Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 2001
27
DV
Tilvera
Victoria Abril er 42 ára
Spánska leikkonan
Victoria Abril, sem
meðal annars hefur
unnið sér það til
frægðar að leika í ís-
lenskri kvikmynd,
101 Reykjavík, er af-
mælisbarn dagsins. Victoria, sem
skírð var Victoria Mérida Rojas,
fæddist í Madríd. Hún byrjaði feril
sinn sem dansari og það var einn
kennari hennar sem hvatti hana til að
reyna fyrir sér í kvikmyndum. Hún
hefur nú unnið með öllum þekktustu
leikstjórum Spánar og það var í
myndum Pedros Almodovars sem hún
hlaut heimsfrægð.
Gildir fyrir fímmtudaginn 5. júlí
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r
, Vinur biður þig um pen-
ingalán. Þér finnst þú
hafa mikið að gera en
verið getur að þínir nán-
ustu hafi það líka. Reyndu að sýna
sanngimi í samskipum við aðra.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
MGalgopaskapur ein-
kennir daginn í dag og
svo virðist sem ekki
beri að taka eitt orð
alvarlega. Óllu gamni fylgir þó
nokkur alvara.
Hrúturinn (21. mars-19. aprTU:
. Þú færð fréttir sem
' koma róti á huga þinn.
Ekki er þó ástæða til
að hafa áhyggjur. Ást-
in blómstrar hjá þér.
i ...
-íi
þess að það
Nautið 120. anril-70. maír
Gerðu eins og þér
finnst réttast í máli
sem þú þarft að taka
ákvörðun í. Þú ættir
ekKÍ einu sinni að leita ráða,
málið er þess eðlis.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúníu
Þú vinnur að sérstöku
"gæluverkefni um þess-
ar mundir og á það
hug þinn allan. Gættu
þess að það bitni ekki á fjölskyld-
unni.
Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi:
Kunningjar þinir gætu
| komið þér í vandræði
þó að það sé hreint
ekki ætlun þeirx-a. Þú
i sýna sjálfstæði, þá fer allt
Liónið (23. iúlí- 22, áeúst):
Ef þú ferð ekki eftir
' innsæi þínu eru meiri
líkur á að þú lendir í
ógöngum en ef þú
hlýðir á þinn innri mann.
Happatölur þínar eru 5, 8 og 21.
Mevian (23. ágúst-22. sept.):
íw Þú ert fullur sjálfs-
trausts um þessar
^^V^l^mundir og ekki
^ f minnkar það við
viðurkenningu sem þú færð á
opinberum vettvangi.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þér hættir til að velta
þér óþaiflega núkið
upp úr lítilfjörlegum
vandamálmn og hafa
af 'þeim meiri áhyggjur en vert er.
Gerðu þér glaðan dag.
Sporðdreki t?4. okt.-?i. nóv.i:
I Þú lest eitthvað sem
vekur áhuga þinn svo
jum munar. Þegar til
lengri tíma er litið á
þetta eftir aö hafa mikil áhrif.
Happatölur þinar eru 13,17 og 25.
Bogamaður 122. nóv.-21. des.l:
|Allt sem þú tekur þér
rfyrir hendur í dag
gengur vel. Þú ert full-
ur bjartsýni og tilbú-
inn að reýna eitthvað nýtt.
Kvöldið verður skemmtilegt.
Steingeitin (22. des.-19. ian.l:
Greiðvikni borgar sig
ávallt betur en stirfni
og leiðindi. Þetta áttu
_ eftir að reyna á eftim-
innilegan hátt í dag.
Happatölur þínar eru 2, 11 og 18.
VUKIII IZJ. st
&
af peim me
Fjórtánda árið í röð
Árni isleifs, djassleikari og primus motor djasshátíöarinnar á Egilsstööum.
Djasshátíð Egilsstaða:
Ungliðarnir heimta
að spila með
- segir Árni ísleifs
Árni ísleifs, tónlistarmaður held-
ur uppteknum hætti í sumar og
stendur fyrir fiórtándu djasshátíð-
inni á EgUsstöðum um næstu helgi.
Hátíðin er fyrir löngu orðin lands-
þekkt og í fyrra var fjallað um hana
í þýskri bók og sagt að hún væri ein
af hundrað virtustu djasshátíðum í
Evrópu. Árni kenndi lengi tónlist
austur á Héraði og smitaði marga af
djassbakteríunni.
Hátíðin, sem er í Hótel Valaskjálf,
stendur í þrjá daga, frá 5.-7. júlí.
