Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 4
Ríðingar eru í fókus enda er helsta samfarahelgi ársins fram undan. íslendingar eru löngu kunnir fyrir fjölda ból- félaga á hvern einstakling og virðast bara vera nokkuð stoltir af þvf. Bæði kynin stæra sig af afrekum á þessu sviði og allir virðast sammála um að það teljist mönnum til tekna að hafa náð að leggja svo og svo marga af hinu kyn- inu. Um næstu helgi munu íslendingar væntanlega toppa sjálfa sig enn einu sinni þegar verslunarmannahelgin gengur í garð. Þá hópast ungmenni landsins á útihátfð og ætla nú heldur betur að skemmta sér og öðrum. Brennivfn- ið er teygað af mikilli áfergju og ávöxturinn hjá flestum er að fá sér að rfða, eða alla vega að reyna það. Það er Ifka enda ágætt, fslendingar hafa sjaldnast verið taldir mjög menningarlegir þegar áfengi er haft um hönd. Og af hverju þá ekki bara að fara alla teið, að vera bara þeir frummenn sem við f raun erum. Nýjasta viðbótin í samgöngumálum okkar íslendinga er ekki að gera miklar rósir á fyrstu vikum sfnum f starfi. Strætó bs. var kynnt til sögunnar á dögunum sem fyrir- tæki með há markmið og miklar væntingar fyrir framtfð- ina. Sú virðist ekki ætla að vera raunin þvf fyrirtækið hef- ur far'ið frekar illa af stað. Einhvern veginn virðist allt ætla að fara f sama farveg og var hjá SVR. Viðskiptavinirnir kvarta yfir leiðakerfinu, vagnarnir eru sagðir vera seinir og viðmót bílstjóranna virðist varla vera til fyrirmyndar. Það skyldi þó aldrei ætla að fara þannig að breytingar þessar skiluðu okkur engu? Erum við að horfa upp á að Strætó bs. ætli ekki að taka betur á málunum en fyrirrenn- arar sfnir? Við skulum nú vona ekki þvf betur má ef helvít- ,is duga skal. Túbuleikarafélag Hvarfs inniheldur aðeins tvo meðlimi og einn þýskan meðstjórnanda. Sennilega er félagið það kröfu- harðasta á landinu og vandlátast á meðlimi sína því enginn getur gert sér vonir um að komast inn nema hann kunni á túbu og sé liðtækur í efnafræði. Meðlimir í Túbuleik- arafélagi Hvarfs eru tveir. Varaformaðurinn og gjaldkerinn er staddur í Bandaríkjunum en for- maður og ritari, Þórhall- ur Ingi Halldórsson, er staddur á Islandi í sumar- fríi frá námi í Kaup- mannahöfn og vinnur hjá Geislavömum ríkis- ins. Hann er hársbreidd frá þvf að klára 8. stigið í túbuleik. „T úbuleikarafélagið var stofnað 1998 þegar Finnbogi félagi minn hóf nám ( efnafræði og fjöldi túbuleikara í námi við há- skólann tvöfaldaðist. Upphaflega ætluðum við nú bara að spila á árshátíðinni en svo óx okkur fiskur um hrygg og við færðum út kvíamar í að spila á tónleikum, í af- mælum og ýmsum veislum. Starfið var nokkuð kröft- ugt þangað til ég út í nám. Það var kannski ágætt að smáhlé varð á þessu. Það er ekki hægt að keyra enda- laust á þessu djók.“ Þýskur sálufélaci Fljótlega eftir stofhun félagsins fór heimasíða Túbu- leikarafélagsins að birtast sem tengill á erlendum túbu- síðum þannig að framtak þeirra félaga vakti verðskuld- aða athygli. Meira að segja bættist einn félagi í hópinn þegar þýskur efhafræðingur og túbuleikari, Jochen Ballach, fann sálufélag sitt á Netinu, sótti um inn- göngu og var tekinn inn sem meðstjómandi. Fleiri fyr- irspurnum hefur rignt inn og Túbuleikarafélagið lætur sig dreyma um að festa sig í sessi ( alþjóðasamfélagi túbuleikara: „Segja má að hápunktur stéttarinnar á hverju ári sé þegar 200 túbuleikarar koma saman í Central Park um jólin og leika jólalög. Við erum að skoða möguleikann á því að fara í pílagrímsferð þangað," segir formaðurinn glottandi. „Svo langar okkur líka að spila einhvem tímann fyr- ir vegfarendur á Strikinu. Bjór er fastur liður á fundum félagsins og Danmörk höfðar því vel til okkar." Túbuleikarafélag Hvarfs á um 25 lög á lager og hef- ur það sem metnaðarmál að útsetja hallærislegri lög tónlistarsögunnar fyrir sitt hljóðfæri. Einnig leika þeir félagar lög eftir Bítlana, John Denver og fleiri snill- inga. Þórhallur játar því að hin ströngu inngönguskilyrði setji vaxtarmöguleikum félagsins óneitanlega vissar skorður en félagsmennimir tveir hafi komið til móts við það með því að heimila þeim aukaaðild - réttinda- lausum og án atkvæðisréttar að vísu - sem uppfylla annað hvort skilyrðið. hljóðfæranám að blása í túbu í stað þess að gera eitthvað töff og upp- byggilegt á borð við gft- arslátt? „Við vorum báðir bara sendir heim með þetta, held ég. Það var nú ekki strax nein ástríða fyrir hljóðfærinu. Reyndar hef ég haft nokkuð gott upp úr þessu einmitt vegna þess hve fáir spila á þetta. Eg hef leyst af í Sinfóníunni, spilað með hinum og þessum kamm- ersveitum og svona lag- að. Þetta er náttúrlega ekkert sólóhljóðfæri og ljóst að túbuleikari verður aldrei frontmaðurinn í hljómsveit. Hann tilheyrir þessari jaðardeild ásamt slagverksleikur- um og fleiri og kemur sjaldan inn en þá skiptir innlegg- ið miklu máli og ef það klikkar er allt eyðilagt. Þannig að ábyrgðin er nokkur.“ Líkt og með dansnámskeið æskunnar hefst nám í túbuleik því oftast á valdbeitingu fullorðinna og Þór- hallur segist aðeins hafa hitt einn mann um ævina sem hóf sjálfviljugur að læra á hljóðfærið. Enda ekki mikl- ir framtíðarmöguleikar fyrir útskrifaðan túbuleikara ef málin eru skoðuð út frá praktísku sjónarmiði. „Það er bara ein staða túbuleikara til á landinu, hjá Sinfóníunni. Hún er ekki laus sem stendur. Þannig að atvinnumöguleikamir eru vægast sagt takmarkaðir. Mætti segja að þetta væri svipað og að læra að verða forsætisráðherra." Finnur Vilhjálmsson Þröncvað ítúbunám En hvers vegna kýs ungur maður sem er að hefja Nemendurnir voru ekki vissir um hvort gulllitaða tilraunaglasið væri hið rétta. Avwwufc ’Hr\ . AV mmm WmVm f^ér nvct (rí<vfv. Éíaínm3/vn,? fe sa - i — vetf c^íí Ufr^rí 3if tetla þðt íkilch Cttír j /v|a {utír éfij t'oíc hgnty Að fæða bam er eins og að kúka fótbolta. Að kúka fótbolta ■— U 7 er ekkert líkt því að fæða bam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.