Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Blaðsíða 20
Á morgun sest Lára Bryndís Eggertsdóttir við uppáhaids- hljóðfæri guðs, orgelið í Hallgrímskirkju, og lætur pfpurnar skjáifa fyrir prestinn og gangandi. Á sunnudag ætlar hún svo hvorki meira né minna en halda í við heila hljómsveit, Cumbria Youth Orchestra frá Englandi. Þetta er liður í tón- leikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. Gaman að finna hest- öflin undir sér „Fólk sem hefur ekki heyrt í org- eli nema í messu, kannski heyrt eitt forspil, 5 sálma og eitt eftirspil, veit ekkert um hvað þetta snýst. Orgeltónlist er mjög lifandi og ekki einungis bundin við trúarlega tónlist." Lára verður snögg til svars við því hvort orgelið sé deyjandi hljóðfæri. Það eru merkilega fáir sem hafa séð orgelleikara og orðið til frásagnar um það. Ein og ein ekkja biður þá um eiginhandará- ritun þegar þeir klifra niður úr rjá- frinu eftir messu. Sagt er að oftast séu þeir í eldri kantinum. Lára er ekki nema 21 árs. Hún er búin að spila á orgelið í þrjú ár og stefnir á framhaldsnám erlendis. Var þetta bara eðlilegt framhald af píanónámi? „Ja, eðlilegt og ekki eðlilegt," segir hún efins. „Það eru ekkert rosalega margir að læra á orgel, samt fleiri en mann grunar. Það var alveg óvart að ég fór í þetta, einhvers konar stundarbrjálæði sem fer versnandi.“ Lára á, af eðli- legum orsökum, ekki sjálf orgel. „Ég bý ekki neitt í mjög stórri íbúð. Ég æfi mig í hinum og þess- um kirkjum." Neyðistu þá ekki til að vera mjög kristin? „Nei, það er nú alls konar fólk í kirkjum. En ef ég er að spila í messum og svoleiðis þá verð ég að hafa rétta hugarfarið," segir hún. „Ég hafði varla heyrt í orgeli áður en ég byrjaði að spila. Orgel er svakalegt effektahljóð- færi. Það er ekkert mál að búa til algjöran terror með orgeli.“ Heillaði það þig? „Ekki bara það, þetta er fjölbreytt hljóðfæri og kraftur í þessu. Það er gaman að finna öll hest- öflin undir sér og allt leika á reiðiskjálfi. Eg hef stundum áhyggjur af því að kirkjan hrynji ef ég geri meira,“ segir hún. Mæta margir á orgeltónleika? „Já, já. I Hallgrímskirkju er reyndar skuggalega hátt hlutfall af túristum en svo neyðast vinkonur mínar líka til að mæta.“ Þær eru, eins og við er að búast, dyggustu aðdáendurnir. „Um síðustu helgi var 15 ára þýskur strákur að spila og þá mættu 400 manns. Þeir halda þvf kannski áfram,“ bætir hún vonglöð við. Þannig að þú myndir segja að org- elið væri á góðri leið með að sigra heiminn? •Klúbbar ■ GAMLIR GESTIR Á THOMSEN GusGus drengirnir Maggi Legó og Steph hafa nú tekiö upp listamannsnafniö Pop’n’Step í staö Herb og Alfred. Þeir félagar eru nú búsettir í sólskin- inu í Barcelona en kikja á klakann til aö skemmta gestum Thomsen í kvöld. Opið er frá 23-5.30 þannig að fólk verður einfaldlega að mæta stundvíslega. ■ STUÐ OG STEMNING Á 22 í kvöld ætlar DJ Johnny svo að halda uppi hita og svita með Símtæki ■ Aukahlutir ■ Verkstæði Ármúla 26 • Sími 588 5000 www.hataekni.is góðri blöndu af nostalgíu og nýlegu stöffi. Ekki missa af þessu.Fritt inn til klukkan 02, fritt inn alla nóttina fyrir handhafa