Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 15
Eftir að hún hætti með SVO síðastliðið sumar hefur Linda Björg Árna- dóttir textílhönnuður ekki setið aðgerðalaus. Hún er margverðlaunaður hönnuður og hefur átt velgengni að fagna á alþjóðlegum vettvangi. Núna er hún að hanna fyrir Martine Sitbon og Byblos. Hún lætur ekki þar við sitja heldur gegnir hún líka ábyrgðarstöðu hjá Listaháskóla íslands og er að hefja framhaldsnám í Lundúnum í haust. Lindo Björg a flugi Eftir útskrift frá textíldeildinni í Mynd og Hand, fór Linda Björg að læra fatahönnun í Studio Bercott í París. Það var einmitt þá, þegar hún var að klára skólann, sem hún fór f atvinnuviðtal hjá hinum fræga tískuhönnuði, Martine Sitbon. „Martine aug- lýsti eftir manneskju og ég skellti mér í viðtalið. Eg hafði ekki miklar væntingar um að fá vinnuna því það voru margir sem sóttu um. En henni líkaði greinilega vinna mín og ég fékk starfið.“ Textíll fyrir Sitbon og Byblos Það var árið 1997 sem Linda byrjaði fyrst hjá Martine. Hún vann fyrir hana í tvö ár eða þangað til hún eignaðist Kríu dóttir sína árið 1999. Núna hefur Linda hafið aftur störf hjá hinum fræga tískuhönn- uði. Og þar sem Martine Sitbon hannar líka fatnað- inn fyrir Byblos hefur starf Lindu, sem gerir textílinn fytir hana, aukist til muna. En Linda er afslöppuð og stressar sig ekkert á þessari ábyrgð sem fylgir því að hanna fyrir svona risa í tískuheiminum. Hún er ekki fastráðin enda kann hún vel við frels- ið sem fylgir lausamennsku. „Þar sem ég er freelance get ég unnið hjá mörgum í einu, ég get unnið hvar sem er og hvenær sem er. Það er mjög langt síðan ég hef verið í fastri vinnu hjá einhverjum þar sem vinnutími er staðlaður. Eg veit ekki bvort ég gæti það. Ég vil hafa þetta svona, ég kann vel við frelsið." Móðir á hlaupum Linda situr aldrei auðum höndum og þarf svo sannarlega á frelsinu að halda til að geta sinnt öllum verkefnum sínum. Starf hennar hjá Martine Sitbon er ekki eina starfið sem hún gegnir. Hún er líka um- sjónarmaður ttsku- og textíldeildarinnar í Listahá- skóla Islands. Hún er líka að hefja framhaldsnám í textílrannsóknum í Royal College og Arts f Lundún- um í haust. Þar sem Linda sinnir líka smærri verkefnum er erfitt að átta sig á því, hvemig tveggja barna móðir fer að þessu. „Ég er náttúrlega alltaf á hlaupum. Þeyt- ingur hingað og þangað. En þótt ótrúlegt sé þá redd- ast þetta allt saman.“ svo Linda Björg vakti fyrst athygli hér heima þegar hún vann hina alþjóðlegu Smirnoff'fatahönnunar keppni árið 1995. Það var svo nokkrum árum síðar að hún fór af stað með sitt eigið merki sem hún nefndi SVO. En sá fatnaður vakti mikla athygli, bæði hér heima og erlendis, Linda fékk m.a. Menn- ingarverðlaun DV fyrir hönnunina. Þegar best lét var SVO-fatnaðurinn seldur f um það bil 20 verslun- um um heim allan, þó aðallega í Asíu og Bandaríkj- unum. Vegna skorts á fjármagni lagði merkið upp laupana síðastliðið sumar, aðeins nokkrum vikum fyrir Fut- urice-sýninguna. Þar átti það að vera eitt af aðal- númerunum. KLÁRAÐI Á 10 DÖGUM Linda Björg er komin aftur til Martine Sitbon. „Martine hafði ekki verið sérlega ánægð með hönn- uði sína þannig að hún bað mig eiginlega um að koma aftur, og ég sló til.