Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 Norðurland I>V Fólk vill í aukmim mæli flytja til Akureyrar: íbúðarhúsnæði vantar - allgott lóðaframboð en framkvæmdir hafa ekki haldið í við eftirspurnina, segir bæjarstjóri „Það er mjög lítið framboð á íbúð- um sem hefur komið sér illa því mað- ur hefur orðið var við mikla ásókn frá fólki sem vill flytja hingað, ekki hvað síst fólki af höfuðborgarsvæð- inu, og það hefði verið betra að hafa úr meiru að velja varðandi íbúðir. Þá hefur maður orðið var við það í tals- verðum mæii, sem ekki hefur gerst nokkuð lengi, að brottfluttir Akureyr- ingar hafa í talsverðum mæli sýnt því áhuga að koma til baka,“ segir Sævar Jónatansson hjá Fasteignasölunni Eignakjöri á Akureyri. Þar hefur um nokkurt skeið verið mun minna framboð á íbúðarhúsnæði en eftir- spurn og útlit fyrir að svo verði eitt- hvað áfram þrátt fyrir að talsvert sé til af byggingarlóðum í bænum. Sævar segir að á síðasta ári hafi verið mikil sala með íbúðir á Akur- eyri og einnig það sem af er yfirstand- andi ári, en það hafi ekki náðst að fylla í skörðin. Það má segja að skort- ur sé á íbúðum og er sama hvort mað- ur talar um fjölbýlishúsaíbúðir, rað- hús eða minni og meðalstór einbýlis- hús í því samþandi. Það vantar í raun og veru allt,“ segir Sævar. Varðandi verðþróunina segir hann að verðið hafi farið hækkandi allan þennan tíma. „Það er býsna mikil breyting sem hefur orðið á þessum tíma, við vitum oft ekki hvernig verð- ið er heilt yfir í Reykjavík en ég er ekkert viss um að verðið þar sé öllu hærra á nýlegum eignum en það er hér. I djöfulganginum þar í fyrra fór auðvitað allt upp úr öllu valdi en nú heyrir maður af bakslagi þar og lækk- un. Hér þólar ekkert á slíku og það þarf að fara að byggja meira, það vantar húsnæði og leigumarkaðurinn er mjög þaninn," segir Sævar. „Það eru tvær hliðar á þessu máli. Annars vegar er það mjög ánægjulegt að fólk sæki hingað i auknum mæli sem bendir til að hér sé nóg við að vera og eftirsóknarvert að búa. Það er hins vegar miður ef þetta stoppar á því að það vanti meira húsnæði. Ég hef þá skoðun að það vanti frekar minni íþúðir," segir Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri. Hann segir að um það megi deila hvort nóg hafi verið byggt á Akureyri á síðustu misserum. „Miðað við þessa stöðu virðast nýþyggingar hafa verið á eftir þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Ég get hins vegar fullyrt að und- anfarin tvö ár hafi verið toppur i byggingaframkvæmdum í bænum. Lóðaframboð er allnokkurt, við erum t.d. með auglýsingu í gangi um tals- vert af tilbúnum lóðum í Giljahverfi, ég geri ráð fyrir að byggingafram- kvæmdir hefjist á svæðinu austan við Glerárkirkju í haust og deiliskipulag fyrir Naustahverfi verður sennilega tilbúið í vor. Það verður allt gert til að mæta þessu og ég hef orðið var við áhuga byggingafyrirtækja annars staðar frá um að komast hér að. Framboð á lóðum er allgott en fram- kvæmdirnar hafa ekki haldið í við þessa auknu eftirspurn," segir Krist- ján Þór. -gk Nýbygging Oddeyrarskóla í notkun: „Eigandinn ætti að verða prýði hússins" - segir skólastjórinn MYNDIR: -SBS Við vígsluathöfnina Margt góðra gesta var viðstatt þegar viðbygging Lundaskóla var tekin í notkun. Viðbygging við Oddeyrarskóla á Akureyri var tekin formlega í notk- un í síðustu viku. Um ræðir 845 fer- metra húsnæði, sem byggt var með- al annars vegna einsetningar skól- Lyklar