Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 8
Sumarið í sundlaugurtum einkennist af fjölbreyttri flóru fólks sem slakar á í heita pottinum og sleikir sólina. Laugarnar eru ekkert frábrugðnar öðrum vistkerfum á landinu sem lifna við og standa í bióma á sumrin. Þar eiga sér samastað tegundir, margar hverjar afar sérstak- ar, sem finnast hvergi annars staðar og eru einkennandi fyrir hina stórfenglegu líffræði lauganna. Þær hafa þró- ast um langt skeið, sérhæft sig og þroskað með sér eig- inleika sem skapa þeim sess og hlutverk í samfélagi sundlauganna. Fókus brá sér t náttúruskoðun t heitu pottana.. LÍff ræðin laugunum / i Áður en lestur þessarar greinar hefst skulu les- endur staldra við, athuga og fara síðan eftir þess- um ströngu fyrirmælum: Bráðnauðsynlegt er - og raunar fyrir öllu — ef lesa á þessa grein á annað borð, að lesa hana þá annað' hvort upþhátt eða í huganum með rödd Davids Atten- borough eða Gylfa Pálssonar en það er náunginn sem tilkynnir aldurstakmörkin á vídeóspólunum og hefur lesið inn á nánast hverja einustu náttúrulífsmynd sem sýnd hefur verið í íslensku sjónvarþi. Ástæða þessa er sú að lesendur setji sig í réttu stellingamar og öðlist þetta stóíska hugarfar sem einkennir sanna náttúruá- hugamenn. Algjör forsenda þess er að beita fyrir sig fagmönnunum með áðumefndum hætti. Sem sagt: Pið sjáið fyrir ykkur Gylfa, ábyrgan á svip í gráa jakkanum sínum. Hann opnar munninn og... Massinn (Musculus maximus) Þessi tegund er árstíðabundin t sundlaugunum, farfugl, sést vart utandyra á veturna en sækir í sig veðrið með hækkandi sól. Hann er lítið áberandi yfir vetrarmánuðina, felulitaður svo hann skeri sig ekki úr fjöldanum en á vorin fellir hann haminn og færist í aukana. Þegar fram á sumarið kemur lít- ur hann á sundlaugar sfns nánasta nágrennis sem sitt yfirráðasvæði enda afar drottnunargjarn að eðlisfari. Hann tekur sér gjarnan stöðu og hreykir sér hátt á hæsta punkti þar sem hann nær góðri yfirsýn yfir svæðið „sitt“. Jafnmikilvægt er að allir geti séð hann enda hefur Musculus max- imus verið kallaður páfugl sundlaug- anna og ekki að ósekju. Massinn þrífst á athygli, aðdáun og, síðast en ekki síst, öfund allra í nágrenninu. Sýni- þörf hans er afar mikil og er talin stafa af knýjandi þörf fyrir viður- kenningu á lfkamlegu atgervi hans. Sú þörf er rakin til þess að massar eru yfir- 1 e i t t f r e m u r pervisnirá unga aldri og langar upp frá því alltaf að vera stærri og sterkari en aðrir. H i n n dæmigerði massi hall- ar sér fram á handrið á svölum eða brú, sperrir rassinn aft- ur, þenur kassann til hins ýtrasta og reigir sig á alla vegu. Með aldri og þroska ná massarnir einstæðri færni í að hnykla nær alla vöðva líkamans samtímis og í sífellu án þess að átakið sé til neins nema sýnis. Kroppasýningar sínar stundar massinn þó undir yfirskini þess að hann sé í þungum þönkum eða að virða fyrir sér sjóndeildarhringinn. Massinn er yfirleitt dökkbrúnn að lit með gljá- svartan brúsk ofan á höfðinu. Sum eintök hafa á sér hvíta eða svarta bletti sem eru einkenni eins algengasta sjúkdóms tegundarinnar, húðkrabba- meins. Sum eintök hafa gulhvftan brúsk á höfði eftir að hafa komist í tæri við klórmengun. Búkur- inn er hárlaus me'ð öllu utan vel snyrts brúsks milli fóta enda húðin vaxborin reglulega og lík- amshár fjarlægð. Massinn í allri sinni reisn er yfirleitt mest á ferð á sólríkum dögum yfir hásumarið. Kjörlendi hans eru sundlaugar borgarinnar en einnig hefur hann numið land f Nauthólsvík eftir að baðströndin var opnuð. Þar sést hann jafnan smurður sólar- vörn með trisbídiskinn sinn. Do-do-fuclinn (Raepus hydrus) Einhver sjaldgæfasta en jafnframt skelfilegasta tegundin í vistkerfi sundlauganna er do-do-fugl- inn. Do-do-fuglar geta verið af öllum stærðum og gerðum en varasömustu afbrigðin eru mjög ungir eða mjög gamlir do-do-fuglar, annars vegar um 2 til 8 ára gamlir en hins vegar yfir 70 ára. Þessi teg- und lætur svo sem ekki mikið yfir sér og virðist yf- irleitt vera um mestu meinleysisgrey að ræða en undir yfirborðinu kraumar skítugt eðli sem getur tekið yfirhöndina hvenær sem er. Do-do-fuglinn verpir nefnilega eggjum sínum í vatni og finnst fátt hentugra og ljúfara en að drita þeim út í yl- volgt laugarvatn. Ákvörðun um varp er iðulega tekin ómeðvitað og næstum tilviljanakennt. Bæði karl- og kvendýrin geta orpið og tegundin hefur engan fastan varptíma heldur er það alger- lega einstaklingsbundið hvenær kallið kemur. Eggin eru brún að lit, misdökk þó en að öðru leyti um margt óvenjuleg og er fjöldi þeirra og lögun afar mismunandi. Sumir do-do-fuglar verpa fáum eggjum, aðeins einu eða tveimur, íbjúgum í laginu meðan aðrir spúa út úr sér fjölmörgum minni og hnöttóttum. Varpið fer þannig fram að þegar fugl- inn finnur hvötina marar hann hreyfingarlaus í hálfu kafi, lygnir aftur augunum og þrýstir út úr sér stykkjunum einu af öðru. Krampakenndir kippir fara um búkinn á meðan. Að varpi loknu lætur fuglinn eins og ekkert hafi í skorist og felur afurð- ir sínar guði á vald. Eggin búa yfir miklum flot- krafti og sökkva því ekki til botns heldur fljóta í hægðum sínum á yfirborði laugarinnar. Kannski er þessi skortur á umönnun ein af ástæðum þess að stofn tegundarinnar er fremur lítill en einnig kunna að spila þar inn í ofsóknir og útskúfun frá öðrum tegundum og ekki síst sú stað- reynd að egg do-do-fuglsins fá sjaldan að vera lengi í friði í vatninu heldur eru háfuð upp nánast jafnóðum af baðvörðum. Með markvissum að- gerðum af því tagi hefur tekist að halda stofninum í skefjum. Texti: Finnur Vilhjálmsson Myndir úr myndasafni DV, ótengdar texta. f ó k u s 27. júlí200l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.