Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 15
Tískummolar í herradeildinni í Sautján má finna þekkt merki á borð við DKNY, Paul Smith og fcuk. Innan um þessa risa tískuheimsins rekst maður á Mao, ís- lenskan keppinaut þeirra. Mao hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin misseri en hefur líka fangað athygli tískuliðsins í útlöndum. Hönnuðurinn á bak við merkið heitir Sölvi Snær Magnússon. Þessi ungi geðþekki maður hefur unnið lengi í bransanum og veit sínu viti um föt. Sissa hitti Sölva til að forvitnast um Mao og herratískuna í vetur. filíslenskur Mao Hann heitir Sölvi Snær og ætti fyrir löngu að vera orðinn kunnuglegt andlit hjá þeim sem stunda búðarráp í Reykjavík. Þessi 29 ára gamli maður hefur unnið í bransanum hálfa ævina, alveg frá þvf að hann fékk fyrsta launaseðilinn 14 ára. 1 dag vinnur hann hjá Sautján þar sem hann sér um innkaup jafn- framt því sem hann hannar fatnaðinn fyrir Mao, herraföt sem eru seld í versluninni. Föt alltaf áhucamál Sölvi var fjórtán ára þegar hann byrjaði að vinna hjá Herra- ríkinu með skólanum. Hann byrjaði svo í þessu af fullum krafti þegar hann var 16 ára. „Það má segja að ég sé alinn upp við þetta þar sem móðurafi minn var í bransanum, sem og mamma. Þetta hefur því verið áhugamál síðan ég man eftir mér,“ segir Sölvi og bætir svo við, glettinn á svip: „Þetta er í blóðinu." Fyrir um það bil sex árum byrjaði hann svo að sjá um innkaup fyrir Sautján og það er einmitt þá sem hugmyndin að Mao kviknar. „Það vantar oft einhverja basic-hluti sem maður vill fá í búðina og við fórum að pæla í því að gera þá sjálf.“ Arið 1999 voru svo fest kaup á saumastofu og þetta hófst fyrir alvöru. Fágaða Ítalía flottust Sölvi sér alfarið um hönnunina á Mao og innblásturinn kem- ur úr öllum áttum. „Eg fæ innblástur úr alls konar hlutum. Ég er náttúrlega alltaf með hugann við þetta, ég sé kannski gamlan mann úti á götu og fæ hugmynd í kjölfarið á því. Bíómyndir geta líka verið mikill áhrifavaldur og þá er ég að meina þessar gömlu klassísku myndir. Oft spái ég bara í hvað mig vantar og hvað mig mundi langa í sjálfan, þetta þarf ekki að vera flókið.“ Vegna starf síns þarf Sölvi oft að ferðast mikið og skoða mikið af heimsþekktum merkjum. „Mér finnst það flottasta f herratfsk- unni vera f gangi á Italíu, þar er fágunin í fyrirrúmi. En fyrir utan ítölsku meistarana hefur Paul Smith áhrif á hönnun mína, ég fíla klassísk snið og gerðarleg og vönduð efni.“ En þannig eru einmitt fötin frá Mao. Það er nett nostalgía í gangi og gömlu tímamir hafðir í fyrirrúmi. Sölvi kýs að nota klassísk efni við hönnun sína, hann notar t.d. tweed og flannel, vill hafa efnin þung og þykk. „Það er gaman að blanda saman þessum klassísku efnum og leika sér svo að nýjum sniðum.“ 1 allri klassfkinni fyrir veturinn hefur Sölvi líka endurvakið NAFN: Abba Starf: Annar eigandi versl- unarinnar Noi. ÞlNN STÍLL: Hann er breytilegur og fer aðallega eftir skapinu hverju sinni. FLOTTUSTU MERKIN: Hér nefni ég auðvitað merkin f Noi, eins og t.d. Imperial og Fusion. En af þessum heimsfrægu há- tískumerkjum er Prada æðislegt og Michael Kors er líka flottur. Mottó: Ég á mér mörg mottó og finnst erfitt að nefna eitt og taka það fram yfir. eina netta 80’s sveiflu, Henson-fþróttatreyjuna. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd. Að fá eina ekta gamla flík, nýja og ferska," segir Sölvi, stoltur yfir treyjunni, og það eru eflaust margir sem eiga eftir að taka nostalgíukast og fá sér nýjan Hen- son. Mao vekur athygli Þar sem vinnubrögðin eru vönduð og verðinu haldið í lág- marki er ekki að spyrja að því að Mao hefur notið mikilla vin- sælda hér á landi. Ekki nóg með það, heldur hefur fatnaðurinn einnig vakið athygli viðskiptavina erlendis. Þó að það séu engar breytingar áætlaðar í nánustu framtfð er þó verið að athuga með sölu erlendis. „Við erum samt ekkert að stressa okkur, við tökum þetta bara rólega. Þó að Mao hafi verið sýndur ábugi ætlum við ekki að ana út í neitt, þetta er samt frá- bært og mikið hrós en við sjáum bara hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Sölvi virðist hafa það sem þarf og spurð- ur að því hvort hann dreymi um að fara sóló svarar hann því neitandi. „Það er ótrú- lega erfitt fyrir íslenska hönnuði að gera sína vinnu því þetta er svo brjálæðislega dýrt. Það er því frábært að fá tækifæri að gera þetta fyrir Sautján," segir hann og bætir svo við: „Ég skoða mikið af íslenskri hönnun og er mjög hrifinn, það er mikið af hæfileikaríku fólki hér sem er að gera hreint ffábær föt.