afhentir Helga Hauksdóttir skólastjóri tekur við lyklum Oddeyrarskóla úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. ans. „Eigandinn ætti að verða prýði hússins en húsið ekki prýði eigand- ans,“ sagði Helga Hauksdóttir skóla- stjóri í stuttu ávarpi sem hún flutti þegar hún tók við lyklavöldum i skólanum af Kristjáni Þór Júlíus- syni bæjarstjóra. Skírskotaði Helga með tilvitnuðum orðum til þess að innra starf skólans ætti að skipta meginmáli en ekki húsið sem slíkt. Eftir þessa stækkun er Oddeyrar- skóli nú alls 2.931 fermetri að flatar- máli og nemendur við skólann eru 205 talsins. Elsta húsnæði skólans var tekið í noktun árið 1957 en tals- vert hefur verið byggt við síðan. Viðbyggingin sem nú hefur verið tekin í notkun er í fyrsta lagi norð- an við elsta hluta skólans og þar eru þrjár kennslustofur, stjórnunar- álma, eldhús fyrir nemendur og kennara, bókasafn og tölvustofa, auk geymslna í kjallara. - í öðru lagi er um að ræða viðbyggingu við suðurforstofu til að geta betur þjón- að því hlutverki að vera aðalinn- gangur skólans. Einnig er byggt við forstofu austurálmu skólans. Heildarkostnaður við viðbygging- una er um 135 milljónir króna en kostnaður við endurbætur á öðrum hlutum skólans nemur um 90 millj. króna. „Við erum himinsæl með nýtt húsnæði. Það er orðið mun rýmra fyrir kennara og vinnuað- stöðu fyrir þá en mest fognum við nýju bókasafni og tölvuveri í tengsl- um við það - sem og nýjum raun- greina- og myndmenntastofum," sagði Helga Hauksdóttir, starfandi skólastjóri. -sbs Frumkvöðlasetur Norðurlands: Fýrsti frumkvöðullinn mættur Framkvæmdamiðstöð: Ellefu söttu um Alls bárust eilefii umsóknir um stöðu | forstöðumanns Framkvæmdamiðstöðv- ar Akureyrarbæjar en framkvæmda- miðstöðin mun fara með daglega um- sjón framkvæmda á vegum bæjarfélags- ins. Þeir sem sóttu um eru: Aðalgeir Hólmsteinsson, Benedikt Guðmundsson, Bjarni J. Matthíasson, Friðleifúr I. Brynjarsson, Guðni P. kristjánsson, Jón B. Gunnlaugsson, Lárus P. Pálsson, Reyn- ir Hugason, Tryggvi Marinósson, Stefán K. Pálsson og Sveinn Bjömsson. -gk Frumkvöðlasetur Norðurlands hef- ur hafið starfsemi. Fyrsti frumkvöðull- inn er tekinn til starfa á Setrinu. Það er fyrirtækið Farm Inn sem vinnur að upplýsinga- og bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu erlendis. Framkvæmda- stjóri Farm Inn er Tryggvi Svein- bjömsson. Hann hefur unnið að hug- mynd sinni um nokkurra missera skeið og þetta upplýsinga- og þókunar- kerfi hefur þegar verið tekið í notkun hér á landi undir nafhi fyrirtækisins Ferðalausna hf. Tryggvi mun aðlaga hugmynd sína að erlendri ferðaþjón- ustu og koma henni síðan á markað í nágrannalöndunum. Frumkvöðlasetur Norðurlands mun í framtíðinni starfa á Dalvík, Akureyri og á Húsavík. Markmið þess er að örva og styðja við frumkvöðla á svæðinu. Að- standendur Setursins eru Fjárfestingar- félagið Urðir hf„ Tækifæri hf„ Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Iðntækni- stofiiun/Impra, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Háskólinn á Akureyri. -gk DV-MYND BG Komdu og skoöaðu í kistuna mína Dætur Guömundar Karls Péturssonar og Sigurður Sigurðsson, formaður Læknafélags Akureyrar, glugga í gögn frá Guömundi Karli. Læknaminjasafni á Akureyri áskotnast áhugavert efni: Gögn Guðmundar Karls á safn Afkomendur Guðmundar Karls Péturssonar, yfirlæknis á FSA, sem hefði orðið 100 ára sl. laugardag, af- hentu Læknafélagi Akureyrar