Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Qupperneq 24
32
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
HiUÍSUS
■ ■ ■ ■ I wfl ■
tölvui t*kni og vísind
Japanir rannsaka áhrif mataræðis á heilsu reykingamanna:
Sushi gegn lungnakrabba
Reykingamenn sem vilja halda áfram að reykja en jafnframt gera það sem
þeir geta til að koma í veg fyrir að fá lungnakrabba ættu að borða mikiö af
sushi og ferskum fiski, ef marka má niðurstöður rannsóknar japanskra vís-
indamanna.
Harðsvíraðir
reykingamenn
ættu að fjöl-
menna á sushi-
veitingastaði.
Það hefur sem
sé komið í ljós
að þetta japanska lostæti, sem hefur
notið vaxandi vinsælda á Vestur-
löndum hin síðari ár, kunni að
draga úr hættunni á því að reyk-
ingamenn fái lungnakrabba.
Visindamenn við Aichi-krabba-
meinsrannsóknarstöðina í Nagoya i
Japan telja að sushi og ferskur fisk-
ur séu ástæðan fyrir því að tíðni
Vfsíndamennimír
komust að því að fólk
sem borðaðí mlkið af
ferskum flskí eða sushí
var ekki jafnlfklegt til
að fá lungnakrabba,
Fleiri deyja af hans
völdum en nokkurs
annars krabbameins,
amí»ta»iiiitnffim'naww
lungnakrabba er umtalsvert lægri í
Japan en í Bandaríkjunum og Bret-
landi enda þótt Japanir reyki ekki
minna en Vesturlandabúar. Þeir
segja frá rannsókn sinni í British
Journal of Cancer.
„Japönum finnst ferskur fiskur góð-
ur, einkum þó sushi,“ segir Toshiro
Takezaki prófessor. „Við teljum það
vera ástæðuna fyrir því að tíðni
lungnakrabba er aðeins tveir þriðju af
því sem hún er á Vesturlöndum jafnvel
þótt Japanir reyki jafnmikið og fólk í
Bretlandi.“
Takezaki og samstarfsmenn hans
rannsökuðu matarvenjur íjögur þús-
und heilbrigðra manna og eitt þúsund
manna með lungnakrabba til að kanna
hve mikO áhrif mataræði hefði á sjúk-
dóminn.
Vísindamennirnir komust að því að
fólk sem borðaði mikið af ferskum fiski
eða sushi var ekki jafnlíklegt til að fá
lungnakrabba. Fleiri deyja af hans
völdum en nokkurs annars krabba-
meins.
Líkumar á að fá lungnakrabba
reyndust um helmingi lægri hjá þeim
sem borðuðu mest af ferskum fiski og
sushi en hinum sem létu minnst af
þessari fæðu ofan í sig. Saltaður eða
þurrkaður fiskur virðist ekki gera
sama gagn. Jafnvel þvert á móti, að því
er fram kemur í nokkrum rannsókn-
um.
Talið er að fjölómettaðar fitusýrur í
fiskinum séu ástæöan fyrh lægri tíðni
lungnakrabba hjá miklum fiskætum.
Þeir félagarnir Ástríkur og Steinríkur, sem kunnir eru úr teiknimyndasögunum, bjuggu víst ekki á Bretagneskaga í
Norövestur-Frakklandi heldur í því suðvestanverðu, nánar tiltekið í héraðinu Lot.
Nýjar vísbendingar um lokaorrustu Sesars og Gaulverja:
Ástríkur og Steinríkur fluttir um set
Ástríkur hefur
fulla ástæðu til
að vera miður
sin.
Þvert á það sem
almenningur
hefur talið til þessa, kannski ekki
síst vegna teiknimyndasagnanna af
ævintýrum og hreystiverkum
þeirra félaga Ástríks og Steinríks,
bjuggu þeir hraustu Gaulverjar sem
lengst stóðu upp i hárinu á hersveit-
um Rómverja í Lot-héraði í suðvest-
anverðu Frakklandi en ekki á norð-
urhluta Bretagne-skagans.
