Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskílur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrír myndbirtingar af þeim. Fáll fyrirgreiðslunnar Alþingismenn sem leggja sig í líma við að sinna sérhags- munum heimabyggðar sinnar, og þá umfram hagsmuni heildarinnar, telja sig með því stuðla að vinsaeldum í hér- aði með von um endurkjör. Fyrirgreiðslupólitíkusar, hvar í flokki sem þeir standa, hafa blygðunarlaust beitt sér af hörku fyrir fjárfrekum verkefnum, oft vafasömum, og frá- leitt raðað í forgangsröð miðað við þjóðarhag. Landsbyggð- arþingmenn hafa gengið harðar fram í þessum efnum en þingmenn þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins þótt vissulega séu dæmi um fyrirgreiðslupólitíkusa þar. Hætt- an er sú að fjöldinn sitji eftir afskiptur en fáir njóti. í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær, er rætt um enda- lok stjórnmálaferils og boðaða afsögn Árna Johnsens sem fór ekki leynt með fyrirgreiðslu fyrir kjördæmi sitt og heimabyggð. í blaðinu er nefnt dæmið um 10 milljóna króna framlag til uppbyggingar Herjólfsskála sem fáir könnuðust við en fór engu að síður í gegnum fjárlaga- nefnd Alþingis, þar sem Ámi Johnsen átti sæti, til félags á vegum sama þingmanns í Eyjum. „Nauðsynin er,“ segir blaðið, „metin út frá því hve nálægt verkefnið er fyrir- greiðslupólitíkusnum. Heimsmyndin nær ekki út fyrir kartöflugarðinn heima. Fyrirgreiðslupólitíkusnum fylgir líka annað. Arðsemi framkvæmda byggist fyrst og fremst á huglægu mati hans sjálfs og því er hætt við að verkefni sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir kjördæmið séu tekin fram fyrir þau arðsömu. Fyrirgreiðslupólitikusinn er einnig vondur löggjafi vegna þess að hann horfir á hið sér- tæka en ekki hið almenna.“ Árni greiddi fyrir hinum sértæku hagsmunum á þing- inu en hann er ekki einn. Fjöldi fyrirgreiðslupólitíkusa situr á þingi nú, líkt og verið hefur, og mun(.verða nema til komi uppskurður á kerfi sem býður upp á svo vonda meðferð almannafjár. Bráðaþörf til þess að sporna við þessari misnotkun skattpeninga almennings er að setja alþingismönnum siðareglur. Þótt harðsvíraðir fyrirgreiðslumenn reyni ef- laust að finna leiðir fram hjá reglunum er til bóta að þing- menn búi við siðareglur svo skýrara sé hvað heimilt er og hvað ekki. Þá er brýnt að þingmenn sinni ekki starfi eða sitji i nefndum utan þings sem leitt getur til hagsmuna- árekstra. Dæmi undangenginna daga sýna þá hættu sem því er samfara. Aðalvandinn er samt fólginn í sjálfri kjördæmaskipan- inni. í rúmlega fjörutíu ár hefur landinu verið skipt í átta kjördæmi með mjög ójafnri skiptingu atkvæðisréttar en ekki síst þeim vanda að þingmenn hafa allt of oft litið á sig sem fulltrúa íbúa afmarkaðs svæðis á landinu fremur en að horfa á hagsmuni þjóðarheildarinnar. Engu breytir þótt kosið verði eftir breyttri kjördæmaskipan við næstu alþingiskosningar. Eini munurinn er að þá verða kjör- dæmin sex í stað átta. Fyrirgreiðslupólitíkin mun blómstra áfram. Lita verður á kjördæmabreytinguna nú sem skref í þá átt að gera landið að einu kjördæmi. Þótt sú skipan sé ekki gallalaus er hún réttlátari en sú hólfaskipting sem við höfum búið við frá 1959 og munum búa við með