Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Page 6
6 Fréttir FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 DV Landsvirkjun kynnir virkjunarkosti í Þjórsá: Allt nýtanlegt fall Þjórsár verður virkjað Undirbúningur fyrir tvær nýjar virkjanir, Núpsvirkjun og Urriða- fossvirkjun, stendur nú yfir hjá Landsvirkjun. Fjórir kynningar- fundir hafa verið haldnir þar sem tillögur að matsáætlunum fyrir virkjanirnar hafa verið kynntar og var sá síðasti haldinn á þriðjudag i Þjórsárveri í Villingaholtshreppi. Báðir virkjunarkostirnir, sem kynntir voru, byggjast á að nýta þá vatnsmiðlun sem þegar er til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Gert er ráð fyrir 4 og 7 ferkílómetra inntakslónum við þær. Meö tilkomu þessara virkjana má segja aö allt nýtanlegt fall Þjórsár frá Búrfellsstöð til sjávar verði virkjað. Ef farið verður út í Norð- lingaölduveitu og Þjórsá verður veitt í Þórisvatn verður áin og vatnasvæði hennar að fullu nýtt. Á fundinum kom fram að ef af virkj- unarframkvæmdum verður sé ráð- gert að byrja á Núpsvirkjun. Ástæð- an er sú að ísrennsli árinnar, sem er töluvert við Urriðafoss, verði fyr- irbyggt enda talið að það geti valdið erfiðleikum í inntakslóni virkjunar- innar ef ekki verði búið að virkja ofar í ánni. Tólf kílómetra jarðgöng Núpsvirkjun er ofar í Þjórsá en Urriðafossvirkjun. Áætlaö er að virkjanlegt fall frá Núpi í Gnúp- verjahreppi niður undir Árnes sé um 55 metrar. Meðalrennsli Þjórsár við Núp er um 320 m3/sek. Áhrifa- svæði framkvæmdarinnar nær yfir um tuttugu jarðir beggja vegna Þjórsár í Ámes- og Rangárvallasýsl- DV-MYND NJÖRÐUR Urriðafoss Með tilkomu virkjana viö Núp og Urríöafoss veröur allt nýtanlegt fall Þjórsár frá Búrfellsstöö til sjávar virkjaö. um. Landsvirkjun kynnti fjórar mis- munandi útfærslur virkjunarinnar en í öllum tilfellum er ráðgert að byggja stíflu í 140 metra breiðum farvegi Þjórsár við Núp. Stíflan verður um 15 metra yfir umhverfið þar sem hún er hæst i farveginum og eins kílómetra langur stíflugarð- ur verður byggður upp eftir austur- bakka árinnar. Alls er gert ráð fyr- ir 4 ferkílómetra lóni ofan við stífl- una. Allar hugmyndirnar að Núps- virkjun byggjast að töluverði leyti á að falli Þjórsár verði náð með jarð- göngum, allt að 12 kilómetra löng- um. í drögum að matsáætlun Núps- virkjunar er gert ráð fyrir að orku- framleiðsla hennar verði allt að 150 megavött. Neöanjarðarvirkjun viö Urriöafoss. Við Urriðafoss í Þjórsá er meöal- rennsli árinnar um 360 m3/sek. Þar er virkjanlegur hæðarmunur um 40 metrar milli Urriðafoss og Heiðar- tanga þar sem ráðgert er að inntaks- mannvirki virkjunarinnar verði. Áætlað er að stíflumannvirki í Þjórsá við Heiðartanga verði allt að 12 metra há í árfarveginum. Jarð- vegsstífla mun ná rúma sex kíló- metra frá stíflunni upp eftir vestur- bakka árinnar. Við hana myndast um 7 ferkílómetra inntakslón. Stöðvarhús virkjunarinnar verður neðanjarðar, norðaustan við bæinn Þjórsártún á austurbakka Þjórsár. Gert er ráð fyrir allt að 150 mega- vatta virkjun við Urriðafoss. -NH Umhverfismat vegna láglendisvirkjana í Þjórsá að hefjast: Urriðafoss verður ekki svipur hjá sjón - segir Valdimar Össurarson og hefur áhyggjur af ferðaþjónustunni DV-MYNDIR NH Ahyggjufullur vegna feröaþjónustu Valdimar Össurarson með Þjórsá og Heklu í baksýn. „Við erum að hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum virkjananna og verður verkhönnun þeirra unnin samhliða," segir Guömundur Hall- grímsson hjá verkfræðistofunni Hnit en hann er verkefnisstjóri mats á umhverfisáhrifum vegna Ur- riðafossvirkjunar. Guðmundur gerir ráð fyrir að undirbúningur virkjanafram- kvæmda taki um fjögur ár. Bygging mannvirkja taki tvö til þrjú ár og framleiðsla raf- orku því mögu- leg að sjö til átta árum liðnum. Virkjanir við Núp og Urriða- foss eru fyrstu virkjanirnar sem ráðist verð- ur í á láglendi um langan tíma. