Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 Skoðun DV Vextir og verð- trygging lána Lottótölurnar hækka vísitöluna. - Eölileg leiörétting. Hvar vildirðu vera núna? Bryndís Karlsdóttir nemi: Ég myndi vilja vera í Disney-garðinum á Flórída. Helga Sólveig Aðalsteinsdóttir nemi: Á Kanaríeyjum aö flatmaga í sólinni. Eva ísleifsdóttir nemi: Ég vildi sitja úti á túni í miöri París- arborg meö iangt franskbrauö og rauövínsflösku. Sigríður Erlendsdóttir nemi: Á Spáni í sólbaöi aö drekka ískaldan bjór. Vilhjálmur Pétursson nemi: Ég vildi vera í Hollandi aö horfa á Fylki keppa viö Roda. Óskar Aðalbjörnsson nemi: Ég myndi vilja sjá hvernig himnaríki lítur út. Carl J. Eiríksson skrifar: Ögmundur Jónasson alþm. skrif- ar í DV 27. ágúst sl. og telur að lán- veitendur verðtryggöra lána geti að vild hækkað vexti lánanna eftir á. Ég held að það þekkist hvergi. Ögmundur segir enn fremur að lántakandi verðtryggðs láns taki áhættu. Lántakandinn endurgreiðir fleiri minni krónur í samræmi við verðbólgu. Til betri skilnings legg ég til að menn taki upp hugtakið vísitölukrónur = krónutala deild með vísitölunni. Kr. 214,20 í ágúst 2001 jafngilda þá einni vísitölu- krónu. Hún heldur verðgildi sínu og brenglar ekki verðskyn manna. Þeir sem hagnast á verðbólgu eft- ir afnám verðtrygginga myndu sjá til þess að verðbólgan yrði sem mest og að vöxtum yrði haldið undir verðbólgustiginu eins og gerðist í spillingunni fyrir 30 árum. Þá græddu menn á því að taka sem mest af lánum. Ögmundur ætti að vita að lottómiðamir hafa, þar til nú, haml- að gegn hækkunum vísitölunnar vegna þess að þeir stóðu í stað. Hefðu þeir ekki veriö í vísitölunni heföu hinir liðirnir í henni fengið meira vægi og vísitalan hefði hækk- að meira en hún gerði. Hækkun nú vegna lottómiðanna er því eðlileg leiðrétting. Er það reiknibrella samkvæmt kenningu Ögmundar að hafa mjólk- ina í vísitölunni ef mjólkin hækkar 1. september? Hvað um lánskjaravísitöluna i stjórn Steingríms Hermannssonar? - Þegar vitað var að fram undan Karl Ormsson skrifan Það er ekki að furða þótt Gunnar Birgisson alþm. og Sólveig Pétursdótt- ir dómsmálaráðherra séu með vanga- veltur yfir hegðun Ingibjargar Sólrún- ar, oddamanns R-listans í Reykjavík. Það er heldur ekki að furða þótt Ingi- björg hrópi á meiri löggæslu í Reykja- vík. Það úir svo og grúir um allan bæ af bjórbúilum sem R-listinn hefur veitt leyfi fyrir að það verður varla þverfót- að fyrir þessum stöðum. Segja má að í gamla miðbænum (Kvosinni) séu búllur á hverju homi. Allir vita hvemig ástandið er í mið- bænum öllum stundum er kvölda tek- „Það vill oft gleymast að meiri fjárráð almennings stuðla beint að aukinni verðbólgu. Vœri lánaeftir- spurnin minni mœttu vext- ir vera lœgri, án þess að það ylli verðbólgu. Þeir sem nú krefjast vaxtalœkkunar gœtu komið verðbólgunni yfir rauðu strikin á nœsta voru miklar verðhækkanir en litlar launahækkanir þá var vægi launa stóraukið í vísitölunni með því að „Það er því ekki hœgt að segja annað en dómsmála- ráðherra, Sólveig Péturs- dóttir, standi sig mjög vel hvað varðar löggœsluna og það hefur lögreglustjóri reyndar staðfest. “ ur. Og það er þá sem Ingibjörg Sólrún borgarstjóri hrópar bara á fleiri lög- regluþjóna. Nú kemur það í ljós að ís- land er í öðm sæti af ríkjum OECD hvað varðar fjölda lögregluþjóna á taka launavísitöluna þar inn, í stað vöruverðs. En seinna, þegar