn taka þátt í sýningunni sem á aö draga fram séreinkenni eyfirskrar myndlistar. Harðmæli akur- eyrskrar mundlistar Nú um helgina hófst í Listasafni Akureyrar sýning á verkum sextán eyflrskra listamanna. Sýningin ber yfirskriftina Akureyri í myndlist. Tilgangur sýningarinnar er að gefa trúverðugan og fremur hlutlausan þverskurð af listalífi bæjar- ins og veita áhorfendum þannig tækifæri til að kynnast fjölbreytni i akureyrskri myndlist við upphaf nýrrar aldar. A oskudaginn II Sveinbjörg Þórhallsdóttir: „Á öskudaginn á Akur- eyri fæ ég aftur þessa tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni. “ Sérkenni eyfirskrar myndlistar Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Amí, Arna Valsdóttir, Einar Helgason, Elli, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðný Þórunn Kristmannsdóttir, Gunnar Kr. Jónas- son, Jonna, Kristinn G. Jóhannsson, Laufey Margrét Pálsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Nói, Óli G. Jóhanns- son, Stefán Jónsson og Sveinbjörg Hallgrimsdóttir. Talið er líklegt að um sjötíu myndlistarmenn starfi á Akureyri um þessar mundir. Við val á þátt- takendum var ákveðið að bjóða átta ólíkum lista- mönnum að bjóða öðrum listamanni að sýna með sér. í opnunarræðu sagði Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður safnsins, að þrátt fyrir ólíka miðla, viö- fangsefni, stílbrigði og þann aldursmun sem skilur að yngstu og elstu þátttakendur „hafa þeir allir á þessari sýningu ieitast við að túlka Akureyrarbæ út Lóörétt birta Guömundur Ármann Sigurjónsson: „Hver staöur hefur sinn vind, hvort sem um er aö ræöa Akur- eyri, Reykjavík eöa New York. “ frá sinni eigin persónulegu reynslu og listrænu for- sendum. Hefur eyfirsk myndlist einhver sérstök ein- kenni í líkingu viö norðlenskan framburð? Er Akur- eyri í eðli sínu eitthvað frábrugðin öðrum bæjum landsins? Það eru þessar spumingar um myndlist á Akureyri og Akureyri í myndlist sem eru veltiás sýningarinnar." Hversu hrifinn ertu? Sú nýbreytni var einnig tekin upp í tengslum við þessa sýningu að áhorfendur velji hvaða verk safn- ið á að kaupa í stað þess að safnráð taki ákvörðun um það eins og vaninn er. Þetta fer þannig fram að áhorfendur kjósa „besta verkið". í ræðu sinni sagði Hannes að hugmyndin hafi verið borin undir lista- mennina sem tóku vel í hana. „Til að reka smiðs- höggið á þennan gagnvirka leik var í samráði við listamenn útbúin nánari skoðanakönnun á mynd- listarsmekk almennings þar sem meðal annars er spurt út í hversu hrifið eða ekki hrifið fólk er af verkum á sýningunni" og þá flokkað eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum. „Taki nægilega margir þátt í þessari könnun verður hægt að kom- ast að ýmsum fróðlegum hlutum, til dæmis hvaða þjóðfélagshópur er hrifnari af abstrakt list en raun- særri list, enda má sjá flestar stefnur á sýningunni." Hvorki flottræfilsháttur né bruðl Sýningarskráin er mjög vegleg. Um er að ræða sextíu síðna litprentaða skrá á ensku og íslensku. í sýningarskránni má meðal annars finna grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing og hugleiðingar listamannanna sjálfra. Hannes sagði í ræðu sinni að um tíma hefði staðið til að prenta skrána í átta þús- und eintökum og senda hana á öll heimili á Akur- eyri. „Það reyndist því miður of dýrt svo þess í stað er hún innifalin í aðgangseyri