Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 2
16 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 Sport „Tilbúnir aö kaupa Sigfús“ Útsendari frá þýska hand- knattleiksliðinu Essen var á leik Vals og Þórs á íslandsmótinu á Hlíðarenda sl. laugardag. Hann var sendur til íslands gagngert til að fylgjast með Sigfúsi Sig- urðssyni, linumanninum sterka úr Val. Eins og áður hefur komið fram hefur þýska liðið Mag- deburg fylgst náið með Sigfúsi að undanförnu og kom fram- kvæmdastjóri félagsins hingað til lands á dögunum til að skoða leikmanninn. Fleiri erlend lið eru með Sigfús undir smásjánni. Ekki er loku fyrir þaö skotið að Sigfús fari utan á næstunni til að líta á aðstæður hjá umræddum liðum í Þýskalandi. Ljóst má vera að kapphlaup er hafið á milli þessara liða um að fá Sig- fús til sín fyrir næsta tímabil. Hafa mikinn áhuga Alfreð Gíslason, þjálfari Mag- deburg, sagðist í samtali í gær ekki leyna því að hann hefði mikinn áhuga á að fá Sigfús Sig- urðsson í sínar raðir. „Ef út í það yrði farið erum við tilbúnir að kaupa Sigfús strax ef Valsmenn léðu máls á því,“ sagði Alfreð og sagði að vonandi kæmi Sigfús út til að skoða aðstæður á næstunni. -JKS Guðmundur góður á Ítalíu Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, átti góðan leik með Conversano þegar liðið lagði Ascoli, 22-29, á útivelli í ítölsku 1. deildinni i gær. Guðmundur varði vel á mikilvægum augna- blikum í leiknum. Svíinn Pierre Thorsson var markahæstur í liði Conversano með fimm mörk. Hilmar Þórlindsson gerði sex mörk fyrir Modena sem tapaði fyrir Fasano, 26-23. Þegar fimm umferðum er lokið er Bologna efst með 15 stig. Conversano og Trieste koma í næstu sætum með 12 stig. Hilmar og samherj- ar hans í Modena er í 8. sæti með sex stig. -JKS Ólafur bestur hjá Magdeburg Ólafur Stefánsson var í essinu sínu i gærkvöld þegar lærisvein- ar Alfreðs Gíslason í Magdeburg sigruðu Hameln, 19-27, á útivelli í þýsku Bundeslígunni í hand- knattleik. Ólafur skoraði átta mörk fyrir Magdeburg og er orð- inn markahæstur i deildinni með alls 59 mörk. „Við misstum einbeitingu á kafla i leiknum, létum dómarana fara í taugarnar á okkur. Við lékum skínandi vel í síðari hálf- leik og tryggðum að lokum ör- uggan sigur. Við erum búnir að leika sjö erfiða útileiki og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Þetta er allt saman að korna," sagði Alfreð. Toppliðið Lemgo heldur sínu striki, sigraði Solingen, 30-21. Minden tapaði á heimavelli fyrir Eisenach, 24-25, og komst Gústaf Bjarnason ekki á blað hjá Minden. Sigurður Bjarnason var ekki á meðal markaskorara Wetzlar sem gerði jafntefli við Kiel, 22-22. Af öðrum úrslitum má nefna að Göppingen vann Gummersbach, 25-27, Flensburg sigraði Bad Schwartau, 27-30, og Grosswaldstadt og Wallau Massenheim skildu jöfn, 22-22. Lemgo er efst með 14 stig en í 2. -3. sæti eru Flensburg og Kiel með 13 stig. Magdeburg hefur 12 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en liðin fyrir ofan. -JKS Ragnar átti stórleik - skoraði ellefu mörk fyrir Dunkerque gegn Nimes Ragnar Óskarsson átti stórleik með Dunkerque í franska hand- boltanum um helgina. Liðið lék á útivelli gegn Nimes og fór með sig- ur af hólmi, 21-25. Ragnar var allt í öllu hjá sínu liði og gerði ellefu