Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 8
Sigtryggur Magnason settist um kaffileytið á miðvikudag niður með leikkonunni Ingu Maríu Valdimarsdóttur. Einlægur ásetningur hans var að taka við hana ódauðlegt viðtal um verk Edwards Albee, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? en þar fer Inga María á kostum í hlutverki Lillu. En hvað á að gera þegar verkið og persónan eru svo spennandi og leyndardómsfull að það má ekki uppljóstra of mikið um framvinduna? iú, fortiðin er rifjuð upp. Inga María sagði Sigtryggi söguna af sumar- búðum í Helvíti og hvernig hún hefur notað þær til að setja sig inn í hlutverk hinnar trúuðu Lillu. Ég trúði á Djöfulinn þegar ég var krakki „Ég trúði á Djöfulinn þegar ég var krakki. Ég kynntist hon- um sumarið sem ég var sjö ára í sumarbúðum á stað sem ég hef gleymt hvar er; búin að grafa hann undir öðrum minningum og þægilegri. Þetta var sumarið sem ég komst ekki f sveit á Grund á Arnarstapa. Á Grund var enginn Satan, aðeins íslenskar draugasögur og garðyrkja. Sumarbúðimar voru skelfileg reynsla. Ég meig undir af skelfingu og herbergið mitt angaði eins og kattasandur. I herbergi með mér var stúlka sem hafði verið í þess- um sumarbúðum í mörg ár. Hún bar þess merki, át köngurlær og járnsmiði sem hún fann á gólfinu. Hún hafði verið heilaþveg- in af forstöðukonu sumarbúðanna; stöðugt áminnt um tilvist Djöfulsins og hvað heimurinn væri vondur. Forstöðukonan var guðhrædd og hún var kölluð Maja. Nafn hennar var langt frá þvf að vera táknrænt. Hún hefði ekki getað pikkað upp Heilagan anda þótt hún hefði hitt hann kófdrukkinn á Kaffi Reykjavík. Við vorum vakin snemma á morgnana og að morgunverði loknum voru allir reknir í samkomuhús þar sem þrumað var yfir okkur úr Biblíunni og við látin syngja sálma og lög þar sem nafni sumarbúðanna var komið haganlega fyrir með nöfnum himnafeðganna, rækilega stuðlað við Krist. Ég skrifaði bréf til pabba og mömmu, bað þau um að sækja mig en þau svöruðu aldrei; fengu aldrei bréfin í hendur. Sátu bara heima í góðri trú um að sumarbúðirnar væru önnur Vindás- hlfð. Ahyggjulaus. Ég reyndi nokkrum sinnum að strjúka en náðist alltaf og var refsað með því að ég fékk ekki að borða. Ég man líka að Maja hótaði mér: „Ég sendi þig heim með næsta bíl,“ og ég tók hótunum fagnandi, bað hana að senda mig heim. En hún gerði það ekki; hélt bara áfram að kynna Djöfulinn fyrir okkur og minna á vonsku heimsins. Þegar ég loks losnaði úr þessu helvíti og komst heim var ég á nálum. Ef ég gekk eftir götu hoppaði ég framhjá göturæsun- um svo sá vondi næði ekki til mín. Trylltist er ég sá bróður minn leika sér með verkfæri Djöfulsins í líki aumrar leikfangabyssu. Mamma kom að mér um haustið niðri í kjallara. Ég lá á gólfinu og talaði við Satan, bað hann að taka mig ekki. Ég hef að undanförnu rifjað þetta ör- lagaríka sumar upp til að ná betra sam- bandi við hina trúuðu Lillu. Við Lilla erum mjög líkar. Sumarbúðirnar í Hel- víti voru þó það í mínu lífi sem kemst næst trúarlegu uppeldi Lillu því faðir hennar var eins konar Benny Hinn. Henni býður við öllu kynferðislegu, allri snertingu; flökrar þegar byrjað er að tala um eitthvað líkamlegt. En vegna þessa alls hefur hlutverkið tekið svakalega á mig. Eftir æfingar leggst ég í bað og gríp í góða bók eða sest fyrir framan sjónvarpið og reyni að slaka á; vil mæta fersk daginn eftir. Ég hef þurft að fletta ofan af svo mörgu sem ég hef gengið í gegnum sjálf. Auðvitað sækir leik- arinn alltaf í eigin reynslu en þessi karakter stendur mér svo nærri, ég þarf ekki að ímynda mér mikið því ég skil hana svo vel. Pörin tvö í leik- ritinu eru ekki ókunnug og að- stæðurnar í eft- irpartíinu_ ekki heldur. Ég þekki pör sem eru eins og pörin í leikritinu; fólk sem er vont hvort við annað og gerir lítið úr hvort öðru fyrir framan annað fólk. Pör leika oft leiki, hættulega leiki. Og atburðarás verksins gæti verið að end- urtaka sig á heimil- um einhverra há- skólakennara ein- mitt núna.“ Við Lilla erum mjög líkar. Sum- arbúðirnar i Helvíti voru þó það í mínu lífi sem kemst næst trúarlegu uppeldi Lillu því fað- ir hennar var eins konar Benny Hinn. Henni býður við öllu kyn- ferðislegu, allri snertingu; flökrar þegar byrjað er að tala um eitthvað líkamlegt. Hanslkvuðja' yfasbili is ymia OH lUII T.IHt HVKltSDACSIXS Ég hef upplifað hörmungar sem fáir hefðu þolað. Ég hef verið slegið, sviðið og sólbrennt. Fólk hefur traðkað á mér... hent í mig sígarettum, stungið mig með tjaldhælum, migið á mig og jafnvel skitið. Og svo kemur snjórinn og frostið. (Innskot höfundar: Um er að ræða frásögn grassins og öll líkindi við gesti á Eldborgarhátíðinni eru einungis í huga lesanda).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.