“ Staki jakkinn kominn aftur Fyrir veturinn segir Sölvi að helsta nýjungin í herratískunni sé staki jakkinn. „Staki jakkinn er kominn aftur, t.d. við gallabuxur. Einnig er mikið um að stuttir frakkar séu notaðir hvers- dagslega, bara við gallabuxurnar." Gallabuxurnar eru rfkjandi, notaðar við allt saman og það er svolítið um teinótt jakkaföt og skyrtur. Svarti liturinn er ríkj- andi en það er líka mikið um brúna og græna liti. Efnin eru náttúruleg, þykk bómull, ull, tweed, leður og rúskinn er að koma inn aftur. „Fyrir veturinn eru fallegar þvegnar gallabuxur, stuttur frakki og götuskór í brúnum eða beige litum besta fjárfest- ingin,“ segir Sölvi. Einlægur áhugi Svona að lokum, hvernig standa íslenskir strákar og menn sig og er eitthvað sem þeir mættu hugsa betur um? „Þeir eru nú bara nokkuð seigir og hafa tekið miklum framförum í sínum fatapælingum síðastliðin ár. Þeir virðast hafa einlægan áhuga, koma bara einir í búðina og eru virkilega að pæla í þessu. Þannig að ég er bara mjög sáttur við þá,“ segir Sölvi, en bætir svo hlæj- andi við: „Þeir mættu þó kannski hugsa betur um kon- urnar sínar.“ D & G Sævar Karl og starfsfólk hans hafa verið önnum kafin sfðustu vikuna við að taka upp nýju sendinguna frá D 6 C en það er ódýrari línan frá ftölsku snillingunum Dolce og Gabbana. Sævar Karl er bæði með dömu- og herralfnu frá þeim. Það sem stendur upp úr f dömulfnunni er alveg gull- falleg kápa, f nettum „sailor“-stfl með gyllta og glansandi hnappa. Herrafötin eru að þessu sinni mjög flott. Köflóttu jakkafötin og þau grænu úr ffnflauelinu eru alveg yndis- leg. Þarna eru Ifkar flottar stakar buxur og sfðast en ekki sfst glæsilegar rúllukragapeysur f fallegum litum og á ágætu verði en þær kosta 16.200 krónur. Það væri gaman að sjá meira af gallafatnaði f dömulfnunni, sérstaklega gallabuxum þar sem þeir Dolce og Cabbana eru þekktir fyrir djarfa og skemmtilega hönnun á þeim og hafa þær þessi sfðustu misseri verið rifnar og jafnvel útkrotaðar. Það væri Ifka gaman að fá Dolce & Gabbana undirföt fyrir konur þvf þau eru æðisleg og ekkert allt of dýr. Barna Burberry’s Hið virta breska merki Burberry’s hefur notið mikilla vin- sælda sfðastlið in ár. Köflurnar þeirra urðu eitt aðaltrendið fyrir um það bil tveimur árum og komu Burberry’s aftur á tfskukortið. Nú hefur Burberry’s fært út kvfarnar og það nýjasta hjá þeim eru barna- föt. Þetta er f fyrsta skipti sen Burberry’s hannar heila Ifnu fyrir börn og hefur verslunin Englabörn- in á Laugaveginum tekið hana inn. Þetta er gullfallegur fatnaður, vandaður og gerðarlegur. Þarna gefur að Ifta klassfsku köflurnar, pils, skokka, peysur og svo framvegis. Stærðirnar eru allt frá á nýfædd kríli og upp f 10 ára. Fötin eru f dýrari kantin- um þar sem þetta er heimsþekkt gæðavara. Þau eru vel þess virði þar sem þau eru ótrúlega sæt. Smáslúður Hjónabandi þeirra Alexanders McQueens og kvik- myndagerðarmannsins Georges Forsyth er lokið. Þeir gáfu sig saman fyrir ári f einhvers konar skuldbindingar- athöfn á snekkju fyrir utan Ibiza. Þar var að sjálfsögðu margt um manninn og margar stjörnurnar glöddust með þeim. Góð vinkona Alexanders, Kate Moss, var einmitt brúðarmær hjá þeim. Hún er f sambandi með Jefferson Hack sem er annar aðalgaurinn á bak við hið vinsæla tfma- rit Dazed & Confused. Vegna mikilla anna hjá tfskukóngin- um McQueen er afar ólfklegt að hann fari fástarsorg þar sem hann er bæði að vinna að fatalfnu sinni sem Gucci fjármagnar og var ætlunin að opna Alexander McQueen- verslun f New York núna f haust, hvernig sem það fer. ROWELLS Tíska • Gæði • Betra verð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.