vitað var að miklar launahækkanir voru í vændum en litlar hækkanir á verðlagi, þá var kúvent og launa- vísitalan tekin út aftur! Afleiðingin varð sú að lánskjara- vísitalan hækkaði miklu minna en laun og verðlag. Hún mældi skakkt. Og hver man ekki reiknibrellur yf- irvalda forðum sem hirtu nær allar verðbæturnar á skyldusparnaði ungmenna í mikilli verðbólgu? Það vill oft gleymast að meiri fjár- ráð almennings stuðla beint að auk- inni verðbólgu. Væri lánaeftirspurn minni mættu vextir vera lægri, án þess að það ylli verðbólgu. Þeir sem nú krefjast vaxtalækkunar gætu komið verðbólgunni yfir rauðu strikin á næsta ári. hvem mann í Reykjavík. Það er því ekki hægt að segja annaö en dómsmálaráðherra, Sól- veig Pétursdóttir, standi sig mjög vel hvað varöar löggæsluna og það hefur lögreglustjóri reyndar stað- fest. Ég er persónulega hlynntur því að R-listinn fengi sína borgarlög- reglu, svo framarlega sem honum er þá treystandi fyrir því að stjórna lögreglunni í því verkefni sem henni er ætlað að sinna. Það væri full ástæða til að láta á það reyna, tfi þess að sanna opinberlega hvort núverandi borgarstjórn er því erf- iða hlutverki vaxin að hafa ábyrgð á raunverulegri borgarlögreglu. Löggæslan og R-listinn Kalda stríðið Það mátti treysta því að Steingrímur J. tæki upp hanskann fyrir Rússana í þeirri ferð til for- tíðar sem landsmönnum var skyndilega boðið upp á um helgina. Rússarnir ákváðu sem sé að skella á svona eins og einu stykki af heræfingu við landið og láðist að láta íslendinga vita um það fyrr en með tveggja daga fyrirvara eða svo. Þvi líkt hefur ekki gerst frá lokum kalda stríðs- ins og hefði trúlega ekki gerst þá heldur því Rússamir eru að tala um verulega röskun á öllu flugi til og frá landinu. Þessi vinnubrögð komu íslenskum ráðamönnum að sjálfsögðu til að hoppa hæð sína í loft upp af hneykslan og móðg- un, enda vom viðbrögin eftir því. Sendiherra káfiaður á teppið og ræðismaður sendur á fund stjórnvalda úti. Semsé allur diplómatíski pakk- inn tekinn i notkun til að undirstrika aö svona nokkuð sé einfaldlega ekki gert í samskiptum fullvalda þjóða! Allir nema einn Garra sýnist enda að allir íslenskir stjórn- málamenn séu einhuga í afstöðu sinni tfi við- bragðanna. Ekki þarf að spyrja um afstöðu Varð- armannanna í Sjálfstæðisflokknum, þeir eru vitaskuld fljótir i kaldastríðsfilinginn. Halldór Ásgrímsson er sá sem sá um mótmælin og er hann augljóslega yfir sig gáttaður á Rússum. Meira að segja Össur - sem ungur varði virki sósíalismans, sovéska roðann í austri sem brýtur sér braut, sem ungliði í æskulýðssamtökum Ál- þýðubandalagsins - getur vart á heilum sér tekiö vegna yfirgangs Rússa. „Þetta er óþolandi ósvífni af hálfu Rússa og við sem sjálfstæð þjóð getum ekki þolað það án harðra mótmæla að samgöng- ur tfi og frá landinu séu rofnar með þessum hætti,“ segir Össur. Vinur Pútíns En litla gula hænan sagði: Ég vil baka brauð- ið. Ekki afneita allir Pútin, því hann á sér aug- ljóslega bandamenn í þessu máli hér heima á fs- landi þar sem Vinstrihreyfmgin - grænt framboð og Steingrímur J. eru annars vegar. f DV í gær segir Steingrimur um viðbrögð Halldórs Ás- grímssonar: „Hann hefur verið einn glenntasti stuðningsmaður heræfinga hér um slóðir þegar hans menn eiga í hlut en núna hefur hann óskaplegar áhyggjur." Garra þykir orðalag Stein- gríms traust, „hans menn“ segir hann þegar hann talar