Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 21
IM •Klassík ■ ENGILSAXAR í KIRKJUNNI Cumbria Youth Orchestra, 60 manna ungmenna- hljómsveit frá Norðvestur-Englandi, heldur tónleika í Hallgrímskirkju undir merkjum Sumarkvölds við orgelið sunnudaginn 29. júlí kl. 20. ■ REYKHOLTSHÁTÍÐ Á 5 ÁRA VÍGSLUAF- MÆLI REYKHOLTSKIRKJU Reykholtshá- tíð verður haldin á fimm ára vígsluafmæli Reykholtskirkju um helgina. Úrvalstónlistar- menn, innlendir sem erlendir, koma fram á fernum tónleikum. Hátíðarguösþjónusta verður á sunnudegi kl. 14. Herra Sigurður Sigurðarson. vígslubiskup í Skálholti, pré- dikar. Á hátíöinni verða flutt vel þekkt og sí- gild verk meistara evrópskrar tónlistarsögu. Upplýsingar um Reykholt og hátíðina er að finna á vefsíðunum www.reykholt.is og www.vortex.is/festival og hjá Heimskringlu. ■ SAGA REYKJAVÍKUR OG TÓNLEIKAR í dag kl. 13 mun sagnfræðingurinn Guðjón- Friöriksson verða með leiðsögn fyrir gesti safnsins um sýninguna „Saga Reykjavikur - frá býli til borgar“. Kl. 14.00 geta gestir hlýtt á messu í safnkirkjunni. Sr. Kristirn Ágúst Friöfinnsson messar. •Sveitin ■ SUMARTÓNLEIKAR í AKUREYRAR- KIRKJU Fjórðu Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir í dag kl. 17 og er flytj- andi Bandaríkjamaöurinn og orgelleikarinn Gary Verkade. Aögangur er ókeypis og allir velkomnir. •Opnanir ■ HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR í GALLERÍ HORNIÐ Listakonan Hulda Vilhjálmsdóttir opnar sýningu sina í Gallerí Hornið i dag klukkan 15, Birtan í rökkrinu. „Rökkur er kannski birtan í myrkrinu. Þegar daginn fer að stytta og nóttina að lengja, þá Ijóma málverkin mín í rökkrinu. Ég veit ekki hvenær dags það nákvæmlega er, þið verð- ið bara að koma og sjá," segir listakonan i boðskorti sínu. Sýningin stendur til 9. sept- ember. •Síðustu forvöö ■ MYNDLIST Á AKUREYRI í tíag lýkur tveim myndlistarsýningum í Ketilhúsinu á Akureyri, annars vegar sýningu nema LHÍ sem sýna afrakstur verkefnisins „Hringur" sem var hringferð um landið með sýningum á ýmsum stöðum. Sýningin ber yfirskriftina „Bæjó, hver vegar að heiman er vegurinn heim“. Hins vegar er sýning Elinu Koskimies frá Finnlandi á svölum Ketil- hússins en Elina dvelur T Gestavinnustof- unni útjúlf. ■ AKUREYRI í MYNDLIST í LISTASAFNI AKUREYRAR í dag lýkur samsýningu sext- án myndlistarmanna.sem eiga það sameig- inlegt að búa og starfa á Akureyri, ÍLista- safninu á Akureyri og ber hún yfirskriftina Akureyri ímyndllst. Höfuðstaður Norður- lands hefur fest sig í sessi sem mennta- og menningarbær en þangað eiga ófáir okkar virtustu myndlistarmanna í seinni tíð ættir sínar að rekja. Margir þeirra hafa lagst í vík- ing, gert garðinn frægan og ákveðið að hasla sér völl á öðrum slóöum. Ýmsir sneru þó aftur til átthaganna eftir langt nám er- lendis og hélduáfram að ávaxta sitt pund á Akureyri eða nýttu sér eingöngu þann- frjósama jarðveg sem á íslandi er að finna. Tilgangurinn með þessari samsýningu er aö gefa trúverðugan og fremur hlutlausan þverskurð