Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 28
 * m Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 Mun verri staöa ríkissjóðs en áætlanir gerðu ráð fyrir: Munum ekki hækka skatta - segir varaformaður fjárlaganefndar Ljóst er aö greiösluafkoma ríkis- sjóös er mun lakari á fyrri helmingi ársins í ár en hún var á sama tíma i fyrra. Þó þessar tölur séu ekki beint sambærilegar við fjárlög eöa afkomu ríkissjóðs, sem eru reiknaö- ar á rekstrargrunni, er ljóst aö um verulegar hreyfingar er að ræöa þar sem tekjur hafa ekki hækkað nærri > eins mikið og útgjöld. Aö sögn Ein- ars Odds Kristjánssonar, varafor- manns fjárlaganefndar Alþingis, hafa þessar sveiflur verið reiknaðar inn í forsendur fjárlaga næsta árs en fjárlagagerðinni er í öllum stærstu atriðum lokið núna. Hann staðfestir að ekki sé búist við að 0» mannahelgi í Fókus á morgun er að finna ít- arlega úttekt á útihátíðunum um verslunarmannahelgina. Skoðað er hvað er í boði á hverjum stað, hverj- ir muni mæta, hverjir eiga alls ekki að mæta og svo framvegis. Rætt er við Jón Jósep, söngvara hljómsveit- arinnar I svörtum fotum, sem gerir tilkall til íslandsmeistaratitilsins í ballmennsku þetta sumarið, fjallað er um náttúruna í heitu pottunum og sagt frá velgengni Mínuss i Bandaríkjunum. Lífið eftir vinnu færir þér svo ítarlegan upplýsinga- pakka um djammið og menninguna. Ifókus Verslunar- tekjur aukist með sama hætti og verið hefur þó svo að laun haldi áfam að hækka því stórir liðir eins og vörugjöld og tollar, t.d. af bílum, muni dragast saman. Jafnframt muni útgjöld haldi áfram að vaxa. „Það er alltaf verið að gera auknar kröfur á ríkið um þjónustu þannig að hjá því verður ekki komist,“ seg- ir hann. Hann þvertekur hins Einar Oddur Kristjánsson. vegar fyrir að þessum hreyfingum verði mætt með auknum skattaálög- um og segir ekkert slíkt á ferðinni. „Ég bara fullyrði að svo er alls ekki, annars kemur það betur í ljós í haust,“ segir hann. Samkvæmt yfirliti og greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóös sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í gær var handbært fé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins neikvætt um tæpa 1,7 milljarða króna saman- borið við 10,6 milljarða jákvæða stöðu í fyrra. Þessi niðurstaða er tæplega 5,8 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum. Tekjur eru rúmlega 1 milljarður yfir áætlun. Gjöldin eru 6,8 milljarð- ar umfram það sem áætlað var, sem að mestu má rekja til sérstakra tilefna svo sem vaxtagreiðslna vegna forinn- lausnar spariskírteina, hæstaréttardóms vegna mál- efna öryrkja o.fl. í greinargerðinni kemur fram að tekjur hækka um 7,2 milljarða miðað við fyrra ár, einkum vegna aukinnar inn- heimtu tekjuskatta. Útgjöld hækka mun meira, eða um 19,5 milljarða króna. Tæplega helming útgjaldaaukningarinnar má rekja til sérstakra tilefna. Þannig nemur hækkun vaxtagreiðslna um 3,4 milljörðum; sérstakar greiðslur til öryrkja nema 1,3 milljörðum króna; 1,7 milljarðar stafa af auknum út- gjöldum til Tryggingastofnunar rík- isins vegna sjúkratrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar; upp- kaup á fullvirðisrétti bænda nema 0,8 milljörðum og sérstök hækkun framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga 1,3 milljörðum. Að þessum hækkunartilefnum