mörk i leiknum. Með sigrinum er Dunkerque komið í þriðja sætið í deildinni. Paris St. Germain með Gunnar Berg Viktorsson mátti á hinn bóg- inn sætta sig við stórtap fyrir Istres á útivelli, 30-21, og skoraði Gunnar Berg eitt mark i leiknum. Montpellier, sem af mörgum var spáð franska meistaratitlinum fyr- ir tímabilið, trónir í efsta sætinu með 15 stig. Istres er í öðru sæti með 14 stig og Ragnar og félagar eru komnir í þriðja sætið með 13 stig ásamt Chambery, núverandi meisturum, og Paris St. Germain. Við erum á réttri braut „Þetta var geysilega sætur sigur en Nimes er mjög erfitt heim að sækja og því hafa mörg lið fengið að kynnast í gegnum tíðina. I sjálfu sér kom þessi sigur ekki á óvart þvi við höfum mjög sterku liði á að skipa. Það er kátina í herbúðum liðsins því þetta var þriðji sigurinn á útivelli í röð. í fyrra voru útileik- imir vandmál en nú virðist sem við höfum unnið bug á því og erum svo sannarlega á réttri braut,“ sagði Ragnar Óskarsson í samtali eftir leikinn í gær. Ragnar var tekinn úr umferð í síðari hálfleik en engu að síður bætti hann þá við fimm mörkum. Ragnar sagði þetta hafa örugglega verið sinn besta leik á þessu tíma- bili. Dunkerque hefur aðeins tapað einum leik til þessa „Það hefur gengið vel það sem af er og má víst telja að við verðum í toppbaráttunni ef fram heldur sem horfir. Ég hef staðiö mig alveg ágætlega en það má alltaf gera bet- ur og að því verður stefnt. Vömin er tvímælalaust sterkasti hlekkur liðsins en sóknarleikurinn er samt allur að koma til,“ sagði Ragnar Óskarsson sem er í hópi marka- hæstu leikmanna í deildinni. -JKS Gústaf hættur í Keflavík - ekki gekk saman milli hans og stjórnar liðsins Gústaf Björnsson hættur að þjálfa Keflvíkinga í knattspyrnu. Gústaf Björnsson lét af störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Kefl- vikinga í knattspyrnu um helgina. Þetta varð ljóst eftir fund hans með stjórn knattspyrnudeildar Kefla- víkur en vilji félagsins var að knýja fram nýjan samning við Gústaf. „Það gekk ekki saman. Það er ekkert launungarmál að við ætlum að fá alla samninga niður fyrir næsta tímabil. Gústaf var tilbúinn að koma til móts við okkur en ekki nóg að okkar mati. Nú er bara næst mál á dagskrá að flnna þjálf- ara í stað Gústafs. Við höfum eng- an í sigtinu sem stendur og ætlum að skoöa það mál í rólegheitum," sagði Rúnar V. Arnarson, formaö- ur knattspymudeildar Keflavíkur, í samtali við DV 1 gær. Að sögn Rúnars er alveg ljóst að nokkrar breytingar verða á leik- mannahópnum. Rúnar sagðist þó viss um að þeir myndu ná samn- ingum við þá leikmenn sem þeir vildu hafa á næsta timabili. -JKS Löng bið á enda - fyrsta skóflustungan tekin að yfirbyggðu knattspyrnuhúsi á Akureyri „Loksins, loksins." Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrar orðaði þessa hugsun margra Akureyringa á laug- ardag í tölu sinni þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýju fjöl- nota íþróttahúsi á félagssvæði Þórs í Glerárhverfi á Akureyri. Þaö var Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sem hóf verkið, reyndar með tveimur stungum með ólíkum tækjum, stunguspaða og beltagröfu, og bar sig vel að. íþróttahúsið mun fullrisið kosta bæjarfélagið um 450 milljónir króna en það eru íslenskir