Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Page 32
HF&var
Helgason hf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Seðlabankinn:
Líkur á að við
förum yfir
verðbólguþol-
mörkin
Már Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, segist telja þó
nokkrar líkur á að „við munum fara
yfir þolmörkin"
svokölluð hvað
varðar verðbólgu á
næstunni - jafnvel
í júní, þó sé ekkert
öruggt í þeim efn-
um. Efri þolmörk-
in í ár eru miðuð
við 6 prósent verð-
bólgu en langtíma-
stefna Seðlabank-
ans er að verð-
bólga verði sem næst 2,5 prósent. Már
segir að hér sé í raun um „verðbólgu-
kúf ‘ að ræða vegna lækkunar gengis
krónunnar. Hann kveðst telja að á
næstu misserum muni verðbólgan
síðan hjaðna og fara jafnvel niður að
mörkum langtímastefnunnar, í kring-
um 2,5 prósent verðbólgu árið 2003.
Ástæðurnar fyrir aukinni verð-
bólgu að undanfórnu segbr Már liggja
í lækkun gengis krónunnar á síðustu
mánuðum. Þegar skyggnst sé betur á
bak við tjöldin eigi hún einnig rætur
að rekja til launahækkana sem á und-
anförnum árum hafi verið verulegar
umfram framleiðniaukningu. -Ótt
Bíll í skurði
Tvennt slasaðist lítils háttar þeg-
ar bíll lenti utan vegar og hafnaði í
djúpum skurði. Óhappið átti sér
stað á Biskupstungnavegi undir Ing-
ólfsfjalli skömmu fyrir klukkan sjö í
gærkvöld. Fólkið var flutt á Heilsu-
gæslustöðina á Selfossi en fékk að
fara heim að skoðun lokinni. Bill-
inn er mikið skemmdur og þurfti
kranabíl til að fjarlægja hann. Að
sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvað
olli þvi að ökumaður missti stjórn á
bíl sínum með fyrrgreindum afleið-
ingum. -aþ
Suðurlandsbraut:
Tveir slasast
í árekstri
Harður árekstur fjögurra bíla
varð á gatnamótum Suðurlands-
brautar og Reykjavegar um kvöld-
matarleytið í gær. Lögregla og
tækjabíÚ slökkviliðs komu á vett-
vang. Ekki þurfti að nota tækjabíl-
inn en tveir voru fluttir með
sjúkrabifreið á slysadeild. Meiðsl
þeirra voru talin minni háttar. Bíl-
arnir eru allir mikið skemmdir eft-
ir áreksturinn. Lögregla rannsakar
tildrög slyssins en talið er aö einn
bílanna hafi farið yfir á rauðu
ljósi.
-aþ
Hátíðardagurinn undirbúinn
Ungir íslendingar eru í óöaönn aö skreyta borg og bæi fyrir fyrsta þjóöhátíöardag íslendinga á nýrri öld. Moldarbeöin í
miðborg Reykjavíkur eru að breyta um svip, fólki til yndisauka.
Vinsældakönnun DV:
Kemur ekki á
óvart
- segir ráðherra
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra nýtur nú þess vafasama
heiðurs kjósenda
að vera þriðji
óvinsælasti stjórn-
málamaðurinn,
næst á eftir Össuri
Skarphéðinssyni
og Davíð Odds-
syni, í skoðana-
könnun DV.
„Þetta kemur
mér ekkert á óvart,“ sagði Árni f
morgun. „Það má eiginlega segja að ég
hafi átt von á þessu. Menn eru greini-
lega ekki á eitt sáttir um sjávarútvegs-
málin.“ Ráðherrann var mjög gagn-
rýndur fyrir að fresta ekki gildistöku
laga um afnám veiðifrelsis smábáta á
ýsu, ufsa og steinbít. Nú hefur hann
heimilað frjálsar veiðar á steinbít og
nýtur síst minni gagnrýni fyrir það.
„Ég geri mér grein fyrir því að sú
ákvörðun er opin fyrir gagnrýni.
Þetta var engin uppáhaldsstaða sem
maður var í og ekki margt hægt að
gera en mér fannst þetta réttast."
-HKr.
Nýjustu niðurstöður rannsóknar á campylobacter:
Mengun í kjúklingum
hefur snarminnkað
- búin hrein sl. þrjá mánuði - örlar á mengun við slátrun
Campylobactermengun 1 kjúkling-
um hefur snarminnkað frá síðasta ári
samkvæmt nýjum niðurstöðum rann-
sóknar sem staðið hefur yfir frá því í
febrúar á sl. ári. Að sögn Jarle Reier-
sen, dýralæknis alifuglasjúkdóma, ber
að þakka þennan árangur virku eftir-
litskerfi en ekki síður kjúklingabænd-
um sem hafi lagt sig mjög fram um að
hafa framleiðslu sína ómengaða.
