Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2001, Blaðsíða 7
Eitt af því sem hefur sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur síðastliðin ár er hjólabrettaiðkun. Þótt lít- ið hafi borið á skeiturum niðri í bæ síðustu tvö ár eru þeir engu að síður enn að og hefur einn þeirra, Kjartan Þór Trauner, stundað það að búa til kvikmyndir um senuna í fimm ár. Kjartan er þessa dagana að gera sína þriðju mynd og setti Fókus inn í stöðu mála ... KENNT MANNI AÐ SKEITA ... Kjartan hefur nú þegar gefið út tvær myndir, hina fyrr- __ nefndu Asfalt og nú H síðast Bakkus og voru brot úr seinni mynd- inni notuð í tónlist- armyndbandinu Stopp nr. 7 með hijómsveitinni 200.000 naglbítum. En hvers vegna ráð- ast menn í að gera heimildarmynd eftir heimildarmynd sem irtnihalda bara hjóla- brettaatriði? „Skeit- myndir hafa verið viðloðandi skeitið al- veg frá byrjun og eru bráðnauðsynlegur fylgifiskur hjóla- brettaiðkunar. Ef einhver finnur upp nýtt trikk er útilokað að hann geti kennt einhverjum það, en hann getur látið mynda það svo að aðrir geti pælt í því sjálfir. Þessi íþrótt er þannig að hver verður að vera sinn eigin kennari og þess vegna er bráðnauðsynlegt að festa öll ný trikk á filmu svo að menn geti stúderað þau og þróað síðan önnur trikk út frá því. Mynd- bönd hafa alltaf fylgt hjólabrettum enda er þetta svo nýtt sport og á bara síðustu fimm árum hafa orðið svo ótrúlega örar framfarir í öllum trikkum og stílum einmitt vegna þess að þetta er allt skrásett jafnóðum. Þannig að ( raun eru skeit- myndir ómissandi fyrir íþróttina. Þær eru hálfgerðar skóla- bækur“ einhver á hverju kvöldi uðu “slam-sessions“, en svo nefnast atriði sem samanstanda af samanklipptum mistökum og slysum. Myndir Kjartans eru þar engin undantekning. „Það meiðir sig einhver á hver- ju kvöldi en auðvitað misilla. Eg hef séð ýmislegt slæmt í minni tíð en ég held að ekkert slái út þegar Egill vinur minn „ollaði“ á brettinu sínu niður tröppurnar við Menntaskólann í Reykjavík. Hann gat ekki gengið í viku eftir það.“ Kjartan lætur það uppi um næstu mynd sína að í henni sé að finna senu þar sem annar vinur hans rennur klofvega með fram handriði, rekst á skrúfu sem stendur upp úr því og missir ann- að eistað. „Þetta er bara áhætta sem maður tekur. En það hef- ur samt enginn dáið hérna heima, eins og hefur komið þónokkrum sinnum fyrir í Bandaríkjunum.“ Þróunin á Íslandi ekki í samræmi við útlönd ... Kjartan kveður hjólabrettamenninguna vera í mismikilli uppsveiflu í heiminum. „Skeitið í heiminum hefur aldrei ver- ið stærra og nú eru stórfyrirtæki út um allan heim að slást um að koma sér á framfæri í gegnum hjólabrettamarkaðinn. Ein- hverra hluta vegna er þó öfug þróun í gangi hérna heima en vinsældir skeitsins hafa dalað töluvert upp á síðkástið. Þó er ljós í myrkrinu þar sem við höfum nú eignast þessa frábæru inniaðstöðu í gamla Sindrastálshúsinu svo hver veit nema það breytist ...“ Sem stendur er Kjartan að vinna að sinni þriðju mynd og segir hann hana vera mjög ólíka hinum myndunum, bæði hvað varðar gæði og umfang. „Við höfum safnað efhi í hálft annað ár og fórum m.a. til Tékklands, Frakklands, Þýskalands, Austurríkis, Danmerkur og svo er Kka nóg af atriðum sem eru tekin héma heima. Nafnið er enn óákveðið en ég stefni að því að gefa hana út um jólin.“ Að lokum segist Kjartan ekki hafa í hyggju að leggja þessa iðju á hilluna en hann tekur þó ekki fyrir að hann gæti hugsað sér að starfa við almennari kvikmyndagerð þegar fram líða stundir ... Það meiðir sig „Ég byrjaði á þessu fyrir svona sex árum þegar ég keypti mér gamla draslmyndavél á 10 þúsund kall. Síðan tók við stöðug efnissöfnun í þrjú ár og þegar ég var kominn með nóg af efni settist ég loks niður i klippigræjur og úr varð mynd sem hét Asfalt," segir Kjartan Þór Trauner aðspurð- ur um tilurð þess að hann hóf að gera hjólabrettamyndir. Kjartan lauk nýverið stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavik og hefur nú tekið sér ársfrí frá námi sem hann hyggst nýta í vinnu og kvikmyndagerð. Handleccs-, bein- oc puncbrot Án efa eru alræmdustu atriðin í skeitmyndum hin svoköll- Encinn cetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.