aðalverktakar sem sjá um verkið og eru áætluð verklok í desember 2002. Aðstaða til knattspyrnuiökunar á Akureyri hefur farið hratt versn- andi siðustu áratugi og því margir sem fagna þessu og ekki síst bæjar- stjórinn sem sagði í ræðu sinni að undirskrift verksamnings lokinni að ef árangurinn yrði áfram í sam- ræmi við aðstöðuna myndu menn á Akureyri þurfa að líta til Evrópu til að vinna sigra eftir að húsið verður komið upp. -ÓK Allt galopið í Noregi Rosenborg fagnaði ekki norska meistaratitlinum í knattspyrnu eins og flestir hölluðust að fyrir helgina. Ros- enborg, sem unnið hefur titil- inn sl. tíu ár, mætti Stabæk i næstsíðustu umferð á laugar- dag og tapaði, 0-1, en með sigri hefði Rosenborg orðið norskur meistari. Það var enginn annar er Tryggvi Guðmundsson sem skoraðu mark Stabæk í leikn- um. Auk hans voru Pétur Marteinsson og Marel Bald- vinsson í byrjunarliði Stabæk í leiknum. Lilleström, sem berst við Rosenborg um titilinn, sigraði Moss, 2-0. í síðustu umferðinni um næstu helgi mætir Rosen- borg liði Brann á útivelli en Lilleström á heimaleik við Tromsö sem er nánast fallið. Gylfi Einarsson var í byrjunar- liði Lilleström. Helgi Sigurðs- son skoraði eitt mark fyrir Lyn, sem sigraði Tromsö á útivelli, 2-3. Helgi og Jó- hann B. Guð- mundsson voru báðir i byrjunarliði Lyn. -JKS Michael Jordan er þarna í þann veginn að troöa boltanum í körfuna gegn New Jersey Nets en hann skoraði 41 stig í leiknum og er til alls líklegur í vetur. Jordan hefur engu gleymt Michael Jordan virðist vera að komast í sitt gamla form ef eitthvað er að marka æfingaleikinn gegn New Jersey Nets í fyrrinótt. Vanda- málið fyrir Jordan er að eftir því sem hann verður betri þeim mun lé- legri verða samherjar hans i Was- hington Wizards. Jordan skoraði 41 stig gegn Nets og sýndi að hann get- ur enn troðið, tekið yfir leiki og eig- inlega gert nákvæmlega það sem honum sýnist á körfuboltaveilinum. Það dugöi þó ekki til því New Jers- ey vann leikinn, 102-95, þökk sé samherjum Jordans sem sumir hverjir voru ekki í sambandi. „Mér líður vel og leikurinn í kvöld sýnir að ég er á réttri leið. Vandamálið er bara að samherjar mínir verða að fylgja mér og það eru þeir ekki að gera eins og staðan er í dag,“ sagði Jordan. Washington skoraði 16 fleiri stig en Nets þegar Jordan var inni á en skoraði 23 færri stig þegar Jordan var utan vallar. Þessi staðreynd segir meira en mörg orð. Michael Jordan hefur nú leikið fjóra æfingaleiki með Washington Wizards í NBA-deildinni í körfu- bolta og hefur aukið stigaskor sitt í hverjum leik frá því að gera 8 stig í fyrsta leiknum gegn Detroit 11. október þar til að hann gerði 41 stig gegn New Jersey í nótt. Jordan hef- ur alls gert 91 stig á 94 mínútum í þessum fjórum leikjum og er með 22,8 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik. Þá hefur Jordan hitt úr 52,4% skota sinna (33 af 63), þar af 75% fyrir utan þriggja stiga línuna (3 af 4). Jordan hefur einnig verið dugleg- ur að komast á vítalínuna en hann hefur tekið 27 vítaskot og sett 81,5% þeirra niður. Jordan hefur sýnt framfarir í hverjum leik en liðið hefur þó aðeins unnið einn leik, leikinn gegn Miami þar sem Jordan spilaði aðeins í 12 mínútur. -ósk/JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.