Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________JD»V Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________ Guðríöur Pálsdóttir, Drápuhlíð 19, Reykjavík. 80 ára__________________________ María Elfriede Tómasson, Hávallagötu 45, Reykjavík. Hörður Sigurjónsson, Háaleitisbraut 81, Reykjavík. Karólína Hallgrímsdóttir, Laugarvegi 33, Siglufirði. 75 ára__________________________ Þuríður Egilsdóttir, Vogatungu 25, Kópavogi. Svavar Þór Sigurðsson, Birningsstöðum, Hálshr., S.-Þing. 70 ára__________________ Margrét Ingimarsdóttir, Safamýri 53, Reykjavík. 60 ára Þórhallur Halldórsson, deildarstjóri hjá Strætó bs. Barðastöðum 21, Reykjavík er sextugur í dag 26. júlí, Af þvi tilefni takar hann og eiginkona 1 hans, Guðbjörg Jónsdóttir, á móti ættingjum og vinum í Akoges- salnum, Sóltúni 3, i dag kl 17.00 til 20.00. Guðmundur Sveinn Ólafsson, Hólabraut 22, Akureyri. Óli Jóhannes Jónsson, Vesturvegi 13, Þórshöfn. Kristján Haukur Lúðvíksson, Hjallavegi 8, Reyðarfirði. 50 ára__________________________ Filippus Pétursson, Skólavörðustig 12, Reykjavík. Guðmundur Baldursson, Sunnuvegi 18, Selfossi. Kristín Geirsdóttir, Laufskálum 10, Heilu. 40 ára__________________________ Gréta Garðarsdóttir, Skólavöröustíg 38, Reykjavík. Emil Gústafsson, Bugðulæk 4, Reykjavík. Sigríður Guðbjörg Kragh, Neshaga 13, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Irabakka 6, Reykjavík. Brynjar Örn Arnarson, Hryggjarseli 11, Reykjavík. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Hrísrima 2, Reykjavík. Anna Kristbjörg Hallgrímsdóttir, Svarthömrum 54, Reykjavík. Valgeir Birgisson, Hlíðarhjalla 51, Kópavogi. Carl Hemming Erlingsson, Þrastanesi 17, Garðabær. Marteinn Magnússon, Furubyggð 17, Mosfellsbæ. Guðrún Eiríksdóttir, Reynigrund 45, Akranesi. Jóhannes Guðmundsson, Kringlumel, Borgarf. Helga Hafsteinsdóttir, Borgarbraut 9, Grundarfirði. Teitur Björgvinsson, Austurvegi 11, Hrísey. Ingibjörg G. Hjálmarsdóttir, Túngötu 17a, Húsavík. Sigurður Sigurjónsson, Skólavöllum 9, Selfossi. Svandís Guðmundsdóttir, Félagsheimilinu Borg, Grímsnesi Fólk í fréttum Árni M. Mathiesen Sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráöherra hefur verið í fréttum síöustu daga vegna fundar Alþjóöa hvaiveiöiráösins í London sem stendur nú yfir. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra hefur verið í fréttum síð- ustu daga vegna ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins sem stendur nú yf- ir i London. Naumur meirihluti á fundinum hafnaði á mánudag aðild íslands að ráðinu. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavik 2. október 1958. Hann lauk stúdents- prófi frá Flensborgarskóla 1978 og embættisprófi í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983. Hann lauk síðan prófl í fisksjúkdóma- fræði frá Stirling-háskóla 1985. Árni stundaði almenn dýralækn- isstörf á Vopnafirði, í Ámessýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu 1983-1985. Hann var héraðsdýra- læknir (án fastrar búsetu) jan.-júlí 1984. Ámi var dýralæknir fisksjúk- dóma 1985-1995. og framkvæmda- stjóri Faxalax hf. 1988-1989. Hann hefur verið þingmaður Reyknes- kjördæmis síðan 1991 fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og var skipaður 28. maj 1999 sjávarútvegsráðherra. Árni var oddviti Nemendafélags Flensborgarskóla 1977-1978, formað- ur Stefnis, félags ungra sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, 1986-1988, varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985-1987, í stjóm ábyrgðadeildar fiskeldislána 1990-1994, í stjóm Dýralæknafélags íslands 1986-1987, í launamálaráði BHMR 1985-1987, formaður hand- knattleiksdeildar FH 1988-1990, í skólanefnd Flensborgarskóla 1990-1999, í bankaráði Búnaðar- banka Islands síðan 1994, í stjóm Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1994-1998, formaður Dýravernd- arráðs 1994-1999. Ámi hefur átt sæti í ýmsum þing- nefndum. Hann var í samgöngu- nefnd 1991-1993 (form. 1991), um- hverfisnefnd 1991-1999, landbúnað- arnefnd 1991-1999, fjárlaganefnd 1992-1999, utanríkismálanefnd 1998-1999, sérnefnd skv. 32. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis 1995-1997. Einnig átti Árni sæti í íslands- deild Norðurlandaráðs 1991-1995 og íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1995-1999. Fjölskylda. Þann 1. júní 1991 giftist Árni Steinunni Kristínu Friðjónsdóttur, f. 27. apríl 1960, flugfreyju. Foreldar hennar eru Friðjón Þórðarson, fyrr- um alþingismaður og ráðherra, og fyrsta kona hans, Kristin Sigurðar- dóttir. Dætur Árna og Steinunnar Krist- ínar eru: Kristín Unnur, f. 7.4. 1996, og Halla Sigrún, f. 22.12. 