Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 22
26
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001
I>V
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
80 ára__________________________
Gunnar Þorsteinsson,
Seilugranda 7, Reykjavík.
Björn Helgason,
Hæðargaröi 24, Reykjavík.
Friðrik Jónsson,
Kópavogsbraut lb, Kópavogi.
Eggert ísaksson,
Arnarhrauni 39, Hafnarfirði.
75 ára__________________________
Sigurlaug Bjarnadóttir,
Njörvasundi 15a, Reykjavík.
Kristgeir Kristinsson,
Vesturgötu 111, Akranesi.
Sigurjón Björnsson,
Árbraut 17, Blönduósi.
70 ára__________________________
Kári Arnórsson,
Huldulandi 5, Reykjavík.
Ragnheiður Magnúsdóttir,
Hlaðbæ 20, Reykjavik.
Jóhannes Þór Egilsson,
Lækjargötu 13, Siglufirði.
60 ára__________________________
Þórgunnur Þórarinsdóttir,
Miðleiti 2, Reykjavík.
Árni Vilhjálmsson,
Vallarási 1, Reykjavík.
Guðmundur Helgi Gíslason,
Veghúsum 21, Reykjavík.
Ester Haraldsdóttir,
Krosseyrarvegi 8, Hafnarfirði.
Kjartan Jónsson,
Hlíðarenda, Hofsósi.
Valur Johansen,
Hvanneyrarbraut 42, Siglufiröi.
Stefán Björnsson,
Lónabraut 25, Vopnafirði.
50 ára__________________________
Hildur Skarphéðinsdóttir,
Langholtsvegi 118a, Reykjavík.
Ólína Ben. Kjartansdóttir,
Langholtsvegi 196, Reykjavík.
ívar Þ. Björnsson,
Vesturbrún 29, Reykjavík.
Sjöfn Kristjánsdóttir,
Lágholtsvegi 8, Reykjavík.
Áslaug Sigvaldadóttir,
Stórageröi 8, Reykjavík.
Kjartan Tryggvason,
AsparfeHi 4, Reykjavík.
Baldur Örn Baldursson,
Skipagötu 5, Akureyri.
40 ára__________________________
Ingibjörg Tómasdóttir,
Bergstaðastræti 27, Reykjavík.
María Lilja Indolos Alfante,
Háteigsvegi 52, Reykjavik.
Elías Bragi Sólmundsson,
Réttarholtsvegi 73, Reykjavík.
Anna Lára Gunnarsdóttir,
Kambaseli 53, Reykjavík.
Gunnar Hallgrímsson,
Suðurhólum 14, Reykjavík.
Robert Jacob Kluvers,
Borgarholtsbraut lla, Kópavogi.
Sigríður Ósk Birgisdóttir,
Funalind 9, Kópavogi.
Guðmundur Ýmir Bragason,
Hringbraut 30, Hafnarfirði.
Gunnhildur Manfreðsdóttir,
Lambhaga 5, Bessastaðahreppi.
Guðrún Magnúsdóttir,
Hólabraut 26, Skagaströnd.
Signý Berglind Guðmundsdóttir,
Skálholti, Selfossi.
IJrval
- gott í hægindastólinn
Bjargmundur Ingólfsson rafeindavirki,
Hllðarbyggð 23, Garðabæ lést á heimili
sínu sunnudaginn 1. júlí.
Ingveldur Guðrún Finnbogadóttir, Núpa-
lind 2, Kópavogi, varð bráökvödd á
heimili sínu sunnudaginn 1. júlí.
Dagbjört Jóna Jónsdóttir lést á líknar-
deild Landspítalans í Kópavogi sunnu-
daginn 1. júlí.
Stefán Jónasson, áður til heimilis í
Urriðakvísl 16, lést á hjúkrunarheimilinu
Skjóli föstudaginn 29. júni.
Guðrún Kristinsdóttir, lést á hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúö laugardaginn 30.
júní.
Sjötugur
Pétur Urbancic,
leiðsögumaöur og skjalaþýðandi
Pétur Marteinn Páll Urbancic,
leiðsögumaður og skjalaþýðandi,
Goðheimum 8, Reykjavík er sjötug-
ur í dag.
