Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 4
s Afbrigðilegt kynlíf er það sem koma skal á haustdögum. Islensk ungmenni vilja sí- fellt ganga lengra og lengra og nú virðist sem fólk sé tilbúið að fara alla leið. Þjóðin hefur prófað sig áfrarn með ýmislegt undan- farin ár, samkynhneigðir hafa orðið sífellt meira áberandi, nektardansstaðir hafa sprottið upp og það sama má segja um ýms- ar búllur sem selja leikföng og hjálpartæki ástarlífsins. Klisjan segir að hér hafi orðið hugarfarsbreyting og ekki verður því neitað en þetta er bara byrjunin. Nú er tími til kominn að stíga skrefið til fulls. Við þurfum fólk sem er tilbúið að koma fram og lýsa því yfir að það hafi gengið lengra en aðrir. Við höfum auðvitað okkar Pál Oskar og Ragn- heiði Eiríksdóttur en breyttir tímar kalla á nýtt blóð. Er ekki kominn tími til að fleiri þekkt andlit úr þjóðfélaginu stfgi fram og viðurkenni að þau lifi afbrigðilegu kynlffi? Við veðjum á Pál Skúlason háskólarektor og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Seðlabankinn er aftur á móti ekki að gera sig þessa dagana. Mikið hefur verið um það rætt undanfarið að bankinn eigi að taka sig til og lækka vexti. Auðvitað er sú krafa réttmæt, það er ekkert vit í þvf að bankinn haldi að sér höndum meðan bank- ar úti í heimi bókstaflega keyra niður vext- ina. Sá bankastjóranna sem látinn er svara fyrir vaxtamálin er Birgir ísleifur Gunn- arsson. Kallinn kemur ágætlega fyrir og maður treystir nokkurn veginn því sem hann segir, eða vill að minnsta kosti gera það. Það hlýtur að vera meðvituð ákvörð- un að láta Birgi fyrir framan myndavélarn- ar í stað Finns Ingólfssonar. Þá skal ekki farið út í það ef Steingrímur Hermannsson væri enn í bankanum. Traust andlit Birgis í stað kjánalegra framsóknarbankastjóra kemur þó ekki í veg fyrir réttmæta kröfu um vaxtalækkun. Þessir menn skulu bretta upp ermarnar hið snarasta. í sjö ár hefur hann gengið á milli fyrirtækja, bæjarfélaga og ýmissa stofnana til að sækja styrki til að geta barist gegn eiturlyfjavandan- um. Hann telur sig hafa unnið merkt og gott starf í þágu landsins og núorðið á hann marga vini sem gegna æðstu embættisstöðum lands- ins. Maðurinn er Svavar Sigurðsson, sá hinn sami og taldi sig hafa upplýst stóra fíkniefnamálið. Eg er andlegur risi „Ég er dálítið öðruvísi heldur en allir aðrir, ég beiti öðrum aðferðum við baráttuna gegn fíkni- efnum og þær eru miklu árangursríkari. Með þvf er ég ekki að segja að aðrir séu að gera rangt með sfnum aðferðum, ég er einfaldlega að gera betur,“ segir Svavar sem er ekki að spara stóru orðin þeg- ar kemur að þætti hans í fíkniefnaforvömum, enda heldur hann áfram og segir: „Framtfð þjóð- arinnar er í mikilli hættu ef ekkert verður gert. Margir einstaklingar sem neyta fíkniefna þroskast og lifa á ranghugmyndum. Þeir lifa jafnvel allt sitt líf í stanslausum misskilningi og verða geðsjúkir." VlLL SKIPTA 5ÉR AF „Það eru vissir karakterar sem lenda í eiturlyfj- unum og félagsskapurinn skiptir miklu máli. Ég vil hafa afskipti af þessu og raunverulega þá þarf að taka þá sem eru í slæmum félagsskap og koma þeim í góðan félagsskap.