Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Síða 13
13 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 Menning DV Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Sneri ekki rétt! Stjórnandi Reykholtshátíöar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari Mín áhersla hefur veriö á aö setja saman efnisskrár sem samanstanda af þakklátri tónlist sem flytjendur hafa gaman af aö flytja og áhorfendur gaman af aö heyra. DV-MYND EINAR ORN „Við stöndum í hálfgerðu framhjáhaldi á Reykholtshátíð í ár því að við höfum alltaf haft norræna tengingu í efnisvali," segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari sem hefur ver- ið stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi. „I tilefni aldamótanna ákvað ég að fara aðeins sunnar og taka inn mjög þekkt og vinsæl verk sem þýðir þó alls ekki að verkin séu minna merkileg. Það þýð- ir aðeins að þau hafa lifað af aldirnar vegna gæða.“ Um helgina verður Reykholtshátíðin haldin í fimmta sinn en hún var stofnuð árið 1997. Mikil aðsókn hefur verið að hátíðinni frá upphafi og gestir hennar verið frá ýmsum löndum, auk inn- lendra flytjenda. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Evrópskir meistarar og þeirra tónlist. „Mín áhersla hefur verið á að setja saman efn- isskrár sem samanstanda af þakklátri tónlist sem flytjendur hafa gaman af að flytja og áhorf- endur gaman af að heyra,“ segir Steinunn Birna. „Ánægjuþátturinn er hafður í hávegum og mér finnst það viðeigandi þegar hátíðir eru haldnar að allir fái mikið út úr þeim. Bæði aðstandend- ur og gestir. Það er svo auðvelt í þessum geira vegna þess að það er svo mikið til af ofboðslega fallegri músík og möguleikamir eru endalausir. Ég setti saman allt frá einleik, yflr í dúó fyrir tvö selló, flðlu og píanó og víólu og píanó. Þarna er frumflutningur á verki eftir Sibelius sem var að finnast í Finnlandi. Það þykir alltaf feitur biti þegar eitthvað fmnst fyrir víóluleikara." Fingraförin sjást „Hópurinn í ár er frábær," segir Steinunn Birna kát. „Það eru ailir fremstir meðal jafn- ingja. Þetta er samt ekki eins og í íþróttunum - hver er fyrstur í mark, en það er mjög gaman þegar heildin er svona samstillt og sterk. Meðal flytjendanna era Ásdís Valdimarsdóttir víólu- leikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Michael Stirling sellóleikari, Richard Simm pí- anóleikari og Sif Tulinius fiðluleikari. Síðast en ekki síst koma frá Þýskalandi sópransöngkonan Lisa Graf og Peter Bortfeldt píanóleikari. Þau eru virtir listamenn sem standa mjög framarlega i sinu fagi og flytja okkur mjög fallega ljóðadag- skrá.“ Hvernig nærðu í allar þessar góðu stjörnur? Þarftu ekki að hafa góð sambönd? „Stundum þekki ég listamennina persónulega þar sem ég er svo heppin að fá stundum að fara út fyrir landsteinana að spila. Stundum er þetta fólk sem ég er að vinna með erlendis en stund- um sný ég mér hreinlega til sendiráða eða menn- ingarmálaráðherra heimalanda þeirra. Oftast er tengingin persónuleg - enda verður ekki hjá því komist þegar maður stjómar tónlistarhátíð að flngrafórin sjáist!" Heldurðu að það sé sama fólkið sem skilar sér á Reykholtshátíð ár eftir ár eða eruð þið alltaf að sjá ný andlit? ,.Við höfum fengið fasta áskrifendur - fólk sem kemur ár eftir ár og okkur þykir mjög vænt um, en líka sjáum við ný andlit. Aðalatriðið er þó ekki höfðafjöldinn heldur hvernig gestum líð- ur þegar þeir fara frá okkur. Hingað til hefur fólk verið mjög viljugt að tjá sig um það hvað því hefur þótt gaman, en það blæs lífl í glæðurnar og gefur okkur kraft í næstu hátíð," segir Steinunn Birna. Af efnisskránni má nefna mörg þekkt verk eft- ir mikilsvirt tónskáld frá Þýskalandi, Frakk- landi og íleiri Evrópulöndum. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða á morgun kl. 21 og verða þá flutt verk eftir Beethoven, m.a. píanótríó og Gleraugnadúettinn fyrir viólu og selló. Á laugar- dagskvöldið kl. 21 verða svo flutt m.a. tríó eftir Brahms og verk eftir Chopin og Liszt. Lokatón- leikar hátíðarinnar verða á sunnudaginn kl. 16 og verður þá fluttur kvartett eftir Gabriel Fauré auk verka eftir Debussy, Corelli o.fl. Allir tónleikarnir eru haldnir í Reykholts- kirkju. Miðapantanir og allar nánari upplýsing- ar er hægt að fá hjá Heimskringlu í Reykholti, í síma 435 1490. Einnig er bent á eftirfarandi vef- síður: www.vortex.is/festival www.reykholt.iswww.snorrastofa.is Landslagsmyndir í dulargervi „Ætli megi ekki tala um typograflskar hundakúnstir," segir Guðbergur og hlær. „Ég hef haft mikinn áhuga á typograflu síðan ég var við myndlistarnám í Kaupmannahöfn en þar hafði ég góðan kennara í þeirri grein sem kveikti í mér svo um munaði. Hún talaði um stafi eins og þeir væru verur sem lifðu sjálf- stæðu lífi. Mér er minnisstætt þegar hún teikn- aði S upp á töfluna og sagði okkur, nemendum sínum, að S-ið ætti að líta út fyrir að hafa rek- ið tána i og vera í þann veg að detta fram fyrir sig!“ Ertu þá að fást við bókstafi? „Nei, í rauninni eru myndir mínar lands- lagsmyndir í dulargervi," segir Guöbergur og hlær rosalega. „Ég nota bókstafina einungis eins og tónsmiðurinn notar nótur til þess að koma verki sínu til skila.“ Sýning Guðbergs í Norska húsinu stendur fram í september. DV-MYND BRINK Guðbergur Auðunsson myndlistarmað- ur með eitt verka sinna Hann segist stunda typografískar hundakúnstir og ætlar aö sýna afrakst- urinn í Norska húsinu í Stykkishólmi. Anna Sigga og Hilmar viö orgelið Söngkonan Anna Sigga, eða Anna Sigríður Helga- dóttir eins og hún heitir fullu nafni, kemur fram á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju í dag ásamt organistanum Hilmari Erni Agnarssyni. Tónleik- amir, sem eru hluti af tónleikaröðinni Sumar- kvöldi við orgelið, heflast klukkan 12 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Á efnisskránni eru lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Tryggva M. Bald- vinsson við ljóð eftir nokkur af góðskáldum þjóðar- innar, m.a. Stephan G. Stephansson, Hallgrím Pét- ursson og Bólu-Hjálmar. Hilmar Öm mun einnig leika orgeltónlist eftir Jóhann Ó. Haraldsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Ósvikin alþýðulist Á morgun, kl. 17, verður opnuð sýning á græn- lenskum tréskurðarmyndum í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Myndirnar sýna mannfólk og lifnaðar- hætti í Kangaamiut á vesturströnd Grænlands, í heimabyggð Jo- hannesar Kreutzmann „Ujuaannaat" (1862-1940), veiðimanns og tréskurðar- meistara, fyrir um 100 árum. Höfundur sýn- ingarinnar er Birte Hagen, mannfræðingur við National- museet í Kaup- mannahöfn. bagt er ao upphaflega hafi Kreutzmann skorið út brúður