Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001
I>V
29
Þrjár stjörnur
á skólabekk
Þrjú þekkt andlit úr íslenskum
samtíma hafa ákveðið að venda
sínu kvæði í kross og setjast á
skólabekk. Þetta eru þau Pétur
Maack, fyrrum framkvæmdastjóri
og varaformaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur, Hjálm-
ar Blöndal, stjórnandi netveldis
Jóns Ólafssonar, og Elín Málm-
fríður, Ungfrú ísland 2000. Þre-
menningarnir hafa látið skrá sig
til náms í Viðskiptaháskólanum i
Bifröst í Borgarfirði og heíja þar
nám í haust.
Pétur Maack
var sem kunnugt
er bolað úr starfl
og trúnaðarstörf-
um hjá Verslun-
armannafélaginu
eftir harðvítug
átök við Magnús
L. Sveinsson, for-
mann félagsins.
Var honum meðal annars borið á
brýn að vera ómenntaður. Úr því
ætlar Pétur nú að bæta.
Hjálmar Blön-
dal, sem hefur
haft yfirumsjón
með Veraldar-
vefnum, sem er
samheiti á net-
fyrirtæki Jóns
Ólafssonar í
Skífunni, hefur
undanfarna
mánuði starfað við eitt af netfyrir-
tækjum fjölmiðlakóngsins á
Majorka. Hjálmar lætur nú af
störfum hjá Jóni og sest á skóla-
bekk enda nýorðinn stúdent.
Ungfrú ísland
2000 ætlar að
setjast á skóla-
bekk því fyrir
utan aðaláhuga-
málin, sem eru
ferðalög, útivist
og lestur góðra
bóka, veit Elin
Málmfríður að
menntun er gulls ígildi.
„Við Pétur eigum það líklega
sameiginlegt að vilja nú frekar
reyna að troða einhverju viti inn i
kollinn á okkur í stað þess að
troða illsakir við aðra,“ sagði
Hjálmar Blöndal við komuna til
landsins, frá Majorka með stefn-
una á Borgarfjörð.
GSM?
GSM-símar ættu í
raun að heita GSFMC-
símar. Tveir stafir
hafa verið látnir nið-
ur falla í alþjóðlegri skammstöfun
fyrir Global System For Mobile
Communication. GSM er viðtekið
heiti á farsímum víðast hvar í
Evrópu en hefur þó aldrei náð fót-
festu vestanhafs. í Bandaríkjunum
heita GSM-símar Cell Phones.
Leiðrétting
I kvikmyndinni The Tomb
Raider, sem nú er sýnd í Reykjavík
fyrir fullu húsi, kemur fram að við
Jökulsárlón í Austur-Skaftafells-
sýslu búi eskimóar meö sleðahunda.
Hið rétta er að þar búa íslendingar
á jeppum.
Sjöfn spákona slær í gegn:
Spáöi forsetabrúð-
kaupi í Færeyjum
- og nafnbreytingu á Skjá einum
Ein magnaðasta spákona landsins
kom fram á Skjá einum fyrir
skemmstu og spáði þar forsetabrúð-
kaupi í Færeyjum og líka hinu að
Skjár einn myndi skipta um nafn
innan fárra ára. Spákonan heitir
Sjöfn Sigurðardóttir og hefur það
fram yfir aðrar spákonur á höfuð-
borgarsvæðinu að spár hennar
ganga undantekningarlítið eftir.
Ritari hjá stórfyrirtækjum
„Ég bjó í Kanada um átta ára skeið
þegar ég var barn og byrjaði strax þá
að spá. Ég spái í spil, kristalkúlu og
jafnvel lauíblöð og mér til aðstoðar er
Grímur heitinn Magnússon læknir en
ég get ekki spáð nema hafa mynd af
honum á borðinu hjá mér,“ segir
Ólafur og Dorrit
Eyjarnar bíða.
Sjöfn sem þrátt fyrir vanheilsu geislar
af lífsorku og lætur sér fátt fyrir
brjósti brenna. Kímni hennar er
einnig með afbrigðum góð. Hún starf-
aði áður fyrr sem einkaritari hjá Cad-
burys og Air Canada.
„Ég fann þetta mjög sterkt með for-
setabrúðkaupið i Færeyjum. Forset-
inn og Dorrit voru einmitt í opinberri
heimsókn þar þegar þessi framtíðar-
sýn birtist mér. Ég held að Dorrit hafi
heillast svo af Færeyjum að hún hafi
stungiö upp á þessu við unnusta sinn.
Ég held að hún sé búin að því,“ segir
Sjöfn og er viss í sinni sök.
Ekki Las Vegas
íslenskt forsetabrúðkaup í Fær-
eyjum myndi að sjálfsögðu leysa
margan vanda. Gagnrýnisraddir á
forsetann og prjál hans myndu þagna
því hver getur fárast yfir brúðkaupi
sem fer fram í kyrrþey í öðru landi.
Svo lengi sem Ólafur Ragnar og Dor-
rit gifta sig ekki í Las Vegas: „Ég er
vel klár á þessu,“ segir Sjöfn.
