Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Allt var það satt og rétt Magnaður hlýtur sá texti að vera, sem knýr Bandaríkin og ísrael til að hverfa af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttamisrétti og fær ríki Evrópusambandsins til að hóta að gera slíkt hið sama, ef ekki verði mildaður. Önnur saga er svo af réttmæti hins magnaða texta. Á Vesturlöndum hefur ísrael einkum verið sakað um brot á fjölþjóðasáttmálum um framkvæmd styrjalda og meðferð fólks á hernumdum svæðum. Slík brot eru áþreif- anleg og nægja til að setja ísrael á aðra skör en Vesturlönd, en tæpast lægri en ýmis þriðja heims ríki. Ný vídd kemst í umræðuna um ísrael, er það er sakað um nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu og kynþáttastefnu; þegar ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna fer næstum út um þúfur, af þvi að fulltrúar Vesturlanda telja ekki við hæfi að gera ísrael að blóraböggli á þeim sviðum. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að efnislega er margt réttmætt í ásökunum um nýlendustefnu, aðskilnað- arstefnu og kynþáttastefnu ísraels. Tökum fyrst nýlendu- stefnuna, eins og hún lýsir sér í landnámi ísraelskra borg- ara á hernumdum svæðum í Palestínu. Þótt þessar byggðir landnema séu einn helzti þröskuld- urinn í vegi friðarsamninga milli ísraels og Palestínu, er sífellt haldið áfram að stofna til þeirra, hvaða stjórnmála- flokkar sem eru við völd í ísrael. Land er tekið frá Palest- ínumönnum með valdi og afhent ísraelsmönnum. Þótt slikt landnám hafi fyrr á öldum verið talið sjálfsagt á Vesturlöndum, þegar siðferði var á lægra stigi en það er nú, var nýlendustefna að mestu aflögð í heiminum á sið- ustu áratugum. Nú er ísrael versta dæmið um stefnu, sem samkvæmt fj ölþj óðasamþykktum er ólögleg. Aðskilnaðarstefna er orð, sem áður var einkum notað um stefnu stjórnvalda í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta síðustu aldar og stjórnar hvítra manna í Suður- Afríku á síðari hlut aldarinnar. Orðið vísar til kerfisbund- ins aðskilnaðar og mismununar borgaranna. Slík aðskilnaðarstefna hefur myndazt i ísrael eftir trúar- brögðum. Svæði ríkistrúarfólks fá betri þjónustu ríkis og sveitarfélaga en svæði hinna, sem játa önnur trúarbrögð, einkum áhangenda íslams. ísrael er smám saman að breyt- ast í ofsatrúarríki með aðskilnaðarstefnu. Kynþáttastefna er mikil og vaxandi í ísrael. Þeir, sem heimsækja landið, komast tæpast hjá að sjá, að mikill hluti almennra ísraelsmanna litur niður á Palestínumenn sem annars flokks og ómennskt fólk. Þessi kynþáttastefna er studd af stefnu og aðgerðum stjórnvalda ísraels. ísraelsmönnum finnst ekki tiltökumál, að Palestínu- menn séu drepnir og telja það nánast eðlilega afleiðingu þess, að nýlenduríkið fái ekki athafnafrið á hernumdum svæðum. Sé einn ísraelsmaður hins vegar drepinn, kallar það að mati þjóðarinnar á margfaldar hefndaraðgerðir. Venja er að kalla þessi viðhorf kynþáttahatur, þótt erfitt sé að skilgreina, hvað séu kynþættir, síðan fræðimenn komust að raun um, að líkamlega er meiri munur innan hópa en milli hópa. Skilgreining kynþáttahaturs hefur breytzt og nær greinilega til ísraelsmanna. ísrael er ríki, land og þjóð stríðsglæpa og glæpa gegn fólki á hernumdum svæðum. Það er ríki nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu og kynþáttahaturs, sem beinist einkum gegn fólki utan trúarbragða ríkisins. Magnaða orðalagið um ísrael á ráðstefnunni var efnislega satt og rétt. Hitt er svo flóknara, hvort skynsamlegt sé að setja ísra- el í gapastokkinn fyrir atferli, sem tíðkast víðar. Niður- staðan varð þvi sú, að sannleikanum var kippt út. