Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 10
Poppmolar
Aaliyah reynir aftur
Þá er þriðja plata hinnar hæfileikaríku söng- og teikkonu Aaliyah komin út. Aali
yah (sem á að bera fram alía, ekki alæa ...) átti eitt af flottustu lögum sfðasta árs, lag
ið Try Again sem hún gerði með upptökusnillingnum
Timbaland og var eitt aðallagið í kvikmyndinni Romeo Must
Die sem hún lék í líka. Try Again fylgir með sem síðasta lag á
nýju plötunni (sem heitir einfaldlega Aaliyah) en auk þess eru
14 önnur, þrjú unnin með Timbaland en hin unnin með ungum
og upprennandi pródúserum, þeim Rapture, Bud’da og J. Dub.
Fyrsta smáskffulagið We Need A Resolution, er eitt af
Timbaland-lögunum. Platan hefur fengið fína dóma, t.d. fjórar stjörnur og mikið lof í
Rolling Stone. Aaliyah gerði fyrstu plötuna sfna með þáverandi unnusta sínum R.
Kelly árið 1994 þegar hún var 14 ára. Hún hóf samstarf við Timbaland árið 1996 þegar
önnur platan hennar One In A Million kom út, en platan sló í gegn og vakti mikla at-
hygli á þeim báðum. Aaliyah lék á síðasta ári i kvikmyndinni Queen of the Damned
sem er væntanleg íkvikmyndahúsin f byrjun næsta árs og er að fara að leika í Matrix
Platan Origin of Symmetry með bresku hljóm-
sveitinni Muse hefur fengið frábæra dóma og er
að seljast ágætlega, m.a. á klakanum. Trausti
Júlíusson kynnti sér sögu sveitarinnar sem í
upphafi ferilsins var mikið líkt við Radiohead.
...Undir áhrifum frá
Kurt Cobain og Ðerlioz
2.
Tónleikaplata með Daft Punk
Franska dúóið Daft Punk hefur í hyggju að gefa út tón-
leikaplötu í október. Platan var tekin upp í B'irmingham 1997
og inniheldur efni af fyrri plötunni þeirra Homework í tón-
leikaútgáfum sem að sögn eru enn dansvænni en stúdíóupp-
tökurnar. Hljómsveitin gerir af þessu tilefni smáhlé á smá-
skffuútgáfuröðinni af Discovery, en þeir hafa í hyggju að
gefa öll 12 lögin af plötunni út á smáskífum og láta mynd-
band eftir japanska teiknarann Leiji Matsumoto fylgja með hverju fyrir sig. Mynd-
böndin mynda svo eina samfellda sögu þannig að úr verður klukkutíma teiknimynd.
En nú er það semsagt tónleikapiata. Daft Punk hafa ekki verið mikið fyrir að selja
lögin sfn í auglýsingar, en fram undan er GAP-auglýsing sem þeir semja tónlistina
við og leika í, svipað og Run DMC fyrir nokkrum árum.
Skoskt eyrnakonfekt
önnur plata skosku hljómsveitarinnar Beta Band Hot Shots II er nýkomin íversl*
anir. Hljómsveitin vakti fyrst athygli þegar fyrstu þremur ep
plötunum hennar var safnað saman á disk árið 1998. Sú út-
gáfa, sem fékk nafnið The Three EPs, þótti frábær. Fyrsta eig-
inlega stóra platan, Beta Band, sem kom út 1999 var öllu um
deildari og þótti of óreiðukennd að mati sumra, þ. á m. söngv-
arans Steve Mason sem lýsti því yfir að platan væri hreinasta
hörmung. Nýja platan er afturhvarf til þessa Ijúfa og marg-
slungna popps sem vakti athygli á hljómsveitinni í byrjun.
Beta Band segist vera undir áhrifum frá King Tubby, Lee
Perry, Barry White og hip-hop tónlist, en við þann lista mætti eflaust bæta einu og
öðru, enda eitt af aðalsmerkjum tónlistarinnar hvað þeir sækja innblástur f ólfka
hluti. Beta Band er þessa dagana á tónleikaferð um Bandaríkin með Radiohead en
Thom Yorke og félagar hafa lengi verið miklir aðdáendur.
