Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 8
Viðskipti___________________________________________ Umsjón: Viðskiptabla&id Samtök atvinnulífsins semja við Streng - um miðlægt fjárreiðu- og félagatalskerfi Strengur hf. I frétt frá Streng kemur fram aö Strengur varö fyrir valinu úr hópi hugbúnaöar- fyrirtækja sem sendu inn tilboö. Samtök atvinnulífsins, aðildarfé- lög þess og Strengur hf. hafa gert með sér samning sem tekur til kaupa á fjárreiðukerfi og forritun á félagatalskerfi fyrir samtökin. Þá er gert ráð fyrir vistun og rekstri kerf- isins i höndum Strengs hf. 1 frétt frá Streng kemur fram að Strengur varð fyrir valinu úr hópi hugbúnaðarfyrirtækja sem sendu inn tilboð samkvæmt útboði þar sem lausnir Strengs, þ.e. Navision Financials bókhaldskerfið, staðlað- ar sérlausnir og sérsmiðað félaga- talskerfi, voru taldar hagkvæmastar og koma best til móts við þarfir fé- laganna. „Strengur hefur mjög mikla reynslu á þessu sviði og hef- ur sérhæft sig í lausnum sem falla mjög vel að þörfum viðskipta- og at- vinnulífsins," segir í tilkynningu Strengs. Þá er einnig um að ræða vef- lausnir sem gera samtökunum kleift að halda utan um kerfi allra aðildarfélagana á einum stað og nálgast nauðsynlegar upplýsingar í gegnum vefinn (www.sa.is). „Vef- lausnirnar skapa mikla möguleika fyrir starfsmenn og félagsmenn samtakanna til að nálgast upplýs- ingar í félagatalinu, en það verður háð nánari útfærslu þegar fram líða stundir," segir Strengur. „Þessi samningur er liður í því að auka skilvirkni í starfsemi samtak- anna, en SA og aðildarfélögin eru átta samtals, og bæta þjónustuna við félagsmenn. Markmiðið er að tvíverknaður heyri sögunni til og betri og tímanlegri upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA. Strengur hefur nú um nokkurt skeið boðið upp á vistun og rekstur kerfa. „Þessi þjónusta hefur gefist mjög vel og skilar sér í miklu hag- ræði fyrir alla aðila auk þess sem rekstraröryggi viðskiptavina fyrir- tækisins eykst og rekstrarkostnað- ur verður fyrir fram þekkt stærð í bókhaldinu. Meiri háttar fjárfest- ingar eru úr sögunni og ekki þarf að ráða mannafla með þekkingu á tölvukerfum þar sem öll sú þjónusta er í höndum sérfróðra starfsmanna Strengs. Þannig geta báðir aðiiar einbeitt sér að því að vinna við sitt sérsvið. Ef upp koma vandamál þá tekur þjónustudeild Strengs einfald- lega skjámynd notandans yfir í gegnum MetaFrame-hugbúnaðinn sem keyrður er á öflugum IBM- miðlurum og vandamálin eru leyst á einfaldan og fljótlegan hátt. Tima- spamaður verður gífurlegur með þessu móti og staðsetning skiptir ekki máli,“ segir í frétt Strengs. „Við hjá Streng lítum á það sem mikla viðurkenningu að Samtök at- vinnulífsins kjósa okkur sem sam- starfsaðila. Það staðfestir þá trú okkar að stöðluð kerfi og hýsing þeirra er mjög raunhæfur kostur í nútímarekstri," segir Jón Heiðar Pálsson, sölustjóri hjá Streng. „Mik- ill tími sérfræðinga okkar hefur verið notaður til þróunar á sér- lausnum okkar og það hefur skilað sér í ánægðum viðskiptavinum hér á landi sem erlendis." íslandsbanki og SPRON: Spá 0,6-0,8% verðbólgu Sameinast undir nafninu Anza Ákveðið hefur verið að nafn sam- einaðs fyrirtækis Álits, Miðheima, Nett og Veftorgs verði ANZA. Fyrir- tækið tók til starfa 1. júlí í samræmi við samruna-áætlun. Tilkynnt var um fyrirhugaðan samruna fyrirtækj- anna fjögurra þann 12. júní sl. Fram kemur í frétt frá Anza að fyrirtækið starfar á sviði tölvu- rekstrarþjónustu og kerflsveitu með sama hætti og samrunafyrirtækin fjögur. Starfsmenn eru 130 og árs- velta áætluð um einn milljarður króna. Anza verður áfram staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðar- svæðinu en mun bjóða þjónustu sína um allt land. Fyrirtækið stefnir