Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Qupperneq 29
37
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001_____________________
I>V Tilvera
Bíofrettir
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
John Travolta
réttir úr kútnum
Kvikmyndir með
John Travolta hafa
ekki átt upp á pall-
borðið hjá biógest-
um undanfarin
misseri og út yfir
allt tók svo þegar
hann sendi frá sér
framtíðarmyndina,
Battlefield Earth,
sem verður að telj-
ast meðal mestu
„floppum" kvik-
myndasögunnar.
Það eru samt margir sem hafa enn
trú á Travolta og meðal þeirra er
framleiðandinn Joel Silver sem lék
hann fá aðalhlutverkið í Swor-
dfish, rándýrri spennumynd sem
frumsýnd var um síðustu helgi og
þó dómar hafi ekki verið sérstakir
þá hafa áhorfendur flykkst á mynd-
ina og trónar hún í
efsta sætinu þessa
vikuna.
Teiknimyndin
Shrek heldur öðru
sætinu og verður
örugglega meðal
vinsælustu kvik-
mynda ársins.
Pearl Harbor er
aftur á móti að
missa flugið og
ljóst er að draumur
Jerry Bruck-
heimers um að hún muni ná Titan-
ic að vinsældum rætist ekki. Hún er
þó enn í ágætri aðsókn enda veitir
ekki af ef á að ná upp í kostnaðinn.
í fjórða sæti er svo ný kvikmynd,
Evoloution, með David Duchovny i
aðalhlutverki.
Swordfish
John Travolta leikur njósnara
sem kallar ekki allt ömmu sína.
HELGIN S. 10. junt
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍOSALA
O Swordfish 18.145 18.145 2678
o 2 Shrek 16.520 176.069 3715
o 1 Pearl Harbor 14.721 143.987 3255
o Evolution 13.408 13.408 2611
o 3 The Animal 9.607 35.651 2788
o 4 Moulln Rouge 7.649 27.569 2283
o 5 What the Worst That Could ? 5.476 22,397 2676
o 6 The Mummy Returns 4.700 188.749 2539
o 7 A Knight’s Tale 1.702 52.660 1850
© 8 Bridget Jones Diary 1.145 67.350 975
© 10 Memento 741 17.271 452
© 9 Angel Eyes 547 23.021 1003
© Atlantis: The Lost Empire 329 329 2
© 11 Along Came a Spider 301 72.414 526
0 15 O Brother, Where Art Thou? 240 44.639 336
© With a Friend Like Harry..... 183 2.059 99
© 19 Save the Last Dance 180 90.467 243
© 12 Spy Kids 172 106.262 467
© 18 Crouching Tiger, Hidden Dragon 164 127.440 229
© 16 Crocodile Dundee in Los Angeles 159 24.577 410
Vinsælustu myndböndin:
Vestraútgáfa af
grískri klassík
FYRRI
Hin ljúfa fjölskyldumynd The
Family Man var ekki nema eina
viku í efsta sæti listans. 0 Brother,
Where Art Thou leysti hana af
hólmi. Um er að ræða nýjustu kvik-
mynd bræðranna Joels og Ethans
Coen og hefur hún sem fyrri myndir
þeirra vakið mikla athygli og fengið
góða dóma hjá gagnrýnendum. í
myndinni segir frá því þegar þrír
samhlekkjaðir fangar strjúka úr
fangavist með það fyrir augum að
nálgast þýfi sem einn þeirra, Ulysses
Everett McGill (George
Clooney), hefur falið
heima hjá sér. Handrit-
ið er lauslega byggt á
Ódysseifskviðu
Hómers og Ódysseifur-
inn Everett og félagar
hans þurfa líkt og fyr-
irmyndin að kljást við
hinar ýmsu hindranir
til þess að ná mark-
miði sínu. Fangarnir
þrír lenda í hverju æv-
intýrinu á fætur öðru
og þurfa meðal annars
að eiga við þokkafullar
stúlkur, eineygðan
biblíusalakíklópa, of-
urviðkvæman banka-
ræningja og Ku Klux
Klan hjörð. Tónlistin i
0 Brother, Where Art
Thou hefúr hlotið
miklar vinsældir og
platan alls staðar selst
vel, meðal annars hér
á landi.
0 Brother, Where Art Thou
Fangarnir Pete Delmer og Ulysses á
flótta.
SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐIU) áusta
Q 2 0 Brother, Where Art Thou iháskólabíó) 3 i
e 1 The Family Man isam myndbönd) 2 |
e 3 Bedazzled (skífanj 4
o _ The 6th Day iskífan) 1
© 4 Little Nicky (myndform) 2 i
© 5 Charlie's Angels iskífan) 6
& 6 Space Cowboys isam myndbönd) 3
& _ The Replacements isam myndbönd) 1 ‘
Q 7 Bring It On (sam myndbönd) 4 |
© 9 Art of War imyndformí 8 I
© 8 Dr. T and the Women (myndform) 4
12 Woman on Top (skífan) 3 :
© 14 What Lies Beneath (skífan) 9
© 15 Gun Shy (am myndbönd) 6 1
O 13 Shriek If You Know... imyndform) 5
19 Loser (skífan) 10 |
© 17 Blair Witch 2 isam myndbönd) 2
© 16 Shaft (sam myndbönd) 10 j
11 The Nutty Professor II iam myndbönd) 7 j
18 Autumn In New York (háskólabíó) 7 j
DV-MYND EINAR J
Faxhundur í góðum höndum
Edda Fanney Ágústsdóttir með faxhundshvolp í fanginu en þeir tilheyra
flokki smáhunda og eru að miklu leyti hárlausir.
Hundakúnstir
í Mosfellsbæ
- fyrsta alþjóðlega sýning íshunda
Iþróttahús Mosfellsbæjar var
troðfullt af loðnum ferfætlingum af
öllum stærðum og gerðum á laugar-
daginn en þar héldu íshundar al-
þjóðlega hundasýningu. Þetta er
fyrsta sýning félagsins en það var
stofnað i fyrra. Ljósmyndari DV
kom við í Mosfellsbænum og smellti
af nokkrum myndum af hundum og
mönnum.
Myndarlegur boxari
Elvar Jóhannsson ásamt boxer-
hundinum Skara sem ekki er
nema rétt rúmlega eins árs þrátt
fyrir að hann sé þegar orðinn all-
stór og stæðilegur.
Hundar og fólk Hundur á hund ofan
Hundarnir sem sýndir voru í Mosfellsbænum voru af Nokkrir hundar af boxer-tegund leika sér undir vökulu
ýmsum tegundum. auga eigenda sinna.
<
Dansað á götunni
- dansleik slegið upp á Ingólfstorgi
DV-MYNDIR EINAR J
Danslnn dunar á Ingólfstorgi
Samtökin Komið og dansiö slógu upp dansiballi á Ingólfstorgi á sjó-
mannadaginn þar sem hresst fólk á öllum aldri skemmti sér og öðrum
meö því aö stíga nokkur vel valin spor.
Þeir sem áttu leið um Ingólfstorg
á sunnudaginn gafst sjaldgæft tæki-
færi til að stíga nokkur dansspor í
sumarblíðunni. Boðiö var upp á
dansa við allra hæfi, allt frá línu-
dansi upp í polka. Þarna var á ferð-
inni félagsskapurinn Komið og
dansið en það eru samtök fólks sem
vill auka almenna þátttöku og
áhuga á dansíþróttinni. „Tilgangur-
inn með þessari uppákomu er að fá
svolítiö líf í miðbæinn og vekja at-
hygli á dansíþróttinni," segir Bjami
Rúnar Þórðarson, formaður Reykja-
víkurdeildar Komið og dansið. Að
sögn Bjama hefur félagið staðið fyr-
ir sams konar danskynningu und-
anfarin sumur og verður leikurinn
endurtekinn 24. þessa mánaðar svo
að þeir sem misstu af dansiballinu
nú um helgina þurfa ekki að ör-
vænta.
Einnig hefur félagið staðið fyrir
vikulegri danskennslu og æfingum í
félagsheimili sínu en eitt af megin-
markmiðum félagsins er að fá fólk,
sem ekki dansar að öllu jöfnu, til að
skella sér út á gólfið. Um 50 til 80
manns sækja æfmgamar hverju
sinni og hefur yngra fólki fjölgaði,
að sögn Bjarna. Þá hefur Komið og
dansið staðið fyrir hvítasunnuferð í
Galtalækjarskóg á hverju ári og
annarri ferð á haustin. Haustferðin
í ár verður einkar vegleg en þá er
förinni heitið til Færeyja til að
dansa og skemmta sér. Tilefnið er
ærið en Komið og dansið á tíu ára
afmæli í haust. Til að fagna afmæl-
inu verður enn fremur slegið upp
heljar dansleik á Broadway þar sem
fólki gefst tækifæri til að dansa og
djamma fram á rauðanótt.
-eöj