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Eignaupptaka ríkisstjórnarinnar Nýverið lét ríkisstjórnin gera verulegar breytingar á brunabótamati fasteigna í landinu. Þessar breytingar hafa haft ótrúlegar afleið- ingar á fjárhag tugþúsunda heimila í landinu. Sam- kvæmt upplýsingum sem Jóhanna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, kallaði eftir frá Fasteignamati ríkisins er ljóst að 35 þúsund íbúð- areigendur verða fyrir milljónatjóni. Ungt fólk í átthagafjötrum Hringlið með fasteignamatið virð- ist bitna verst á ungu fólki, fólki sem keypt hefur litlar íbúðir með háu brunabótamati á lánum samkvæmt því. Síðan þegar brunabótamatið var lækkað eru veðskuldir orðnar hærri en verðið á ibúðinni. Þetta gerir það að verkum að þetta fólk getur ekki stækkað við sig. Ríkisvaldið er búið að hafa af því milljónir með þessum aðgerðum og það er bundið í íbúðum sínum og getur ekki hreyft sig. Sér- staklega bitnar þetta á fólki í Reykjavík. Verður ekki liðið Ég þekki alvarleg dæmi þar sem sjúklingar, öryrkj- ar og einstæðir foreidrar eru að lenda í mjög miklum erfiðleikum vegna þessara aðgerða sem hafa kippt undan þeim fótunum bæði fjárhagslega og félagslega. Þar er um að ræða fólk sem leit á íbúð sína sem vissa tryggingu í lífinu sem átti að skila ákveðnum framfærslueyri þegar skipt yrði í minni íbúð. Þeirri tryggingu er kippt frá þeim með einu pennastriki. Þetta er óþolandi aðför að fólki sem margt er í mjög erfiðri stöðu fyrir. Þingílokkur Samfylkingarinnar hefur ályktað sérstaklega vegna þessa máls og er félagsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir að halda viðmiði lána frá íbúðalánasjóði áfram við brunabótamat. Breyting- amar á brunabótamatinu undanfar- ið gera það ónothæft sem viðmið en nauðsynlegt er að lánaviðmið endur- spegli raunvirði eignarinnar. Þing- Asta R. Jóhannesdöttir alþingismaöur „Breytingarnar á brunabótamatinu undanfariö gera það ónothæft sem viömiö, en nauðsynlegt er aö lánaviðmiö endur- spegli raunviröi eignarinnar. Viö krefjumst þess aö viömiöi húsnæöislána veröi tafarlaust breytt til aö ná því markmiöi." flokkurinn krefst þess að viðmiði húsnæðislána verði tafarlaust breytt til að ná því markmiði. Það er ljóst að þetta ástand verður ekki liðið. Málið verður tekið upp á Alþingi í haust og er það verulega aðkallandi í ljósi þeirra alvarlegu upplýsinga sem komið hafa fram um hve miklir hagsmunir eru í húfi. Ég hvet fólk sem verður fyrir þessari aðför ríkis- stjórnarinnar nú að minnast þess þegar það greiðir atkvæði í næstu al- þingiskosningum. Ekki trúi ég því að þeir sem ríkis- stjórríin hlunnfer nú á þennan hátt muni styðja hana áfram til valda á næsta kjörtímabili. Ásta R. Jóhannesdóttir Borgarverkfræðingur í feluleik Stefán Hermarmsson borgarverkfræð- ingur skrifar kjallaragrein í Dagblaðið 28. ágúst síðastliðinn um sjónarmið þeirra er undirbúið hafa skipulag við Halisveg i Grafarvogi. íbúar við Garðhús í Reykjavík fagna allri umræöu um ofangreint málefni en leggja áherslu á að rétt sé farið með og að fyrirhugaðri