handa börnum sínum en fólk sóst eftir þeim svo tréskurðarmyndimar urðu lífsviðurværi hans á efri ámm. Tréskurðarmyndir Kreutzmanns eru um 35-20 cm háar, skornar í rekavið og málaðar skær- um litum. Þær sýna okkur hvernig fólkið í græn- lenskri byggð leit út fyrir hundrað árum, hvernig það var klætt og hvað það fékkst við. Fyrir okkur sem ekki þekktum þessa einstaklinga og sérkenni þeirra er sýningin tímalaus kynning á manneskj- um og tilveru þeirra. Sumir em að störfum: flá sel, skafa skinn eða mýkja kamíkusóla. Verk Kreutz- manns em ósvikin alþýöulist, gerð af nákvæmni og alúð. Sýningin var opnuð 16. janúar sl. i Handels- og Sofartsmuseet í Kronborg en fór síðan til Finn- lands, Noregs og Færeyja. Á morgun opnar myndlistarmaðurinn Guð- bergur Auðunsson sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Guðbergur segist hafa tekið þvi fegins hendi að fá að sýna verk sín í Norska húsinu þar sem kona hans sé uppalin í Hólminum. Hann beri sterkar taugar til staðarins og hafl bara gaman af því að fá að kynna sig fyrir bæjarbúum með þessum hætti. „Stykkishólmur er mikill menningarbær og staðinn er vörður um menningararfinn í Norska húsinu. Það er sannarlega gert með myndarbrag," segir Guðbergur. „Fyrir utan það sýnishorn af heldri manna heimili Árna og Önnu Thorlacius, er byggðu húsið árið 1832, sem komið hefur verið upp á efri hæðum húss- ins, þá er sýningarsalurinn, sem ég fæ til af- nota, afskaplega fallegur og mikill akkur að fá að sýna í honurn." Guðbergur segir að á sýningunni verði valin verk frá 25 ára tímabili. Ekki sé um neitt ákveðið þema að ræða heldur megi líta á sýn- inguna sem eins konar brot af þroskaferli myndlistarmanns; lítið eitt af akrýlmyndum, teikningum og ljósmyndum. En hvað einkenn- ir sýninguna aö hans mati? Mynd Eggerts Pét- urssonar hér til hliðar birtist á Menningar- síðu 9. júlí en vegna mistaka í ljósmynda- vinnslu sneri hún ekki rétt. Beðist er afsökun- ar á þessu og jafhframt vakin athygli á því að sýningu Eggerts í i8galleríi við Klappar- stíg 33 lýkur laugardag- inn 28. júlí 2001. tógallerí er opið þriðjudaga til laug- ardaga frá 13 til 17. Agnar Már - núll - einn Út er komin geislaplata með Agn- ari Má Magnússyni píanista og nefhist húnöl. Agnar Már Magn- ússon hefur dvalist í New York síðastliðið ár og sótti þar einka- tíma hjá hinum þekkta píanista og orgelleikara, Larry Goldings. Með nám- inu hefur Agnar spilað á litlum klúbbum í New York og samið sina eigin tónlist. Agnar varð þess heiðurs aðnjótandi að fá Bill Stewart, einn áhrifa- mesta djasstrommara samtímans, og Ben Street, einn eflirsóttasta bassaleikara New York-borgar, til að leika með sér á plötunni. Platan 01 inniheldur 10 lög eftir Agnar, auk þess að trióið leikur eitt standardlag úr Mjallhvíti og dvergunum sjö sem nefhist „Some Day My Prince Will Come“. Útgáfufyrirtækið sem gefur plötuna út heitir Fresh sound, New talent og sérhæflr sig i að gefa út verk ungra djassleikara í New York. Agnar Már Magnússon mun leika efni af 01 á tónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur í byrjun sept- ember en þá verða með honum þeir Gunnlaugur Guðmundsson á bassa og sænski trommarinn Eric Qvick. Geislaplatan 01 fæst í 12 tónum á Skóla- vörðustíg. Ánægjuþátturinn hafður í hávegum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.