aflistalífi bæjarins og veita þan- nig áhorfendum tækifæri til að kynnast- þeirri fjölbreytni sem á sér stað í akur- eyrskri myndlist við upphafnýrrar aldar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Nú starfa vart færri en sjötíu myndlistarmenn á Akureyri. ■ Einhversstaðar varð því að draga mörkin og var farin sú leið að bjóða átta myndlistarmönnum af mjög ólíkum toga til þátttöku en þeir höfðu síðan sjálfir frjálst val um að bjóða öðrum listamanni meö sér á sýninguna. Þrátt fyrir ólíka miöla, viöfangsefni, stílbrigði og þannaldursmun sem skilur að yngstu og elstu þátttakendur hafa þeir allir á þessari sýningu leitast við að túlka Akureyrarbæ út frá sinni eigin per- sónulegu reynslu og listrænu forsendum. Hefur eyfirsk myndlist einhver sérstök ein- kenni í líkingu við norðlenskan framburð? Er Akureyri í eðli sínu eitthvað frábrugöin öðrum bæjum landsins? Það eru þessar spurningar um myndlist á Akureyri og Akur- eyri T myndlist sem mynda veltiás sýningar- innar. Við undirbúning sýningarinnar kom upp sú hugmynd að fara nýja leið viö kaup á verki fyrir safnið en Listasafnið á Akureyri fær árlega vissa fjárhæð til kaupa á lista- verkum fyrir hönd Akureyrarbæjar. í stað þess að safnráð taki ákvörðun um hvaða verk er keypt á sýningunni verða áhorfend- ur beðnir um að kjósa „besta" verkið. ■ HENRI CARTIER-BRESSON í LJÓS- MYNDASAFNI RVK. í dag lýkur Ljósmynda- safn Reykjavíkur sýninguna Henri Cartier- Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggva- götu lö.Franski Ijósmyndarinn Henri Carti- er-Bresson sem nú er á tíræðisaldri hóf listaferil sinn sem listmálari en sneri sér að Ijósmyndun um 1930. Cartier-Bresson er þekktasti núlifandi Ijósmyndari heims og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið afgerandi augnablik". Hann er einn af frem- stu listamönnum 20. aldar og átti ríkan þátt í því að gera Ijósmyndun að sjálfstæðri og viðurkenndri listgrein. Þetta er í fyrsta sinn sem Cartier-Bresson heldur einkasýn- ingu á íslandi. Um er að ræða 83 Ijósmynd- ir sem Cartier-Bresson tók í Parísarborg og hefur sjálfur valið á þessa sýningu. Sýning- in er unnin í samráði viö Magnum Photos í París, umboðsskrifstofu sem Cartier- Bresson stofnaði ásamt 3 öðrum Ijósmynd- urum árið 1947.Parísarmyndirnar voru teknar á árunum 1929-1985 og ná yfir nær allan Ijósmyndaferil listamannsins. Sýning- in dregur því fram einstaka og skýra mynd af ferli og listrænum hæfileikum Cartier- Bresson. París sem viðfangsefni hefur ávallt haft mikla sérstöðu hjá honum og á sýningunni má finna margar af þekktustu Ijósmyndum listmannsins, m.a. portrett- myndum sem nánast má líkja við Tkona. Sýninguna styrkti AFAA (Association Franpaise d’Action Artistique). Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17, um helgarfrá kl. 13-17. nánudagur __________ 30/7 •Krár ■ JÓRFAGLEÐI Á GAUKNUM í kvöld halda hljómsveitirnar Kalk og Url tónleika á Gaukí á Stöng. Kalk ætlar að leika lög af nýút- komnum geisladiski sínum, Tímaspursmáli. Url mun leika dægurrokk. Nokkuð er um lið- ið síðan sveitin spilaði opinberlega síðast. Meðlimir Url hafa veriö önnum kafnir í hljóð- veri að vinna að sínum fyrsta geisladiski sem væntanlegur er í haust. Tónleikarnir. hefjast kl. 22 og miðaverð er 500 kall. •Klassík ■ FILMUNDUR DANSKI í þessari viku frum- sýnir Fllmundur dönsku myndina Blinkende lygter. Leikstjórinn Anders Thomas Jensen er aðeins 29 ára gamall en hefur engu að síður getið sér gott orð sem leikstjóri stutt- mynda og hlaut myndin Va'lgaften Óskarinn í flokki leikinna stuttmynda árið 1999. Hann er þó fyrst og fremst þekktur sem handrits- höfundur en hann gerði meðal annars hand- ritið að I Kina spiser de hunde sem hlaut mikið lof. Blinkende lygter verður í kvöld kl. 22.30 í Háskólabíói. ^i8vikud»gu'j _________________________!ÍL •Krár ■ DEAD SEA APPLE Á GAUKNUM Hljóm- sveitin Dead Sea Apple heldur eitt stykki tónleika á Gauki á Stöng T kvöld. Steini og þessir strákar. •D jass ■ KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR Á MÚLAN- UM Jazzsöngkonan kæra, Kristjana Stef- ánsdóttir, verður með tónleika á Múlanum kl. 21 í tilefni af því að hún hljóðritar sinn fyrsta sólódisk um þessar mundir. Agnar Már Magnússon hefur útsett alla tónlistina fyrir diskinn og leikur jafnfnramt á píanó með Kristjönu en með þeim leika Birkir F. Matthíasson, Austuríkismaðurinn Michael Erian, Þjóðverjarnir Uli Glassmann og Thorsten Grau. Miðaverð er kr. 1.200. •Síöustu forvöð ■ MARKMIÐ í GALLERÍ SÆVARS KARLS Þeir Pétur Örn Friöriksson og Helgi Eyjólfs- son Ijúka sameiginlegri myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls í dag. Sýningin ber- heitið Markmiö og er sú fjórða í röðinni und- ir því nafni. Að sögn Péturs Arnar er Mark- mið „einungis það sem það er hverju sinni; spunaverkefni," eins og hann kemst að orði. Og hann segir enn fremur: „Markmið er sam- sett úr margþættum verkefnum sem unnin eru til sýningar, skrásett til birtingar ásjón- rænan hátt og með öðrum heimildum." Sem fyrr getur er þetta fjórða sýning þeirra félaga undir þessum formerkjum, áður sýndu þeir Markmið í gallerí@hlemmur.is í febrúar 2000, Audio visual art gallerí Deiglunnar á Stendur þú fyrir einhverju^ Sendu upplýslngar í £-mailýfokys^íok us. is/fax 550 5020 Akureyri í júlí 2000 og í GaleriaWyspa í Gdansk í Póllandi í mars á þessu ári. 1 fímmtudagur 2/8 •Klassík ■ FRÆGUSTU KIRKJUARÍUR TÓNBÓK- MENNTANNA Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í HALLGRÍMSKIRKJU Jóhann Frlögelr Valdi- marsson stórtenór og Guömundur Sigurös- son organisti halda hádegistónleika í Hall- grímskirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 12.00-12.30. Á efnisskránni eru nokkrar af frægustu klrkjuarTum tónbókmenntanna, m.a. Ave Maria eftir Bach/Gounod, Pietá, Signore eftir Stradella og Agnus Dei eftir Bizet. •Opnanir ■ MAX COLE í 18 Myndlistarkonan Max Cole opnar í dag sýningu á verkum sTnum T 18 gallerí. Max Cole (fædd 1937) stundaði nám við háskólann í Arizona og viö Ft.