framkvæmd sé rétt lýst. Þar sem borgarverkfræðingur fer nokkuð frjálslega með staðreyndir í grein sinni þykir undirrituöum rétt aö draga fram eft- irfarandi atriði. Röng fullyröing í inngangsorðum borgarverkfræðings kemur fram að íbúar við Garðhús hafi lengi mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd. Þá kemur einnig fram að íbúar hafi notið einstakrar friðsældar og að mati borgar- verkfræðings gefi það þeim ekki rétt til að hindra eðlilega framkvæmd skipulagsins. Hér vantar að mati undirritaðs mikið upp á að borgarverkfræðingur dragi upp rétta mynd. Þegar íbúar við Garðhús fengu út- hlutað lóðum sínum (1988-1991) var í þeim gögnum er þeir áttu aðgang að einungis gert ráö fyrir 2 akreina tengigötu sem þá hét Vetrarbraut norðan viö Garðhús. Árið 1991 kynnti Borgarskipulag nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavik (1990-2016) og var tengigötunni þá breytt í 4 akreina stofnbraut. Þessari breytingu mótmæltu íbúar við Garðhús, enda ljóst að ekki hafði verið tekið frá pláss fyrir svo stóra um- ferðaræð. Ibúar hafa viðhaldið mótmælum sínum alla tíð síðan, eða í 10 ár, en ekki enn fengiö viðunandi úrlausn sinna máia. Sú fullyrðing borgarverkfræðings að íbúar við Garðhús hindri eðlilega framkvæmd skipulagsins er því röng og ósanngjörn. Hávaðastig upp ffyrir mörkin í grein sinni fjallar embættismaðurinn nokkuð um hljóðmanir og heldur því fram að útsýni skerðist nánast ein- göngu á neðstu hæð húsa við Garðhús. Hér er heldur fl-jáls- lega farið með. Staðreyndin er sú að til að verja íbúðarhús við Garðhús er næst standa Hails- veginum þarf að byggja jarð- vegsmanir og að töluverðum hiuta allt að 3 metra háa veggi ofan á manimar. Þar sem verst lætur ná þessar hljóðvamir upp á 3. hæð húsa við fjölbýhshús við vestanverð Garðhús. Borgarverkfræðingur fjaUar nokkuö um hávaðastig í grein siirni og fer þá nokkuð um víðan völl. Skipulagsstjóri hefur úrskurðað í fyni úr- skurði aö framkvæmdaraðila beri að fara eftir reglugerð um hávaða, nr. 933/1998, og að ekki sé heimilt aö fara upp fyrir 55 dB mörkin við opnanleg fög við Garðhús og að leitast skuli viö að ná leiðbeiningagild- inu sem er 45 dB. Borgarverkfræðingur telur þau mörk nokkuð sfröng. Undirritað- ur viU benda á að þegnum þessa lands er ætlað að fara eftir þeim lögum og reglum er i landinu gilda. Þá fjaUar borgarverkfræöingur í grein sinni um styrkveitingar til aö bæta hljóð- einangrun í húsum við viss skilyrði. Þessi umræða embættismannsins er fræðandi en á ekki við varðandi fyrirhugaða lagn- ingu Hallsvegar þar sem um nýfram- kvæmd er að ræða. Þá upplýsir borgar- verkfræðingur að í Reykjavík búi fólk við yfir 71 dB hávaöa. Telja verður ámælisvert að yfirvöld bjóði þegnum sínum upp á slíkt. I umræddri grein gerir borgarverkfræð- ingur grein fyrir því að einungis sé til um- fjöllunar tveggja akreina umferðargata er nái frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi en get- ur þess jafnframt að nú sé talið líklegt að þörf veröi á 4 akreinum. Borgarverkfræð- ingur reynir með málflutningi sínum að gera lítið úr framkvæmdinni. Ef litið er á samþykkt aðal- skipulags Reykjavíkur sést að Hallsvegur er flokkaður með aðalstofnbrautum borgarinnar, svo sem Miklubraut, Kringlu- mýrarbraut og Sundabraut. Því er ljóst að þær tvær akreinar sem nú er fýrirhugað að leggja eru aðeins