Björk undirbýr tónleikaferð
Það styttist í að nýja platan með Björk, Vespertine, líti dagsins Ijós, en útgáfu-
dagur um allan heim er 27. ágúst nk. Björk var listamaður dagsins á Billboard.com
vefsíðunni síðasta mánudag en þar var m.a. viðtal við hana þar sem hún var stödd á
Grænlandi að leita að eskimóastelpum til þess að
syngja í kórnum sem verður hluti af tónleikadag-
skránni hennar, en tónleikaferðalagið hefst í Grand
Rex í París 18. ágúst nk. Það er þegar búið að ákveða
14 tónleika í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum, en ekki ólíklegt að það verði bætt
við fleiri fljótlega. Það hefur ekkert verið talað um tónleika á ístandi. Auk þess að
leita að kórsöngkonum á Grænlandi var Björk að sögn Billboard að slappa af og
hlusta á uppáhaldsplöturnar sínar þessa dagana, Survivor með Destiny’s Child, Miss
E... með Missy EUiott og Bodily Functions með house tónlistarmanninum Matthew
Herbert...
S-K-l-F-A-N
Lögin Plug in Baby og New Bom með hljómsveit-
inni Muse hafa verið spiluð töluvert bæði í útvarpi og
sjónvarpi undanfarið Þetta eru fyrstu tvær smáskífurn-
ar af nýju Muse-plötunni Origin of Symmetry sem
kom út fyrir nokkrum vikum. Lögin eru bæði kraftmik-
il gítarrokklög en platan, sem stefnir í að verða ein aðal
rokkplata sumarsins, lumar á ýmsu öðru. Kíkjum nán-
ar á þremenningana.
Smábæjarguttar
Muse er skipuð þeim Matthew Bellamy söngvara,
gítarleikara og píanista, Dominic Howard trommara og
Chris Wolstenholme bassaleikara. Þegar þeir voru
þrettán ára stofnuðu þeir fyrstu hljómsveitina sína f
Teignmouth í Devon-sýslu í Englandi. Teignmouth er
ekta smábær þar sem ekkert er við að vera „nema að
slæpast, reykja og hlusta á tónlist," eins og Matthew,
eða Matt eins og hann er yfirleitt kallaður, lýsir því.
Þeir skiptu nokkrum sinnum um nafn en enduðu á því
að velja Muse-nafnið. Eftir nokkur ár f bílskúrnum
fóru þeir að spila alls staðar þar sem það stóð til boða
en það eru ekki sérstak-
lega margir staðir sem
koma til greina í Devon
þannig að oft voru þeir
að spila á
hálftómum börum fyrir
misáhugasama áhorfend-
ur.
Uppgötvaðir í New
York
Þeir létu samt ekki
deigan síga, allir þessir
hálftómu barir hertu þá
bara og gerðu þá ákveðn-
ari í að ná árangri. Arið
1998 tóku þeir þátt f In
The City sem er vett-
vangur fyrir óþekktar
hljómsveitir og f
framhaldinu fóru þeir á
CMJ Music Seminar í
New York og fyrr en varði voru mörg bandarísk plötu-
fyrirtæki komin með augastað á þeim. Þeir gerðu
samning við plötufyrirtæki Madonnu, Maverick
Records í Bandaríkjunum, Motor Records (sem gefur
út Rammstein) f Þýskalandi, Naive
í Frakklandi og Mushroom í Bretlandi. Fyrsta smá-
skífan þeirra sem fékk einhverja útbreiðslu var Uno
sem kom út í ágúst 1999 og fékk strax frábærar viðtök-
ur. Þá um sumarið spiluðu þeir á Glastonbury, Reading
og Woodstock og fóru í sitt fyrsta tónleikaferðalag um
Bandaríkin. Fyrsta stóra platan, Showbiz, kom svo út í
október það ár.
Hataðir af Stereophonics
Showbiz hefur verið að seljast jafnt og þétt frá því að
hún kom út. Hljómsveitin notaði meirihluta ársins
2000 í tónleikaferðir um Evrópu, Bandaríkin og Asíu.
Hún spilaði m.a. á 50 tónlistarhátíðum. í
Japan var þeim tekið eins og stórstjörnum, þeir voru
hylltir af æstum múg hvert sem þeir fóru. Þeir hegðuðu
sér líka eins og rokkstjörnur; kampavín og grúppíur á
hverju kvöldi. „Það kom einhver þeim orðrómi á kreik
á japönsku heimasíðunni okkar að við byðum stelpum
inn á hótelherbergin okkar eftir tónleika þannig að
eftir það mætti fullt af stelpum bara til þess. Það biðu
alltaf eitthvað um 50 eftir okkur þegar við komum á
hótelin," segja þeir og virðast ekkert ósáttir við þenn-
an orðróm.