þegar gestir skoða sýninguna." Hannes sagði að hér væri hvorki um „flottræfilshátt né vanhugsað bruðl að ræða. Því miður er það staðreynd að jafn bókelskir og íslend- ingar telja sig vera þá hefur það margsýnt sig að slíkar skrár seljast afar illa og standa nánast aldrei undir kostnaði." Til stóð að gera stutta úttekt á sögu myndlistar á Akureyri og var Valgarður Stefánsson fenginn til verksins. Viðfangsefnið vatt mjög upp á sig og stefn- ir nú í heila bók frekar en stutta úttekt. Ágrip Val- garðs af myndlistarsögu Akureyrar er þó að finna á heimasíðu safnsins: www.artak.strik.is. Tónlist Hvert lag öðru betra Sá Brasilíumaöur sem helst hefur verið talinn verðugur arftaki tónskáldsins fræga, Antonio Carlos Chobim, er Ivan Lins. Hann er rétt um fimmtugt, af bítlakynslóð rokkara og poppara og ber tónlist hans þess nokkur merki. Bossanóva- og sambatónlist heimalandsins er honum þó alltaf hugleikin og hafa þau áhrif í tónlist hans farið vaxandi á síðari árum. Lins semur einstaklega falleg lög, hann er mikill ballööusmiður en á líka til hressilegri tilþrif. Ásamt áhrifum úr popp og rokktónlist er nokkur djassáhrif að finna hjá honum sem merkja má í allflóknum hljómsetningum. I lagasmiðum sínum minnir Lins stundum á gömlu meistarana Cole Porter og Jerome Kem en líka jafnmikið á samtíðarmenn sína, Paul McCartney og Donald Fagen. Sá sem þetta ritar hefur verið hugfanginn af tón- list Ivans í bráðum fimmtán ár og safnað plötum frá honum þann tíma. Hið sama virðist eiga við um upptökustjóra og útsetjara geisladisksins A Love Af- fair: The Music of Ivan Lins (Telarc 2000). Á síðum meðfylgjandi diskbæklings lýsir Jason Miles því hvemig vitneskjan um að Miles Davis hafi ætlað að taka fyrir tónlist Lins varð hvatinn að tilurð plöt- unnar. Því miður entist Miles Davis ekki aldur til að ráðast í verkefnið en Jason fékk þá með sér einvala- lið til að uppfylla þennan gamla draum sinn. Útkom- an er vissulega frábrugðin því sem búast hefði mátt við frá trompetleikaranum sáluga en er góðra gjalda verð á sinn hátt. Andi R&B-tónlistar svífur yfir vötnunum sem á alls ekki illa við enda í bland við hina afslöppuðu brasilísku hrynjandi. Mörg af þekktari verkum Ivans eru hér flutt af söngkonunum Chaka Khan, Dianne Reeves, Vanessu Williams, Lisu Fischer og Brendu Russell sem þýðir nokkra texta úr portúgölsku yfir á ensku auk þess að syngja listilega vel lagið Nocturne (Not- urna). Aðrir sólóistar eru Grover heitinn Was- hington, Jr., sönghópurinn New York Voices sem á frábært innlegg og karlsöngvararnir Sting, James „D Train“ Williams og Freddie Cole sem hljómar eins og blanda af Nat King Cole og Ray Charles. Auk framangreindra koma fram saxófónleikararnir Jay Beckenstein, Bob Berg og Michael Brecker, bassa- leikaramir Mark Egan, Marcus Miller og Will Lee; Joe Sample, Jason Miles og Ivan Lins á hljómborð og til að nefna nokkra af öllum fjöldanum: Chuck Loeb, Vinnie Colaiuta, Jim Pugh og Cyro Babtista. Það er nokkurn veginn sama hvar hefði verið borið niður í fiölskrúðugu lagasafni Lins, niður- staðan hefði vart getað orðið annað en fyrsta flokks. Á þennan disk vantar þó frægasta lag hans, Comecar de novo, en þeir sem vilja heyra það og meira til er bent á annan frábæran disk, Ivan Lins: Live at the MCG (Jazz MCG 1999). Þar má heyra lagasmiðinn sjáifan sitja við rafpíanóið og syngja