á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Framkvæmdastjóri Anza er Guðni B. Guðnason. Stjóm skipa Þórarinn V. Þórarinsson, formaður, Agnar Már Jónsson og Agnar Hansson, varamenn í stjóm em Guðmundur Jóhannsson og Bjami K. Þorvarðar- son. Helstu eigendur Anza eru Sím- inn, starfsmenn og Talenta-Hátækni. Aðrir eignaraðilar eru Flugleiðir, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Ár- vakur, Sjóvá-Almennar og íslands- banki. „Sérsvið Anza er að annast rekstr- arþjónustu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana, ýmist innanhúss hjá viðkomandi aðilum eða í gegnum kerfisveitu. Anza veitir enn fremur óháða ráðgjöf varðandi upplýsinga- kerfi. Ávinningur fyrirtækja af því að fela sérhæfðum aðila rekstur tölvukerfa sinna felst m.a. í auknu rekstraröryggi og því að kostnaður vegna tölvukerfa verður fyrirsjáan- legur. Einnig fá fyrirtækin aðgang að sérþekkingu sem þau hefðu í fæst- um tilfellum möguleika á að byggja upp sjálf,“ segir Anza. „Með utanað- komandi rekstrarþjónustu tölvu- kerfa fæst jafnframt meiri sveigjan- leiki. Kerfisrekstur þykir t.d. væn- legur kostur fyrir nýstofnuð fyrir- tæki og fyrirtæki sem ganga í gegn- um endurskipulagningu og breyting- ar,“ segir í frétt Anza. Anza hefur yfir að ráða tveimur fullkomnum samtengdum kerfisrým- um, einu á Akureyri og einu í Múla- stöð í Reykjavík. Viðskiptastofa SPRON spáir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Það samsvarar um 10% verðbólgu á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir verður vísitala neyslu- verðs miðuð viö verðlag í júlí byrj- un 214,3 stig sem er 7,1% hækkun síðustu 12 mánuði. Helstu forsendur spárinnar eru Gert er ráð fyrir lítils háttar hækkun á matvöru. Hækkunin hef- ur um 0,15% áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Ekki er gert ráð fyrir neinni breytingu á áfengi og tóbaki. Ekki er gert ráð fyrir mikilli breytingu á fatnaði og skóm en vænta má að út- sölur hefjist á næstunni. Verð á rafmagni og hita hækkaði um 4,9% en gert er ráð fyrir lækk- unum á húsnæðisverði. Hækkanir hafa orðið á opinberri þjónustu eins og strætisvagnafargjöldum og heilsugæslu. Verð á bensíni hefur lækkað tölu- vert og er útlit fyrir frekari lækkan- ir á næstunni. Lækkunin síðustu vikur hefur 0,2% áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Á móti koma miklar hækkanir á varahlutum og viðgerðarþjónustu. Viðskiptastofa SPRON gerir ráð fyrir almennri hækkun á innflutt- um neysluvörum og að hækkanir vegna lækkunar krónunnar eigi eft- ir að halda áfram að koma út í verð- lagið í sumar. Sömuleiðis má búast við frekari hækkunum á innlendri vöru og þjónustu vegna lækkunar gengisvísitölunnar og launahækk- ana að undanfomu. Greining ÍSB spáir að vísitala neysluverðs m.v. verðlag í júlíbyrj- un verði 213,9, sem merkir hækkun um 0,6% frá fyrri mánuði. Rætist spáin mun verðbólgan hafa mælst 6,9% á síðustu tólf mánuðum og 5,7% það sem af er þessu ári. 1 spánni er gengið út frá því að bensínverð hafi lækkað um tæp 3%, húsnæðisverð hafi lækkað, matvara hækkað um 4-8%, verð á nýjum bif- reiðum hækkað sem og rafmagn. Gengislækkun krónunnar undan- farið er rótin aö mörgum af þessum verðhækkunum sem og launahækk- anir, en vænta má þess að þessir tveir þættir valdi aukinni verðbólgu hér á landi á næstu mánuðum. Hag- stofa íslands birtir vísitölu neyslu- verðs ll. júlí næstkomandi. 