örlitill hluti af 4 akreina stofhbraut er hggja mun frá fýrirhugaðri Sunda- braut í gegnum Grafarvoginn upp á Vesturlandsveg og áfram upp í Hamrahlíðarlönd. Það er ómaklegt af borgarverkfræðingi aö taka þátt í þeim feluleik sem viðhafður hefur verið við undirbúnirig þessa máls. Framkvæmdaraðilar hafa í undirbúningi sínum tekið þá stefnu að „læða inn“ 2 akreina stofnbraut í gegnum flöskuháls leiðarinnar, vitandi það að tvöfóldun hennar seinna meir verði þá auðveldur leikur, eins og raun varð á þegar Strand- vegur í Grafarvogi var tvöfaldaður. Borgarverkfræðingur gerir grein fyrir því í grein sinni að hann telji eðlilegt í um- hverfismati sem þessu að miða við um- ferðarspá úr samþykktu skipulagi. Hér vísar hann væntanlega til umferðarspár sveitarfélaganna frá árinu 1997. Hér er að mati undirritaðs mikill grundvallarmis- skilningur á ferðinni. í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 179/1994 segir m.a. í 5. gr.: í mati .á umhverfisáhrifum ,skal tilgreina á viðeigandi hátt bein og óbein, jákvæð og neikvæð, skammtíma og langtíma, afturkailanleg og óafturkallan- leg áhrif sem framkvæmdir og fýrirhuguð starfsemi, sem þeim fýlgir, kunna að hafa á menn o.s.frv. Því er ljóst að það er i anda laganna að miða ekki við samþykkt úrelt gögn heldur ber að líta til framtíðar og meta umhverfisáhrif út frá nýjum raun- hæfum áætlunum. Ámi Friðbjamarson „Fjögurra akreina stofnbraut sem liggja mun ígegnum Grafarvogfrá fyrirhugaðri Sundabraut upp á Vesturlands- veg og áfram upp í framtíðarbyggingarsvœði Reykjavíkur í Hamrahlíðarlöndum. “ - Afstaðan skeggrœdd og skoðuð. Spurt og svarað___ Er rússneski bjöminn að fœra sig u Tortrygginn á skjót- fenginn gróða „Ég er mjög tor- trygginn á allt sem á að gefa skjótfenginn gróða og leyfi öðrum að reyna við það. Auðvitað geta spá- kaupmenn hagnast á skömmum tíma en þá hefur það iðulega gerst að þeir tapa aftur mjög hratt. Hér á landi eru tfi mörg dæmi um það um þessar mund- ir, sum sorgleg ... Sá hugsunarháttur var ráðandi á markaðnum 1999 og fram á árið 2000 að fjármálamarkaðir væru auðveldir viðfangs. Það var allt að hækka svo mikið. Ég var talinn úrtölumaður af mörgum." Margeir Pétursson í víötali viö Morgunblaöiö. Hreinræktuð kyntákn „Knattspyma er í dag vinsælasta íþróttagrein heims. Það er ekki af því að knattspyrnan sé öðr- um íþróttum fremri og fátt er leiðinlegra en markalaus og vondur knattspyrnuleikur. Forráða- menn knattspyrnunnar hafa hins veg- ar verið snjallir í markaðssetningu íþróttarinnar. Leikmennirnir era hálfguðir í augum áhangenda liðanna og auðvitað eru þeir hreinræktuð kyntákn. Hvers vegna ættu stelpurn- ar ekki að mega spila á þann streng eins og strákamir? Hvaða jafnrétti er það? Er jafnréttinu betur þjónað með því að einu kynfyrirmyndir ungra stúlkna séu grindhorað Ijósmynda- módel eða brjóstastækkaðar popp- söngkonur?" Magnús Árni Magnússon á Kreml.is Einar Ólafsson herstöðvaandstœðingur Afleiðing út- þenslustefnu „Atburðarásin sýnir okkur að hið vestræna tígrisdýr er að færa sig upp á skaftið og rúss- neski bjöminn býr sig til vamar og ætlar ekki að láta valta yfir sig. Mér flnnst réttara að líta á málið með þeim hætti. Útþenslustefna NATO og eldflaugavarnaráætlun Bandaríkjamanna er hvorutveggja ógn við Rússa og Kínverja - og er til þess fallið að skapa að nýju þá spennu sem við þekkjum