“ Það sem Linda hefur verið að vinna að núna er línan fyrir vor og sumar árið 2002. „Við höfum alltaf unnið með minimalefni. En það voru aðrar pælingar í gangi fyrir næstu vór- og sumarlfnu. Við unnum út ffá málverkum sem Martine var að pæla f, við vorum því að spá í áferðum frekar en mótívum.“ Undirbúningsvinnuna vinnur Linda hér á Islandi, en hún þarf svo að fara til Parísar til að klára línunna. Það gerði hún sfðast á 10 dögum. „Eg þarf samt að fara út svona 2-3 vikum fyrir sýningarnar til að vinna efnin. Þá erum við að vinna handgerð efni og getur vinnsla þeirra verið flókin. Þetta er gert sér- staklega fyrir tískuvikuna, en það er afar ólíklegt að þessi efni fari svo í framleiðslu.“ Eigin lína? Þar sem Linda er alltaf að fást við nýja hluti, hlýt- ur að vakna sú spurning hvort hún ætli aftur af stað með línu í sínu eigin nafni. „Eg veit það ekki. Kannski eftir námið. En mér finnst frekar ólíklegt að það verði tískufatnaður. Það verður eitthvað öðru- vísi, hefur eitthvað að gera með efhi og þróun NAFN: Guðbjörg Kr. lngvarsdóttir STARF: Skartgripahönnuður. Þinn STÍLL: o O o o Hann er einfaldur og kven- legur. Ég nota skartgripi mikið og oft breyti ég flíkum með skarti. Flottustu merkin: Mér finnst skartgripahönnuð- irnir Sigurd Brouger og Ulrik Jurgersen mjög- flottir. Svo er hinn ítalski Antonio Cittero líka flottur. MottÓ: Gott getur orðið betra. 1,00 liUíndutóWtAbUxWr Á 996 fer. £ AlOI Sæunn í Dýrinu Þad hefur ýmislegt drifið á daga Sæunnar frá þvf að hún tók þátt í Futurice sfðastliðið sumar. Hún er búsett í London og þar er hún starfandi fatahönnuður Hún hannar sfna eigin línu sem hún kallar Æ og hefur hún verið í því að koma henni á framfæri. Það hefur gengið vel og er Æ seld í verslunum sem selja fatnað eftir unga hönnuði íTokyo, París og London. Hún hefur líka verið að vinna fyrir aðra og var hún m.a. að vinna fyrir Vivienne Westwood síð- astliðinn vetur. Hér á Islandi fæst Æ keypt í Dýrinu á Laugaveginum. Sumarlfnan saman- stóð af bolum, blússum og skartgripum og var litagleði og kvenleiki hafður f fyrirrúmi. Sum- arlfna Æ er hér um bil uppseld, það er þvf ekki hægt annað en að bfða spenntur eftir haustlfn- unni. En hún er væntanleg í verslunina í sept- ember. Strákaföt Raf Simons sýndi nýlega fatalínu fyrir haust og vetur 2001-2002, eftir frf sem hann notaði til að sinna ört vaxandi fyrirtæki sínu. í sýningunni blandaði hann saman hefðbundn- um klæðskerasniðum og grófum fatnaði. Hann sýndi m.a. bazerjakka, f skólajakkastfl, með ófínni fötum, t.d. slitnum gallabuxum og grófum vetrarpeysum. Sýning hans vakti yfir- höfuð mikla hrifningu og voru margir á þvíað hann hefði komið endurnærður og ferskur úr frunu. Útsölur Útsölumar hófust óvenju snemma í ár eða í byrjun júlf. Þær hafa þvf staðið ansi lengi núna og óneitanlega komin þreyta í þær. Afsláttur er oftast á bilinu 20-80 % og er afar misjafnt hversu góðar eða nýjar vörur eru í boði. Sumar búðir hafa tekið vörur úr sumarlínunum af út- sölunni, til þess að setja þær aftur upp í haust með nýju vörunum. Þetta er skrýtið og er afar ólíklegt að svona viðskiptahættir þekkist í merkjabúðum erlendis. En sem betur fer taka þessar leiðindaútsölur enda bráðum. Þeir sem eru komnir í haustpælingar þurfa að bíða að- eins því flestar verslanir byrja að taka inn nýju vörurnar um miðjan ágúst. RCWELLS Tíska-Gæði-Betrauerð 27. júlf 2001 fÓkuS 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.