frátöldum hækka útgjöld um 11 milljarða króna milli ára. -BG Skagafjörður: Jón Gauti sveitarstjóri Byggðaráð Skaga- fjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Jón Gauta Jóns- son viðskiptafræðing í starf sveitarstjóra til loka kjörtímabils- ins á næsta ári. Jón Gauti hefur starfað við rekstrarráðgjöf og er fyrst og ffemst litið á ráðningu hans sem ráðningu sérfræðings í fjármálum. Á fúndi byggðaráðs í gær var Snorra Styrkárssyni, formanni ráðsins, faliö að ganga frá starfslokum við Snorra Bjöm Sigurðsson, fráfarandi sveitar- stjóra. Snorri Bjöm hefur um langt ára- bil verið bæjarstjóri á Sauðárkróki og síðan sveitarstjóri í Skagafirði. Nýr meirihluti í sveitarstjóm samþykkti hins vegar að segja honum upp störf- um. -gk GOÐI. -alltal gooui Goði greiðir minna en SS Goði hyggst aðeins slátra í þremur sauðfjársláturhúsum í haust, þ.e. á Hvammstanga, Homafirði og Fossvöll- um á Héraði. Bjöm Elísson, kaupfé- lagsstjóri á Hvammstanga og nýkjör- inn stjómarformaður Goða, segir að vilji stjómar fyrirtækisins hafi staðið til að slátra i verktöku en þá þurfi ann- ar aðili að kaupa kjötið og sá aðili hafi ekki enn gefið sig fram, svo að öllu for- fallalausu kaupir Goði kjötið, af bænd- um. Bjöm segir ennfremur að ekki standi til að leigja sláturhúsið á Hvammstanga. Mikill titringur er meðal bænda í Húnavatnssýslu út af þessu máli. Verð Goða mun lækka um 8 tO 15% frá því í fyrra, sem er 15 til 22% lækkun eftir tegundum miðað við það verð sem Slát- urfélag Suðurlands er búið að gefa út til sauðfjárbænda. -GG Jón Gauti Jónsson. DV-MYND RÖBERT SCHMIDT Með langvíum undir Látrabjargi Þessi langvíuungi virtist afskaplega sáttur viö lífiö þar sem hann tók sér far meö fjórum kajakræöurum nýveriö. Fjórmenningarnir reru fyrir Látrabjarg og aö sögn Róberts Schmidt er hrein unun aö róa undir stærsta fuglabjargi heims og viröa fyrir sér fuglalífiö frá þessu sjónarhorni. Róbert og félagar hans luku nýveriö 182 kílómetra kajakferöalagi sem hófst við Dynjanda í Arn- arfíröi og endaöi á Rauöasandi. Fjölónæmar bakteríur: Gjörgæslan hrein fferíur á Landspírala: Læknir bar bakteríunaj - kerfid brást, se.gir lækningaforstjóri Frétt DV á þriðjudag. „Hér er allt galopið eins og ekkert hafi í skorist og allir ánægðir," sagði Marí- anna Hólm, deildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítal- ans við Hringbraut, eftir að ljóst varð að grunur um aö fjölónæmar bakteríur hefðu stungið sér niður á deild- inni ætti ekki við rök að styðjast. öll sýni sem tekin voru á gjör- gæsludeildinni, skurðdeild og svæfingadeild sjúkrahússins reyndust neikvæö. Þurfti því ekki að grípa til kostnaðarsamra ráð- stafana svo sem að brenna allar dýnur, ryðja lagera og dauð- hreinsa deildirnar með tilheyr- andi kostnaöi sem heföi getað hlaupið á tugum milljóna. Fyrrnefndum deildum var lokað að mestu eftir að fjölónæmar bakteríur fundust í sýnum sem tekin voru úr lækni sem starfar á svæfingadeildinni en hann var nýkominn frá Bandaríkjunum. Farist hafði fyrir aö taka hjá honum sýni við heimkomuna þegar hann hóf störf á ný en það var starfsfélagi hans sem benti honum á að fara í skoðun vegna útbrota sem hann sá á félaga sínum. -EIR ISÍestle Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 »V i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.