nýju kjördæmabreytingunni. Með því að gera landið að einu kjördæmi nást þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi jafnan kosningarétt. Við annað er ekki unandi. En um leið er slegið á krumlur kjördæmapotaranna og fyrir- greiðslupólitíkusanna. Þjóðarhagur hlýtur að hafa forgang á sérhagsmuni og klíkuskap. Jónas Haraldsson 4- ____________________________________________FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001_FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 I>V Eftir höfðinu dansa limirnir Varla þarf að fara mörgum orðum um gildi þess að sýna gott fordæmi. Nærtækast er að nefna ábyrgð foreldra og annarra uppalenda í því sambandi sem sannarlega er óumdeild. En fyrirmyndirnar birtast víða í samfélaginu; fólk sem hefur akstur sem aðalat- vinnugrein, virðir oft ekki þessi lög, svo ekki sé talað um fólkið sem setur lög og reglur sem það ætlast til að aðrir hlýði. En máltækið seg- ir að eftir höfðinu dansi limirnir og því hljótum við að gera þær kröfur til boðbera „fagnaðarerinda" af ýms- um toga að þeir gangi á undan með góðu fordæmi - öðrum til eftir- breytni. En því miður virðist reynd- in önnur í alltof mörgum tilfellum. Atvinnubílstjórar ekki undanskildir í starfi mínu sem forvarnafulltrúi fylgist ég eðlilega með notkun örygg- isbúnaðar og jafnframt því fólki sem ég tel að eigi að vera fyrirmyndir ann- arra í þeim efnum. Þar ber fyrst að nefna foreldra og forráðamenn barna og ungmenna sem þráfald- lega sjást aka án bílbelta á sama tíma og þeir gera þær kröfur að börnin þeirra spenni beltin. Við sjáum líka fjölmarga atvinnubíl- stjóra aka um götur og vegi án bílbeltis; menn sem eiga að vera öðrum fyrirmynd, ekki síst þeim fjölmörgu ungu ökumönnum sem er hvað hættast í umferðinni. Margir atvinnubílstjórar, t.d. leigubílstjórar, sendi- ferðabílstjórar og rútubíl- stjórar, telja sig vera undanþegna notkun bílbeltis. Þetta er auðvitað mikill misskilningur. Örfáar undantekningar í reglugerð, þar sem tilgreindir eru þeir sem undanþegnir eru notk- un bílbeltis við akstur, stendur að- eins að leigubílstjórar séu undan- þegnir notkun þegar þeir eru að flytja farþegar í atvinnuskyni og hið sama gildir um lögreglumenn sem flytja handtekna menn. Þá þurfa at- vinnubílstjórar ekki að spenna beltið við aðstæður þar sem hraði er jafnan lítill og þeir verða að fara úr og í bif- Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnafulltrúi VÍS Margir atvinnubílstjórar, t.d. leigubílstjórar, sendi- ferðabílstjórar og rútubílstjórar, telja sig vera undan- þegna notkun bílbelta. Þetta er auðvitað misskilningur. reiðina með stuttu millibili. (t.d. þeg- er einnig að geta þess að þeirlsem ar vörum er ekið út í hvert hús) Vert aka við erfiðar aðstæður, s.s.S þár Múgsefjun Skrílsuppþot eru hreint ekki ný; þau hafa alla tíð verið fylgifiskur mannsins og læmingjaeðlið birtist í óteljandi myndum. í Róm hefur fundist veggmynd, sem sýnir uppþot í hringleikahúsi örlagabæjarins Pompei árið 59. Þá fór fram ná- grannaslagur skylmingaþræla bæj- arins við lið Nuceria; áhorfendur skiptust í andstæðar fylkingar, sem urðu óánægðar með framgang leiks- ins og þustu inn á leikvanginn og tóku að berjast með vopnum og fjöl- margir létust. Senatið