„Það sem mér finnst standa upp
úr á hátíðinni í ár,“ segir Árni, „er
sem stendur fyrir hinni
Kristjana Stefánsdóttir söngkona og
Guðmundur Pétursson blúsleikari,
hann er ótrúlega beittur og Krist-
jana er búin að læra djasssöng í
mörg ár i útlöndum. Þetta er þriðja
árið í röð sem unglingar í Ungliða-
bandi Djasssmiðju Austurlands
spila á hátíðinni. Margir sem hafa
verið í Ungliðabandinu eru reyndar
fluttir af staðnum en þeir taka ekki
annað í mál en að fá að spila með.
Árni er framkvæmdastjóri hátíð-
arinnar fyrir Djassklúbb Egilsstaða
og þetta er í fjórtánda sinn sem
hann stendur fyrir henni. „Við höf-
árlegu djasshátíð
um einu sinni fengið norrænan
styrk og danska sendiráðið hefur
verið mjög hjálplegt við að fá hing-
að menn eins og Sven Asmundsen o.
Árni segir að það sé stór hópur
djassáhugafólks á Egilsstöðum, í
Neskaupstað, á Stöðvarfirði og ná-
grenni.
„Þetta verður alveg þokkaleg há-
tíð þó að við höfum aðeins haldið
niðri í okkur andanum en við ætl-
um að hafa hana enn glæsilegri á
næsta ári þegar við höldum upp á
fimmtán ára afmælið." -Kip
Tommy Lee, rokkari og fyrrver-
andi eiginmaður Pamelu Ander-
son, lendir í málaferlum vegna
drukknunar fjögurra ára drengs í
sundlauginni heima hjá honum.
Atvikið varð i afmæli sonar
Tommy og Pamelu á heimili þess
fyrrnefnda. Litli drengurinn gekk
afsíðis en fannst fljótandi í sund-
lauginni með andlitiö ofan í vatn-
inu.
Foreldrar drengsins hyggjast nú
kæra Tommy og krefjast 113 millj-
óna dollara eða tæplega 12 millj-
arða króna í skaðabætur. Þau
voru ekki sjálf í afmælisboðinu
þegar slysið varð og vilja meina
að Tommy hafi vanrækt að passa
barnið.
Lee bestur í
Bandaríkjunum
Tævanski leikstjórinn Ang Lee
var kjörinn besti leikstjóri Banda-
ríkjanna af Time tímaritinu á
helginni. Kjörið er liður í nýjum
þætti í tímaritinu sem er tileink-
aður þeim bestu í Bandaríkjunum
á ákveðnum sviðum. í yfirlýsingu
frá Time kemur fram að Lee sé á
hátindi sköpunargáfu sinnar og
ágæti og hafi áhrif á aðra. Þá seg-
ir tímaritið að Lee sanni enn einu
sinni að bandarísk kvikmynda-
gerð vaxi og dafni með framlögum
útlendinga.
Ang Lee hefur búið í tvo áratugi
í Bandaríkjunum og er þekktur
fyrir leikstjórn sína á Crouching
Tiger, Hidden Dragon og Sense
and Sensibility.
Brosmildur feröamaöur í Laugardalnum
Þau eru mörg tungumálin sem töluö eru á sumrin á tjaldstæöinu í Laug-
ardal en þangaö flykkjast útlendingar meö bakpoka sína, annaöhvort
áöur en lagt er í ferö um landiö eöa eftir aö búiö er aö hjóia eöa fara á
puttanum um landiö. Ljósmyndari DV var á feröinni i Laugardalnum einn
góöviörisdag og hitti þennan glaölynda feröamann sem var aö hvíla lúin
bein eftir skemmtilega ferö.
Þorvaldsdalsskokkið:
Óbyggða-
hlaup
DV, PALVÍK:
A laugardaginn fer fram hið árlega
óbyggðahlaup eftir endilöngum Þor-
valdsdal í Eyjafirði. Skokkið hefst við
Fornhaga í Hörgárdal og endamarkið
er við Árskógsskóla. Vegalengdin er
um 26 kílómetrar. Skokkið hefst kl. 10
en menn mæta við Árskógsskóla kl. 9
til skráningar.
Þorvaldsdalsskokkið er ætlað öllum,
bæði konum og körlum, sem telja sig
komast þessa leið hlaupandi, skokk-
andi eða gangandi. Tímatöku verður
hætt eftir 6 tíma. Keppt er í aldurs-
flokkum 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára,
60-69 ára og 70 ára og eldri. Þrir fyrstu
í hverjum aldursflokki karla og
kvenna fá sérstaka verðlaunapeninga
og auk þess fá allir pening sem komast
í mark á tilskildum tíma. Árangur
allra þátttakenda verður siðan birtur i
dagblöðum.
Þorvaldsdalsskokkið hefur verið
haldið árlega siðan 1994. Þátttakendur
hafa verið á milli 20 og 50 og sá sem
hraðast hefur hlaupið var 2 tíma og 7
mínútur og elsti þáttakandinn var 79
ára. -hiá
SUZUKI
Skeifunni 17.