Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 Tilvera í f 1 Ö V I N N U Opnar í Eden Myndlistarkonan Kolbrún Lilja Antonsdóttir opnar í dag fyrstu einkasýningu sína á vatnslita- myndum í Eden í Hveragerði. Kolbrún Lilja útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands, kennaradeild árið 1972 og úr frjálsri myndlist, grafík, 1975. Hún stundaði nám í skúlptúr við listaháskólann Accademia Di Belle Arti Roma á Ítalíu og útskrifaðist þaðan 1982. Kolbrún hefur starfað víða við myndlistakennslu. Sýning hennar stendur yfir til 24. september næstkomandi. Tónleikar STEFNUMOT UNDIRTONA A GAUKNUM Hljómsveitimar Suð og Fuga leika á tónleikum í kvöld á Gauk á Stöng. Tónleikamir eru hluti af Stefnumótum Undirtóna ... DJASS í NÝLISTASAFNINU Djassklúbburinn Ormslev stendur fyrir tónleikum í kvöld í Nýlista- safninu og hefjast þeir klukkan 20.30. Á tónleikunum koma fram tónskáldiö og píanóleikarinn Sten Sandell og Kaos Kvartett... Sýningar STEFNUMOT VID ISLENSKA SAGNAHEFÐ Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefð var opnuö í Landsbókasafni íslands - Háskóla- bókasafni 15. júní og stendur til 22. september næstkomandi. Sýningunni er ætlaö aö varpa Ijósi á sagnahefð íslensku þjóöarinnar, stjórnskipun hennar, lifnaöarhætti og menningu. BRÚÐUR SIGRÍDAR KJARAN í ÞJOÐARBOKHLOÐUNNI I sumar hefur staöiö yfir í Þjóðarbókhlöðunni á vegum Þjóðminjasafns íslands sýning á brúðum Sigríðar Kjaran. Þessi sýning er haldin af því tilefni að Sigríður gefur safninu tíu brúöur sem flestar eru unnar á síðasta ári. Sýningunni lýkur þann 15. september. SÝNINGAR Í BYGGÐASAFNI HAFNARFJARÐAR Tvær sýningar standa nú yfir í Byggasafni Hafnarfjarðar og kallast þær Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Annars vegar er um aö ræöa endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýningu þar sem sjá má beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum. Báöar sýningarnar eru opnar alla daga frá klukkan 13 til 17 og þeim lýkur 1. október næstkomandi. SIGGA Á GRUND SÝNIR í SJOMINJASAFNINU Síöastliöinn föstudag opnaði Sigga á Grund, sem er sjálfmenntaður listamaður, sýningu á útskurðarverkum í tré, horn og hvaltönn í Sjóminjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfiröi. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 17 fram til 1. október. Myndlist HALLDÓRA HELGADÖTTIR Á AK- UREYRI Um helgina opnaöi Hall- dóra Helgadóttir myndlistarkona sýningu á olíumálverkum í glugga Samlagslns í Llstagllinu á Akureyri. Sýningin mun standa til og meö 23. september. BJÖRG ÖRVAR í ÁLAFOSSKVOS Listakonan Björg Orvar sýnir ný mál- verk í sýningarsal Álafossverslunar- innar í Alafosskvos í Mosfellsbæ. Sýningin er opin 9 til 18 virka daga og 9 til 16 laugardaga til 27. októ- ber. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.ls Getum ekki án þráðlistar verið - segir Helga Jóhannesdóttir fatahönnuður Tómstundaiðja fólks breytist með árstíðunum og þegar haustar að og kvöldin lengjast eykst þörfin fyrir að fást við eitthvað skap- andi heima fyrir. Meðal þess sem þá kemur til greina eru ýmiss konar hannyrðir og saumaskapur eða þráðlist, eins og Helga Jóhannesdóttir, kennari og fatahönnuður á Vogi í Ölf- usi, kýs að kalla þá grein. „Nú ætti einmitt að vera að koma sá tími þegar konum- ar kjósa að taka upp prjón- ana sem þær lögðu frá sér í vor, kaupa sér efni í pils eða kíkja á bútasaums- mynstrin,“ segir hún bros- andi og heldur áfram: „Við erum alltaf að nota hluti úr þráðum og getum ekki án þeirra verið. Við erum mjúk og þurfum mjúka hluti í kringum okkur.