1997. Systkini Árna eru: Halldóra f. 1960, og Þorgils Óttar, f. 1962. Foreldrar Árna eru Matthías Á. Mathiesen, f. 6. ágúst 1931, fyrrum alþingismaður og ráðherra, og kona hans Sigrún Þorgilsdóttir Mathie- sen, f. 27. des. 1931, húsmóöir. Ætt Matthías var sonur Árna Matthí- asar Mathiesen, lyfja-fræðings og kaupmanns í Hafnarfirði, Matthías- sonar Á. Mathiesen, skósmíðameist- ara þar, Árnasonar J. Mathiesen, verslunarmanns þar, Jónssonar, prests í Amarbæli, Matthíassonar, stúdents á Eyri í Seyðisfirði, Þórð- arsonar, bróðursonar Ingibjargar, ömmu Jóns forseta, af ætt Ólafs á Eyri. Móðir Matthíasar skósmiðs var Agnes Steindórsdóttir Waage, stjúpsonar Bjarna riddara, en móðir Áma lyfjafræðings var Arnfríður Jósepsdóttir, sjómanns á Akranesi, Jósepssonar. Móðir Matthíasar var Svava Ein- arsdóttir, útgerðarmanns og alþing- ismanns í Hafnarfirði, Þorgilssonar b. í Moldartungu í Holtum, Gunn- arssonar. Kona Einars var Geirlaug Sigurðardóttir, b. í Pálshúsum á Álftanesi, Halldórssonar. Sigrún, móðir Áma, er dóttir Þor- gils, íþróttakennara í Reykholti, Guðmundssonar, b. á Valdastöðum í Kjós, Sveinbjörnssonar, b. í Bygg- garði á Seltjarnarnesi, Guðmunds- sonar, bróður Þórðar Sveinbjörns- sonar háyfirdómara. Systir Svein- bjarnar í Bygggarði var Anna, langamma Jónasar Rafnars, fyrrv. bankastjóra, tengdafóður Þorsteins Pálssonar. Móðir Sigrúnar var Halldóra Sig- urðardóttir, b. á Fiskilæk í Leirár- sveit, Sigurðssonar og konu hans, Guðrúnar Diljár Ólafsdóttur, b. og hreppstjóra í Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi, Guðmundssonar og fyrri konu hans, Karítasar Runólfs- dóttur. Meðal systkina Karítasar voru Guðrún, kona Matthíasar prests og skálds Jochumssonar, Sig- ríður, móðir Ágústs Flygenrings, al- þingismanns í Hafnarfirði, foður Ingólfs Flygenrings alþingismanns þar, fóður Páls Flygenrings ráðu- neytisstjóra, og Þórður á Móum, afi Þórðar Björnssonar fyrrv. ríkissak- sóknara. Hálfsystir Guðrúnar Diljár var Ingibjörg, móðir Péturs Sigurðs- sonar, fyrrv. forstjóra Landhelgis- gæslunnar. Svanhild J. Ágústsson, Bauganesi 7, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 30. apríl kl. 13.30. Trausti Jónasson bóndi, Hvalshöföa, Hrútafirði, verður jarðsunginn frá Staðar- kirkju á morgun, 27. júlí, kl. 14.00. Sveinn Pálsson, Sundstræti 24, Isafirði, verður jarösunginn frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 28. júlí kl. 11.00. Ebba Guðmundsdóttir frá Búðarnesi, Hörgárdal, verður jarðsungin frá Akureyr- arkirkju á morgun, 27. júlí, kl. 13.30. Jarðsett verður að Myrká. Karl H. Björnsson, Stóru-Borg, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, verður jarðsung- inn frá Breiðabólstað í Vesturhópi laug- ardaginn 28. júlí kl. 14. Sigurður Þorsteinsson bóndi, Vetleifs- holti, Ásahreppi, verður jarðsunginn frá Oddakirkju á morgun, 27. júlí, kl. 14.00. Merkir Islendingar Haraldur Guðmundsson, ráðherra fæddist 26. júlí 1892. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, prestur í Gufudal og síðar ritstjóri á ísafirði, og kona hans, Rebekka, systir ráherr- anna Kristjáns og Péturs. Faðir þeirra systkina var Jón Sigurðsson, alþm. á Gautlöndum, en móðir Rebekku var Sólveig, dóttir Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykja- hlíðarættar. Sú ætt státar af fleiri ráðherrum en nokkur önnur. Haraldur lauk prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, stundaði síðan kennslu, vegavinnu og blaða- mennsku. Hann var ritstjóri Alþýðu- blaðsins 1928-31 og bankastjóri á Seyðis- firði 1931-34. Hann var alþingismaður Haraldur Guðmundsson 1927-57, að undanskildum árunum 1947-48. Þá var hann formaður Alþýðu- flokksins 1954-56. Haraldur var atvinnumálaráð- herra í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934 og gegndi því embætti til 1937 er hann sagði af sér í mót- mælaskyni við frumvarp for- sætiráöherra um gerðardóm í kjaradeilu útgerðar-manna og sjómanna. Haraldur bjó yfir miklum per- sónutöfrum, var vel gefinn, prúð- ur og fyrirmannlegur í framkomu og er í hópi mælskustu þingmanna sem Alþýðuflokkurinn hefur átt. Har- aldur lést 23. október 1971. Þjónustu- auglýsíngar ►I 550 5000 Tilvera Tvelr góðir á Café Amsterdam Unnendur sígildra dægurlaga ættu aö fá eitthvaö fyrir sinn snúö á Café Amsterdam í kvöld þegar sving-söngvararnir Geir Ólafs og hinn danski Thomas mæta til leiks og taka öll gömlu og þekktu lögin sem Frank Sinatra, Tony Bennett og fleiri gerðu garðinn frægan meö. Þeir félagar hittust fyrst í Danmörku 1998 og komust að því aö leiöir þeirra lágu saman í tónlistinni. Þaö eru Furstarnir sem sjá um undirleikinn. Skemmtunin hefst kl. 22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.