Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 29 DV Tilvera, Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Skytturnar vinsælar Helgin vestan hafs var frekar slök hvað varðar aðsókn i bíó og var kannski helsta ástæðan sú að engin kvikmynd af stærri gerðinni var frumsýnd heldur börðust þrjár með- alstórar myndir um aðsóknina og þurfti Mark Wahlberg í Rock Star að lúta í lægra haldi fyrir klassík- inni í The Musketeer, þar sem enn eina ferðina er leitað i ævintýrasög- ur Alexandre Dumas um D’Artagn- an og félaga hans í riddarasveit Frakklandskonungs. Mynd þessi er sögð vera blanda af gamalli hefð og nútíma slagsmálaatriðum þar sem leitað er í smiðju þeirra sem útfært hafa slagsmál fyrir Jackie Chan og Jet Li þannig að myndin hefur kannski útlit sem meira minnir á Hong Kong-myndir en franska klassík. í hlutverki D’Artagnan er óþekktur leikari, Justin Chambers. Mótleikarar hans eru Catherine Deneuve, Mena Suvari, Tim Roth og HELGIN 7. 9. september ALLAR UPPHÆÐiR I ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA HTILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O - The Musketeer - 10.312 10.312 2438 o - You Can Play That Game 7.720 7.720 1297 o 1 Jeepers Creepers 6.219 24.380 2525 o - Rock Star 6.018 6.018 2944 o 4 The Others 6.003 67.516 2737 o 2 Rush Hour 2 5.752 206.036 2546 o 3 American Pie 2 4.720 131.174 2777 o 5 Rat Race 4.459 43.278 2551 o 6 The Princess Diaries 3.369 97.026 2410 © 7 „0“ 2.731 10.830 1435 0 8 Jay and Silent Bob Strike Back 2.259 25.607 2153 © 9 Summer Catch 1.762 16.808 1905 © 10 Captain Corelli’s Mandolin 1.607 21.930 1392 © 11 Planet of the Apes 1.390 174.998 1179 © - Soul Survivors 1.140 1.140 601 © 12 Jurassic Park III 970 177.059 886 © 15 The Deep End 966 5.894 401 © 16 Legally Blonde 865 89.632 766 © © 14 The Curse of the Jade Scorpion 615 6.245 706 18 Tortilla Soup 550 2.434 193 The Musketeer Catherine Deneuve í hlutverki Frakklandsdrottningar. Stephen Rea. í Rock Star leikur Mark Wa- hlberg þungarokksaðdáanda sem fær stærsta draum sinn uppfylltan þegar hann fær að syngja með upp- áhaldshljómsveit sinni. Myndin er lauslega byggð á söngvara númer tvö hjá þungarokksbandinu Judas Priest.I -HK Vinsælustu myndböndin: Les hugsanir kvenna Gamanmyndin What Women Want heldur efsta sætinu og meira að segja sjálfur Hannibal Lecter nær ekki að ýta henni þaðan. Myndin fjallar um mann sem óvænt fær aukinn skilning á hugsunum kvenna. Kemur það sér vel fyrir hann þar sem hann er ókvæntur og mikið upp á kvenhöndina. Maðurinn er Nick Marshall (Mel Gibson) sem verður fyrir höfuðhöggi sem gerir það að verkum að hann öölast hæfileik- ann til að lesa hugsanir kvenna. í fyrstu virðist þessi „náðargáfa“ eingöngu vera Nick til ama, enda What Women Want hefur hann litla stjórn á því ógn- Mel Gibson himinlifandi yfir nýfengnum arflæði upplýsinga sem berast til hæfileika. hans úr öllmn áttum__________________________________ frá konum allt um kring. Fljótlega áttar hann sig þó á því að hann getur njntt sér þennan nýja hæfi- leika sér til fram- dráttar og þá sérstak- lega í samskiptum sínum við nýjan yfir- mann sinn, Darcy McGuire (Helen Hunt). Þar kemur þetta að góðum not- um til að spila á hana því í byrjun er sam- band þeirra stirt. Meðan á þessu stend- ur gerir Nick ótal til- raunir til að nýta hæfileika sinn til að komast að því hvað konur vilja i raun og veru en svarið fer einhvem veginn alltaf fyrir ofan garð eða neðan. -HK VIKAN 