Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001
Fréttir DV
Landsmenn skuldbreyta skammtímalánum í stórum stíl:
Gífurleg aukning í
lífeyrissjóðslánum
- sprengja hjá sjómönnum í verkfallinu
Lántaka almennings hjá lífeyr-
issjóðum hefur stóraukist undan-
farið og hefur í sumum tilvikum
aukist um 50% frá árinu 1999.
Talsmenn flestra lífeyrissjóða
segja að aukningin hafi byrjað
árin 1999-2000 en náð hámarki
fyrr i ár.
Hjá Lífeyrissjóði Norðurlands
fengust þær upplýsingar að lán
heföu stóraukist undanfarið en
tölur liggja ekki fyrir um aukn-
inguna þar.
Hjá Lífeyrissjóði sjómanna
sagði Hanna Hreinsdóttir að mik-
Flateyri:
Slitlag á
allar götur
DV, FLATEYRI:
„Við erum að skipta um allar lagn-
ir í fjórum götum hér á Flateyri og í
framhaldi af því verður undirbyggt
fyrir bundið slitlag auk þess sem sett-
ar verða gangstéttir og skipt um alla
ljósastaura," segir Stígur Amórsson,
framkvæmdastjóri verktakafyrirtæk-
isins Kubbs ehf. á ísafirði sem hefur
verkið með höndum.
Fyrir dyrum stendur að leggja allar
götur á Flateyri bundnu slitlagi og í
vor var boðinn út fyrsti áfangi verks-
ins en áætlað er að vinna það í þrem-
ur áfóngum. Forsætis- og umhverfis-
ráðherra tilkynntu á síðasta vetri til
Flateyrar um fjármagn tO uppbygging-
ar byggðar á staðnum. Þar var meðal
annars afgangur sem varð af söfnun-
inni Samhugur i verki.
„Verklok era í lok október nema
eitthvað óvænt komi til meö að tefja.
Vinnan við lagnirnar er ákaflega sein-
leg, við erum að eltast við að grafa
ofan af gömlum leiðslum sem svo kem-
ur í ljós að hvergi eru tengdar. Fram-
an af mun fólk sjá lítinn árangur en
þess hraðar gengur verkið þegar
fóndrið er frá,“ segir Stígur. -GS
ill kúfur hefði orðið í sjómanna-
verkfallinu en sennilega myndi
hægjast um yfir sumartímann.
„En það hefur orðið gífurleg
aukning. Frá árinu 1999 hafa lán-
veitingar væntanlega aukist um
helming."
Hanna segir um orsakir lántök-
unnar að töluverð brögð séu að
því að fólk sé að borga upp óhag-
stæðari bankalán. Langflestir séu
að skuldsetja sig 20-30 ár fram í
tímann.
Hjá Lífeyrissjóði verslunar-
manna sagði Guðmundur Þór Þór-
hallsson, forstöðumaður verð-
bréfaviðskipta, að hægt hefði á
aukningunni undanfarið en hún
hefði orðið mikil í fyrra.
Jónína Benediktsdóttir hjá Líf-
eyrissjóðnum Framsýn sagði að
það væri ekki nýtt að fólk tæki
lífeyrissjóðslán en hún ætti von á
auknum lántökum og miklar lán-
tökur virtust hafa orðið í síðasta
mánuði. „Ég hef orðið vör við að
fólk er að taka lán til að greiða
niður háan yfirdrátt í bönkunum.
Vextirnir eru svo háir,“ segir
Jónína.
Vextir lífeyrissjóðslána eru breyti-
legir en &-7% eru algeng stærð sem er
mun minna en gerist víða í banka-
kerfmu. Hjá Ráðgjafarstofú um ijár-
mál heimilanna sagði Margrét
Westlund forstöðumaður að erfitt
væri að alhæfa um hvort lifeyrissjóðs-
lán væru æskileg fyrir fólk sem lenti
í erfiðleikum. Svo gæti þó vissulega
verið í ýmsum tilvikum. „Vextimir
eru það miklu lægri og verðbótaþátt-
urinn alltaf sá sami. Það getur því
verið mikill léttir á greiðslubyrði að
taka þessi lán en þau eru til langs
tíma. Ekki skammtíma.“ -BÞ
Vill afsökunarbeiðni
Konráð Alfreðs-
son, formaður Sjó-
mannafélags Eyja-
fjaröar og varafor-
maður Sjómanna-
sambandsins, hefur
ferið fram á afsökun-
arbeiðni frá fomanni
Sjómannafélags
Reykjavikur vegna ummæla hans og
staifsmanna félagsins sem féllu er lög
voru sett á verkfall sjómanna í vor. Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar ákvað þá eitt
aðildarfélaga Sjómannasambandsins
að aflýsa ekki verkfalli og féllu ummæl-
in í kjölfarið. Konráð segir trúnaðar-
brest vera innan framkvæmdastjómar
Sjómannasambandsins vegna málsins.