“ Einhverjir myndu telja að með þessu væri hann að hafa óþarflega mikil afskipti af einkalífi fólks en þetta er ekki fyrsta dæmið um slíkt hjá Svavari. Það er nefhilega fyr- ir tilstilli hans að setja á upp eftirlitsmyndavélar í hverja einustu tollhöfn á íslandi svo að hver sem kemur til eða frá landinu verður festur á filmu. Þetta er Svavar hæstánægður með og telur hann þetta vera mikinn ávinning í baráttunni gegn fíkniefnadjöflinum, en sá púki er einmitt uppfinning Svavars sjálfs. Þegar umræðan berst síðan að lögleiðingu fíkniefna rennur önnur gríma á Svavar sem fram að þessu hafði tekið öllu með sinni stóísku ró. „Það er alger vitleysa, vitleysa segi ég! Þetta er svo mik- il vitleysa að fólkið gerir sér ekki grein fyrir því hvað það segir." VlLTU VERÐA AUMINCI? Um þessar mundir er Svavar að fara á milli skóla á höfúðborg- arsvæðinu og predika boðskap sinn. Hann selur auk þess penna til nemendanna til að afla frekari tekna. Tekjumar fara svo í að kosta áróðursauglýsingar sem sýndar eru í sjónvarpi og á undan hverri einni og einustu kvikmynd f bíóum landsins. I þessum auglýsing- um er farið með vafasamar fullyrðingar um eiturlyf og spumingum á borð við „Viltu verða aumingi?“ er kastað fram. Gallinn er hins vegar sá að í öllum æsingnum hefúr Svavar þegar svarað spuming- unni fyrir fólk því hann segir: „Sumir em í meiri hættu en aðrir að lenda í neyslu, þetta veit ég með vissu. Það eru einna helst þeir sem eru veikir fyrir á einhvem hátt og láta aðra hafa áhrif á sig sem lenda í rugli." Samkvæmt þessari skilgreiningu Svavars eru það aumingjar sem lenda í dópneyslu en jafhframt verður fólk að aum- ingjum ef það ákveður að fara út í neyslu fíkniefna. Þá kunna margir að spyrja sig hvað maðurinn sé í raun að fara með þessu öllu. Deilir við dómsmálaráðuneytið Svavar hefúr náð að mynda tengsl við alla helstu ráða- og emb- ættismenn landsins að eigin sögn. „Þeir em voðalega ánægðir með mig t.d. ef einhver þingmaður myndi hitta mig úti á götu, ég tala nú ekki um ráðherra, þá myndi hann koma og taka í höndina á mér og jafhvel faðma mig. Ég hef nefnilega mikil áhrif á þetta fólk, alveg upp (forseta Islands. Sumir hafa líkt mér við Sókrates, sem er í raun rétt. Ég er nefnilega andlegur risi.“ Hann segist þó hafa sérstaklega góð tengsl við Framsóknarflokkinn enda er hann líklega eini eftirlifandi stuðningsmaður þeirra. Ennfremur segir hann að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki tekið honum jafn vel. „Nú þykist dómsmálaráðherra náttúrlega hafa náð ákveðnum árangri í baráttunni, en árangurinn hefði ekki komið nema út af mér,“ segir Svavar og er ekkert hræddur við að eigna sér heiður- inn af þessum svokallaða árangri. „Svo er ráðherrann búinn að láta loka annarri heimasíðunni minni og vill ekki tala við mig, þetta lýsir því í raun hvemig hún er. En ég hef svo mikla yfirburði að það þýðir ekkert fyrir hana að láta svona," bætir hann við mjög digurbarkalega, en að lokum segir hann svo: „Sumir halda að ég sé einhver páfúgl utan af götu, ég geri þetta allt með unga fólkið í huga því það er engin framtíð á Islandi ef ekki verður tekið á þessu vandamáli.“ DRHITNG FAANLEGUR I NÆSTU fAV TÖLVULEIKJABÚÐ MYNDFOKM S:555-0400 Avn/md. ‘f’/ff Ef það er einhver hðpur starfsfólks í stórverslunum sem er fúllur af hroka og —— mannfyrirlitningu þá eru það starfsmenn í kjötborði. \J 4 f ó k u s 21. september 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.