-Hays State-háskólann T Bandaríkjunum. Hún er löngu orðin heimsþekkt fyrir verk sín sem byggjast á láréttum línum sem myndaðar eru með smágerðum lóðréttum hreyfingum. Samspil láréttra forma of einsleitra litaflata mynda taktfastan samhljóm sem er einkenn- andi fyrir verk hennar í gegnum tíöina, að því er fram kemur í fréttatiIkynningu. Sýningin stendur til 15. september. Það eiga allir sem vilja Stefnumót við dúettinn Ampop og einfarana Stafræn- an Hákon og Plastík á Gauknum, þriðjudagskvöld. Stafrænt flmpop „Það mætti segja að þama mætist raf- og rokkheimar. Við í Ampop munum leika nýtt efni sem við höfum verið í stúdíó að semja og taka upp fyrir plötu sem er væntanleg næsta vor. Stafrænn Hákon er í gítarambient pælingum og hefúr hljómsveit með sér til að spila lögin af nýrri skífu sinni, Eign- ast jeppa. Svo verður ambientundrabamið Plastík einnig með nýtt efni,“ segir Kjartan, liðs- maður Ampop, um tónlistarvið- burðinn á Gauknum. Ampop gaf út plötu á síðasta ári og er langt komin með næstu. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma á þessa plötu. Við tók- um góða kynningar- skorpu síðasta sumar en undanfama mán- uði höíúm við verið í herberginu og látið lítið fyrir okkur fara. Nú verður gerð bót á,“ segir hann. Um þessar mundir nýtur dúettinn full- tingis gítarleikara og má þvf búast við að tónlistin breytist nokkuð við það. „Fólk ætti helst að mæta og kynna sér það sjálft. Það er alltaf einhver þróun í gangi en kannski annarra að analísera það,“ segir Kjartan. Aðgangseyrir á Stefnu- mótið er 500-kall og tónleikamir hefjast kl. 22. ERTU AÐ FARA MEÐ HERJÓLFI Á ÞJÓÐHÁTÍÐ? ÓGREIDDAR PANTANIR FALLA NIÐUR KL. 12 MÁNUDAGINN 30.JÚLÍ! Símí 481 2800 • www.herjolfur.is Lanch SAMSKIP Brottför Frá Vest- mannaeyjum Frá Þorlákshöfn 1. águst 8.15 12.00 1. ágúst 15.30 19.00 2. ágúst 8.15 12.00 2. ágúst 15.30 19.00 3. ágúst 8.15 12.00 3. ágúst 15.30 19.00 4. ágúst 8.15 12.00 5. ágúst 13.00 16.00 6. ágúst 11.00 14.30 6. ágúst 18.00 21.30 7. ágúst 1.00 4.00 7. ágúst 8.15 12.00 7. ágúst 15.30 19.00 Nú þegar er aó veróa uppselt i nokkrar ferðir. Ferðir frá Umferðar- miðstöóinni í Reykjavík til Þorlákshafnar Vegna nýrra skráningarreglna verður aó skrá nafn og kennitölu allra farþega þegar gengió er frá bókun. Nánari upplýsingar Reykjavík BSÍ Sfmi 552 2300 Þorlákshöfn Sími 483 Fax 483 • Vestman naeyjar Stmi 481 2800 í * c. I UNDERSTAND "F**KING JAP', YOU A**HOLE BROTHER MYND EFTIR TAKESHI KITANO TMOWASMASAVUWMOQtmooKM**tMQESMIiKIWMOf*.mTBROlHESr УAT TAKESHI OMAftEPPS (XMJDUMK TAKEFUMIYOSHOOWA vt <>*.«». RO»fl£e> JOE HK&MSKf VOKA YAWJÖrfOTO *mt *ts«**«t**am HtROSHi SHMZU »s *mrtmcv» tDWARO UCHT cnnmw*** *< KATSUM YANAGUJMA HJTOSHITAKAYA mxmeimmmtP HQMW3 tSOOA 8£WJI HOMVCM ti*nx,*r TAKtSHf KJTANO ** YOSHWORl OTA lm múoucu- SHWA KOMfYA «*oc*h PtTER WATSON avmxAXXo*, TAKJO YOSMOA AAW CA«U *R£MY TMOMA8 MASAYUW MO« mmrnmmtmam*' TAKLSHT KiTANO undirtónöfr *tmv*ktrnom»i>K 27. júlf 2001 f Ó k U S 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.