Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Qupperneq 28
 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Verð frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir Komust út við illan leik Eldur kom upp í sendibíl á Suður- landsvegi, vestan við Rauðalæk, um sexleytið í gærmorgun. í honum voru tveir iðnaðarmenn á leið til vinnu sinnar. Þeir vissu ekki fyrr til en eldur kom upp í bílnum og fylltist hann á örskammri stundu af rey k. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli mátti ekki tæpara standa fyrir mennina að komast út. -aþ Engin svör Kaupþing hefur bent á að sl. föstu- dag hafi verið tilkynnt að íslensk erfðagreining yrði væntanlega tekin inn í Russel 3000 vísitöluna sem mæl- ir ávöxtun hlutabréfa í 3000 stærstu skráðu fyrirtækjunum í Bandaríkjun- um (preliminary list). Þetta kunni að hafa haft áhrif á hækkunina sem varð á bréfum deCODE skömmu áður en nýr risasamningur var kynntur milli ÍE og Roche. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvað gerðist, eins og DV hefur greint frá, sbr. frétt blaðsins í gær um að hugsanlega hafi e.k. upplýsingaleki átt sér stað. Aðrir segja að hrun á tölvukerfi Nasdaq gæti einnig hafa átt þátt í atburðarásinni. Forstjóri deCODE segir að hann kunni illa að skýra hræringarnar á gengi bréfanna. -BÞ íslensk miðlun verður CRM og nýr framkvæmdastjóri ráðinn: Mér líst glimrandi vel á íslensk miðlun, sem barist hefur fyrir tilveru sinni að undanfornu, hef- ur verið lögð niður og nýtt fyrirtæki stofnað á rústum hennar. Fyrirtækið var kynnt starfsmönnum á fundi á mánudaginn og heitir CRM sem stendur fyrir Customer Relationship Management upp á ensku. Hátt í 50 starfsmenn hafa verið launalausir í tvo mánuði. Eitthvað rættist þó úr þeim málum fyrir helgi, eða eins og símastúlka fyrirtækisins orðaði það: „Ég fékk maílaunin á fóstudaginn en ég á eftir að fá fyrir júní.“ Það eru stórfyrirtækin Tæknival, Kaupfélag Árnesinga og Sparisjóður Hafnarflarðar sem stóöu að íslenskri miðlun, lögðu það niður og stofnuðu CRM ásamt Gylfa Þórissyni sem er nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tekur við af Hilmari Þór Sævars- syni. Gylfi Þórisson var áður við- skiptastjóri GSM-deildar Íslandssíma og þar áður starfsmaður Tæknivals og Stöðvar 2.Nýja fyrirtækið yfirtekur tæki og tól gamla fyrirtæksins svo og húsnæði og verkefni. „Mér líst glimrandi vel á þetta nýja fyrirtæki," sagði Gylfi Þórisson, sem fyrst kom inn í húsnæði starfseminn- ar síðastliðinn sunnudag og hefur síð- an verið að ræða við starfsfólk og undirbúa nýja sókn. „Ég veit að mark- aðurinn er nú tilbúinn til að greiða rétt verð fyrir þá þjónustu sem við veitum og verkefnin eru næg.“ íslensk miðlun sérhæfði sig í upp- lýsingasöfnun og þjónustu fyrir ein- staklinga og fyrirtæki og rak um tíma starfstöðvar í samvinnu við bæjarfé- lög víða á landsbyggðinni „með afleit- um árangri," eins og sveitarstjórnar- maður á Raufarhöfn orðaði það. -EIR Lykilhótel dæmd Jón Ragnarsson. Jón Ragnarsson, eigandi Lykilhót- ela, hefur verið dæmdur til að greiða Norðlensku framtaki ehf. 2,4 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna veit- ingasölu á Akureyri. Lykilhótel höfð- uðu gagnsakarmál en Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði því. Skýrslur fyrir dómi gáfu gagn- stefndu Marinó Sveinsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri að- alstefnanda, og Jón Vídalín Ólafs- son, stjórnarfor- maður aðalstefn- anda, Jón Ó. Ragn- arsson, framkvæmdastjóri aðal- stefnda og Ragna Ragnarsdóttir bók- ari. í dóminum segir að málsaðila í aðalsök greini ekki á um að stefnda hafi móttekið allan þann mat sem reikningar stefnanda byggja