stúdentaskírteina. •Kr ár ■ BOOGIE MAN Á LÆKJARKOTI The Boogie Man - eða Tim Taylor frá dans- og techno-út- gáfufyrirtækinu Missile kemur sérstaklega til landsins frá London til að gleðja gesti Lækjar- kots í kvöld og spila sérvalið partísett frá síð- ustu öld. ■ EDPA LÁR Á VÍDALÍN Edda Lár leikur fyrir dansi á Vídalín bak í bak, föstudags- og laug- ardagskvöld. Hljómsveitin hennar, Fiöringur- inn, spilar með en þeirra afurðir eru í ætt við órafmagnaðan blús og rokk. ■ EINAR OG HJÓRTUR Á CELTIC Það eru ein- hverjir Einar og Hjörtur sem ætla að spila á Celtic Cross í kvöld. ■ FJÓR Á VEGAMÓTUM Það verður plötu- snúðastemning á Vegamótum um helgina, DJ Margeir föstudagskvöldið 28. júlí og DJ Pétur og DJ Nicolette standa fyrir aðalpartíinu í bæn- um að sögn Vegamótsmanna kvöldið eftir, laug- ardagskvöldið 29. júlí. Stúlkan sú ku hafa þan- ið raddböndin með Massive Attack. ■ GEIRMUNDUR Á PLAYERS Geirmundur kemur með bandið í bæinn um helgina til að spila á Players í Kópavogi. ■ KAFn REYKJAVÍK i kvöld er Dans á Rósum með fjörugt dansiball. DJ Elliot byrjar kl. 22 í pásu og svo eftir ballið. ■ KOLLI Þ. Á NIKKANUM Kolbeinn Þorsteins- son leikur á hverfiskrá Breiðhyltinga, Nikkabar, í kvöld. ■ LAND OG SYNIR BAK í BAK Á GAUKNUM Nei, þú ert ekki fullur og heyrir tvöfalt: Land og synir eru aftur á Gauknum í kvöld, laugardag. ■ LÉTTIR SPRETTIR Á GULLÖLDINNI Á Gullöldinni í Grafarvoginum eru það Léttir sprettir sem sjá um dansmúsíkina í kvöld og þar ku vera auðvelt að krækja sér í konur að detta i fjórða tuginn sem eru enn þá með stinn brjóst. Allt vaðandi í keisaraskurðum segja þeir. •Böll ■ HRINGIR í LEIKHÚSKJALLARANUM Magga Stína og Hr. Ingi R. eru með eitt stykki ball i Leikhúskjallaranum i kvöld frá miðnætti. Óvæntir gestir mæta á staðinn, aðgangurinn er á 1.000 krónur. •Klassík ■ SAGA REYKJAVÍKUR OG TÓNLEIKAR Tón listarfólkiö Melkorka Ólafsdóttlr og Ámi BJöm Árnason flytja rómantísk lög á flautu og píanó á i dag kl. 14. ■ DRAUGASÖGUR Á SKRIÐUKLAUSTRI Laugardagskvöldið 28. júlí heldur Vésteinn Ólason prófessor fyrirlestur í Skriðuklaustri undir hinu mjög svo spúkí nafni Dauði Baldurs og draugar í fornum sögum. Fyrirlesturlnn fjall- ar um afstöðu til dauðans og dauðra i islensk- um fornbókmenntum og lesin brot úr þeim text- um sem til umfjöllunar eru. Lesturinn hefst kl. 20.00 og aðgangseyrir er fimm hundruð kall- inn. ■ ORGELSUMAR Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á orgel á hádegistónleikum í Hallgríms- klrkju kl. 12 í dag. Á efnisskránni er falleg tón- list eftir Johann Sebastian Bach, César Franck og Charles-Marie Widor. ■ REYKHOLTSHÁTÍÐ Á FIMM ÁRA VÍGSLUAFMÆLI REYKHOLTSKIRKJU Reyk- holtshátíð veröur haldin á fimm ára vígsluaf- mæli Reykholtskirkju um helgina. Úrvalstón- listarmenn, innlendir sem erlendir, koma fram á fernum tónleikum. Hátíðarguðsþjónusta verður á sunnudegi kl. 14. Herra Sigurður Sig- urðarson, vigslubiskup í Skálholti, prédikar. Á hátíðinni verða flutt vel þekkt og sígild verk meistara evrópskrar tónlistarsögu. Upplýsingar um Reykholt og hátíðina er að finna á vefsíðun- um www.reykholt.is og