Starfsferill
Pétur fæddist í Vín í Austurríki
og ólst þar upp en kom til íslands
árið 1938 og hefur síðan búið í
Reykjavík. Pétur lauk stúdents-
prófi frá MR 1950, útskrifaðist frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1951 með burtfararprófi í celló- og
kontrabassaleik árið 1951. Hann
lauk fyrrihlutaprófi í íslenskum
fræðum við HÍ 1953 en fór síðan til
Vínar þar sem hann stundaði nám
í samanburðarmálfræði og þýðing-
um.
Pétur hóf störf við Landsbanka
íslands á námsárum sinum og var
starfsmaður Seðlabanka íslands frá
stofnun hans 1961 til 1997.
Pétur lék með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands á sjötta áratugnum, og
með Nausttríóinu ásamt Carli
Billich og Jan Moravek um 15 ára
skeið. Þá hefur hann spilað í leik-
húsum borgarinnar, inn á fjöl-
marga útvarps- og sjónvarpsþætti
og á fjölda hljómplatna.
Pétur er löggiltur skjalaþýðandi
og dómtúlkur og hefur starfað sem
slíkur fyrir þýska sendiráðið í
Reykjavík í um 40 ára skeið. Hann
hefur verið leiðsögumaður fyrir
ferðamenn til íjölda ára og var
meðal stofnfélaga í Félagi leiðsögu-
manna og varaformaður þess
fyrstu árin. Þá hefur hann starfað
mikið fyrir kaþólska söfnuðinn í
Reykjavík og var um tíma formað-
ur.
Fjölskylda
Þann 21. september árið 1957
giftist Pétur Ebbu Ingibjörgu Egils-
dóttur Urbancic, fyrrv. kennara, f.
10, júlí 1933. Foreldrar hennar voru
EgÚl Sigurgeirsson, f. 21. desember
1910, d. 14. mars 1996, og Ásta
Dahlmann, f. 27, maí 1914, d. 26.
október 1980. Egill var hæstaréttar-
lögmaður og Ásta húsmóðir. Þau
bjuggu í Reykjavík
Börn Péturs og Ebbu eru: 1) Ásta
Melitta, f. 9. október 1958, landfræð-
ingur, gift Tómasi Óskari Guðjóns-
syni líffræðingi, f. 19. ágúst 1959,
börn þeirra eru Pétur Marteinn, f.
9. ágúst 1991, Jóhannes Bjarki, f. 6.
júní 1993, Sigrún Ebba, f. 5. mars
1995, og Guðjón Páll, f. 19. nóvem-
ber 2000; 2) Viktor Jóhannes, f. 24.
febrúar 1961, verslunarmaður,
kvæntur Gunnhildi Úlfarsdóttur
flugfreyju, f. 6. janúar 1962, börn
þeirra eru Marteinn Pétur, f. 5. júlí
1993, og Tómas Ingi, f. 13. nóvem-
ber 1996; 3) Anna María, f. 26. júní
1965, viðskiptafræðingur, gift Finni
Árnasyni rekstrarhagfræðingi, f.
12. september 1961, börn þeirra eru
Árni Grétar, f. 14. maí 1990, Ebba
Katrín, f. 7. apríl 1992, Oliver Páll,
f. 21. september 1995 og Viktor Pét-
ur, f. 26. október 1999; 4) Linda
Katrín, f. 21. október 1966, móttöku-
ritari, sambýlismaður hennar er
Ásgeir Rafn Reynisson bifreiða-
smiður, f. 8. desember 1961, hann á
eina dóttur, Unni Grétu, f. 27. jan-
úar 1987 ; 5) Óskírður drengur, f. og
d. 30. desember 1970; 6) Elísabet
Sigríður, f. 1. nóvember 1972, bygg-
ingaverkfræðingur.