Tveir franskir fornleifafræðingar
greindu frá því í síðasta mánuði að
með kolefnisaldursgreiningu hefði
tekist að finna þann stað þar sem
Júlíus Sesar háði lokaorrustu sína
gegn Gaulverjum árið 51 fyrir Krist.
Og sá staður reyndist vera við útjað-
ar þorpsins Puy d’Issolud, norður af
borginni Cahors.
í endurminningum sínum kallar
Sesar staðinn Uxellodunum.
Annar fornleifafræðinganna,
Girault segir að fíóm-
verjar hafi setið um
þorpið og knúið and-
stæðinga sfna tíl upp-
gjafarmeð þvíað
beina einu vatnsupp-
sprettu þorpsbúa f nýj-
an farveg - frá þorp-
inu.
Jean-Pierra Girault, segir að aftur
verði grafið á staðnum til að finna
frekari vísbendingar um það sem
hann kallar „táknræna orrustu"
milli tuttugu þúsund rómverskra
hermanna og fimm þúsund Gaul-
verja.
Girault segir að Rómverjar hafi
setið um þorpið og knúið andstæð-
inga sína til uppgjafar með þvi að
beina einu vatnsuppsprettu þorps-
búa í nýjan farveg - frá þorpinu.
Þjóðsagan segir að rómverski keis-
arinn hafi látið höggva hægri hönd-
ina af fóngum sínum áður en hann
sneri sigursæll aftur heim til Róm-
arborgar.
Hinar vinsælu teiknimyndasögur
um Ástrík og Steinrík snúast um
hetjudáðir íbúa lítils þorps á
Bretagne-skaga sem með aðstoð
töfradrykkjar tekst að hrinda inn-
rás Rómverja.
Nýjar rannsóknir á kettlingum:
Svefninn flýtir fyr-
ir þroska heilans
Svefninn kann
að gegna mikil-
vægu hlutverki i
þroska heilans
hjá ungbörnum
ef marka má
niðurstöður rannsóknar sem gerð
var á kettlingum og sagt var frá í
tímaritinu Neuron fyrir stuttu.
Tengsl milli taugafruma í heila i
mjög ungum kettlingum, sem höfðu
íéngið örvun frá umhverfinu, þrosk-
uðust tvisvar sinnum betur í þeim
kettlingum sem höfðu fengið að sofa
i um það bil sex klukkustundir á eft-
ir en í hinum sem ekki fengu að
sofa.
Geta heilans til að mynda tengsl
milli taugafrumnanna er grundvöll-
urinn að þroska þessa líffæris. Þetta
heldur áfram fram á fullorðinsárin
en þá gengur það miklu hægar fyrir
sig en hjá baminu.
ilíilliliiliU tifdtiiia
Geta heilans til að
mynda tengsl milli
taugafrumnanna er
grundvöllurinn að
þroska þessa Ifffæris.
Þetta heldur áfram
fram á fullorðinsárin
en þá gengurþað
miklu hægar fyrir sig
en hjá barninu,
„Þetta er fyrsta beina sönnun
þess að svefninn breyti áhrifum
örvunar umhverfisins á þróun
nýrra tengsla milli taugafrumna,"
segir Marcos Frank, prófessor við
háskólann í San Francisco, aðalhöf-
undur rannsóknarinnar.
i .
Vísindamenn i Bandaríkjunum hafa rannsakað áhrif svefns ungra kettlinga
á myndun tengsla milli taugafrumna
bóta.
Á meöan á tilrauninni stóð
mynduðu kettlingarnir sem ekki
höfðu fengið að sofa engu að síður
ákveðin tengsl milli taugafrumna
sem sýnir að örvun frá umhverf-
I \ Í ’ » . ? r " * i .