3. S. september BHHS■ FYRRI VIKUR SÆTl VIKA TITIU. (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA O 1 What Woman Want (skífan) 3 O 4 Hannibal <sam myndbönd) 2 O 2 Proof of Ufe sam myndbönd) 3 ; o _ Almost Famous (skífani i © 3 The GÍft (HÁSKÓLABÍÓ) 3 © 5 The Wedding Planner imyndformi 4 o 8 Tomcats (myndformj 2 © 7 The Boondock Saints ibergvíki 4 o 13 Bounce iskífan) 2 © _ The Watcher (myndformj 1 0 6 Thirteen Days (sam myndböndi 2 © 9 Dude, Where’s My Car? iskífani 6 © 10 Cast Away isam myndböndi 7 © 12 Traffic (sam myndbönd) 6 © 17 Murder of Crows (bergvíki 3 © 11 State and Main (háskólabíó) 4 0 14 Remember the Titans isam myndbönd) 4 © 15 Finding Forrester (skífani 5 © 19 BÍIIy EllÍOt (SAM MYNDBÓND) 8 © •mn 20 Dungens and Dragons (skífani 4 emv&w&semm DV-MYNDIR EINAR J, Hilmar í sveiflu Hilmar Jensson gítarleikari kom víöa viö á Jazzhátíö Reykjavíkur í ár. Meöal annars lék hann framúrstefnulega raftónlist ásamt Kevin Drumm og latínskotinn djass meö Tómasi R. Einarssyni. Jazzhátíð Reykjavíkur 2001: Veislunni lokið Jazzhátíð Reykjavíkur lauk á sunnudagskvöld með stórtónleikum Sandviken Big Band og Kristjönu Stefáns- dóttur á Broadway. Sex daga djassveisla er á enda runn- in en sveiflan lifir enn í hjörtum þeirra fjölmörgu gesta sem sóttu tónleika hátíðarinnar. Eins og á fyrri djasshá- tíðum var fjölbreytnin í fyrirrúmi í ár og eins og gjam- an er sagt um sjónvarpsdagskrána hafa allir getaö fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Djass er jú ekki bara djass held- ur blandast hann öðrum straumum og stefnum í tónlist og verður útkoman oftar en ekki forvitnileg og framandi. Þannig mátti til dæmis hlusta á framúrstefnulegan bræð- ing djass og raftónlistar, þjóðlög í djassútsetningum, barnadjassog latíndjass svo nokkuð sé nefnt. Ljósmynd- ari DV brá sér á nokkra tónleika í vikunni og festi stemninguna á fílmu. Undir suður-amerískum áhrifum Á föstudagskvöldið hljómaöi seiöandi latíndjass á Kaffi Reykjavík úr smiöju Tómasar R. Einarssonar, kontrabassaleikara og tónskálds. Guömundur Ingólfsson endurfæddur? Jazzvaka í minningu Guömundar Ingólfssonar var hald- in á Kaffi Reykjavík á laugardagskvöldiö. Þar brá hol- lenski píanóleikarinn Hans Kwakkernaat sér í hlutverk meistarans. Nefjum stungið saman Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Guömundur Steingrímsson trommuleikari voru meðal þeirra sem léku á minningartónleikunum um Guömund Ingólfsson. Útgáfutónleikar Jóels Þrír íslenskir djassleikarar héldu útgáfutónleika á Jazzhátíö. Þetta voru þeir Agnar Már Magnússon, Sig- uröur Flosason og Jóel Pálsson sem þjófstartaöi hátíö- inni á þriðjudagsvöldiö. Brosað til Ijósmyndarans Vinkonurnar Áslaug Vanessa, Halla Líf og Hugrún. Börnin færö á - gæsluvöll Meðan á framkvæmdum stendur við byggingu nýs leikskóla á Hörðu- völlum hafa börnin tuttugu og þrjú og starfsfólk Hörðuvalla aðsetur við hlið leikskólans Hlíðarbergs í Set- bergshverfinu þar sem áður var gæsluvöllur. Hefur verið komið fyr- ir lausri kennslustofu á lóðinni sem er tengd við eldra gæsluvallarskýli og gerðar endurbætur á lóðinni. Þar undu þær sér vel í blíðunni vinkon- urnar Áslaug Vanessa, Halla Líf o'£* Hugrún. Óvenju fátt er í leikskólan- um af þessum sökum i vetur en gera má ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 börn frá eins árs aldri í nýja leik- skólanum, að sögn Maríu Kristjáns- dóttur leikskólastjóra. -DVÓ/JGR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.