ýmis skjöl og gögn úr eigu Guðmundar til að hafa á læknaminjasafninu sem verið er að koma upp í bænum. Hér er um að ræða ýmis bréf og myndir og minnispunkta um sögu FSA. Þama er líka að finna handskrif- uð eintök af fyrstu Læknablöðunum sem gefin voru út í upphafi aldar- innar og skrifuð voru af Guðmundi Hannessyni lækni. Það var Sigríður Guðmundsdótir, dóttir Guðmundar Karls, sem við athöfn í FSA á laug- ardag afhenti gögnin Sigurði Sig- urðssyni, formanni Læknafélagsins, til varðveislu. Við þetta tækifæri rifjaði Brynjólfur Ingvarsson lækn- ir upp kynni sín af Guðmundi Karli en Brynjólfr var kandldat á FSA og naut leiðsagnar Guðmundar. -BG Ólafur og vegirnir 1 pottinum hafa menn verið aö fylgjast með heimsókn Ólafs Ragn- ars Grimssonar, forseta íslands, í N-Þingeyjarsýslu og þá ekki síst för hans í gær inn að Dettifossi. Kunn- ugir höfðu á orði að vegurinn upp að fossinum væri óvenju góður og kom þá fram að Vegagerðin gerði gangskör að því að laga veginn áður en hið tigna föruneyti kæmi. Var jafnvel talað um að settar hefðu verið tvær vikur af vinnu f þennan veg sem alla jafna fær litla athygli. í pottinum er það gefið sem skýring að Sturla Böðvars- son og hans menn í Vegagerðinni vilji ekki fá umsögn í stil við það sem Ólafur Ragnar gaf vegunum í Barðastrandarsýslu hér um árið! Það fylgir jafnframt sögunni að ýmis byggðarlög sem lítið hafa orð- ið vör við vegagerðarmenn og veg- hefla á umliðnum misserum hafi mikinn áhuga á þvi að fá þau Ólaf og Dorrit til að koma í heimsókn ... Blóðtaka á Stöð 2 Enn hverfa lykilstarfsmenn úr herbúðum Stöðvar 2 en í pottinum hefur verið sagt frá því að ýmsir frétta- og dag- skrárgerðar- menn séu að hætta, auk þess sem sjálfur Bo Halldórsson, eða Björgvin HaUdórsson, sé á forum. Nú berast fregnir af því að einn helsti tæknigúrú stöðvarinn- ar, Hannes Jóhannsson, sé að yf- irgefa skútuna og munar þar um minna. Samhliða þessum fréttum heyrist að Viktor Ólason, sem verið hefur einn af leiðandi mark- aðsmönnum fyrirtækisins, sé líka á forum. Þetta er sögð mikil blóðtaka fyrir fyrirtækið, svo ekki sé talað um á þessum tíma þegar svo marg- ir aðrir eru að hverfa burt lika ... Burt með viðskiptavini Mikið einvalalið íslenskra stofn- ana og fyrirtækja sýndi á heimilis- sýningunni í Laugardal. Þar reyndi hver um annan þveran að laða til sín viðskiptavini inn á básana i þeirri von að hin- ir ánetjuðu skil- uðu sér í verslan- ir og keyptu það sem í boði var. Ein undantekning var þó á þessu. Lögreglan í Reykja- vík var með bás og sjálfur yfirlög- regluþjónninn, Geir Jón Þórisson, stóð þar vaktina. Hann sagði gest- um og gangandi að yfirlýst mark- mið sinna manna væri að fækka viðskiptavinum ... Skítamórall Einar Ágúst Víðisson söngvari, með meiru, á ekki sjö dagana sæla. í helgarviðtali við DV á dögunum lýsti hann því af annálaðri hrein- skilni að pappírs- vesen væri á um- boðsmanni hljóm- sveitar sinnar, Skítamórals. Þá sagði hann frá þeim lýð sem grýtti sveitina á hljómleikum í Eldborg þar sem hún kom seinast fram. Sagt er að efst á baugi annarra hljómsveitar- manna muni nú vera að reka söngvarann ástsæla úr bandinu, sem þó er að mestu leyti hætt. Ekki er þó samstaða um að setja málið formlega fram en við því er að búast að á næstunni verði sung- ið af innlifun án bakraddar Einars Ágústs: „Ertu þá farinn ...?!“ Umsjón: Birgir Guðmundsson gylfik@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.