Muse á sér nokkra ffæga aðdáendur, þeirra á meðal
meðlimi Foo Fighters og Red Hot Chilli Peppers, en
líka einn frægan hatursmann sem er Kelly Jones,
söngvari Stereophonics. Kelly og Matt hafa eitthvað
verið að munnhöggvast í fjölmiðlum, Kelly lýsti því
m.a. yfir í viðtali að Matt væri „helvítis hálfviti". 1 ný-
legu viðtali við breska tónlistarblaðið Q segir Matt,
þegar hann er spurður út í ummæli Stereophonics
söngvarans: „Ég vildi að ég væri jafnsvalur
og hann. Og ég vildi að ég gæti samið texta eins og
hann.“ Og glottir...
Ekki lengur líkt við
Radiohead
Eins og Coldplay var
Muse t byrjun ferilsins
mikið líkt við Radi-
ohead. Það var stundum
haft á orði að Muse og
Coldplay væru eins og
tvær hliðar á sama pen-
ingi, Coldplay bjarta
hliðin, Muse sú dimma.
Það má vissulega heyra
hluti sem minna á Radi-
ohead bæði í söng Matt
Bellamy og uppbyggingu
sumra laganna en eftir að
Thom Yorke og félagar
þróuðust út í þessa fram-
sæknu og tilrauna-
kenndu tónlist eru menn
hættir að tala um Radiohead þegar Muse ber á góma.
Origin of Symmetry er að mestu tekin upp með
pródúsernum John Leckie. Þeir félagar eru mjög
ánægðir með Leckie og segja t.d. að hann hafi spilað
fyrir þá alls konar furðulega tónlist í stúdíóinu til
þess að veita þeim innblástur. Reyndar voru fyrstu
lögin, þ.á m. Plug in Baby og New Born, tekin upp
með Dave Botterill sem hefur m.a. unnið með Tool og
deus.
Origin of Symmetry þykir nokkuð fjölbreytt. Hún
inniheldur bæði hávært og kraftmikið keyrslurokk og
stemningarfyllri lög þar sem píanóleikur og orgel eru
áberandi. Matt Bellamy var á sínum tíma mikill Nir-
vana-aðdáandi, sem skýrir kraftinn og keyrsluna en
hann hefur líka lengi verið heillaður af klassíska tón-
skáldinu Berlioz og það má kannski segja að áhrifin frá
honum smjúgi inn í sum laganna.
THE Nf:W YEAR
NtWNFiS[NDS
r\ r\ r\ r\
Flytjandi: David Bowie
Platan: All Saints
Collected Instrument*
Útgefandi: EMI/Skífan
Lengd: 76:28 mín.
Flytjandi: The New Year
Platan: Newness ends
Útgelandi: Touch&Go/
Hljómalind
Lengd: 32:41
Flytjandi: Ýmsir
Platan: Urban Rene\
Útgefandi: Warner/Skífan
Lengd: 60:46 mín.