Fulibókuð
í fyrrgreindum sjónvarpsþætti, þar
sem Sjöfn spáði og fór mikinn, kom
einnig fram að Skjár einn mun skipta
um nafn innan fárra ára hvort sem
það verður vegna samruna við annað
fyrirtæki eða annars. Þetta sá Sjöfh
einnig mjög skýrt. Tímabundnir erfið-
leikar sem sjónvarpsstöðin stendur
nú frammi fyrir, að sögn Sjafnar,
verða auðveldlega yfirstignir.
Breytingar á Skjá einum
Nýtt nafn innan tíðar.
Nýir menn koma til sögunn-
ar og í kjölfarið fylgir nafnbreyting:
„Skjár einn á eftir að blómstra sem
aldrei fyrr þó formið verði ef til vill
annað en það sem við nú þekkjum,"
segir Sjöfn sem hefur ekki haft undan
við að spá eftir að hún lét til sín taka
á skjánum. Hún spáir jafnvel yfir haf-
ið fyrir fólk í útlöndum og tekur þá
langlínugjald. Sjöfn er fullbókuð út
júlímánuð en síminn hjá henni er 553
1499.
Ilmtær í bíl
Aðallega keyptar af ungu fólkl - en líka venjulegu fólki.
Rannsókn grunnskóladrengs á ilmtám:
í átjánda hverjum bíl
- gífurlegar vinsældir koma á óvart
Ingvi Hrafn
út í sandinn
„Samningaviðræðumar runnu
út í sandinn og því verður ekk-
ert af þessu að sinni,“ segir Sig-
urður Hlöðversson hjá Hausverk
hf. sem gerði tilboð í rekstur á
morgunsjónvarpi Stöðvar 2.
Hugmyndin var að skipta um
þáttarstjórnendur og fá Ingva
Hrafn Jónsson, fyrrum frétta-
stjóra Stöðvar 2, til að stjórna
þættinum ásamt ungri stúlku.
„Við eigum hins vegar öll
gögnin og getum gert þetta ódýr-
ara fyrir hvern sem er,“ segir
Sigurður Hlöðversson sem hefur
ekki gefið upp vonina um ódýr-
ara og betra morgunsjónvarp.
Ekki er ólíklegt að Skjá einum
verði boðinn pakkinn.
Morgunsjónvarp Stöðvar 2
heldm því áfram göngu sinni
með sömu stjórnendum og áður;
frá og með miðjum ágúst.
Ellefu ára drengur, í sumarfríi úr
Austurbæjarskóla, hefur gert sjálf-
stæða rannsókn í miðbæ Reykjavík-
ur á fjölda ilmtáa í bílum. Ilmtær
þessar hafa selst gífurlega að undan-
fórnu og í slíkum mæli að tala má
um táæði bíleigenda. Hins vegar er
ekki ljóst hvað veldur þessum mikla
áhuga því tærnar eru ekki augna-
yndi. Þær lykta þó vel og eru hengd-
ar á baksýnisspegil bifreiðarinnar
þar sem þær dingla.
Að kvöidlagi
„Ég gerði fyrstu rannsóknina í
Bergstaðastræti að kvöldlagi þegar
bílar voru í öllum stæðum. Mér tO
mikiUar furðu reyndust þessar tær
vera í átjánda hverjum bíl. Ég bjóst
ekki við að þetta væri svona al-
mennt,“ sagði grunnskóladrengurinn
sem ekki vUl láta nafns síns getið af
hógværð. „Þegar ég sá þessar tær í
tveimur bUum í röð þá gat ég þurft
að bíða í 36 bíla þar tU ég fann næstu
tá. En það brást ekki.“
Eftir rannsóknina á Bergstaða-
stræti lét drengurinn frænda sinn
aka eftir Miklubrautinni, frá gatna-
mótum Njarðargötu, inn að Elliðaám
og tU baka og niðurstaðan varð sú
hin sama. Ilmtærnar voru í átjánda
hverjum bíl. Þriðja rannsóknin var
svo gerð í þremur bílastæðahúsum í
miðborginni svo og á bílastæðum við
Alþingishúsið og í Pósthússtræti og
sýndi sömu niðurstöðu.
Lífga upp loftið
„Þetta er til í íjórum litum lit-
um; hvítu, rauöu, fjólubláu og
bláu. Ilmurinn er mismunandi
eftir lit,“ sagði Höskuldur Ellerts-
son á bensínstöð Olís við Ána-
naust. „Tærnar eru framleiddar
hjá Medo Industries í Mexíkó og
kosta 299 krónur stykkið. Það er
aðaUega ungt fólk sem kaupir
þetta en líka venjulegt fólk,“ sagði
Höskuldur. „Það er fin lykt af
þessum tám. Þær lífga upp á loft-
ið í bUnum.“
Súper-tvíburar með rlsasnlgll
Breki og Brynjar Arndal eru tvíburar í Garðabæ. Þeir fengu súpermannbún-
inga fyrir tveimur mánuðum og hafa ekki viljaö fara úr þeim síðan. Um dag-
inn fóru þeir í könnunarieiöangur i búningunum og fundu þá risasnigil. Þeir
höfðu aldrei fyrr séð svona stóran snigil og kölluöu hann því risaeölusnigil.