í heila þeirra. Svefninn er þar bara til
inu er nauðsynleg til að heilinn
geti þroskast. Niðurstöður rann-
sóknarinnar undirstrika hins veg-
ar aö svefninn eflir þessa getu heil-
ans.
j r?i w ; 8K?r‘ f l ;.ir-W 8 !
mmmomsm
Brjóstamyndatökur betri en
taliö var
Bijóstamyndatök-
ur gagnast betur í
baráttunni gegn
brjóstakrabba-
meini en hingað til
hefur verið haldið. Rannsókn sem
birtist nýlega í tímaritinu Cancer,
j þar sem farið var yfir árangur
brjóstamyndatöku sem var hafin í
tveimur sýslum í Svíþjóð seint á
áttunda áratugnum, leiddi þetta í
ljós. Vísindamenn komust að því
að hættan á að deyja af völdum
brjóstakrabba var 63 prósentum
minni meðal kvenna í aldurshópn-
um 40 til 69 ára sem fóru í brjósta-
myndatöku en var í upphafi átt-
unda áratugarins þegar brjósta-
myndatökur voru ekki daglegt
brauð. Niðurstöður rannsóknar
sem gerð var í Bretlandi á áhrifum
brjóstamyndatöku sýndi fram á að
hún dró um nærri tuttugu prósent
úr dauðsfóllum af völdum
brjóstakrabba.
Færri söngfuglar í enskum
görðum
Vinsælustu söng-
fuglarnir á Bret-
landi sjást nú æ
sjaldnar í görðum
landsins að því er
fram kom í talningu á vegum Kon-
unglega fuglavemdarfélagsins fyrir
skömmu. Niðurstaðan gefur tilefni
til að hafa áhyggjur af umhverfis-
málum í Bretlandi.
Fimmtíu þúsund félagsmenn
fuglavemdarfélagsins fóru á stúf-
ana í janúar og töldu fugla. Þá kom
í ljós að stara og gráspör hefur
fækkað um helming á undanfórn-
um tíu ámm. Þannig vom að með-
altali 9,2 starar í hverjum garði
árið 1991 en á þessu ári reyndust
þeir ekki nema 4,2 að meðaltali. Á
sama tíma fækkaði gráspörvum úr
7,8 að meðaltali í hverjum garði í
fjórar. Fuglaverndarmenn telja að
breytingar á landbúnaði eigi sinn
þátt í þessari öfugþróun.
„í hnotskurn er nútímalandbún-
aðui’ óhagstæður fuglunum," segir
Mike Everett, talsmaður fugla-
verndarsamtakanna. Hann bætir
við að fuglar séu góður mælikvarði
á ástandið í umhverfmu og ef þeim
fækki sé rík ástæða tO að kanna
það nánar.
Líkamsrækt heldur sykursýki
í skefjum
Tiltölulega lítil
líkamsrækt og
breyting á matar-
æði geta tafið fyrir
þróun sykursýki
meðal fullorðinna að því er sagði i
New England læknablaðinu fyru
skömmu. Rannsóknir sem höfðu
áður verið gerðar í Kína og Svíþjóð
fengu svipaðar niðurstöður en efa-
semdir voru um aðferðimar sem
beitt var við rannsóknimar.
Nýja rannsóknin var gerð í
Finnlandi og tóku 523 sjálíboðalið-
ar þátt i henni sem allir voru of
þungir. Þátttakendumir vom beðn-
ir um að reyna að ná fimm mark-
miðum: Að losa sig við að minnsta
kosti fimm prósent likamsþyngdar
sinnar, takmarka fitu í mataræð-
inu, draga úr neyslu mettaðrar
fitu, auka neyslu trefja og stunda
líkamsrækt í að minnsta kosti 30
mínútur á dag. Þá fékk helmingur
hópsins einstaklingsbundna nær-
ingarráðgjöf.
Skemmst er frá því að segja að
þessar breytingar á lífsstíl urðu til
þess að draga verulega úr líkunum
á því að fá sykursýki, jafnvel þótt
menn næðu ekki nema tveimur
markmiðum af fimm.