Systkini Péturs eru: 1) Ruth Erb,
f. 27. nóvember 1932, bóksali í
Richmond í Virgina í Bandaríkjun-
um, gift dr. James Erb fyrrv. pró-
fessor í tónlist og eiga þau 4 börn
og 7 barnabörn; 2) Sibyl Urbancic
Kneihs, f. 4. júni 1937, tónlistarmað-
ur í Vin i Austurríki, gift Hans
Kneihs prófessor í tónlist, þau eiga
3 syni og eitt barnabarn en áður
átti Sibyl, Ruth Ólafsdóttur; 3) Ei-
ríka Urbancic, f. 9. mai 1945, lækna-
ritari, gift dr. Ásgeiri B. Ellertsyni
yfirlækni og eiga þau tvo syni.
Foreldrar Péturs voru dr. Viktor
Jóhannes Urbancic hljómsveit-
arstjóri og tónskáld, f. 9. ágúst 1903,
d. 4. apríl 1958, og dr. Melitta
Urbancic, f. 21. febrúar 1902, d. 17.
febrúar 1984. Þau bjuggu lengst af í
Austurríki en á íslandi frá 1938.
Fimmtugur
Þorsteinn Árnason
vélfræðingur
Þorsteinn Árnason, vélfræðing-
ur Ártúni 15, Selfossi er fimmtugur
í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist í Vík í Mýr-
dal og ólst þar upp. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Skógarskóla
1967, nám í Iðnskólanum á Selfossi
1970-1972. Lauk námi frá Vélskóla
fslands 1975 og sveinsprófl frá Vél-
smiðjunni Héðni í Reykjavík 1976.
Þorsteinn var vélstjóri á ýmsum
skipum fram til ársins 1989 og oft i
afleysingum eftir það. Lengst var
hann vélstjóri á Páli Pálssyni frá
Hnífsdal og Sighvati Bjarnasyni
frá Vestmannaeyjum. Hann var
umdæmisstjóri siglingarmála-
stofnunar i Eyjum fram til 1991,
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs
Vestmannaeyja til 1993. Þorsteinn
vann hjá Einari og Guðjóni sf. í
Vestmannaeyjum þar til hann
flutti i Kópavog 1995. Þorsteinn var
bifreiðastjóri hjá Skeljungi til
haustsins 1996. Frá þeim tíma hef-
ur hann unnið hjá Vélsmiðju KÁ,
Selfossi, fyrst við upptöku og
aflaukningu véla i Búrfellsstöð.
Núna leysir hann af sem vélfræð-
ingur við Búrfells- og Sultartanga-
stöðvar.
Þorsteinn var i nokkur ár full-
trúi Vélstjórafélags Vestmanna-
eyja 1 stjórn FFSÍ, allt þar til vél-
stjórar stofnuðu eigið samband.
Hann var í framboði fyrir Frjáls-
lynda flokkinn fyrir siðustu al-
þingiskosningar og er í miðstjórn
flokksins.
Fjölskylda
Þann 25. september 1971 grftist
Þorsteinn, Arndísi Ástu Gestsdótt-
ur, leikskólakennara og SOV-fræð-
ingi, f. 26. maí 1952. Foreldrar
hennar eru Gestur Jónsson, d.
1994, og Steinunn Ástgeirsdóttir,
sem búsett er að Ártúni 8 á Sel-
fossi.
Börn Þorsteins og Arndísar Ástu
eru: 1) Jón, f. 23. nóvember 1970,
kjötiðn.maður, verkstj. hjá SS.
Hvolvelli, maki Guðrún Berglind
Jóhannesdóttir, nuddari, börn
þeirra eru Heiðrún Huld, Sif, og
nýfæddur drengur; 2) Þóra, f. 1.
maí 1979, húsmóðir/nemi, Selfossi,
maki Böðvar Þór Kárason, vél-
stjóri, börn þeirra eru Þórdís
Mjöll, Úlfur Þór, Bjartþór Freyr; 3)
Haukur, f. 14. apríl 1981, verkamað-
ur, Selfossi.
