Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 16
Ræ
>
>
Meira miskunnarieysi. Meiri ósvífni
Frumsýnd í dag
Skulagótu 15 og Sogavegi 3
s kifan.is
f Ó k U S 27. júlf 2001
Eirik S0rdal skrifar
RSeins einn Sveinn
Þegar mér barst sú harma-
fregn til eyrna að áhugaleikar-
inn frá Borgarnesi, Sveinn M.
Eiðsson, væri látinn fannst
mér við hæfi að votta honum
virðingu mína. Eg frískaði upp
á minnið og horfði á kappann
í hans frægasta hlutverki sem
hrottalegur kaupamaður í
kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Oðali feðranna. Það eru
liðin tíu ár síðan ég sá mynd-
ina fyrst og það eina sem ég
mundi úr henni var einmitt
hið ógleymanlega framlag
Sveins ásamt geldingu hests
að hætti Hrafns.
svona stíf. Þetta er betra. Er
þetta ekki gott, ha? Þetta er
gott. En þetta, er þetta ekki
gott?“ í kjölfarið nauðgar
hann dauðskelkaðri stelpunni
á meðan móðir hennar reynir
að brjótast inn til þeirra. Þeg-
ar hann hefur lokið sér af
hleypir hann móðurinni inn
og tekur barsmíðum hennar
þegjandi og hljóðalaust. I
hamagariginum raular Bó
blíðróma undir: „Fyrir okkar
fyrstu kynni, tel ég ekki með,
tíkallsvirði af litlum ævintýr-
um hér og þar.“
+
Bróðir okkar,
SVEINN M. EtÐSSON,
Póróltsgötu 10a,
Borgamesi,
sem tést fimmtudagínn 19. júlí, vwður jarð-
sungínn frá Borgameskirkju timmtudaginn
26. júlí kl. 14.00.
Hatlfriftur Eiðsdóttir,
Bjöm Eiðsson,
Ingibjörg Eiftsdóttir,
Sigurður Eiftsson.
Sveinn er líklega eini ís-
lendingurinn sem stolið hefur
senunni af Björgvini Hall-
dórssyni og geltum hesti.
Hesturinn var svæfður og Bó
er áð vísu bara einnar línu
maður í Óðali feðranna. „Spil-
aðu þetta bara inn á teip og
sendu mér,“ segir hann og nær
sjálfum sér algjörlega. En Bó á
líka sterka innkomu í stjörnu'
leik Sveins og bætir á ógeðs-
legheitin með óbeinum hætti.
Sveinn lagar te með róandi
töflum í eldhúsinu á meðan
Helga, þroskaheft og málhölt
stelpa á bænum sem hann
hefur ráðið sig til starfa á,
liggur í herbergi sínu og
sorterar plaköt af poppgoðinu.
Sveinn kemur færandi hendi
og tekur til við að nudda axl-
irnar á Helgu og biður hana að
slaka á. „Fáðu þér vel af teinu
og vittu hvort þú hressist
ekki,“ segir hann og káfar á
henni. „Þú mátt ekki vera
n
vem
Leikur Sveins hafði meiri
áhrif á mig, þessar fáu mtnút-
ur, en Laddi gæti haft þó hann
héldi áfram í fjörutíu ár í við-
bót. Hróður Sveins hefur líka
borist út fyrir landsteinana. I
kveðjuorðum til félaga síns í
Morgunblaðinu í gær segir
Hrafn að leikur hans í mynd-
inni hafi vakið mikla athygli í
Svíþjóð. A síðasta ári kynntist
ég nokkrum Svíum. Það eina
sem þeir vildu ræða við mig,
eftir að hafa komist að því að
ég væri frá íslandi, voru
myndir Hrafns. I sænskum
grunnskólum höfðu einhverj-
ar þeirra verið skylduáhorf.
Það var liður í uppfræðslu um
skyldmennin í vestri, einhvers
konar „nordisk samarbete".
Ekki ræddum við takta Sveins
sérstaklega en ég get mér þess
til að geldingin og nauðgunin
hafi líka staðið upp úr í þeirra
huga. Með Sveini er genginn
einhver náttúrulegasti leikari
þjóðarinnar.
BÍom
Plánetan kláruð
Leikstjórinn Tim Burton segist vera
þeirrar skoðunar að allt of mikið hafi verið
gert úr vinnu hans á sfðustu stundu við
Apaplánetuna sem frumsýnd er í
Bandaríkjunum í dag. „Þetta
eru engar fréttir... Hver er
það sem er að gera mynd
| sem vinnur ekki að henni
’ allt til enda? Síðustu
tvær vikurnar langar
mann að drepa sig. Þeir
þurfa að rífa filmuboxin út úr
krepptum hnefa manns,“ segir
Burton sem myndi ekki gefa mikið fyrir
leikstjóra sem skilaði af sér tveim vikum
fyrr og færi svo f frí. Apaplánetan verður
frumsýnd hér á landi 24. ágúst í Regnbogan-
um.