Gjöldin hækki ekki
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt að fram fari endurskoðun á
álagningu fasteignagjalda i borginni
sem hafi það markmið að fasteigna-
gjöld hækki ekki í kjölfar endurmats
Fasteignamats ríkisins á fasteignamat-
inu.
Hvalaskoðun trufluð
Starfsmaður hvalaskoðunarfyrir-
tækis á Húsavík segb* að flug flugvéla
frá bandaríska hemum yfir Skjálfanda-
flóa undanfama daga hafi spillt iyrir
upplifun manna i hvalaskoöunarferð-
um. Mbl. sagði frá.
Vill meira fjármagn
Theodór Bjama-
son, forstjóri Byggða-
stofnunar, sagði á
ársfundi stofnunar-
innar í gær að auka
þyrfti mjög það fiár-
magn sem stofnunin
hefði úr að spila til
lánveitinga. Forstjór-
inn vill að hluti af því fjármagni sem
fæst með sölu á hlut ríkisins í bönkun-
um verði ráðstafað í þágu landsbyggð-
arinnar og hefur Valgerður Sverris-
dóttir iðnaðarráðherra tekið undir það.
Kirkjugarður í Kópavogi
Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu í
dag afhenda Kirkjugörðum Reykjavík-
ur til afnota svæði i Leirdal en þar er
áformaö að kirkjugarður verði tilbúinn
til afnota eftir þrjú ár. Þrír kirkjugarð-
ar em í Reykjavík en slíkur garður hef-
ur ekki áður verið í Kópavogi.
Skógar:
Þýskur ferðamaður lést
Tillaga ASÍ um erlenda lántöku:
Gott ef það styrkir krónuna
- segir framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva
Þýskur ferðamaður lést af slysfor-
um i innisundlauginni að Skógum
um ellefuleytið í fyrrakvöld. Maður-
inn, sem var 34 ára, var einn í laug-
inni ásamt sambýliskonu sinni. Að
sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ligg-
ur dánarorsök ekki fyrir en starfs-
menn og aðrir er komu að málinu
voru yfirheyrðir í gær. Þá gerði lög-
regla ásamt Vinnueftirlitinu og
Heilbrigöiseftirliti Suðurlands vett-
vangsrannsókn í sundlauginni. Niö-
urstöður þeirra rannsókna lágu
ekki fyrir i gær. -aþ
„Efþessileiöget-
ur orðiö til þess að
styrkja gengi krón-
unnar þá tel ég það
af hinu góða, og ég
treysti þeim sem
fara með hagstjóm-
ina til þess að meta
það. Ég sé það þó
reyndar ekki ger-
ast með þeim hætti
sem Alþýðusam-
bandið lýsir,“ segir Amar Sigur-
mundsson, framkvæmdastjóri
Samtaka fiskvinnslustöðva, um þá
tillögu ASÍ að tekin verði erlend
lán aö upphæð allt að 20 milljarðar
til að greiða niður innlend lán.
Markmiöið sem stefna ætti að meö
slíkri aögerð væri að styrkja gengi
krónunnar, og hamla gegn verð-
bólgu.
„Það er auðvitað stórt og mikið
hagsmunamál að styrkja gengi
krónunnar og draga úr verðbólgu,
og síðast en ekki síst þurfum viö
að lækka vextina. Ég held að þetta
geti allt farið saman. Hvað varðar
mína umbjóðendur er það mjög
misjafnt hvemig málin snúa að
einstaka fyrirtækjum. Mörg fyrir-
tæki skulda mikið í erlendri mynt
og ávinningur þeirra af gengis-
breytingu því í sumum tilfellum
minni en enginn. En við höfum
barist fyrir því í langan tíma að
verðbólga hér á landi væri sam-
bærileg við það sem gerist í okkar
helstu viðskiptalöndum og við
byggjum við stöðugleika og stöðugt
gengi sem væri rétt skráð,“ segir
Amar.