um NATO. Erfitt er að skilja orð Steingríms og viðbrögð öðruvísi en svo að Rúss- arnir séu þá „hans menn“ fyrst NATO eru menn Halldórs. Er ekki merkfiegt hve stutt er í skot- grafirnar sem grafnar voru á sínum tíma i kalda striðinu? Fátt kemur á óvart varðandi afstöðu Framsóknar og íhalds en Samfylkingin er í utan- ríkismálum tekin við hlutverki Alþýðuflokksins á meðan Vinstri-grænir halda dyggilega uppi merki Sósíalistaflokksins og arftaka hans, Al- þýðubandalagsins. Garri Fjárreiður forseta- embættisins Haukur Sigurðsson skrifar: Samkvæmt fréttum fer forseta- embættið enn og aftur fram úr fjár- heimildum og hef- ur svo verið a.m.k. frá árinu 1999. Svörin sem gefin eru af forsetarit- ara eru þau, í frétt- um, að fjárreiður forsetaembættis- ins séu settar fram með villandi hætti i ríkisreikningi. Á fólk að trúa þessu? Og á fólk að trúa því að „álagið" á forsetaembættið og „ásóknin" og krafan á forsetann að taka á móti gestum og taka þátt í at- höfnum, aðallega ófyrirséðum, keyri Qárreiðui' forsetaembættisins allt að tvöfalt fram úr heimildum Alþingis? - Margt smátt gerir eitt stórt og halla- rekstur forsetaembættsins bætir frá- leitt stöðu ríkissjóðs. ■ sfi B .0 íi 11 1 Bessastaðir Bæta ekki stöðu ríkissjóös. Tveir borgarstjórar J.L.Ó. hringdi: Ég er einn íbúa Grafarvogs og er ekki mjög ánægður með framvindu skipulagsins og framkvæmdir þær sem borgin stendur fyrir og forgangs- röðun. Nú er stutt í borgarstjómar- kosningar, innan við ár, og nýskipan kjördæmisins Reykjavík verður í brennidepli pólitísku umræðunnar á næstunni. Mér fmnst ekki ffáleitt, úr því að kjördæminu verður skipt, að hvort kjördæmið fyrir sig fái sinn sér- staka borgarstjóra. Það er meira að segja alls ekki ffáleitt að óska eftir að borginni verði skipt í hverfi og hvert hverfi fái þá sinn „hverfisstjóra" sem heyri undir borgarstjóm. Ég mæli þó ffekar með tveimur borgarstjómm fyr- ir hvort kjördæmi og tel reyndar ekki annað koma til greina úr því að borg- inni skal skipt með svo skilmerkileg- um hætti sem áætlun gerir ráð fyrir, í norður- og suðurkjördæmi. Ánægðast- ur yrði ég ef Grafarvogurinn fengi sinn sérstaka borgarstjóra og á því er fúll þörf í svo stóm hverfi sem hér á eftir að rísa. Ráðherraflótti Óskar Fri&riksson skrifar: Tvö mál hafa einkum verið í sviðsljósinu í vik- unni, annars veg- ar brunabótamat fasteigna og svo þrýstingurinn á vaxtalækkun og umffameyðslu rik- issjóðs hins vegar. En þá vill svo til að þeir ráðherrar sem helst ættu að vera i forsvari hafa ekki setið fyr- ir svörum um mál- inog vomreyndar báðir fjarverandi erlendis. Félags- málaráðherra var t.d. á ráðstefim í Suður-Affíku en sendi landsmönn- um greinargerð þaðan um gang ráðstefnunnar ásamt þeirri skoðun sinni að þeim þjóðum sem „mergsugu" nýlendumar beri að greiða þeim skaðabætur. Hann minnt- ist ekkert á nýja brunabótamatið! Pét- ur Blöndal alþm., sá snjalli stærðfræð- ingur, kom svo í umræðuþátt Kastljóss sl. fimmtudag í stað fjármálaráöherra og bjargaði því sem bjargaö varð. Svona fyrsta kastið. Ráðherrastarfinu fylgir hins vegar mikil ábyrgð og þvi ættu ráðherrar að vera sjálfir í eldlín- unni þegar þeirra málaflokkar era efst á baugi í þjóðfélaginu. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Geir H. Haarde og Páll Pétursson ráöherrar Víös fjarri íslensk- um „Kastljósum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.