2,8 milljarðar sofnuð- ust í útboði Straums Á fostudaginn þann 29. júní lauk hlutaíjárútboði Fjárfestingarfélagsins Straums hf. Nýtt hlutafé að nafnverði 1000 milljón- ir króna var selt og var gengi á fyrsta söludegi 3,0, en gat breyst á sölu- tímabilinu í samræmi við breytingar á markaðs- verðmæti eigna félagsins. Meðalgengi í útboðinu var 2,81 og söluvirði hlutafiárins nam 2.805.884.169 krónum að söluverði. í tilkynningu frá Straumi kemur fram að samtals skráðu 12 kaupendur sig fyrir hlutafé í útboðinu. Hluthafar Utboö Straums Meöalgengi í útboöinu var 2,81 og söluviröi hlutafjárins nam 2.805.884.169 krónum að söluveröi. félagsins höfðu ekki forgangsrétt til áskriftar aö hinum nýju hlutum, en Islandsbanki skráði sig fyrir hlutafé og heldur um 20,0% hlutdeild sinni í félaginu. Hlutafé Fjárfestingar- félagsins Straums hf. eftir útboðið er 2.804.584.794 krónur að nafnverði. Samkvæmt 3. gr. sam- þykktar Fjárfestingarfé- lagsins Straums hf. hef- ur stjórn félagsins heim- ild til hækkunar hluta- fiár um allt að 500 millj- ónum króna til ársloka 2004. Söluaðili útboðsins var Eignastýring íslandsbanka. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 I>V Þetta helst csaiÆiMrjdiiimi._______________, HEILDARVIÐSKIPTI 4000 m.kr. Hlutabréf 400 m.kr. Sparisklrteini 1300 m.kr. MEST VIÐSKIPTI i Q Baugur 37 m.kr. i @ íslandsbanki 22 m.kr. | 0 Þorbjörn Fiskanes 17 m.kr. MESTA HÆKKUN ! Q Flugleiðir 4,3% i o 10 ; MESTA LÆKKUN 0 Þormóður rammi-Sæberg 4,5% : Q Landsbankinn 4,5% I 0 Delta 3,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1059 stig - Breyting Q 1,52% EJS tekur við rekstri Hýsingar EJS hf. hefur tekið við rekstri Hýs- ingar hf. en Hýsing er kerfisveita sem sérhæfir sig í miðlægri hýsingu tölvu- kerfa. Fyrirtækið var stofnaði í árs- byrjun 2000 af EJS og Islandssíma hf. til að mæta þörf fyrir ábyggilega hýs- ingarþjónustu á íslenska markaðnum. Íslandssími mun áfram eiga hlut í Hýsingu. í tilkynningu sem Islandssími hefur sent Verðbréfaþingi segir að það sé mat forsvarsmanna beggja fyrirtækja að þessi breyting styrki til muna starf- semi fyrirtækisins. Íslandssími býr yfir mikilli sérþekkingu á sviði gagna- flutninga og EJS býr yfir mikilli þekk- ingu og reynslu í þjónustu við við- kvæmustu upplýsingakerfi landsins. Eyþór Amalds, forstjóri íslands- síma, lýsir ánægju sinni með breyting- una og segir þennan farveg ákjósan- legan í harðnandi samkeppni. „Þetta er í takt við þau markmið um rekstur dóttur- og hlutdeildarfélaga íslands- síma sem við lýstum yfir fyrir skrán- ingu félagsins á Aðallista Verðbréfa- þings íslands. EJS og Íslandssími munu eiga fyrirtækið eins og áður en EJS tekur alfarið að sér reksturinn. Tæknilegt rekstraröryggi Kaupþings aukið Kaupþing hefur gert þjónustu- samning við Símann um hýsingu á miðlægum tölvubúnaði fyrirtækisins. Kaupþing er fyrsta fiármálafyrirtækið á íslandi sem gerir slíkan samning en mörg fordæmi eru fyrir samstarfi af þessu tagi erlendis. „1 þjónustuveri Símans er allur tölvubúnaðurinn vaktaður allan sólar- hringinn, sjö daga vikunnar, auk þess sem vatnsvamir og varaafl eru af bestu gerð. Öryggiskröfur eru mjög strangar og hefur allur búnaður verið sérstaklega tekinn út af aðilum sem koma að öryggismálum. Fyrir utan að auka enn frekar rekstraröryggi tölvu- kerfa sinna nýtur Kaupþing nú ná- lægðar við fjarskipta- og upplýsinga- net Símans en fyrirtækið kappkostar að hámarka aðgengi viðskiptavina sinna að öllum flutningsleiðum há- tækninnar," segir í fréttatilkynningu frá Símanum. 04.07.2001 kl. 9.15 KAUP SALA jfcjpollar 104,080 104,610 SEiPund 146,330 147,070 B*ÍKan. dollar 68,960 69,390 I Dönsk kr. 11,8160 11,8810 HSNorsk kr 11,0920 11,1530 ÍSSænsk kr. 9,5540 9,6070 iHHn. mátk 14,7959 14,8848 jFra. franki 13,4113 13,4919 : 1 i ÍBelg. franki 2,1808 2,1939 3 Sviss. franki 57,8500 58,1700 .QhoII. gyllini 39,9201 40,1600 ”|Þýskt mark 44,9796 45,2499 ; Lj ít. lira 0,04543 0,04571 ; 3 ’ Aust. sch. 6,3932 6,4316 i ‘ Port. escudo 0,4388 0,4414 ^jSpá. peseti 0,5287 0,5319 [ * |jap. yen 0,83290 0,83790 , B f jírskt pund 111,701 112,373 SDR 129,5200 130,3000 , gjECU 87,9724 88,5011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.