í Róm bannaði þá alla hringleiki í bænum í 10 ár. Skömmu síðar gaus eldfjallið Vesúvíus og gróf báða bæina í ösku og gjalli. Þessi atburður minnir á fót- boltabullur nú til dags. Það er eins og allir hlutir feli í sér andhverfu sína einnig. Þegar glæsi- leikinn er mestur er tortímingin næst. Ofgnóttin og lífskjarabyltingin getur af sér dekurbörn sem eru rugl- uð í ríminu en hafa næga peninga og tíma til að naga rætur sjálfrar upp- sprettu ríkidæmisins og þau telja sig geta miðlað öðrum af eigin þekking- arskorti og ofbeldishneigð. Þverstæður klónast sjálfvirkt Breskur mótmælandi í Génúa var spurður hvers vegna hann væri kominn til borgar- innar, jú, hann vildi mót- mæla skorti á lýðræði i ríku löndunum; hindra skyldi störf G8-fundarins í trássi við vilja lýðræðis- lega kosinna fulltrúa. Það er sem sé lýðræðislegt að fáir taki völdin af meiri- hluta fólks vegna þess að hann býr ekki við lýð- ræði! Mótmælendur eru ekki á móti grundvelli nú- tíma mannréttinda, Alþjóða mann- réttindadómstólnum, Alþjóðabank- anum eða Sameinuðu þjóðunum, heldur ástandinu í heiminum og af- leiðingum frelsisins sjálfs en vita ekki hverju á að breyta og hvemig. Þeir eru ekki á móti hnattvæðing- unni sem slíkri en telja hana ganga of skammt því útkoman er þeim ekki að skapi. Þeir mótmæla misskipt- ingu auðs í heiminum en vita ekki hvað á að gera til að breyta henni. Þeir mótmæla alheimsflæði tækn- innar en nota hana sjálfir út i æsar. Að sumu leyti geta mótmælendur allra hluta annars vegar og valda- menn hins vegar verið sammála um hið algjöra skeytingarleysi heims- kapítalismans. Ef frjáls viöskipti við þróunarlönd eru lögð niður versnar ástandið þar bæði í nútíð og framtíð. Ef skuldir þeirra eru gefnar eftir byrja þær að safna nýjum án sjáanlegs árangurs. Flest vandamál fátæku landanna eru svæðisbundin og verða aðeins leyst þar. Viðast hvar er ólæsi alls- ráðandi og heilbrigðisvandamál yfir- þyrmandi en lausn þeirra felst ekki í matvæla- og lyfjagjöfum. í einu landanna, t.d. Jemen, þjást flestir af alvarlegum járnskorti en járnsölt kosta skít á priki. Afleiðingarnar eru þroskahefting, ungbarna- og ungkvennadauði. Á að taka ráðin af valdamönnum í landinu, berja niður gamlar trúarhefðir og venjur fólks og þvinga það á skólabekk? Umhverfismálin blekkja Mengun og gróðurhúsa- áhrif virðast vera einu málin sem unnt er að taka á með alþjóðasam- starfi. „Engin leið er fram hjá Kyoto- bókuninni um takmörkun á losun gróðurhúsalofts," segja margir tals- menn G8. Enn bólar ekki á alvarlegri yfirvegun á skógrækt sem leið til að binda koltvíoxíð; þó veldur skóg- areyðing nú um helmingi af allri los- uninni en megnið af henni er í lönd- um sem eru ekki auðug iðnríki, t.d. lönd i Suður-Ameríku, eylöndin í Austur-Asíu og risaríkin Kína og Indland. Það er eins og að pissa í skóinn sinn að hafna ræktunarleið- inni vegna þess að hún gefi vont for- dæmi; fulltrúar íslands voru í slík- um hópi í den Haag í vetur. Stöðvun skógareyðingar og nýræktun er ódýrasta leiðin til að halda koltví- oxíði í jafnvægi. Á sama tíma og iðn- ríkin rífast um útdeilingu á skömmt- unarseðlum fyrir brennslu jarðefna eyðast skógar heims en leiðitamir og illa upplýstir fulltrúar telja sig geta