Carter í apaskóla
Og meira af Apaplánetunni þvf ein af að-
alleikkonunum, Helena Bonham Carter,
var send í apaskóla til að þjálfa
sig fyrir hlutverk sitt í mynd-
inni. Helena leikur Ari í
þessari endurgerð myndar-
innar frá 1968 og þurfti að
eyða mörgum klukkutím-
um f förðun til að geta sinnt
hlutverkinu. Það nægði þó
ekki Tim Burton þvf hann vildi að
leikararnir næðu hreyfingum apanna
fullkomlega. „Apaskólinn var mjög upplífg-
andi. Ég féll að vísu í fyrstu þvf ég var svo
ofvirk en það er margt gagnlegt í því að
finna sinn innri apa. Leikararnir og starfs-
fólkið vandist þvf fljótt að sjá apa hoppandi
um og borða hádegismat,“ segir Helena
Bonham Carter.
Stjörnurnar uppnefndar
Cameron Diaz, Denise Richards og Gisele
Bundchen eru vel kunnar fyrir útlit sitt en
þær þurftu að ganga f gegnum ýmislegt
ður en þær urðu það sem þær eru í
Þegar Cameron Diaz var í
^skóla var hún kölluð beina-
k grindin, Denise Richards var
Ikölluð fiskavarir og Gisele
Ivar kölluð ólffuolfan. Kær-
/asti Gisele, Leonardo
rDiCaprio, var kallaður sá
r þroskahefti vegna þess að hann
var alltaf að kfkja á prófin hjá bekkj-
arfélögunum. Whoopi Goldberg tók upp
Whoopi-nafnið eftir að hún var uppnefnd
Whoopi Cushion sem barn sökum stærðar
hennar. Stór eyru Celine Dion sköpuðu
henni viðurnefnið kanfnan og Nicole Kidm-
an var kölluð storkurinn vegna þess hve
stór hún var.
Á TENNISVÖLLINN
Hin unga Hollywood-stjarna, Reese
Witherspoon, hefur gefið upp að næsta
hlutverk hennar verði á tennisvellinum. Eft-
ir að hafa sigrað dómstólana sem laganemi
í Harvard í kvikmyndinni Legally Blonde,
sem væntanleg er hingað til lands, býr þessi
Ijóshærða fegurðardfs sig undir að leika f
mynd sem tekur á heimi tennisíþróttarinn-
ar hjá konum. Witherspoon kemur til með
að leika aðalhlutverkið auk þess að fram-
leiða myndina (!!) en það er Bruce Miller
sem semur handritið.
Þessi væntanlega
tennisgaman-
mynd hefur þó
ekki enn feng-
ið nafn.
Þunni helgarpabbinn
er hálfráðvilltur þessa
dagana og veit varla í
hvorn fótinn á að stíga.
Löngunin að henda sér á
barinn er sterk en skyld-
an kallar og eftir ísbíltúr-
inn lætur hann til leiðast
og fer með krakkana í
bíó. Þar er þó lítið í boði
og endar hann á að velja
nýjustu myndina um
Krókódíla-Dundee, þó
hann sé löngu búinn að
sjá hana og krakkarnir
hafi ekkert gaman af
henni.
Selfyssingurinn
ákveður að vera dálít-
ið villtur í þetta skiptið.
Nú er það engin
Hollywood-spennu-
mynd, nú telur hann sig
ætla á Hong Kong-slags-
málamynd. Brother heit-
ir stykkið og skartar
þekktum leikurum úr
heimi þeirra kvikmynda.
Selfyssingurinn getur
gortað sig af þessu skren-
si lengi.
Menningarvitinn
hefur beðið lengi eftir
mynd Sofiu Coppola,
Virgin Suicides. Hann
hélt hún kæmi á Kvik-
myndahátíð en það gerð-
ist ekki, loksins fær hann
að sjá þetta tveggja ára
gamla stykki. Þó hann
sjái að margir í salnum
séu bara komnir til að
horfa á Kirsten Dunst
skemmtir hann sér vel
engu að síður og er stolt-
ur af.
Topp 20-pörin
ætla að hlæja sig
máttlaus yfir Scary
Movie 2 þessa helgina.
Fyrri myndin var jú ein-
stök að þeirra mati, þau
höfðu ekki hlegið jafn-
mikið síðan Hot Shots
var og hét. Trailerinn er
enda sprenghlægilegur,
þegar stelpan spyr strák-
inn hvað hann sé eigin-
lega að gera þarna þá
svarar hann bara að þetta
sé jú framhaldsmyndin!!
Oborganlegt.
16