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim sem eiga land að ánni þar sem lónin eru. Þeir hafa vissulega áhyggjur og vilja gjarnan fá meiri og nákvæmari upplýsingar. Því miður getum við ekki veitt frekari upplýsingar á þessari stundu en áhyggjur manna eru einkum vegna þess lands sem fer undir lón. Þá eru menn að hugsa um breytingu á grunnvatni, ferða- mennsku og margt fleira. Þessi at- riði verða tekin inn í matsskýrsluna sjálfa að lokum,“ segir Guðmundur. Skaðar ferðaþjónustu á svæöinu sjónarmiðum ferðaþjónustunnar. Eitt helsta djásniö og vatnsmesti foss landsins, Urriðafoss, verður nánast þurr ef af framkvæmdum verður,“ segir Valdimar Össurar- son, umsjónarmaður ferðaþjónust- unnar í Þjórsárveri. Uppbygging ferðaþjónustu við Þjórsárver hefur verið mikil, þar er nýtt tjaldstæði og fleira. Valdimar segir engan vafa leika á mikilvægi Urriðafoss þeg- ar ferðaþjón- usta er annars vegar. „Þetta er svipað fyrir okkur og ef Gullfoss yröi virkjaður. Ur- riðafoss gefur Gullfossi ekk- ert eftir hvað fegurð og tign- arleika varðar, jafnvel þótt hann sé lægri,“ segir Valdimar. Hann segir virkjunarfram- kvæmdir til bóta fyrir at- vinnulífið með- an á þeim stendur en með þeim hverfi fossinn til frambúðar. „Hann verður ekki svipur hjá sjón,“ segir Valdi- mar. Guðmundur tekur undir að virkj- un við Urriðafoss muni hafa áhrif á rennsli árinnar. „Hún verður helst vatnslitil yfir vetrartímann. Yfir sumarið verður rennsli hennar meira, lágmarksrennsli verður alltaf tryggt og fossinn ætti aö njóta sín,“ segir Guömundur Hallgríms- son. -NH „Mér líst illa á virkjunina út frá Vinna viö mat á umhverfisáhrifum hafin Guömundur Hallgrímsson segir mögulegt aö raforkufram- leiösla hefjist aö sjö til átta árum liönum. Urnsjon: Hörður Kristjánsson netfang: hkrist@ff.is í eina sæng Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslyndra, hyggst leggja fram frumvarp til laga um að fjárreiður stjórnmálaflokkanna verði gerðar op- inberar. Ekki mun, hann þar fara ein- samall, því Jó-1 hanna Sigurðar- dóttir hefur und- anfarin ár reynt að I pjakka líku frum-1 varpi í gegn við lít- inn fögnuð sjálf- stæðismanna. í I heita pottinum þykir þetta benda til að leiðir þessara þingmanna muni liggja náið saman í komandi framtíð. Gott ef menn sjá ekki i þessu hrein- an samruna Jóhönnu og Sverris í einum siðbótarflokki. Þykir það reyndar skjóta nokkuð skökku við þegar menn minnast þess er Sverrir varð að hrökklast úr embætti lands- bankastjóra og var borið við mis- notkun á fjármunum bankans. Sú sem átti hvað mestan þátt í að koma honum úr bankanum var einmitt téð Jóhanna Sigurðardóttir... Gott mál Sagt er að þeir sem keyptu hluti í deCODE á meðan fyrirtækið var enn á gráa markaðnum og hluturinn seldur á 60 til 65 dollara séu æði kindugir á svip þessa dagana. Sumir eru sagðir hafa misst hús sín ; og aðrar eignir í kjölfar gengishraps fyrirtækisins eftir að það var skráð á alþjóðlegum mark- aði. Þeir hinir sömu munu hafa horft á gengið halda áfram að hrapa hvern mánuð- inn af öðrum en rak í rogastans við fjölmiðlafrétt í gær. Þar var sagt frá Kára Stefánssyni sem hyggst reisa 540 fermetra líparíthöll í nágrenni við hús Davíðs Oddssonar í Skerja- firði. Fyrstu viðbrögð tapsárra hluta- bréfaeigenda voru mikil reiði en hún mun hafa runnið fljótt af mönnum. Telja þeir hús Kára svo stórt að það rúmi ágætlega vel þær fjölskyldur sem um sárt eiga að binda... Ekkert má nú Fregnir af umsvifum Áma Johnsens hafa óneitanlega vakið at- hygli að undanfómu. Þykir mörgum hann samt hafa unnið sínu kjördæmi vel og þá ekki síst Vestmannaeyjum. Nú þykir Suður- nesjamönnum hins vegar nóg komið og bölva ráðherrum Sjálfstæðisflokks í sand og ösku. Árni | hafi verið ofurdug- legur að veita fé til1 Eyja, m.a. með því að ná 270 milljóna styrk til væntanlegrar byggingar þurrkvíar þar í bæ. Steininn hafi þó tekið úr er fréttist að félagi hans, Sturla Böðvarsson, hafi tekið upp sama hátt. Honum hafi nú tekist að eyrnamerkja 83 milljóna styrk tO end- urbóta á dráttarbraut á Akranesi í eigin kjördæmi... Bara plat? Ætlun íslendinga að ganga að nýju í Alþjóða hvalveiðiráðið olli miklu írafári meðal hvalafriðunarsinna. Eft- ir mikil átök í ráðinu liggur enn ekki i, ljóst fyrir hvort Is- } lendingar eru inn- - an þess eða utan. • Fjölmiðlaumfjöllun erlendra blaða um að islendingar ætl- uðu að hefja snar- lega hvalveiðar í kjölfar inngöngu hleyptu illu blóði í hvalavini. Sjávarútvegsráðherrann, Árni Mathiesen, brást skjótt við og sendi út yfirlýsingu um að slíkt sé alls ekkert á döfinni á næstunni. Þyk- ir víst að Árni eigi nú von á heim- sókn frá snarpillum Konráði Egg- ertssyni hrefnuskyttu sem hermi upp á hann loforð ríkisstjórnar um að hefja hvalveiðar að nýju... W ICit \'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.