frá dögum kalda stríðsins. Þetta höfum við í Samtökum herstöðvaandstæðinga bent á alveg síðan útþenslustefna Atlantshafs- bandalagsins til austurs hófst fyrir um áratug." Ámi Ragnar Ámason, þingmaður Sjálfstœðisflokks Endurreisa „ hemaðarmatt „Greinilega. Ég hef orðið þess var í samræðum við rússneska þing- menn og dregið þær ályktanir af fréttum að í rússneska stjómkerfmu er áhugi fýrir því að styrkja stöðu landsins í milliríkja- samskiptum og gera þaö að því stórveldi sem Sovétrík- in voru. Einn þáttur af þessum hugmyndum er að end- urreisa hemaðarmátt Rússlands og skapa landinu áhrifastöðu í Austur-Evrópu og Asíu. Einn tilgangur þessara hugmynda er að reyna að koma í veg fyrir stækkun NATO með aðild Austur-Evrópuríkja. Við ís- lendingar eigum ekki að láta Rússum takast að koma í veg fyrir að nýfijálsar þjóðir í Evrópu, s.s. Eystrasalts- ríkin, nái þeim markmiðum sem þær sjálfar setja sér í samskiptum við grannríkin og Vesturlönd.“ SigurðurA. Magnússon rithófundur Hlœgilegt stórveldisbrölt „Mér finnst þetta brölt hlægilegt fremur en ógnvæn- legt. Ber vott um sýndar- mennsku. Rússland er komið á hvínandi kúp- una og er efnahagslega á brauðfótum og frekar ættu ráðamenn þar að hugsa um fólkið þar sem er að veslast upp en standa í heræfingum sem þessum. En veruleikinn er sá að Rússar hafa aldrei sætt sig við að vera ekki lengur hernaðar- legt stórveldi og þar-með mótvægi við Bandarík- in. Þeir eru að reyna að sanna fyrir sjálfum sér að þeir séu þetta stórveldi ennþá.“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði Bjöminn minnir á sig „Rússneski björninn er að minnsta kosti að gera sig meira áberandi en verið hefur síðustu árin. Ætli megi ekki líta svo á að hann sé að minna á sig. Ég býst ekki við því að kalda stríð- ið sé hafið aftur en hins vegar er fyllsta ástæða til þess að fylgjast með því sem er að gerast í Rússlandi. Þar hefur gengið á ýmsu, samanber þegar kafbáturinn Kursk sökk í Norðurhöfum fyrir réttu ári. Það hefur reynst íslendingum vel að vera samstiga þjóðum Atlantshafsbandalags- ins í því sem er að gerast í varnarsamvinnu vestrænna þjóða og þess ættum við að vera vel minnug nú sem fyrr.“ (Rússar ætluðu með skömmum fyrirvara að hefja heræfingar hér við land aðfaranótt mánudags en þelm var frestað í tvo sólarhrlnga.) Kínveriar huggaðir Hafðu ekki áhyggjur... Það virkar í ruan ekki. l (S> 'OI. o\vx- TTMBONe AAewA-seaviœí Bikini eða loðnar bringur? Það er sérkennilegt hvað margar konur bera litla virðingu fyrir dómgreind og sjálfsákvörðunarrétti annarra kvenna. Þetta við- horf hefur margoft komið fram í tengslum við fegurð- arsamkeppnir og nektar- dans, þar sem kónur steypa stömpum yflr því að aðrar konur skuli láta markaðs- öflin og karlaveldið þröngva sér til slíkrar óhæfuiðju sem sé lítillækk- andi fyrir konur í heild og málstað kvenna almennt. Þessu er auðvitað hægt að halda fram með sannfærandi rökum og þaö er auðvelt að taka undir það sjónar- mið að yflrborðskenndar fegurðar- samkeppnir og innatómur lostadans sé harla auvirðilegt athæfi, hvort sem karlar eða konur eiga í hlut. En á móti kemur að ef fullorðnar konur og sjálfráðar taka þá ákvörðun að keppa í kroppsýningum eða diUa bossum fyrir fé, þá er það þeirra mál. Og þetta á auðvitað einnig við um vöðvasýningarmenn og súlu- kalla. Kynferðislegur undirtónn Ein mynd af