www.vortex.is/festival og hjá Heimskringlu. ■ STÓRTÓNLEIKAR j NESKIRKJU Stórtón- leikar í Neskirkju klukkan 16.00 þar sem flutt verður Sálumessa (Requiem) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Það eru Hátíðarkór Tónlist- arskóla ísafjarðar undir stjórn Beötu Joó og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjðrn Ingvars Jónassonar sem hafa tekið saman höndum um þetta stóra verkefni og þannig fá kraftar landsbyggðar og höfuðborgar að njóta sín í öflugum samhljómi. •Sveitin ■ HUÓMAR Á POLLINUM Hin stórmerka sveit Hljómar ætlar að skella sér til Akureyrar nú um helgina. Tilefnið er víst að sveitin ætlar að leika fyrir dansi á veitingahúsinu Við Pollinn. Það skemmtilega við þetta allt saman er að Hljómar hafa ekki spiiað á Akureyri síöan 1968. ■ ANNA VILL OG VH>AR JÓNS Á KRÁKUNNI Anna Vilhjálmsdóttir og Viðar Jónsson leika saman létt kántrý og fleira á Krákunni Grundar- firði I kvöld. ■ BUTTERCUP í ÚTHLÍÐ í kvöld spilar Butt- ercup í Úthlið í Biskupstungum. Þar hefur skapast ótrúleg stemming það sem af er sumri, tjaldsvæði eru á staðnum eða í næsta nágrenni við staðinn. ■ EINAR TRÚBBI Á PATRÓ Trúbadorinn Einar Öm ætlar að TRYLLA lýðinn á Rabbabarnum, Patreksfirði, í kvöld. Þetta er piltur sem kann að fara með gítar og hann segir allar „trúbbíur" velkomnar svo lengi sem húsið tekur við. ■ EYJASKUGGI Nú mætir Skugga-Baldur öðru sinni til Eyja eftir að hafa gjörsamlega stútfyllt Lundann tvö kvöld i röð í sinni fyrstu Eyjaferð í mars. Reykur, þoka, Ijósagangur og skemmti- legasta tónlist síðustu 50 ára. Allt frá Abba til Rammstein, í bland við islenska gleöitónlist og óskalög. Miðaverð 500 kr. ■ HAFRÓT Á RÁNNI Hafrót ætlar að spila á Ránni í Keflavík í kvöld. Jahú. ■ ROKKÓTEK í EGILSBÚÐ Rokkótek að hætti Snúru-Valda í Egilsbúð, Neskaupstað, í kvöld. Tilvalin upphitun fyrir Neistaflug með Tod- mobile- og Buttercupívafi ásamt öðru „eyrna- konfekti". 18 ára aldurstakmark. Fritt inn í boði Árna Johnsen. ■ SPÚTNIK í EYJUM Einhver hljómsveit sem kallar sig Spútnik og gaf út lagið Tundurdufl á hinni... (ja, lesið plötudóm Arnars Eggerts Thoroddsens í Mogganum og ákveðið síðan lýs- ingarorðið)... safnplötu Svona er sumarið spil- ar á miðnæturtónleikum á Prófastinum í Eyjum laugardaginn 28. júlí. ■ SPÚTNIK í VESTMANNAEYJUM Það verða miðnæturtónleikar á Prófastinum í Vestmanna- eyjum í kvöld með hljómsveitinni Spútnik. ■ STUÐMENN í ÝDÓLUM í kvöld verða Stuð- menn í Ýdölum. Aðaldal, og leika þar til svitinn drýpur af hverri mannsprænu. ■ SURTIRNIR OG ÍRARNIR Á SJALLANUM Hljómsveitirnar vinsælu, írafár og í svörtum fötum, verða í góðri sveiflu saman á Sjallanum á Akureyrinni í kvöld. Þetta eru með vinsælli sveitum hjá ungdómnum í dag og ungdómurinn hefur aldrei rangt fyrir sér, sjáiði bara Genúa! ■ SÓLDÓGG Á AKRANESI Það tekur ekki nema um sex tíma að ganga á Akrafjall og hvað er betra eftir slika göngu en að skella sér í heitt bað og fara svo að hlusta á rostunginn hann Begga syngja „æidúllíadúllíadúllíadei" með Sól- döggá Breiðinni, Akranesi, í kvöld. ■ TÓPAS Á Nl-BAR Sæmilega þétt og fullorð- ins, segja FM-strákarnir ábyggilega til