með fundarsamþykktum þvingað t.d. USA og Japan til að fara í bindindi í framleiðslu og lífskjörum. Jónas Bjarnason Það er eins og allir hlutir feli í sér andhverfu sína einnig. Þegar glæsileikinn er mestur er tortímingin nœst. Spurt og svarað A að stofha deild til að annast eftirlit um helgar og ncetur í miðbor^ sem búast má við skriðu- eða snjó- flóðum, og þeir sem framvísa læknis- vottorði eru undanþegnir notkun bíl- beltisins. ÖLLUM öðrum er skylt að nota bílbelti. Einnig þeim sem setja lögin og bílstjórum þeirra. En því miður hef ég þráfaldlega orðið vitni að því að alþingismenn, ráðherrar og bílstjórar þeirra síðarnefndu aka án bílbeltis. Umferðarslysin fara ekki í manngreinarálit Umferðarslysin fara ekki í mann- greinarálit og víst geta háir sem lág- ir örkumlast og dáið á vígvelli um- ferðarinnar. Við hljótum þó að gera þær kröfur til boðbera forvama, laga og reglna að þeir sýni gott fordæmi og noti allan þann öryggisbúnað sem sannað er að kemur í veg fyrir alvar- lega áverka í slysum. Að öðrum kosti hætta ungmenni að bera virðingu fyrir lögunum en sjálf skynja ég ákveðin teikn í þá veru þegar þau spyrja - eðlilega - hvort fyrirmyndir þeirra séu hafnar yfir lög. Sjötta um- ferðarheitið í Þjóðarátaki VÍS er heitstrenging um að nota bílbeltið? ALLTAF. Ragnheiður Davíðsdóttir Vilji í verki „Ef við viljum að þjóðlifið verði friðsælt og öruggt þá verðum við að standa saman og snúa vörn í sókn gegn hvers konar of- beldi. Við verðum að tala út um hug okkar og láta vita hvað okkur finnst. Sé næturlíf borgarinnar þér að skapi þá skaltu tala út um það. Sé það hins vegar andstætt þinni sannfæringu þá skaltu láta í þér heyra. Þetta er ekki verkefni einhverra annarra. Þetta er verkefni samfélagsins, íbúanna í sam- vinnu við yfirvöld borgar og lögreglu. Það verða ekki einhverjir aðrir til þess ef þú ert ekki líka með. Stöndum því saman og látum okkur annt um náungann sem okkur sjálf. Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig.“ Sr. Pálmi Matthíasson á heimasíöu Bústaðakirkju. Andvaraleysi og lóðaskortur „Á síðustu árum hefur fasteigna- verð hækkað verulega i Reykjavík. Að miklu leyti má rekja þessa þróun til lóðaskortsstefnu R-listans. Meðan samdráttarskeið stóð yfir var tíminn ekki notaður til að búa i haginn fyrir framtiðina. Mikill hægagangur var í skipulagsmálum. Þegar birti til í efnahagsmálum og tekjur fólks fóru að aukast jókst eftirspurn eftir lóðum fljótt. Þá bar svo við að engar lóðir voru til úthlutunar í Reykjavík. Sjálf- stæðismenn vöruðu við áhrifum af þessu andvaraleysi R-listans og þegar í ársbyrjun 1999 bentum við á fyrir- sjáanlegar afleiðingar lóðaskortsstefn- unnar. Þær hafa komið fram af mikl- um þunga.“ Inga Jóna Þóöardóttir á www.reykjavik2002.is Steinunn Váldís Óskarsdóttir borgarfulltrúi: Gamlar tillögur „Frumleika er ekki fyrir að fara í þessum tillögum minnihlut- ans, enda er svipað að finna í skýrslu nefndar sem borgarstjóri skipaði eftir ólæti í miðborginni sem urðu 17. júní. í lagi er að fólk komi með tillögur út og austur - en ég minni á ver- ið er að setja miðborgarmál i öruggari farveg með ýmsum aðgerðum sem eru í farvatninu. Ég held þó að vandinn liggi að einhverju leyti í skemmtana- menningu íslendinga og því hve lengi veitingahús eru opin, enda þótt sá tími hafi nú verið takmarkað- ur við hálfsex á morgnana, eftir að hafa verið algjör- lega frjáls. Einnig hefur lögreglumönnum verið flölg- að þó að dómsmálaráðherra gefi annað í skyn.