skorti á umburðar- lyndi gagnvart skoðunum og dóm- greind annarra kvenna voru við- brögð framkvæmdastýru Jafnréttis- stofu við auglýsingu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, þar sem knattmeyjarnar komu fram á bikini og létu birta af sér mynd í Morgunblaðinu, fyrst og fremst að sögn þeirra sjálfra, tU að vekja at- hygli á umræddum leik með óhefð- bundnum hætti og draga þannig fólk á vöUinn. Valgeröur Bjarnadóttir janfréttis- stýra hefur unnið ötullega og víða að jafnréttismálum lengi og hvergi látið deigan síga. En þó hún sé ekki sjálf í boltanum, þá skýtur hún óneitanlega dálítið yfir markið í viðtali um mál- ið í Mogga i vikunni. Hún segir aug- lýsinguna vera með „kynferðislegum undirtón" og telur sorglegt að stúlk- urnar skuli hafa látið undan kröfum markaðsaflanna í þessu máli. Aug- lýsingin með íþróttastelpum á bikini gefi ekki rétt skilaboð því stúlkunar séu „ekki kyntákn á veUinum.“ Sá sem þetta ritar er ekki sérfræð- ingur í kynferðislegum undirtónum en hann sá í sjálfu sér ekkert kyn- ferðislegt við þessa auglýsingu. Þarna brosti hópur glað- beittra og stæltra íþrótta- meyja framan í lesendur Moggans, geislandi af þrótti og æskufjöri, þ.e. stúlkurn- ar, ekki lesendur Moggans, a.m.k. ekki allir. Knatt- spyrnukonurnar voru að vísu léttklæddari en aUa jafnan þegar þær storma tU landsleikja, en í fjölmörg- um íþróttagreinum keppa konur í engu umfangsmeiri bleðlum án þess að menn séu eitthvað að blanda kyn- ferðismálum í það. Og nota bene. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíman lesið það i blöðum að hinar og þessar iþrótta- konur hafi veri svo óskaplega sexí í t.d. sjöþrauautinni og lostafuUar í langstökkinu. Enda ratljóst að ef karlkyns blaðamenn leyfðu sér slíkt yrði uppi fótur og fit og Valgerður myndi þá heldur betur blása. Hins- vegar hafa konur sem skrifa í blöð, og nægir þar að nefna Kolbrúnu Bergþórs, ritað lærða pistla um feykilegt kynferðislegt aðdráttarafl knattspyrnumanna á vellinum og lokið ljóðrænu lofsorði á kafloðnar bringur og kynþokkafull læri leik- manna. Við þessu hefur enginn am- ast, enda greinilega ekki sama hvort í hlut Jón eða séra Jóna i þessum efnum. Líkamsrétturinn Staðreyndin er auðvitað sú að konur sem hafa barist fyrir kven- frelsi og jafnrétti gegn forpokuðum afturhaldsöflum heimsins, hafa æfin- lega lagt áherslu á skýlausan sjálfsá- kvörðunarrétt kvenna og ekki síst forræði þeirra yfir eigin likama. Þetta þekkum við best úr umræð- unni um fóstureyðingar, þar sem réttur kvenna yfir eigin líkama er settur ofar öUu öðru. Þetta eru auðvitað fuUkomlega gild rök. En þá hlýtur gfldi þeirra að vera nokkuð víðtækt. Ef menn halda því fram að konur eigi eigin líkama og því beri að virða rétt þeirra til fóstureyðinga, þá verða menn um leið að fallast á og viðurkenna rétt þeirra tU að nota þennan sama lík- ama á þann hátt sem þær kjósa, hvort sem um er að ræða nektar- dans, þátttöku í fegurðarsamkeppn- um eða láta birta mynd af sér á bik- ini á besta stað í hinu móralska Morgunblaði. Hún segir auglýsinguna vera með „kynferðislegum undirtón“ og telur sorglegt að stúlkurnar skuli hafa látið undan kröfum markaðsaflanna í þessu máli. Aug- lýsingin með íþróttastélpum á bikini gefi ekki rétt skilaboð þvístúlkunar séu „ekki kyntákn á vellinum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.