auglýs- ingar á ballinu sem Tópas leikur á. Þeir verða á Nl-bar í Keflavik. ■ VIÐEY UM HELGINA Viðey hefur upp á margt aö bjóða um helgina. Reiðhjól eru lánuð án endurgjalds og eyjan hefur að geyma ókeyp- is tjaldstæði fyrir þá sem vilja. Boðið er upp á gönguferð á laugardaginn og kaþólska messu á sunnudag kl. 14 með tilheyrandi staðarskoð- un.Viðeyjarstofa er opin alla helgina með kaffi- sölu og sýningin Klaustur á íslandi er opin frá kl. 13.00-16.15 alla helgina. ■ Á MÓTI SÓL í GRUNDARFIRÐI Enn af bless- aðri Bylgjulestinni: Á móti sól leikur á Bylgju- lestarballi í Félagsheimilinu í Grundarfirði laugar- dagskvöldið 28. júlí. •Leikhús ■ HVERNIG DÓ MAMMA ÞÍN? í kvöld verður einþáttungur Ingibjargar Hjartardóttur. Hvernig dó mamma þín?, sýndurí Deiglunni á Akureyri kl. 20.30. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur standa fýrir sýningunni en leikarar eru þrir, þau Júlíus Júlíus- son, Dana Jóna Sveinsdóttir og Olga Alberts- dóttir en leikstjóri er Ingibjörg Haraldsdóttir. Að- gangseyrir er 1000 kr. ■ HEDWIG Leikritiö Hedwig verður sýnt í kvöld kl. 20.30 í Loftkastalanum. •Opnanir ■ BRYND'IS BRYNJARSDÓTTIR j GALLERÍ ASH í dag kl. 14 opnar Bryndís Brynjarsdóttir aðra einkasýningu sína ! Gallerí Ash, Lundi i Varmahlíð. Sýningin er framhald á málverkasýn- ingu sem Bryndís hélt á Dalvík fýrr í sumar. Við- fangsefnin í þeirri sýningu voru fjöllin í Svarfaðar- dal og óendanleiki hafsins, sett saman í rýmis- form er túlkuðu dýptina umhverfis Dalvík. Á þess- ari sýningu hins vegar taka rýmisformin á sig aðra þrivíða mynd, þar sem formin eru tekin úr sam- hengi við landslagið og tvívíöa flötinn, með fjórum þrívíðum verkum úr áli og gleri. Bryndís útskrifað- ist úr málunardeild Myndlista- og handíðaskólans vorið 1999. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-18 og stendur til 15. ágúst. •Síðustu forvöö ■ EGGERT PÉTURSSON í 18 Sýningu Eggerts Péturssonar í i8 gallerí við Klapparstíg 33 lýkur í dag. Galleriið er opiö þriðjudaga til laugardaga frá 13-17. •Sport ■ ÍSLANDSMÓTH) í KRIKKET! Nú á laugardag inn, 28. júlí, verður haldið annaö íslandsmótið í krikket á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Krikket hefur verið stundað á íslandi í 2 ár núna og eru iðkendurnir kúristar og kynlegir kvistir af ýmsu tagi. Krikketbrölt landans hefur m.a. vakið tölu- veröa athygli breskra fjólmiðla. Allt um það. Blás- ið verður til leiks I Mosó kl. 12.30 á laugardag og búist er við þátttöku tveggja til þriggja liða. Ung- mennafélagið Glaumur úr Stykkishólmi á titii að verja en þeir urðu fyrstu íslandsmeistararnir síð- asta sumar.Fókus spáir því að Fjölnir Þorgeirsson mæti og steli senunni - enda karlinn jú mikið fyrir að trygga sér titla í... ehemm... sjaldgæfari íþróttagreinum. •Ferðir ■ GÓNGUFERÐ OG MESSA Á ÞINGVÓLLUM Um helgina er fullt að gerast á Þingvöllum. Á laug- ardag kl. 13.00 verður gengið um eyðijörðina Am- arfell og rifjuð upp búsetusagan á þessum fallega stað við Þingvallavatn. Einnig verður rætt um lífríki Þingvallavatns þar sem Arnarfell þótti með betri veiðijörðum við vatnið. Gangan tekur tvo tima þannig að fótfúnasta fólk ætti að meika þetta.Daginn eftir, sunnudaginn 29. júlí, verður guðsþjónusta í Þingvallakirkju og svo þinghelg- arganga að lokinni messu þar sem farið verður um þingstaðinn forna og saga þings og þjóðar reifuð. Gangan hefst kl. 15 við kirkjuna.