Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001
X>V______________________________________________________________________________________________________Hagsýni
Lægstu vextir í stað meðalvaxta:
Betri
grunnur að
miða við
Ný lög um vexti og verðtryggingu
gengu í gildi um síðustu mánaða-
mót. Eftir það er Seðlabanki íslands
hættur að birta „meðaltalsvexti"
sem margir tóku mið af við gerð
lánssamninga. Af því tilefni voru
nokkrar spurningar lagðar fyrir
Tómas Örn Kristinsson, yfirmann
peningamálasviðs Seðlabankans.
- Vió hvað á fólk nú að miða þeg-
ar það skrifar undir lánaskuldbind-
ingar?
„í fyrsta lagi þarf að taka fram að
hér gildir vaxtafrelsi, þ.e. semja má
um hverja þá vexti sem samkomulag
næst um við mótaðilann. Ef til stend-
ur að greiða vexti af láni og ekki er
tiltekið við hvað skal miða gefa lögin
leiðbeiningar um að nota skuli vexti
sem Seðlabankinn birtir mánaðarlega
með hliðsjón af lægstu vöxtum nýrra
almennra útlána lánastofnana.
Lægstu vextimir eru bestu kjör sem
bankarnir bjóða lántakendum hverju
sinni og þeir mynda betri grunn til að
miða við en meðalvextir sem áður
var miðað við. Ekkert mælir á móti
því að samið sé um eitthvert álag á
lægstu vexti.“
Hver og einn getur samið
um kjör
- Er munurinn þá sá aó Seðla-
bankinn gefur út lágmarksvexti í
staö meöalvaxta?
„Seðlabankinn gefur nú út upp-
lýsingar um lægstu vexti sem al-
mennt eru notaðir í stað þess að
sýna einhver meðaltöl sem ekki er
ljóst hvort eru marktæk. Þó er ekk-
ert sem segir að þú getir ekki samið
um lægri vexti en þá sem Seðla-
bankinn gefur út. Hver og einn get-
ur samið um þau kjör við sinn lán-
veitanda sem báðir verða ásáttir
um.“
Eru þessi nýju viömið þá ekki eins
bindandt og þau gömlu?
„Það ríkti hér vaxtafrelsi sam-
kvæmt eldri vaxtalögum en
ósjálfrátt leiddust menn út í að nota
meðaltalsvexti sem Seðlabankinn
gaf upplýsingar um í stað þess að
semja sjálfstætt í hverju tilfelli. En
vaxtaviðmiðunin (lægstu vextir)
gildir í þeim samningúm sem voru
geröir fyrir gildistöku nýju laganna.
Ef í þeim stendur að lánið skuli
miðað við meðalvexti eða kjörvexti
skal bæta 3,5% álagi við lægstu
vexti óverötryggðra lána en 2,5% ef
um verðtryggð lán er að ræða. Ef
hins vegar stendur í gamla samn-
ingnum að miðað skuli við hæstu
vexti Seðlabankans þá er bætt 4.5%
við lægstu vexti óverðtryggðra lána
og 3,5% við vexti verðtryggðra
lána.“
Undirrritun samnings
Hver og einn getur samið um þau kjör við sinn lánveitanda sem
báðir verða ásáttir um.
Avextir með
súkkulaðibráð
Heimild: Fitusnautt og freistandi
Útgefandi: Mál og menning
Þýðandi: Helga Guðmundsdóttir
180 g dökkt
súkkulaði
90 g ný jarðarber
90 g þurrkaðar
apríkósur
90 g ný kirsuber,
helst sæt
90 g þurrkaðar per-
ur
Bræðið súkkulað-
ið varlega í hitaþol-
inni skál yfir potti
með sjóðandi vatni.
Dýfið jarðarberjum,
apríkósum og
kirsuberjum í brætt
súkkulaðið til hálfs.
Látið þetta storkna
á smjörpappír. Skerið perurnar
langsum í tvennt. Dýfiö skornu hlið-
inni í brætt súkkulaöið og látið
kólna á pappír.
DV-MYNDIR BRINK
Tómas Orn Kristinsson
Vaxtaviðmiðunin (lægstu vextir) gildir í þeim samningum sem voru gerðir fyrir gitdistöku nýju laganna.
- Hvar sérfólk svo þessar tilkynn-
ingar frá Seðlabankanum?
„Seðlabankinn birtir þær meðal
annars á heimasíðu sinni
(www.sedlabanki.is) en einnig eru
þeir auglýstir í Lögbirtingarblað-
inu. Samkvæmt nýju lögunum eru
dráttarvextir nú ákveðnir fyrir sex
mánuði í senn í stað mánaðarlega
samkvæmt eldri lögum.“
Vextir af skaðabótakröfum
hækka
- Er eitthvað annað markvert í
nýju lögunum?
„Já, það má nefna tvennt. Lögin
leyfa nú í fyrsta sinn að aðilar semji
um dráttarvexti innan vissra
marka. I öðru laga varð breyting
sem veldur því að vextir af skaða-
bótakröfum hækka mjög verulega.
Þeir voru áður miðaðir við vexti al-
mennra sparisjóðsreikninga en mið-
ast nú við 2/3 hluta lægstu vaxta
óverðtryggðra lána. Það er ákveðin
réttarbót fyrir neytendur að þessir
vextir séu miðaðir við einhver
raunveruleg kjör í stað þess að miða
við úrelt innlánsform." -Gun.
Á V
Hlutabréfarabb
- í Garðheimum Mjódd
O'
GARÐHEIMAR
DV
I kvöld kl. 20-21 heldur hlutabréfarabb Islandsbanka - Eignastýringar áfram.
Yfir rjúkandi kaffibolla og smákökum njóta gestir líflegrar fræðslu og taka
þátt í umræðum um hlutabréfamarkaðinn í þægilegu umhverfi.
Umræðuefni fundarins verður til umfjöllunar í DV.
Létt djasssveifla frá kl. 19.30. Arni Heiðar Karlsson leikur á pfanó
og Tómas R. Einarsson leikur á kontrabassa.
Umræöuefni:
Islensk hlutabréf
- hvernig velur þú þau bestu?
Soffía Gunnarsdóttir deildarstjóri Eignastýringar einstaklinga.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
ISLANDSBANKI
EIGNASTÝRING
VIB ber nú heitið Islandsbanki - Eignastýring og
mun framvegis verða kynnt undir nýju merki bankans.
www.isb.is