Systkini Þorsteins eru: 1) Sigríð-
ur Dóróthea, f. 11. júlí 1952, banka-
starfsmaður, Vík 1 Mýrdal; 2) Sig-
urjón, f. 9. júlí 1957, húsasmíða-
meistari, Reykjavik; 3) Hermann, f.
4. október 1958, stöðvarstjóri SS á
Selfossi; 4) Elín,' f. 22. júlí 1961, d.
11. október 1997, var búsett á Sel-
fossi; 5) Oddur, f. 6. maí 1965, verk-
smiðjustjóri SS á Hvolsvelli.
Uppeldissystir (systrabörn) Þor-
steins eru Hrafnhildur Oddný
Sturludóttir, f. 13. mai 1949, fjalla-
kokkur í hálendismiðstöðinni
Hrauneyjum, búsett í Garöabæ.
Foreldrar Þorsteins eru Árni
Sigurjónsson, fyrrveranndi bíl-
stjóri og verkamaður, f. 21. mars
1926 og Ásta Hermannsdóttir, 6.
mars 1930, d. 26. ágúst 1993, Vík í
Mýrdal.
Þorsteinn og eiginkona hans,
Amdís Ásta Gestsdóttir, bjóða öll-
um þeim sem vilja kannast við
hann til veislu laugardaginn 7. júlí
kl. 19.00 í Pósthúsinu á Laugar-
vatni,
vísir.is
3
CC
FAX
/i k
550 5727
'CC
E
<o
■
Þverholt 11,
105 Reykjavík
Merkir Islendingar
Sveinbjörn Beinteinsson, bóndi og alls-
herjargoði ásatrúarmanna, var fæddur
þann 4. júli 1924 í Grafardal í Skorradal
i Borgarfirði. Foreldrar hans voru
Beinteinn Einarsson bóndi frá Litla-
botni á Hvalfjarðarströnd og Helga
Pétursdóttir húsfreyja frá Drag-
hálsi í Svínadal. Árið 1934 flutti
Sveinbjörn með foreldrum sínum
að Draghálsi í Svínadal og var þar
bóndi frá 1944.
Sveinbjörn var af Bergsætt,
Klingelsbergætt af Akranesi og ýms-
um þekktum ættum úr Kjós og Borg-
arfirði, eins og Fremra-Hálsaætt.
Sveinbjörn orti og sendi frá sér rímna-
og ljóðabækurnar Gömlu lögin, rímur, 1945;
Sveinbjörn Beinteinsson
Bragfræði og háttatal, 1953; Stuðlagaldur,
kvæði, 1954; Vandakvæði, ljóð, 1957, Reið-
Ijóð, 1957; Heiðin, kvæðabók, 1984; Gátur
I—III, 1985 til 1991, og Bragskógar, ljóð,
1989. Þá sá hann um útgáfu á rímum,
s.s. Rímnavöku, 1959; Rímnasafni,
sýnisbók, 1966; Fúsakveri, 1976 og
Rímnasafni Sigurðar Breiðfjörð 1-6,
1961 til 1973 auk Eddukvæða á
hljómplötum og átti þátt í útgáfu
Borgfirðingaljóöa 1991. Hann las
einnig fjölda rimna í útvarpi og á
mannamótum.
Sveinbjöm var forstöðumaður Ása-
trúarfélagsins og síðan allsherjargoði frá
1972. Hann lést á jóladag árið 1994.
Jarðarfarir
Skafti Kristófersson, frá Hnjúkahlíö
veröur jarösunginn frá Blönduóskirkju,
föstudaginn 6. júlí kl. 14.00.
Elsa Eiríksdóttir, Spltalastíg la, Reykja-
vík, verður jarösungin frá Fossvogs-
kapellu, föstudaginn 6. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Rauða krossinn.
María B. J. P. Maack, Langholtsvegi 5,
Reykjavík, veröur jarösungin frá Foss-
vogskirkju miövikudaginn 4. júlí kl.
13.30.
Siguröur Einarsson, Hrafnistu, Hafnar-
firöi, áöur Öldugötu 14, veröur jarösung-
inn frá Fríkirkjunni I Hafnarfiröi á morg-
un 5. júlí kl. 13.30.