á. Þá greini hins vegar á um hvert endur- gjaldið fyrir hann eigi að vera. í 5. gr. laga nr. 39, 1922 um lausa- fiárkaup segir, að séu kaup gerð, en ekkert fastákveðið um hæð kaup- verðsins, beri kaupanda að greiða það verð, sem seljandi heimti, ef eigi verði að telja það ósanngjarnt. „Er það álit dómsins, að fallast verði á kröfu aðal- stefnanda með vísan til nefndrar greinar. -BÞ Krakkar í kanó Það viöraöi vel til sjóferöa í Nauthólsvík í gær og krakkarnir á siglinganámskeiði ÍTR voru kampakátir og mannalegir þegar þeir héldu út á víkina. aö aö sjá en allir kunni handtökin og séu öryggið uppmálað enda í björgunarbeltum og undir öruggu eftirliti leiðbeinanda. DV-MYND ÞOK Ekki er ann- MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 Hótelstjórinn á Tærgesen-gistiheimilinu á Reyðarfirði: Með myndavél á salerninu - lögreglan gerði tölvu- og tækjabúnað upptækan Erlendar stúlkur, sem dvöldu á Tærgesen-gistiheimilinu á Reyðar- firði, kærðu hótelstjórann fyrir að vera með myndbandsupptökuvél á salerninu. Höfðu stúlkurnar farið nokkrum sinnum á salemið áður en þær uröu myndavélarinnar varar. Eftir að kæran barst lögreglunni á Eskifirði fór hún þegar á staðinn og tók hótelstjórann til yfir- heyrslu. Kom þá í ljós að mynda- vélin á salerninu var beintengd við tölvubúnað á skrifstofu hótel- stjórans og gat hann því fylgst með ferðum og gerðum gesta sinna á salerninu. Aðeins eitt salerni er á Tærgesen-gistiheimilinu . Lögregl- an lagði hald á tölvubúnað hótel- stjórans; þar með talið myndavél- ina á salerninu. TÆRGESEN GISTIHEIMIUÐ 0474-1447 Gistiheimiliö Tafrgesenhús. Búðar^óta 4. T30 fif;....-...474 1447 - Fa* .................................................474 1547 - fíettená................. ......gistireyi?'mtnfidia.is Tærgesen-gistiheimiliö Þar sem gamla kaupfélagshótelið var áður, í hjarta Reyðarfjarðar. „Ég vil ekkert um .þetta tala,“ sagði hótelstjórinn þegar DV vakti hann i morgun en hann var yfir- heyrður af lögreglu í gærdag. „Myndataka sem þessi er óheim- il og andstæð lögum. Menn verða að geta treyst því að ekki sé fylgst með þeim á slíkum stöðum. Það verða að liggja mjög sérstakar ástæður að baki til að fylgjast megi með salernum; svo sem stríðsástand eða grunur um hryðjuverkastarfsemi. Þá verður líka að gera grein fyrir því og að- vara fólk,“ sagði Ragnar Aðal- steinsson hæstarréttarlögmaður í morgun. Tærgesen-gistiheimilið er til húsa í gamla kaupfélagshótelinu gegnt kaupfélagsbyggingunni á Reyðarfirði. Gistiheimilið var rek- ið í fyrrasumar af mönnum „...sem komu að sunnan," eins og heima- menn orða það, en var lokað í vet- ur. Rekstur var svo hafinn að nýju fyrir örfáum vikum. Tærgesen- gistiheimilið er rekið sem farfugla- heimili með 10 herbergjum. í gisti- heimilinu er krá sem selur pitsur og öl á kvöldin. -EIR/-aþ Þroskaþjálfar: || Slitnar upp , úrviðræðum f við ríkið i Upp úr slitnaði í samningavið- ræðum samninganefnda Þroska- þjálfafélags ís- lands og samn- inganefndar rík- isins síðdegis í gær. Sólveig Steinsson, for- maður Þroska- þjálfafélagsins, sagði viðræðurn- ar hafa strandað á launaliðnum. Sólveig Steinsson. „Að okkar mati felur tilboð rikisins ekki í sér næga hækkun heildarlauna,“ segir Sólveig. Hún kveðst hafa verið bjartsýn að loknum samningafundi á mánudag og það séu vonbrigði að næsti fundur sé ekki boðaður fyrr en að viku liðinni, þann 11. júlí. „Við ætlum að hittast í dag og meta stöðuna en það gerist vænt- anlega ekkert fyrr en i næstu viku. Um 130 þroskaþjálfar hjá ríki og sjálfseignarstofnunum eru í verk- falli og bitnar það á þjónustu við um 1100 þroskahefta einstaklinga. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.