Hann segir það ekki hafa komið
á óvart að krónan hafi látið undan
síga eftir að hún var sett á flot.
„Aftur á móti sáum við ekki frekar
en aðrir að þessar miklu gengis-
breytingar myndu eiga sér stað og
ég tel að þær hafi ekki orðið til
góðs. Þær buðu heim hættunni á
því að við misstum tökin á verð-
bólgunni, en ég vona að olíuverös-
lækkanir og fleira í þeim dúr síð-
ustu daga verði til þess að hér
komist á stööugleiki. Einnig hefur
greinilega dregið úr spennu á
vinnumarkaði sem enn fremur er
af hinu góða. Með hliðsjón af þessu
er ég að gera mér vonir um að
dragi úr verðbólgunni þegar líður
á árið. Og ef menn sjá að leiðin
sem ASÍ stingur upp á leiði til þess
að krónan styrkist, þá er það i
góðu lagi þótt ég sjái það ekki ger-
ast þannig með svo ákveðnum
hætti,“ segir Amar. -gk
Völlurinn á Löngusker
Óskar Bergsson, varaformaður
skipulags- og bygginganefndar Reykja-
vikur, mælir með því að nýr innan-
landsflugvöllur í Reykjavík verði á
Lönguskerjum í Skerjafirði. Óskar seg-
ir þetta geta orðið pólitísk lausn máls-
ins.
Jákvæð afstaða
Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins,
tekur jákvætt í þær
hugmyndir Alþýðu-
sambands íslands að
ríkið taki 15-20 millj-
arða króna erlend lán
til að greiða niður
innlend lán. Nær allir sem tjáð hafa sig
um tillögur Alþýðusambandsins hafa
tekið þeim sem jákvæðu innleggi i
efnahagsumræðuna en hugmyndin að
baki tillögum ASl er að efla krónuna og
hamla gegn verðbólgu.
Hreindýr á Sléttuna?
Stefán H. Magnússon, hreindýra-
bóndi frá Grænlandi, hefúr áhuga á að
hefja hreindýrarækt á Melrakkasléttu
og hefur leitað til sveitarstjómar Öxar-
fjarðarhrepps vegna málsins. Stefán
vill flytja þangað 300 dýr frá Grænlandi
og önnur 300 frá Austurlandi. Sveitar-
stjóm Öxarfjarðarhrepps hefur vísað
erindi Stefáns til umsagnar hjá yfir-
dýralækni og Búnaðarsambandi N-
Þingeyjarsýslu.
■gk
Samrunaslit Norölenska og Goöa:
Sláturhúsmál í uppnámi
einingarviðræðum en við
erum í viöræðum um sam-
starf, m.a. um sölu á ein-
hverjum eignum Goða. Það
er hins vegar trúnaöarmál
hvaða eignir það eru. Það
er heilbrigð skynsemi að
fækka sláturhúsunum, að
minnka kostnað þegar
menn hafa tapað peningum.
Við ætlum að loka fimm
sláturhúsum og það kemur
til greina að loka fleiri en
ég vil ekki segja hverjum.
Ef við ætlum að eiga mögu-
leika á eðlilegum lánafyrir-
greiðslum verðum við að
hætta að tapa peningum,"
segir Kristinn Þór Geirs-
son, framkvæmdastjóri
Goða. Ákvörðun um nýjar
höfuðstöðvar Goða liggur
ekki fyrir. -GG
Sameiningarviðræðum
Norðlenska matborðsins,
sem er í meirihlutaeigu
Kaupfélags Eyfirðinga, og
Goða hefur verið slitið en
Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son, stjórnarformaður KEA,
segir að til úrslita dragi í
vikunni.
„Við vissum ekki af því
fyrr en ákvörðun Goða um
að hætta sláturhúsrekstri í
Búðardal var send út. Það
styttist í sauðfjársláturtíð en
ég sé ekki hvemig þetta end-
ar. Sú ákvörðun ein og sér
breytti engu um framhald
sameiningarviðræðna,
þama var meira um að ræða
klaufaskap í samskiptum,"
segir Jóhannes Geir Sigur-
geirsson.
„Það er búið að slíta sam-
Jóhannes Geir
Slgurgeirsson.
Kristinn Þór
Geirsson.
Arnar
Sigmundsson.