Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 5
5 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 DV Fréttir ðtiald< Ósjálfbjarga á nærbrókinni Lögregla í Reykjavík haföi í nótt af- skipti af manni sem lá ósjálfbjarga á grasflöt í Hólahverfi í Breiðholti. Mað- urinn var á nærbrókinni einni saman og var nokkuð ölvaður. Að sögn lög- reglu gaf hann engar skýringar á klæðleysi sínu. Sýnt þótti að maður- inn hefði lent í ryskingum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar. Maðurinn þáði læknisaðstoð en vildi ekki gera meira úr málinu. -aþ Staðnir að verki Fjórir menn voru handteknir á bílasölunni Evrópu í gærkvöld. Mennirnir voru að bisa við að ná hljómflutningstækjum úr bifreið þegar lögreglu bar að garði. Þeir höfðu brotið rúðu í bílnum. Menn- imir voru fluttir á lögreglustöð og látnir gista í fangageymslum. Þeir verða yfirheyrðir í dag. -aþ Sauðárkrókur: Verslunarstjóri í Breiðholti sýndi snarræði: Elti uppi búðarþjóf og tók af honum skilríkin - þjófurinn hvarf á braut en eftirleikur lögreglu var auðveldur Fangi strauk af Sogni: Sérsveitin kölluð út Lögregla á Selfossi, sérsveit lögregl- unnar í Reykjavík og þyrla Landhelg- isgæslunnar leituðu í gærkvöld manns sem strokið hafði af réttargeð- deildinni á Sogni. Maðurinn hafði orðið viðskila við gæslumann þar sem þeir voru í göngutúr. Strokið var til- kynnt um sexleytið og tveimur stund- um síðar barst lögreglu tilkynning um að maðurinn væri staddur á bóndabæ í Grafningi. Hann mun vera kunnug- ur á bænum og lét heimilisfólkið vita af ferðum hans. Að sögn lögreglu á Selfossí veitti maður ekki mótspyrnu við handtök- una og reyndist aðstoð sérsveitarinn- ar ekki nauðsynleg. -aþ „Ég hljóp eins og fætur toguðu og náði manninum hérna skammt frá. Hann sagði mér að „þjófurinn" hefði hlaupið fram hjá,“ segir Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri í Sam- kaupum við Vesturberg, sem sýndi mikið snarræði á dögunum þegar ung- ur maður gerði sér lítið fyrir og hrifs- aði seðlabúnt úr einum af peninga- kössum verslunaiinnar. Valdimar þótti maðurinn, sem kvaðst vera vitni að atburðinum, grun- samlegur og ákvað að tala meira við hann. „Hann vildi í fyrstu ekki segia mér til nafns en lét á endanum undan og aíhenti mér debetkortið sitt. Hann kvaðst vera á leið til vinkonu sinnar og ég ákvað að labba með honum. Ég var viss um að hann væri þjófurinn," segir Valdimar. Gönguferð verslunarstjórans og unga mannsins lá fram hjá lögreglu- stöðinni í Breiðholti og þar greikkaði sá síðameíhdi sporið. Vildi ekki heyra á það minnst að gefa lögreglu skýrslu. Skömmu síðar fór hann inn i fjölbýlis- hús og kvaðst kominn á leiðarenda. Verslunarstjórinn var ekki á þvi að sleppa honum og spurði hvort hann mætti hringja. Það var auðsótt mál. „Ég var ekki fyrr kominn í símann en maðurinn var á bak og burt. Ég fór rakleiðis á lögreglustöðina og afhenti debetkort mannsins. Eftirleikurinn var lögreglu auðveldur og þeir hand- sömuöu manninn hálftíma síðar. Hann hafði haft um 25 þúsund krónur upp úr krafsinu." Valdimar kveðst ekki muna eftir þjófnaði sem þessum í versluninni. „Hverfið er fremur rólegt og viðskipta- vinir okkar mesta friðsemdarfólk. Svona atvik geta alltaf komið upp. Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var við iðju sína, stúlkan leit af kass- anum i eitt andartak - og það var nóg,“ segir Valdimar Guðmundsson verslunarstjóri. Að sögn lögreglu var maðurinn tek- inn til yfirheyrslu og telst málið upp- lýst. Þetta mun ekki i fyrsta sinn sem hann kemur við sögu lögreglu. -aþ Verslunarstjórinn Valdimar Guðmundsson náði bíræfnum búðarþjófi sem hafði látið greipar sópa í einum af peningakössum Samkaupa i Breiöholti. ÖTtATA!!! PETTA OG MARGT FLEIRA! 27.995 kr.« 23.995 kr. 49.995 kr. Áður 64.995 Aður 34.995 Áður 28.995 995 E995 kr. ^ .995 kr. Áðu 59.995 kr 2.695 kr. Áður 3.495 Áður 56.995 Aður 49.995 12.990 Áður 89.995 aldssjónva 5.495 kr. Áður 8.995 99.990 kr ■ Áður 79.990 kr. Áður 157.995 kr. Áður 69.990 Nýjum vörum bætt við daglega! Aður 139.990 Áður 109.990 Opið til kl. 19 föstudag Tekinn með fikniefni Lögreglan á Sauðárkróki hand- samaöi í gær þrjá unga menn. Á einum þeirra fundust fíkniefni; e- töílur og marijúana. Að sögn lög- reglu leikur grunur á að efnin hafi átt að nota um verslunarmanna- helgina. Efnin voru gerð upptæk og málið telst upplýst. -aþ 2094 afetótturaf hátö/ururnog » a fn KreU stökum hljómtækjum. Thule, Na^ °? raf Kenwood bíltækjum <15-40% afslattur ar ** Heimilistæki SÆTÚNI S • SÍIVH 569 1500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.