Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 DV Ekki einn aö verki McVeigh er talinn hafa notiö aöstoð- ar Nichols og jafnvel fleiri. Ákæra ekki ákveðin Nýr saksóknari Oklahoma-fylkis í Bandaríkjunum, Wes Lane, segist ætla að taka sér góðan tíma til að ákveða hvort hann muni lögsækja Terry Nichols fyrir morð frammi fyrir alríkisrétti. Nichols er sakaður um að hafa aðstoðað Timothy McVeigh þegar sá síðarnefndi sprengdi opinbera byggingu í Okla- homa-borg. Ef Lane ákveður að sækja Nichols þýðir það að sóst verður eftir dauða- dómi. Lane segist vera skuldbund- inn til þess að gefa sér góöan tima til að íhuga málið, almenningur bú- ist við því. Þess vegna komi ákvörð- un ekki fyrr en með haustinu. Hann gerir sér grein fyrir því að allar ákvarðanir muni valda deilum. Diplómatar íraka fá hæli I BNA Tveir háttsettir diplómatar íraka hjá Sameinuðu þjóðunum hafa beð- iö um hæli í Bandaríkjunum, sam- kvæmt bandarísku fréttastofunni CNN. Mohammed al-Humaimidi, aðstoðarsendiherra íraks hjá SÞ, mun hafa gengið inn í lögreglustöð í New York-borg á föstudag og beð- iö um pólitískt hæli fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Málinu var vísað til Bandarísku alríkislögreglunnar. Auk hans er sagt að annar háttsett- ur diplómati íraks hjá SÞ hafi beðið um hæli, en hann átti aö snúa aftur til Iraks í þessum mánuði. Ekki hef- ur heyrst frá honum frá því í síð- ustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að staðfesta hælisumsóknirnar. Utan- ríkisþjónusta íraka segist heldur ekki kannast við málið. Sendiherra íraks hjá SÞ sagði aö diplómatarnir hefðu lokið starfi sínu í New York í lok síðasta mánaðar en hann vOdi ekki tjá sig um hvort þeir hefðu reynt að fá hæli í Bandaríkjunum. Milosevic fær sér lögfræöinga Dragoljub Ognjanovic, einn af lögfræðingum Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sagði í gær að Milosevic myndi lík- lega þiggja lögfræðiaðstoð við vörn sína gegn ákærum um stríðsglæpi. Hann mætti í gær fyrir rétt án lög- fræðinga og hafði lýst því yfir að hann myndi verja sig sjálfur. Viðbrögð við framkomu Milos- evic frammi fyrir dómurum stríðs- glæpadómstólsins í Haag hafa verið misjöfn. Flestir eru þó þeirrar skoð- unar að hann hafi einungis komið fram sem stjórnmálamaður og allar yfirlýsingar hans hafi verið í þá átt- ina. Ognjanovic segir að Milosevic trúi því einnig statt og stöðugt að stríðsglæpadómstóllinn sé stjórn- málalegur dómstóll en ekki lagaleg- ur. Hann hafi því ætlað að byggja vörn sina á því og vegna þess neitað að nýta sér lögfræðinga sína. í dag mun Milosevic líklega hitta Snýst hugur Milosevic sá stríösglæpadómstólinn sem stjórnmálalegan dómstól. í fyrsta skipti síðan hann var flutt- ur til Haag konu sína Mira Markovic. Ekki hefur enn fengist staðfest hvort hollensk yfirvöld hafi veitt Markovic vegabréfsáritun inn í landið þar sem hún er á svörtum lista hjá Evrópusambandinu. Tals- maður utanríkisráðherra Hollands sagði viö fjölmiðla að hollensk stjórnvöld hefðu fengið beiðni frá stríðsglæpadómstólnum um að veita Markovic áritun ef hún sækti um hana. Milosevic ræddi við konu sína eftir komu í réttarsalinn í gær að sögn Zdenko Tomanovic, eins lög- fræðings forsetans fyrrverandi. Tomanovic sagði enn fremur að Markovic hygðist jafnvel kaupa eða leigja íbúð í Haag á meðan réttar- höldin yfir manni hennar standa yf- ir. Milosevic var hins vegar meinað að hringja í son sinn, Marko Milsevic, í gær til að óska honum til hamingju með afmælið. 143 farast í flugsiysi Tuplev 154 flugvél frá flugfélaginu Vladivostok Avia fórst skammt frá borginni Irkutsk í Síberíu í gærkvöld. 