Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 20
24
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001
< Tilvera I> V
Sendherrahjónin á Krosshóli í Mosfellsbæ:
.Keyptu hús á hraðbraut
- álagabletturinn á Krosshóli kostaði sláttumann hjónabandið
DV-MYND GVA
Alagahóll
Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og Bryndís Schram á álagahólnum skammt frá koti sínu. Húsiö heitir Krosshóll
og dregur nafn sitt af hólnum sem reynst hefur örlagaríkt aö abbast upp á.
„Hér ætlum við að eyða sumrum
i framtíðinni. Þetta er sannkallaður
sælureitur,“ segja sendiherrahjónin
í Washington sem hafa komið sér
fyrir í notalegu sumarhúsi í Mos-
fellsbæ, skammt frá Reykjalundi.
Jón Baldvin Hannibalsson og
Bryndís Schram keyptu húsið, sem
heitir Krosshóll, fyrir tveimur
árum. Björgvin Schram, faðir Bryn-
disar, byggði það á sínum tíma og
fjölskyldan eyddi drjúgum hluta af
sumrinu þar. Eftir að Björgvin lést
var húsið sett á söluskrá. Þá höfðu
systkini Bryndísar samband við
hana og buðu hjónunum í Wash-
ington að ganga inn í hæsta tilboð.
„Við vorum á hraðbrautinni,
Route 85, á leið frá New York til
Washington þegar verið var að gera
út um kaupin. Við vorum í síma-
sambandi heim til íslands og nógir
voru um að bjóða í húsið. Það
hækkaði því í verði með hverjum
kílómetranum sem við lögöum að
baki. Ég var orðin svo stressuð að
ég vissi varla hvert ég var að
keyra,“ segir Bryndís.
Hún segir að böm sín hafi líka
hringt og ítrekað að hún mætti ekki
láta þetta happ úr hendi sleppa.
„Loks voru kaupin ákveðin og við
vorum hæstánægð," segir Bryndís.
Sendiherrahjónin hafa síðustu
tvö sumur staðið í ströngu við að
endurbæta húsið. Nágrönnum hefur
vart orðið svefnsamt fyrir hamars-
höggum og sameiginlega hafa þau
endurbyggt húsið þannig að aðdáun
vekur. í sólinni glampar á rauðmál-
að þakið og farið hefur verið með
^ pensli um hverja fjöl. Sendiherrann
segist hafa verið drjúgan tíma að
rústberja og mála og bendir á jafna
áferð málningarinnar þar sem hver
tomma er þakin.
„Þakið var orðið illa farið en ég
er búinn að ná því góðu,“ segir Jón
Baldvin, stoltur af verkinu.
Bryndís segist hafa verið flutt að
heiman þegar húsið var byggt
snemma á sjöunda áratugnum en
eigi að síður hafi hún dvalið þar
nokkrum sinnum.
„Húsið var byggt í byrjun við-
reisnartímans. Konur reikna allt í
barneignum en ég reikna allt i kjör-
tímabilum," kallar Jón Baldvin þar
sem hann er hálffalinn undir þak-
skegginu að fúaverja.
Kálfalifrin reyndist af lambi
Bryndís samsinnir bónda sínum
og býður tíðindamönnum DV upp á
kaffi og kleinur „að íslenskum sið“.
Hún segist vera hagsýn i innkaup-
um og leiöréttir gamla þjóðsögu um
lifrarbandalag Jóns Baldvins og
Ólafs Ragnars Grímssonar sem varð
til um það leyti sem ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar féll.
„Því var haldið á lofti í flölmiðl-
um að ég hefði gefið þeim kálfalifur
að borða þegar þeir voru að ræða
málin í eldhúsinu á Vesturgötu. Ég
geri ráð fyrir að fólk hafi haldið að
ég væri svo snobbuð að ekki dygði
minna en kálfalifur. Hið rétta er að
ég var hagsýn i innkaupum og
keypti gjarnan ódýrasta hráefni. í
þessu tilviki bauð ég upp á lambalif-
ur,“ segir Bryndís og hlær. Hún
bauð upp á fleiri kleinur og sagðist
hafa valið þær ódýrustu sem buð-
ust.
Hún rifjar upp góðar stundir frá
veru sinni á Krosshóli.
