Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Page 11
11 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001_______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd COMPACT MHG söluaöilar á íslandi Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is Blóm á leiöi Morrissons Aðdáendur rokkhljómsveitarinnar The Doors heimsækja grafreit söngvara sveitarinnar, Jims Morrisons, í Pere Lachaise kirkjugarðinum París í gær. 30 ár voru þá frá dauða söngvarans vegna of stórs lyfjaskammts. 0PNUNARTILB0Ð 25% afsláttur af rafmagnssláttuvélum, -orfum og -hekkklippum. Erum einnig með bensínsláttuvélar á góðu verði frá kr. 19.900 Öflugu Flymo bensín-loftpúðavélarnar eru komnar. 3 stærðir Meira en fjörutíu Vladimiro Montesinos Veit nógu mikið til aö fylla fangelsin í Perú. Þúsundir skjálfa á beinunum yfir því að hann kjafti frá. Lygasögur um Montesinos Yfirvöld í Perú segja njósnafor- ingjann fyrrverandi, Vladimiro Montesinos, sem situr í fangelsi vegna spillingarmála, standa fyrir fjölda lygasagna um mál sitt í per- úskum fjölmiðlum. Síðustu vikuna hafa fjölmiðlar slegið upp sögum um tengsl njósnaforingjans við op- inbera starfsmenn, viðskiptamenn og eiturlyfjasmyglara. Jafnan er vitnað í orð Montesinos, en hann hefur reyndar ekki talað við aðra en fjölskyldumeðlimi og lögfræðinga siðan hann var handtekinn í Venesúela fyrir rúmri einni og hálfri viku. Hæstiréttur Perú sendi frá sér yf- irlýsingu þess efnis að herferð um aö gefa villandi upplýsingar um málið væri í gangi. Stjórnmála- skýrendur trúa því að þeir sem standi á bak við blekkingarherferð- ina séu aðilar sem eiga hagsmuni sína undir því að traust á Montesin- os minnki. Með því að Montesinos setji fram falskar ásakanir er hægt að draga úr áhrifum orða hans þeg- ar hann loks kjaftar frá. Þúsundir eru taldar hafa tengst spillingarvef hans síðasta áratuginn. Saklausir líklega á meöal aflífaðra Sandra Day O’Connor, hæstarétt- ardómari í Bandaríkjununm, lýsir yfir áhyggjum sínum yfir að Banda- rikin hafi staðið að aftökum á sak- lausum borgurum. Hún segir alvar- legar spumingar vakna um dauða- refsingar. O’Connor vitnar til 90 fanga á dauðadeild sem voru sýkn- aðir siðan 1973 áður en dauðadómn- um hafði verið framfylgt. „Ef töl- fræðin hefur einhverja tilvísun má gera ráð fyrir aö kerfíð taki af lifi einhverja saklausa sakborninga. Bandaríkin hafa látið taka af lífi meira en 700 manns síðasta aldar- fjórðung. Dauðarefsingar komust aftur í kastljósið í kjölfar þess að bandaríska alríkið tók tvo menn af lífi í síðasta mánuði, og endaði þar með 38 ára hlé sitt á aftökum. Rúmlega fjörutíu manns særðust í átökum grísk-kýpverskra mótmæl- enda og breskra lögreglu- og her- manna við bresku herstöðina Akrotori á eynni Kýpur i gærkvöld. Átökin hófust þegar hópur Kýp- verja réðst inn á lögreglustöð á veg- um Breta, sem reka herstöð og fara löggæslu á svæði sunnarlega á eynni, og rústuðu hana. Tilefnið var að mót- mæla handtöku á kýpverska þing- manninum Marios Matsakis. Matsakis var handtekinn þegar hann ásamt öðrum braust inn á svæðið og tók sér stöðu á fjar- skiptamastri þar. Ætlun Breta er að byggja sex lágtíðnimöstur til viðbót- ar. Þetta hefur mætt mikilli and- stöðu hjá heimamönnum sem telja möstrin ógna heilsu íbúa í ná- grenninu, sérstaklega barna. Auk þess eru uppi áhyggjur um áhrif mastranna á farflug fugla. Matsakis var sleppt skömmu eftir átökin. Vígreifur Kýpverji Mótmæiin í gær voru hápunktur mótmæla nágranna breskrar herstöðvar undanfarinna daga gegn uppsetningu ðheilsusamlegra fjarskiptamastra. Hann neitaði að svara spurningum fréttamanna. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælunum sem stóðu langt fram á kvöld í gær, að sögn kýpversku sjónvarpsstöðvarinnar Sigma. Hluti mótmælenda henti steinum og öðru lauslegu rusli að óeirðarlögreglu og hermönnum sem mynduðu skjald- borg fyrir framan herstöðina. Einnig var kveikt í minnst tólf far- artækjum á vegum breska setuliðs- ins, auk nokkurra bíla í eigu al- mennra borgara og runnagróðri. Lögregla og her beittu táragasi og vatnsþrýstibyssum til að dreifa mannfjöldanum. Auk þess hleyptu nokkrir hermenn af viðvörunar- skotum upp í loftið. Að sögn tals- manns breska setuliðsins særðust íjörutíu lögreglu- og hermenn. Einnig særðust nokkrir mótmæl- endur en engar staðfestar tölur hafa fengist um fjölda þeirra. særast í átökum Texas-móðir sögð vera geðveik Lögfræðingar Texas- móðurinnar Andreu Yates, sem drekkti 5 bömum sínum í baðkari í síðasta mánuði, lýstu því yfir í gær að þeir myndu beita fyrir sig geðveikisvörn i máli hennar. Sú skýring var gefin, skömmu eftir morðin, að Yates væri haldin skæðu og langvarandi fæðingar- þunglyndi og hefði þess vegna framið morðin. Frá því hún var handtek- in hefur Yates gist geð- deild í fangelsi og á hún á hættu dauðadóm þar sem heima- sýsla hennar er annáluð fyrir dauðarefsingar. Lögfræðingar henn- ar segja hana vera í sjúklegu sál- rænu ástandi sem hamli henni frá því að hjálpa til við eigin málsvörn. Hún geri sér ekki grein fyrir alvar- leika málsins og getur ekki átt full samskipti viö lögfræðinga sína. Þeir vilja að rétturinn meti geðheilsu hennar áður en lengra er haldið. Móðir sem drap barn sitt fyrir þremur árum i Bandaríkjunum var dæmd geðveik og því fundin saklaus. Það er ljóst að sækjendum í máli Andreu Yates mun reynast erfitt að sann- færa kviðdóm um að hún sé ekki geðveik. Hún hefur tvisvar reynt sjálfsmorð síðustu árin. Sækjendur hafa sagt að Andrea geti greint rétt frá röngu og flokkist því ekki sem geðveik. Andrea Yates Fæðingarþunglyndiö lét hana drepa börnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.