Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 11 I>V Útlönd Hægri flokkurinn og sósíalistar sigurvegarar norsku stórþingskosninganna: Verkamannaflokkurinn beið mikið afhroð DV, ÓSLÓ: Strax klukkan níu I gærkvöld, þeg- ar útgönguspár voru birtar, var ljóst að svartsýnustu spár um fylgi norska Verkamannaflokksins rættust, en flokkurinn tapaði 23 þingmönnum. Útgönguspáin gerði aðeins ráð fyrir 24,9 prósenta fylgi flokksins, sem er versta útreið hans síðan 1927. Og raunveruleikinn varð verri þvi flokk- urinn fékk aðeins 24,4% atkvæða þeg- ar upp var staðið og hafði þá tapað 10,5% fylgi. Þrátt fyrir afhroðið í kosningunum vildi Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og þingleiðtogi flokksins, ekki að ríkisstjórnin segði af sér í nótt. Fyrst vill hann kanna hið nýja pólitíska landslag sem kosning- arnar færðu þjóðinni. Hægri flokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur frá 1981 og er nú næststærsti flokkur landsins með 21,3% atkvæða, 7% meira en í síðustu kosningum. Forsætisráðherraefni flokksins Jan Petersen sagði um leið og fyrstu tölur birtust að þær væru áköllun á stjórnarskipti sem skjótast. Petersen vill, strax í dag, kanna mögu- leikana á stjórnarmyndun með Kristi- lega þjóðarflokknum og Kjell Magne Bondevik, með stuðningi Framfara- flokksins, Vinstri og Fjöruflokks •Thorbjörn Jagland Thorbjöm Jagland, utanríkisráöherra Noregs og formaöur Verkamanna- ftokksins, beiö mikiö afhroö i norsku stórþingskosningunum í gær. Steinars Bastesen. Kjell Magne Bondevik getur vel unað við úrslit kosninganna þar'sem flokkur hans tapaði mun minna fylgi en gert var ráð fyrir. Annar sigurvegari kosninganna er Sósíaliski vinstri flokkurinn, undir forystu Kristinar Halvorsen. Flokkur- inn jók fylgi sitt um sjö prósent, í 13,9%, og kemur inn á Stórþingið með 22 þingmenn, 14 fleiri en hann hafði áður. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hafa vinstri flokkamir, SV og Verka- mannaflokkurinn, færri þingmenn nú en Verkamannaflokkurinn hafði einn á síðasta kjörtímabili. Það er því ekki útlit fyrir að Verkamannaflokknum takist að haida um stjórnartaumana nema nokkra daga til viðbótar. Karl Ivar Hagen getur verið ánægð- ur með niðurstöðuna fyrir Framfara- flokkinn, en honum var spáð afhroði en tapaði aðeins 0,6 prósentum og ein- um þingmanni og er því enn þriðji stærsti flokkur landsins með 14,7% kjósenda á bak við sig. Lengi leit út fyrir að Fjöruflokkur Steinars Bastesens næði að bæta við sig tveimur þingmönnum en sá draumur leiðtogans brást á enda- sprettinum. Steinar verður því eftir sem áður eini þingmaður flokksins. Það sem upp úr stendur eftir kosn- ingarnar í gær er að Kristilegi þjóðar- flokkurinn og Kjell Magne Bondevik, eru í lykilhlutverki þegar kemur að stjórnarmyndun. Ef marka má um- mæli Bondeviks, bæði í kosningabar- áttunni og eftir að fyrstu tölur birtust í gærkvöld, er ekki útlit fyrir að tak- ist að mynda starfhæfa ríkisstjórn í nánustu framtíð. Bondevik aftekur nefnilega með öllu að eiga nokkurt samstarf við Framfaraflokkinn og Karl I. Hagen. Án Framfaraflokksins er myndun hægristjórnar nánast úr sögunni þar sem stuðningur Vinstri og Fiöruflokksins dugar ekki til að mynda meirihluta með Hægri og Kristilega. Það verður einnig erfitt fyrir Bondevik að taka upp samstarf við Verkamannaflokkinn og Stolten- berg, sem hrakti hann frá völdum fyrir 18 mánuðum. Alla kosningabar- áttuna andaði köldu milli Bondeviks og Stoltenbergs sem sakaði þann fyrr- nefnda m.a. um fordóma í garð sam- kynhneigðra. Ringulreiðinni í norsk- um stjórnmálum er því hvergi nærri lokið og enginn sýnilegur þingmeiri- hluti er í augsýn sem stendur. Kjell Magne Bondevik Bondevik var þegar í nótt farinn aö kanna landslagiö og möguleikana. Bondevik kannar hug Sponheims Samkvæmt fréttum norskra fjöl- miðla mun Kjell Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, strax í nótt hafa hringt í Lars Spon- heim, leiðtoga Vinstri flokksins, þegar Ijóst var í hvað stefndi í norsku stór- þingskosningunum og rætt við hann um möguleikana á hugsanlegu stjórn- arsamstarfi þeirra við Jan Petersen, formann Hægri flokksins. Svar Spon- heims mun hafa verið að hann lokaði ekki neinum dyrum en að Vinstri, sem aðeins hafa tvo þingmenn, þyrftu tíma til að hugsa málið. Skólakrakkar fagna forseta sínum Nemendur í Justina grunnskólanum i Jacksonville á Ftórída umkringdu George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar hann heimsótti þá i gær. Forsetinn tók þátt i málþingi um lestur og hitti einnig aö máli þróöur sinn, ríkisstjórann, Jeb Bush. m a s t e r k e r f i Senaumum -Íand-fllít— Smíðum og setjum upp allar stærðir af lyklakerfum. Við komum á staðinn og veitum að Sérverslun og verkstæði með lykla, læsingar og skyldar vörur. NEYÐAR ÞJONUSTAN 1 y k 1 a o g lásasmiðjan Laugavegi 168, 105 Reykjavík, Sími: 562 5213, Fax: 562 5278 „AL.LT HEFUR VERIÐ FUNDIÐ UPP SEM HÆBT ER AÐ FINNA UPP“. CHARLEB H. OUELL, STJÓRNARFORMABUR BANDARIskU EINKALEYnSBKRIPBTOFUNNAR, 1899. Er ekki full -r~ ASTÆÐA TIL ÞESS AÐ FYLQJAST MEÐ? >lal )l;i<)i(^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.