„Maður finnur fyrir spennufalli
að koma hingað. Hér skrifaði ég á
sínum tíma viðtalsbók við flugfreyj-
ur. Þá fékk ég algjört næði. Við
hlökkum bæði mikið til þess að
eyða frítíma okkar hér,“ segir hús-
IVIeö pensilinn
Jón Baldvin er ýmist uppi á þaki eöa
undir þakskeggi með sköfu eöa
málningarpensil. En þetta er aðeins
byrjunin. Pláss vantar fyrir bækur og
hesta.
freyjan á Krosshóli.
Jón Baldvin, sem kominn er und-
an þakskegginu, kveðst vera með
áform um viðbyggingu og hesthús.
„Mig vantar pláss fyrir 20 þúsund
bækur. Þá er ég að hugsa um að
skella mér í hestamennskuna," seg-
ir hann og lýsir skemmtilegum út-
reiðartúr í Kentucky.
Framan við húsið er Krosshóll
sem húsið dregur nafn sitt af. At-
hygli vekur að grasflötin er ekki
slegin í kringum hólinn. Það á sér
skýringar.
„Þetta er álagablettur og sannast
hefur að ógæfa fylgir því að slá utan
í hólinn," segir Jón Baldvin.
Bryndis lýsir því að sláttumaður
nokkur hafi slysast með ljá sinn í
hólinn. Hann hafi týnt giftingar-
hring sínum við þá iðju og nokkru
síðar hafi ógæfan dunið yfir.
„Hann skildi við konu sína og var
í mörg ár að jafna sig á þessu. Síðan
hefur hóllinn ekki verið sleginn,"
segir Bryndís.
DV kveður hjónin á Krosshóli en
þau standa á hlaðinu og veifa. í bak-
sýnispeglinum má sjá hvar sendi-
herrann klífur upp undir þakskegg-
ið og heldur áfram að fúaverja.
Bryndis gengur inn í bæ og lokar á
eftir sér. Kannski verður lambalifur
á boðstólum í hádeginu.
-rt
V
Kærastan hans Jacks Nicholsons
og horrenglan, Lara Flynn Boyle,
hefur verið fengin til að hlaupa í
skarðið fyrir starfssystur sína,
Famke Janssen í myndinni Men in
Biack 2. Janssen, sem m.a. lék í X-
men, þurfti að stökkva eftir fyrsta
upptökudag vegna fjölskyldu-
ástæðna. Búast má við að einhverj-
ar tafir verði á tökum þar sem
Boyle er mun grannari en Janssen,
sem er fyrrverandi fyrirsæta.
Þess má geta að furðufuglinn
Johnny Knoxvilli úr Jackass-sjón-
varpsþáttunum leikur í myndinni.
Torgskemmtun á Sigló:
Stormarnir
héldu uppi fjöri
DV, SIGLUFIRÐI:_____
„Þetta er í þriðja skipti sem
Sparisjóðurinn efnir til svona upp-
ákomu á torginu," sagði Björn Jón-
asson, sparisjóðsstjóri á Siglufirði. í
gær efndi Sparisjóðurinn til pylsu-
veislu á Ráðhústorgi við undirleik
Stormanna.
„Við fengum líka Hlöðver Sig-
urðsson til að syngja nokkur lög.
Okkur fannst það vel til fundið enda
er hann að fara i söngnám,“ sagði
Björn.
Fjölmennt var á Ráðhústorginu á
skemmtuninni og skemmtu bæjar-
búar og erlendir ferðamenn sér hið
besta. Björn segir torgskemmtun af
þessu tagi megi rekja rúm þrjátíu ár
aftur í tímann, eða frá því hann var
aðstoðarmaður hljómsveitarinnar
Storma. Þegar sveitin kom saman
aftur á ný fyrir fjórum árum þótti
tilvalið að efna til samkomuhalds til
að rifja upp gömlu góðu dagana en
ekki síst til að lífga upp á bæjarlíf-
ið. -ÖÞ
Grilluöu ofan í mannskapinn
Þær Sigga Fanney, Jósefína og Eria sáu um aö grilla fyrir mannskapinn.
Torgskemmtun
Marteinn Aöalsteinsson, Jóhannes Einarsson og Vigfús Fannar Rúnarsson
voru mættir á torginu.
Fjölmennt á Ráöhústorginu
Bæjarbúar skemmtu sér hiö besta í pylsuveislunni.
DV-MYNDIR ÖRN