“ Gtsli Ingi Gunnarsson veitingamaður á Gauki á Stöng: Meginmálið að efla löggœslu „Aukið eftirlit í miðborginni væri af hinu góða, enda engin vanþörf á. Slíkt gæti auðvitað orðið til þess að draga úr ölvun í miðborginni allri - en mér fmnst ekkert stórmál að tiltaka Austurvöll þar sérstaklega. Meginmálið er að efla löggæslu í miðborginni og gera hana sýnilegri. Þar er þó ekki viö lögregluna að sakast heldur fjárveitingavaldið. Nú hefur sá tími sem vínveit- ingahús eru opin verið gefinn frjáls og það er góð þróun að mínu mati þvi áður, þegar öllum stöðun- um var lokað klukkan þrjú, voru oft tiu til tólf þúsund manns á sama tíma í miðborginni og við þann fjölda réð lögreglan ekkert." Illugi Jökulsson blaðamadur: Ekki slík sjónmengun „Mér líst ekkert illa á að stofnuð verði sérstök miðborg- ardeild en það orðalag að banna ölvun á Austurvelli hljómar afar sérkennilega og gamaldags. Passa á að fólk sé hvorki sjálfu sér né öðru til vandræða með drykkjuskap en það að „banna ölvun“ er i sjálfu sér óframkvæmanlegt, ástæðu- laust og úrelt. Talað er um miðborgarvandann - og rétt er að meira er af ýmsu skrautlegu liði á ferðinni í miðborginni en áður hefur sést um skeið. En ég veit ekki hvort af þessu fólki er slík sjónmengun að grípa þurfi til einhverra sér- stakra ráðstafana vegna þess.“ Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn: Málin verði skoðuð heilstœtt „1 skýrslu sem starfshópur gerði eftir vandamál sem komu upp 17. júní nefnum við í lögregl- unni í Reykjavík hugmyndir um að banna ölvun á ákveðnum svæðum. Sú leið hefur verið farin til dæmis á Bretlandseyjum og þar eru viðurlög allhá- ar sektir. Þetta er nokkuð sem mætti skoða. Hvað varðar sérstaka miðborgardeild þá legg ég áherslu á að málefni miðborgarinnar verði skoðuð heild- stætt áður en gripið verði til einhverra skyndi- lausna. Að undanfórnu hafa borgaryfirvöld og lög- reglan verið í viðræðum um miðborgarmálin al- mennt - og hugmynd um miðborgardeild er meðal þess sem mætti skoða.“ Borgarráösfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja þetta til - og að ölvun verðl bönnuð á Austurvelli. ____ Skoðun Að vera eða ekki vera hvalræðismenn Jóhannes Sigurjónsson skrifar: Þeim hlýtur að líða líkt og hinum ráðvillta Danaprinsi, Hamlet, hval- ræðismönnum islands, með Árna Mathiesen í fararbroddi, eftir árs- fund Alþjóða hvalveiðiráðsins. Léngi vel var hin pólitíska spuming sú hvort við ættum að vera eða ekki vera í hvalveiðiráðinu uns þar kom að menn ákváðu að ganga í ráðið. En þá kom babb í hvalbátinn og nú spyrja íslendingar: „Erum við eða erum við ekki í Alþjóða hvalveiði- ráðinu?" Deilan snýst sem sé, eins og svo oft áður, um að vera eða ekki vera. Hvenær eru menn í hvalveiðiráði og hvenær eru menn ekki í hvalveiði- ráði? Þar er efinn. Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra fullyrðir að við séum 1 Alþjóða hvalveiðráðinu og engin þjóð geti tekið af okkur þann rétt. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra er líka á því að við séum í hvalveiðiráð- inu, þrátt fyrir niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar, enda munaði litlu og minnihlutinn hefur auðvitað oft rétt fyrir sér, hvað svo sem meirihluta- lýðræðinu líður. Þjóðréttarkrytur Allir hvalræðismennirnir leggja áherslu á að lagalegur réttur íslend- inga í málinu sé skýr. Vandinn liggi í því að rétt og rangt og lögin og vísinda- leg rök skipti and- stæðinga íslendinga á ráðstefnunni engu máli. Eða eins og Árni Mathiesen sagði í DV: „Engin rök andstæðinganna standast lög, afstað- an er einfaldlega pólitísk." Og er auð- vitað hárrétt hjá jafn reyndum stjórn- málamanni og Árna að pólitísk afstaða og stjórnmálaleg rök eru oftar en ekki vafasöm, ef ekki beinlínis glæpsam- leg. Ekki er þó allt nei- kvætt sem fram hef- ur komið í þessi sjAvarútvegsráð^"'11 Árni bendir á „engilsaxnesku þjóðimar sem við alla jafnan höfum herra að ijóst sé að fylgt að málum“. Þær brugðust. Ogfrœndur okkar og vinir og drykkju- isiendmgarha.fi þeg- þ,rœQUr Finnar og Svíar, hafa sömuleiðis hunsað málstað íslendinga, mikið Og enn frem- asamt og með þjoðum a borð mð Barbuda og St. Kitts og Nevis. ur talar hann um mikinn „sigur fyrir lögfræðinga okkar og þjóðréttarfræð- inga“ að hafa sannfært þjóð- ir á borð við Frakkland og Sviss um að við höfum laga- lega réttinn okkar megin í málinu. Okkar helsti lög- og þjóðréttarfræðingur, Gunn- ar Schram, hefur að vísu lýst því yfir að Alþjóða hvalveiðiráðið hafi haft ský- lausan og lagalegan rétt til að hafna inngöngu íslands í ráðið og þar með sé ísland ekki i hvalveiðiráðinu. En þessi misvísandi álit eru ugglaust bara dæmi um hversdagslegar þjóð- réttarfræðingakrytur og sjálfsagt um að ræða pólitísk rök fremur en laga- leg öðru hvorum megin hryggjar. Kannski einhvern tímann Það er sem sé ýmislegt óljóst í þessu máli enn þá og ágreiningur á milli okkar færustu og fróðustu manna í hvalréttarmálum. Eitt er hins vegar alveg ljóst og það er það að vinaþjóðir hafa brugðist okkur í málinu. Árni bendir á „engilsax- nesku þjóðirnar sem við alla jafnan höfum fylgt að málum“. Þær brugð- ust. Og frændur okkar og vinir og drykkjubræður, Finnar og Sviar, hafa sömuleiðis hunsað málstað íslendinga, ásamt og með þjóðum á borð við Barbuda og St. Kitts og Nevis. En þegar upp er staðið og að slepptum öllum þjóð- réttarlegum, pólitískum og lagalegum rökum í þessu máli þá snýst það auðvitað aðeins um eitt og stóð og féll með einni staðreynd. Þeirri að Rússar eru blank- ir. Rússar áttu ekki aura til að borga félagsgjaldið í ráð- inu, fengu því ekki að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni þar sem þeir hefðu stutt okkur og með þátttöku þeirra værum við nú orðnir fullgild- ir limir í Alþjóða hvalveiðiráðinu. ísland þarf sem sé að auka efna- hagsaðstoð og þróunarhjálp við Rússland fyrir næsta ársfund hval- veiðiráðsins, nú eða borga bara beint fyrir þá félagsgjaldið. Þangað til verða þeir Halldór og Árni bara að svara því sama og hingað til þeg- ar erlendir fjölmiðlar spyrja þá hvort og hvenær hvalveiðar íslend- inga hefjist. Sem sé: „Maybe, probably, possibly, presumably sometime. Or maybe not.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.