Niðurstöðurnar sýna að mest
mældist mengunin í eldishúsunum í
25,4 prósentum kjúklinga á tímabilinu
ágúst og fram í október 1999. Á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs hefur
mengun í eldishúsum mælst að meðal-
tali í 1,5 prósentum kjúklinga.
í byrjun sl. árs kom í ljós að veru-
leg krossmengun átti sér stað við
slátrun. Með því að raða kjúklinga-
hópunum til slátrunar hefur tekist að
koma í veg fyrir slíka mengun að
verulegu leyti.
Mjög strangt eftirlitskerfi er notað
nú. Tekin eru sýni af öllum eldishóp-
um kjúklinga. Þá eru tekin stroksýni
um leið og fuglanir koma í sláturhús.
Loks er tekið sýni úr hálsaskinni þeg-
ar slátrun hefur farið fram.
„Við höfum ekki náð að halda alveg
utan um að hreinu hópunum sé slátr-
að fyrst,“ sagði Jarle. „Ef menguðum
hóp er slátrað í upphafi dags þá er
stórhætta á að þeir hópar sem á eftir
koma þann daginn krossmengist
einnig. Okkur hefur þó að mest tekist
að ná tökum á krossmenguninni, þótt
einhver tilvik kunni að koma upp
endrum og sinnum. Það segir sína
sögu að sýkingar af innlendum upp-
runa í fólki hafa minnkað um 72 pró-
sent á milli ára 1999 og 2000.“
Jarle sagði að erlendir aðilar undr-
uðust hversu hrátt hefði tekist að ná
campylobactermenguninni í kjúkling-
um niður hér á landi. Þar munaði
ekki minnst um þá góðu samvinnu
sem náðst hefði milli eftirlitsaðila og
framleiðenda. Framleiðendur hefðu
margir hverjir lagt í mikinn kostnað
til að endurbæta bú sín í því skyni að
verjast campylobactermengun.
Jarle sagði að tæknilega væri erfitt
að ná campylobactermenguninni nið-
ur á núllið. Hann kvaðst þó vonast til
að enn betri árangur næðist í barátt-
unni við bakteríuna. Ekki væri full-
komlega vitað hvernig campylobacter
dreifðist, t.d. hvort bakterían bærist
með drykkjarvatni. Nú væri í gangi
samstarfsverkefni íslenskra eftirlits-
aðila og stofnunar innan bandaríska
landbúnaðarráðuneytisins, eins og
DV sagði frá, þar sem leitað væri að
uppruna og dreifingu bakteríunnar.
Markmiðið væri að framleiða ein-
göngu kjúklinga sem lausir væru við
campylobacter. -JSS
Fuglaspá á Kolumbamessu:
Hrossagaukar spá ágætis veöri
Kolumbamessa var laugardaginn
9. júní sl. og þá var gerð vikuleg
veðurspá Þorsteins Þorsteinssonar
á Akureyri sem byggir á atferli
fugla. Á athugunardegi sungu fugl-
ar af hjartans lyst eftir þann aftur-
kipp sem gekk yfir á dögunum.
Hrossagaukar spá að fyrsta kastið
verði ágætis sumarveður í öllum
sínum fjölbreytileika. Þá
sýndu stelkar með at-
ferli sínu að þess
eru lítil merki
að snöggar
veðrabreyt-
ingar verði á
næstu dögum, því þótt spíknefurinn
gefi til kynna að loft gæti korgað sig
þegar á líður og smáskúraslettur
gangi yfir munu lauka lindir og
sverða meiðar
verða þokkalega
sátt við veðurfar-
ið í vikunni.
En brandugl-
an gamla á
Moldhaugna-
háli lét sig
engu
skipta hverjar veðurhorfurnar
væru. Hún ýfði aðeins fjaðrirnar og
flaug hljóðlausum vængjatökum í
átt til hins forna Gásakaupstaðar
þar sem fornleifafræðingar munu
brátt hefjast handa við uppgröft á
hinum merku rústum sem þar eru.
Gróa á hjalla grösin smá,
grœnka vallarböröin.
Nú er falleg sjón aö sjá
sól um allan fjörðinn
(Magnús Gíslason).
Skráð hefur G.J., aöalritari og
trúnaðarmaður. -GG
- Kemísk WC
L - frá 10.900
L, r > EVRÓ
Grensásvegi 3
s: 533 1414
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
!
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/