sum sömu lögin og á hinum diskinum en líka mörg önnur. Ivan og brasilísk hljómsveit hans eru þarna í þrumustuði á tónleikum, ekki sist er aðalmaöurinn í toppformi, hrikalega af- slappaður og hefur líklega aldrei sungið betur. Hvert lagið er öðru betra og brasilísk hrynjandi auðvitað ráðandi þótt fremur sé hún á rólegu nót- unum. Sú plata fær bestu meðmæli, algera topp- einkunn. Hin er ágæt líka, ljúf á bandaríska poppvísu og sérlega áferðarfalleg. Ingvi Þór Kormáksson A LOVE AFFAIR: THE MUSIC OF IVAN LINS Telarc 2000 IVAN LINS LIVE AT THE MCG Jazz MCG 1999 __________Menning Umsjön: Sigtryggur Magnason Django- djasshátíð Fyrsta alþjóðlega django-djasshá- tíðin á íslandi verður haldin á Ak- ureyri dagana 15. til 18. ágúst og nefnist Django Jazz 2001. Tvö síð- ustu ár hefur Robin Nolan Trio haldið námskeið á Akureyri og eru undirtektirnar slíkar að ákveðið hefur verið að halda þessa hátið. Tónlist tríósins sækir uppruna sinn til sígaunadjass og Django Rein- hardt sem er ókrýndur konungur þessarar tónlistarstefnu. Tengsl Robin Nolan Trio við marga þekkta tónlistarmenn í Bandaríkjunum kveiktu þá hugmynd að halda al- þjóðlega hátíð. Dagskrá hátíðarinnar er á þá leiö að 16. ágúst heldur Robin Nolan Trio tónleika í Deiglunni. Daginn eftir spila á sama stað Pearl Django frá Seattle. Laugardaginn 18. ágúst verða svo stórtónleikar á Glerár- torgi þar sem fram koma Django Kvartett Akureyrar, Pearl Django, Randy Greer og Paul Weeden. Robin Nolan Trio verður einnig með nám- skeið á meðan hátíðin stendur yfir. Pólýfónía í Nýló • Pólýfónía heldur áfram í Nýlista- safninu í kvöld. Þá koma fram Rod Summers og er gjörningur/fyrirlest- ur hans um sögu hljóðsins frá stóra hvellinum til tungutaks tölvunnar. Einnig verður flutt verkið Hier- oglyphics eftir Magnús Biöndal Jó- hannsson. Annað kvöld verða svo Hilmar Bjarnason, Sara Jenníar, Darri Lorenzen, Rod Summers, Cur- ver og Sigtryggur Berg Sigmarsson. Pólýfónia heldur svo áfram fimmtu- dag, fóstudag og laugardag og lýkur með hátíðardagskrá 17. júní. Hátíð- ardagskráin hefst klukkan 12 á há- degi og meðal þeirra sem koma fram eru Sally Chapman, Ingibjörg Magnadóttir, Egill Sæbjörnsson og Fallega gulrótin. Siöfrædi í sögulegu ljósi Kirkjuritið er komið út en það kom fyrst út árið 1935. Á síðum þess fer fram fagleg og fræðileg umræða um kirkjuna, guð- fræði og trúarlíf. í þessu tölublaði ber hæst umfiöllun um siðfræði í sögulegu ljósi og í hagnýtum tilgangi. Þeir sem eiga greinar í Kirkjuritinu að þessu sinni eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson, dr. Sigurður Kristinsson, sr. Gunnar Kristjáns- son, sr. Gunnar Björnsson, Halla Jónsdóttir og sr. Jón Bjarman. For- síðu ritsins prýðir mynd frá fóstu- dagskrá í Skálholti. Ritstjóri Kirkju- ritsins er sr. Kristín Þórunn Tómas- dóttir. Sara sýnir í Caracas Söru Bjömsdóttur hefur verið boðið aö taka þátt í spænsk-amer- ísku listahátíðinni í Caracas í Venesúela. Borgin er baksvið verkanna á sýningunni og er listamönnunum ætl- að að sýna sífellt hraðari lífsstil nú- tímasamfélagsins. Útgangspunktur listamannanna er samband nútímalistar og nútíma- samfélags. Þrír meginþættir verka á sýningunni eru staðbundin verk, myndbönd og uppákomur. Þátttak- endur sýningarinnar eru frá öllum heimshornum, Ameríku, Asíu og Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.