133 farþeg- ar voru um borö ásamt tíu mann áfhöfn og létust allir. Fréttir eru enn óljósar en samkvæmt fréttum rússneskra fjöl- miöla haföi vélin gert tvær tilraunir til lendingar á flugvellinum í Irkutsk áöur en hún hrapaöi. Tuplev 154 er mikið not- uö i langflug innan Rússlands og er þetta í þriöja skiþtiö frá 1994 sem slík vél ferst og meö þeim rúmlega 350 manns. / JLX 4x4 • ALVORU JEPPI Meðaleyðsla 7,8 I 1.595.000,- SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. STÝRANLEGUR - BOR BORARALLTAÐ 300metra ^ OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR HF Þrjátíu verslanir jafnaðar við jörðu Ríkisstjórn ísraels ákvað á fundi í gær að vinna áfram sam- kvæmt vopnahléi, sem komið var á fyr- ir tilstuðlan Banda- ríkjanna, þrátt fyrir aukið ofbeldi undan- fama viku. Stjórnin hélt sig þó viö þá stefnu að skjóta á alla þekkta hryðjuverka- menn sem taldir eru ógna öryggi ísraela. Shimon Peres, utan- ríkisráðherra Israels, viðurkenndi þó að vopnahléið héngi á bláþræði. Hann sagöi að deiluaðilaar þyrftu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Engar fréttir komu af mannfalli í gær. Hins vegar réð- ust ísraelskir her- menn á um 30 versl- anir á mörkum yfir- ráðasvæðis Palest- ínumanna og jöfnuðu þær við jörðu með jarðýtum. Að sögn talsmanns hersins voru verslanimar reistar án tilskilinna leyfa. Auk þess voru þær taldar vera ógn- un við öryggi her- manna og annarra ísraela. Igor Ivanov, utan- rikisráðherra Rúss- lands, hringdi í gær í Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, og Ariel Sharon, forsætisráöherra ísrael, og hvatti þá til viðræðna til að binda enda á ofbeldið. Shlmon Peres Segir vopnahlé hanga á bláþræöi. Fundaöi með páfa Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt sinn fyrsta opinbera fund með Jóhannesi Páli páfa öðrum í gær. Þeir ræddu alþjóða- væðingu og G8-fund- inn sem haldinn verður í Genúa í mánuðinum. Hitabylgja og rafmagn Vandræði hafa veriö með raf- magnsframboð í Kaliforníu síðustu daga vegna hitabylgju sem ríður yf- ir fylkið. Naumlega tókst að komast hjá rafmagnsleysi í fyrradag. Ofbeldi í Zimbabwe Tveir létust og sex slösuðust í bensínsprengjuárás í Zimbabwe í gær. Tveggja daga allsherjarverkfall lamar Zimbabwe í dag og í gær. Friðarviðræður voru teknar upp að nýju á milli slava og Albana í Makedóníu í gær með hjálp vest- rænna sendifulltrúa. Skuggi féll á umleitanirnar þegar albanskir skæruliðar drápu makedónskan hermann í umsátri. Gegn innflytjendum Norðurbandalagið á Ítalíu, sem á aðild að nýskipaðri ríkisstjóm landsins, lagði til hert lög gegn inn- flytjendum í gær. Flokkurinn vill að enginn flytji til landsins án þess að hafa tryggt sér starf áður. Víll fá Chirac fyrir rétt Almennur sak- sóknari í París vill að dómari yfirheyri Jacques Chirac Frakklandsforseta. Forsetinn komi sem vitni fyrir dómara og svari spurning- um um greiðslur vegna ferðalaga í borgarstjóratíð hans í Paris. Chirac ætlar sér endurkjör á næsta ári og hefur neitað að svara spumingum um hvort hann hafi brotið spilling- arlög. Sakaður um morð Dómari í borginni York í Penn- sylvaniu í Bandaríkjunum hefur stefnt borgarstjórann fyrir rétt vegna morðmáls. Hann er sakaður um að hafa verið í múgi sem skaut blökkúkonu árið 1969. Morð skyggir á viðræður Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, og Bertie Ahem, írskur kollegi hans, funda í dag vegna ástandsins á Norð- ur-írlandi. Maður var skotinn þar til dauða i morgun og er spenna vaxandi á svæðinu. Planaði aldamótasprengju Alsírskur maður játaði í dag í fyrsta skipti að hafa ætlað að sprengja flugvöllinn í Los Angeles á aldamótunum. Rósagarður fyrir Díönu Vinna mun á næstunni hefjast við nýjan rósagarð norður af Lund- únum sem tileinkaður er minningu Díönu, prinsessu af Wales. Garður- inn verður opinn almenningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.