“ Réttlausir þrælar í Asíu framleiöa fötin Að áliti Helgu hefur þráð- list ekki verið gefinn sá gaumur í þjóðfélaginu sem vert er á síðustu árum og telur ýmsa kunnáttu á þeim sviðum vera að fara for- görðum. Tölvurnar hafi fangað hugi margra og minni tími gefíst til handa- vinnu en áður. „Það er alltaf að koma eitthvað nýtt og stundum fómum við ein- hverju án þess að taka eftir því,“ segir hún og kv.eðst þar eiga við ýmis hand- brögð sem sjálfsagt þótti að kunna fyrir nokkrum árum og áratugum. Sjálf er Helga menntuð í fatahönnun og fatagerð við virtan skóla í Óðinsvéum. „Þama kynntist ég því hvað fatagerð er mikilvægur og spennandi heimur en líka því hversu vanmetinn hann er,“ segir hún og bendir á að öll göng- um við í fótum upp á hvem dag en hugsum lítið um vinnuna bak við þau. „Hagkerfi okkar Vesturlanda- búa byggist að miklu leyti á því að gerðaráfóngunum kenni ég nemendum að teikna, hanna og þróa hugmyndir og koma þeim á blað. Einnig að búa til snið eftir hugmyndunum og breyta þeim. Lita- og textílfræði koma líka við sögu því efnis-og litaval er mikilvægt. Síðan fara nem- endur til textílkennara sem kennir þeim tæknina við að sníða og sauma. Svo er nýr áfangi að hefja göngu sina á íslandi, meðal ann- ars hjá okkur, THL (Textíl- hönnun-listir). Hann hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur og nemendur eru áhugasamir og jákvæðir." Helga Jóhannesdóttir þráðlistakona „Þurfum mjúka hluti í kring um okkur“ einhverjir réttlausir þrælar í Asíu framleiði fötin okkar,“ segir hún. Nemendur aldrei fleiri Helga vinnur við Fjölbrauta- skóla Suðurlands og veitir þar for- stöðu fata- og textíldeild. Þrettánda starfsárið er að byrja og nemendur hafa aldrei verið fleiri. En hvemig skyldi kennslu við deildina vera háttað? Því svarar Helga: „í fata- Og svo þessa fínu ull Helga segir textíldeildir við framhaldsskólana hafa átt undir högg að sækja þegar tölvuvæðingin hafi hafist fyrir um tíu árum. Þó séu slíkar deildir nú í tíu framhaldsskólum og alls staðar jafn vinsælar. Kennarar við þær hafi stofnað með sér félagið FATEX árið 1995 og það hafi unnið mikið uppbyggingarstarf, m.a. komið í veg fyrir að fleiri textíldeildum yrði fórnað en orðið var. Samt séu margir furðu lostnir þegar hún segist kenna handa- vinnu við framhaldsskóla og spyrji: „Er það virkilega framhaldsskólafag?" „Handverk þykir nefnilega pínulítið hallærislegt hér á íslandi," segir hún og telur viðhorfin önnur í Dan- dv-mynd e.ol. mörku þar sem handverk- ið njóti jafnmikillar virð- ingar og listin. „Þó eigum við merkilega arfleifð hér á Islandi sem Danir hálföf- unda okkur af. Við eigum sérstök mynstur, ákveðna jurtaliti og svo þessa fínu ull,“ segir þráðlistakon- an Helga Jóhannesdóttir. -Gun. Smekkur 2001 á akureyrskri myndlist: Amí átti „besta“ verkið - gerir mann máttlausan, mátti lesa í umsögnum Anna María Guðmann (Amí) átti besta verkið á samsýningu akur- eyrskra listamanna samkvæmt skoðanakönnun sýningargesta á Listasafninu á Akureyri í sumar. Verk hennar kallaðist Minningar en næstflest atkvæði komu í hlut Gunnars Kr. Jónassonar fyrir Stál- blóm og í þriðja sæti var verk Mar- grétar Jónsdóttur, Súlur í brúðar- skarti. Alls greiddi 231 gestur Minn- ingum atkvæði sitt eða 14,3% svar- enda (1620 svöruðu spurningunni). 12,5% völdu Stálblóm og 9.8% Súlur í brúðarskarti. Á heimasíðu Lista- safnsins á Akureyri segir að það hafi því verið frekar mjótt á munun- um í efstu sætunum og á heildina hafi atkvæðin dreifst á mörg verk. í samtali við DV í gær sagði Amí að niðurstaðan hefði komið sér á óvart og hún væri full þakklætis. Hún hrósaði þessu framtaki Lista- safnsins mjög en um nýbreytni er að ræða hjá Hannesi Sigurðssyni, listasafnsstjóra á Akureyri. „Það er mjög skondið að gera svona könn- un, frumlegt og skemmtilegt," sagði Amí. Meðal umsagna um verðlauna- verkið má nefna „greip mig strax þegar ég gekk í salinn", „fangaði strax athyglina“,„hrífandi“, „gríp- andi“ auk þess sem litirnir höfðuðu Hópurinn sem stóö aö sýningunni. Amí er lengst til vinstri. greinilega til áhorfenda: Einnig er yfir verkinu draumkennd, lokkandi dulúð", „það er auðvelt að láta sig fljóta með verkinu", „draumkennt", „tælandi" og „gerir mann máttlaus- an“ mátti lesa í niðurstöðunum. Um 2700 manns sáu sýninguna og var öllum gestum boðið að taka þátt í könnuninni. Alls skiluðu 1842 gest- ir spumingalistum, þar af 1488 ís- lendingar og 354 útlendingar. 88% þeirra tóku þátt á að velja besta verkið. Könnunin var í höndum Ragnars Friðriks Ólafssonar sem starfar sem deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Meira verður um málið í DV á morgun. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.