ÖII dag- skráin er ókeypis. ■ SÖGUGANGA UM ODDEYRINA Á sumrin hef- ur Minjasafnið á Akureyri skipulagt gönguferöir um hverfi Akureyrar. Rölt er um göturnar, skoðuð gömul hús og saga þeirra rifjuð upp. í dag verður farið um Oddeyrina. Hún fór að byggjast upp úr 1870 eftir að Gránufélagið reisti þar fyrstu versl- unarhús sín. Lagt verður af stað frá Gránufélags- húsunum kl. 14.00. Leiðsögn annast Margrét Björgvinsdóttir safnkennari. Aðgangur er ókeyp- is. sunnudagur 1 29/7 •Krár ■ BUFFBANDH) OG BUFFMATURINN Matargöt in í Buffinu spila og grilla fyrir sveittan lýðinn á svöngum sunnudegi á Gauknum. Eins og holda- far mannanna sýnir best hafa þeir áður komist í kynni við steik og bjór. Heitt um hglgina Stampin, Ground ÍTonabæ Breska harðkjarnasveitin Stamp- in’ Ground spilar á tónleikum í Tónabæ í kvöld. Tónleikarnir hcfj- ast stundvíslega klukkan 20 og upp- hitunarsveitirnar eru I Adapt, Klink og Snafu. Aðgangseyrir er litlar 1.000 krónur. Að sögn kunn- ugra hefur Stampin’ Ground haft mikil áhrif á bresku harðkjamasen- una undanfarið. Ganga sumir meira að segja sv^ langt að segja að sú sena væri vart til ef þeirra hefði ekki notið við. A síðustu mánuðum hef- ur sveitin helst unnið sér það til frægðar að hita upp bæði fyrir Napalm Death og AFI, tvær mjög ólíkaj sveitir. Hafa þeir það orð á sér að vera pottþétt tónleikaband og ættu Islendingar ekki að vera sviknir af þess- um tónleikum, enda eru þetta þeir síðustu hjá bandinu á árinu því stefnt er í stúdíó. Hörð keyrsla í Tónabæ í kvöld Nicolette ó Vegamótum Breska söngkonan og plötusnúðurinn Nicolette kemur fram á Vegamótum um helgina. Stúlkan spilaði á Bravo í gær við góðar undirtektir áhorfenda og ætti fólk ekki að vera feimið við að kíkja við um helgina. Nicolette þessi hefur helst unnið sér það til frægðar að syngja með Massive Attack en hún hefur einnig sett saman mixdisk í DJ Kicks-safnplöturöðinni. Þá gerði hún hardcore-tónlist hjá Shut Up And Dance-fyrirtækinu í London, m.a. plötuna Now Is Early sem kom út árið 1992. Hún gaf út aðra breiðskífu árið 1996 en hafði í millitíðinni gefið út EP-plötu og sungið með Massive Attack. Það er sem sagt reynd og þekkt manneskja sem kemur fram á Vegamótum um helgina. 5*e>® Tayo ó Thomsen Plötusnúðurinn Tayo kemur fram á Atóm-kvöldi á Thomsen í kvöld. Tayo hefur verið lýst sem einum af frumkvöðlun- um í breikbít-sándinu í dag og þykir mikið efni. Nú þegar hefur verið fjallað um drenginn í öllum helstu blöðunum, s.s. i-D, Tíme Out og Mixmag og hann er orðinn fastur plötusnúður á mörgum af helstu stöðunum í Bretlandi. Þeirra á meðal eru Home, Bugged Out!, Fabric auk þess að spila á mánaðarlegum kvöldum Basement Jaxx í Brixton. Áhugamenn um klúbba- menningu ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. f Ó k U S 27. júlí 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.