hvaS fvrir skemmtileaar niSurstaSa
hvern? staðreyndir
Þessi safnplata meö Bowie inniheldur 16 instrúmental stykki, þar á meðal 5 af Low, 4 af Heroes og 3 áður óút- gefin eöa illfáanleg. Instrúmentallögin sem Bowie gerði með Eno á Berlínar- árunum (b-hliöarnar á Low og Heroes) eru margrómuð, hér er búið að safna þeim saman á einn staö og bæta við nokkrum sönglausum verkum sem Bowie hefur gert síðan. Þetta er fyrst og fremst plata fýrir harða Bowie-aðdáendur sem eru til í að eiga öll þessi instrúmental lög á einum stað. Platan virkar mjög vel sem heild og er áhugarverö fyrir þá sem eru spenntir fyrir Bowie í til- raunagtr. Hún kemur samt auövitaö alls ekki t staðinn fyrir meistaraverkin Low og Heroes, þetta er meira eins og skemmtileg viðbót. Verða menn veruleikafirrtir á toppn- um? Tapa kannski dómgreindinni á einhverjum sviðum? Bowie sjálfur hannar umslagiö og gerir myndirnar á því. Önnur eins hörmung hefur ekki sést lengi. Þetta eru illa gerðar sjálfs- myndir, unnar í tölvu. Hryllingur. Þaö hefði einhver átt að segja honum hvað þetta er Ijótt... Þessi plata er kærkomin. Hún minnir mann á það hvað þessi lög frá Berlín- artímanum eru frábær og sannar að þau eru t fullu gildi enn í dag. Þau hljóma kannski ekki eins tilrauna- kennd og fyrir 25 árum, en jafn fersk samt. Nýrri lögin og óútgefna efnið passar vel inn í og heildin virkar mjög vel. Mögnuð og einstök tónlist. trausti júlíusson
Newness ends er fyrsta plata hljóm- sveitarinnar The New Year. Ekki er þó þar með sagt að meðlimir sveitarinnar séu einhverjir nýgræðingar. Forsprakk- arnir og bræðurnir Bubba og Matt Kadane stofnuðu sveitina meö þrem vinum sínum þegar hljómsveit þeirra, Bedhead, leystist upp árið 1998, eftir að hafa náö nokkrum vinsældum hjá jaðarrokkfiklum. Ætii það sé ekki einfaldast að fella The New Year inn i breiðan faöm síð- rokksins þótt það hugtak útskýri ! sjálfu sér lítið. Annars er hér um róleg- heita-gitarrokk að ræða, kryddað með lágstemmdu söngli um lífið og tilver- una. Þetta ætti þvi að falla vel að eyr- um gítarrokksunnenda á öllum aldri. Bæði nafn hljómsveitarinnar og fyrsta disksins getur talist vera táknrænt fyrir The New Year. Nafnið á sveitinni telja margir að eigi vel við því hún sé upphaf á nýjum kafla í tónlistarsögu Kadaneljræöranna. Einnig er tónlist TNY ekki talin alveg eins tilrauna- kennd og Bedhead var. Það mætti því segja að newness ends þýði að traustar og gríp andi melódíur ráði ríkjum í TNY í stað enda- lausrar leitar að endalausum frumleika. Newness ends lekur Ijúft t gegnum hlustir hvers þess er hættir sér í heyrnarfæri frá hljómflutningstækjum er bera boöskap Kadane-bræðra og máta þeirra - áreynslu- laus angurværð i söng og spili en um leið orkumikil undiralda með snert af hamingju handan við hornið, Fullkomin kertaljósa- og kvöldveröartónlist fyrir turtildúfur sem hvorug er haldin krónískri froöu- poppáráttu. hafsteinn thorarensen
Þessi plata inniheldur útgáfur nokk- urra r&b og hip-hop listamanna tónlist Phil Collins bæði af sólðplötunum hans og með Genesis, Meðal flytjenda eru systkinin Brandy og Ray J, 01' Dir- ty Bastard, Lil' Kim, Kelis, TQ, Joe, Montell Jordan og Deborah Cox. Phil Coilins sjálfur syngur svo á móti Lil' Kim i laginu ,ln The Air Tonight". Þetta er varla plata fyrir Phil Coliins-aö- dáendur, nema kannski þá sem hafa mest hrifist af honum í ballöðugírnum. Þaö þekkja allir lög eins og .Another Day in Paradise", Jn The Air Tonite", .Gotta Hold Over Me", „One More Night" og „Against All Odds". Þessi plata er fyrir þá sem langar aö heyra þau í r&b útgáfum. Það kemur óneitanlega á óvart að allir þessir r&b og hip-hop listamenn séu Phil Collins aðdáendur, en þegar vinn- an við þessa plötu fór af stað fyrir nokkrum árum kom í Ijós að það voru margir ólmir og uppvægir að vera meö. Collins er búinn aö vera að í 30 ár og er geysivinsæll i Bandaríkjunum þannig að þessir listamenn hafa alist upp við lögin hans. Ég er ekki mikill Phil Collins-maður, en það hvarflaði að mér aö það gæti kannski veriö forvitnilegt að sjá hvað r&b og hip- hop pródúserarnir vestra gerðu við þessa tónlist. Væntingarnar voru ekki mjög mikl- ar, en vonbrigðin eru samt alger. Það er hvergi glæta á þessari plötu. Útsetning- arnar eru algerlega metnaðarlausar og meira að segja ODB, Kelis og Lil’ Kim eru afieitl Vont. trausti júliusson
f Ó k U S 27. júlf 2001