Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 17 Sport Óvænt mót- spyrna Fram Framstúlkur veittu stöllum sín- um úr Víkinni óvænta mótspyrnu þegar liðin mættust í Víkinni á laugardag. Með góðum enda- spretti og stórleik Guðbjargar Guðmannsdóttur náðu Víkings- stúlkur þó að tryggja sér sigurinn og unnu 22-18. íbyrjun einkenndist leikurinn af því að Víkingsstúlkum virtist liggja einhver ósköp á að klára leikinn. Sóknarleikur Fram var ekki burðugur og skot þeirra lentu oft í hávörn Víkinga en þeg- ar Víkingsstúlkur fengu síðan boltann hentu þær honum iðulega beint í hendurnar á Frömurunum þegar möguleiki var á hraðupp- hlaupum. í stöðunni 6-7 kom góð- ur kafli hjá Framstúlkum sem gerðu þrjú mörk í röð, reyndar með því að klúðra aðeins færri sóknum en andstæðingarnir. Framstúlkur höfðu síðan óvænt þriggja marka forskot í leikhléi. Framstúlkur gerðu fyrsta mark seinni hálfleiks en síðan fór smátt og smátt að draga af þeim og Vík- ingsstúlkur minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þær voru búnar að jafna leikinn eftir rúmar 11 mín- útur og voru eftir það með tveggja marka forskot áður en þær geröu svo tvö síðustu mörk leiksins. Það sem kannski aðallega skóp sigurinn hjá Víkingum var stór- leikur Guðbjargar Guðmannsdótt- ur, sem nýtti færi sín einstaklega vel og skoraði átta mörk í síðari hálfleik. Helga varði einnig ágæt- lega hjá Víkingum og Guðmunda átti góðan leik og virðist óðum vera að ná fyrri styrk. Framstúlkur gerðu vel i aö standa í Víkingum framan af en styrkleikamunur liðanna kom svo í ljós þegar á leið. Sóknarleik- urinn snerist mikið í kringum Ingibjörgu Ýr Jóhannsdóttur, enda gerði hún rúmlega helming marka liðsins. Þá varði Guðrún Bjartmarz vel í fyrri hálfleik. -HI Sanngjarn sig- ur Stjörnunnar Stjarnan lagði KA/Þór sann- gjamt á heimavelli sínum í Ás- garði í Garðabæ á laugardag. Jafnræði var með liöunum fyrstu fimm mínúturnar en sið- an sigu Stjörnustúlkur fram úr, staðan í hálfleik var 16-10, og hélst sú forysta til loka. „Þetta var erfið fæðing,“ sagði Siggeir Magnússon þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að prófa sex núll vörn og hún gekk ekki nógu vel. KA-Þór liðið er baráttulið og gefst aldrei upp og það kom svolítil værukærð yfir okkur. Annars í heildina er ég ánægður með að vinna þennan leik,“ sagði Siggeir að lokum. „Við vorum bara lakara liðið," sagði Hlynur Jóhannesson, þjálf- ari KA-Þórs. „Við náðum aldrei að komast inn í leikinn en það þýðir ekki að gráta þetta, við eig- um eftir að mæta þeim fyrir norðan og þá verður tekið hraustlega á þeim.“ Jelena Jovanovic var best Stjörnustelpna en hjá KA-Þór var Ásdís Sigurðardóttir best. -EH SL PEHP KVENNfl Stjarnan 4 3 1 0 89-76 7 Haukar 4 3 0 1 102-64 6 ÍBV 4 3 0 1 77-64 6 Grótta/KR 3 2 0 1 61-53 4 Valur 3 1 1 1 66-60 3 FH 3 1 0 2 60-72 2 Víkingur 3 1 0 2 48-65 2 Fram 4 1 0 3 75-96 2 KA/Þór 4 0 0 4 74-102 0 Valur-FH 24-27 1-0, 3-1, 3-4, 5-9, 8-11, (10-13). 10-14,12-17, 14-20, 17-22, 20-26, 24-27. Valur: Mörk/viti (skot/víti): Hrafnhildur Skúladóttir 10/3 (14/3), Ámý B. ísberg 6 (9), Elfa Björg Hreggviðsdóttir 3 (4), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (4), Drífa Skúladóttir 2 (5), Marín Sörens Madsen 1 (3) , Kolbrún Franklín (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 2 (Elfa). Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Fiskuð viti: Ámý 2, Hrafnhildur 1. Varin skot/viti (skot/viti á sig). Berglind Hansdóttir 7 (23/4 hélt 1, 28%, víti framhjá), Sóley Halldórsdóttir 6/1 (17/3, 4, 31%) Brottvísanir: 6 mínútur FH: Mörk/viti (skot/viti); Hafdís Hinriksdóttir 8/6 (11/8), Ragnhildur Guðmundsdóttir 6 (8), Hildur Pálsdóttir 4 (6), Sigrún Gilsdóttir 3 (3), Dröfn Sæmundsdóttir 3 (8), Harpa Vífilsdóttir 2 (4) , Eva Albrechtsen 1 (6). Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Harpa). Vitanýting: Skorað úr 6 af 8. Fiskuð viti: Harpa 3, Eva 2, Ragnhildur, Sigrún, Hildur. Varin skot/viti (skot/víti á sig). Jolanta Slapikene 7 (21/1, hélt 1, 33%), Kristín M. Guðjónsdóttir 3 (13/2, hélt 2, 24%). Brottvisanir: 2 mínútur Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Jónas Eliasson (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 50. Maður leiksins: Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH Stjarnan-KA/Þór 25-19 0-1, 3-2, 4-4, 7-5, 11-6, 13-7, 15-9, (16-10), 16-11, 18-12, 19-14, 23-16, 24-17, 25-19. Stiarnan: Mörk/viti (skot/viti): Anna B. Blöndal 6 (9), Margrét Vilhjálmsdóttir 5 (5), Ragn- heiður Stephensen 4/2 (8/2), Jóna M. Ragnarsdóttir 3 (5), Inga L. Þórisdóttir 3 (4), Herdís Jónsdóttir 2 (3), Kristín J. Clausen 2 (4). Mörk úr hraðaupphlaupum: 7 (Margrét 2, Anna 2, Inga Lára 2, Herdís). Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Fiskuð viti: Kristín 2. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Jelena ,Jovanovic 19/3 (37/7, hélt 6, 51%) Ólína Einarsdóttir 2 (3/1, hélt 0, 67%). Brottvísanir: 6 mínútur. KA/Þór Mörk/viti (skot/viti): Ásdís Sigurðar- dóttir 6/1 ( 16/2), Ebba Brynjarsdóttir 5/1 (12/1), Elsa Birgisdóttir 5/3 (10/4), Sólveig G. Smáradóttir 2 (4), Ása M. Gunnarsdótt- ir 1 (1), Inga Dís Sigurðardóttir (4), Þór- hildur Björnsdóttir (2), Sandra Jóhannes- dóttir (1/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Elsa) Vítanýting: Skorað úr 5 af 8 Fiskuð viti: Ebba 3, Ása 2, Þórhildur 1, Þóra Bryndís Hjaltadóttir 1, Inga 1. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Selma S. Malmqvist 6 (28/2, hélt 4, 21%), Sigurbjörg Hjartardóttir 2 (5, hélt 0, 40%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason (7). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 135. Maður leiksins: Jelena Jovanovic, Stjörnunni. ÍBV-Haukar18-14 1-0, 2-3, 5-4, 8-6, (10-8), 10-9, 13-10, 15-11, 15-13, 18-14. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Ana Perez 6/1 (17/2), Andrea Atladóttir 4 (15/1), Isabel Ortiz 3 (5), Milana Mileuzic 2 (4), Dagný Skúladóttir 2 (4), Ingibjörg Jónsdóttir 1 (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 (Milana, Andrea) Vitanýting: Skorað úr 1 af 3 Fiskuð viti: Ingibjörg, Dagný, Andrea. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Vigdís Sigurðardóttir 20/3 (34/6, hélt 11, 59%, eitt víti í stöng) Brottvisanir: 6 mínútur Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Nina K. Bjömsdótt- ir 4/2 (10/4), Harpa Melsted 3/1 (6/2), Inga Fríöa Tryggvadóttir 2 (4), Brynja Steinsen 1 (4/1), Björk Hauksdóttir 1 (1), Sonja Jóns- dóttir 1 (4), Hanna Stefánsdóttir 1 (4), Heiða Erlingsdóttir 1 (1). Mörk úr hraðaupphlaupunu 1 (Hanna). Vitanýting: Skorað úr 3 af 7. Fiskuð viti: Brynja 3, Harpa, Hanna, Heiða, Sandra. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Jenný Ásmundsdóttir 18/2 (36/3, hélt 7, 50%) Brottvisanir: Tvær mínútur Dómarar (1-10): Ámi Sverrisson og Guðmundur Stefánsson (3). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 187. Maður leiksins: Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV Hafdís Hinriksdóttir FH-ingur er hér tekin föstum tökum af Valsvörninni. Hún skoraöi átta mörk fyrir FH í leiknum. DV-mynd E.ÓI. FH a uppleið - sigraöi Val örugglega ■ ■ að Hlíðarenda FH sótti gull í greipar Vals þeg- ar liðin mættust á laugardaginn að Hlíðarenda í efstu deild kvenna í handbolta. Sigur gestanna var öruggur og sanngjarn þótt heimaliðið hefði byrjað betur og virkað til alls lík- legt enda hefur það verið á blússandi siglingu undanfarið. Að þessu sinni sigldi liðið í strand, varnar- og sóknarlega séð, og hug- myndaleysið var eftir því en reyndar átti andstæðingurinn að þessu sinni mjög góðan dag. Bar- áttan, leikgleðin, aginn og kjarkur- inn var í góðu lagi hjá FH-liðinu sem spilaði eins og ein stérk heild þar sem hver leikmaður stóð sína Víkingur-Fram 22-18 0-1, 3-1, 4-4, 5-7, 6-10, (7-10), 7-11, 9-12, 15-12,16-15, 17-16, 20-17, 22-18. Vikingur: Mörk/viti (skot/viti): Guðbjörg Guð- mannsdóttir 9 (10), Guömunda Ósk Krist- jánsdóttir 5 (16), Anna Kristín Árnadóttir 4 (5), Helga Guðmundsdóttir 1 (2), Steinunn Þorsteinsdóttir 1 (2), Ragnheiður Ásgeirs- dóttir 1 (2/1), Margrét E. Egilsdóttir 1 (3/1), Steinunn Bjamarson (3), Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir (3), Helga Birna Brynjólfs- dóttir (4/1). Mörk úr liraóaupphlaupum: 8 (Guðbjörg 6, Steinunn Þ., Anna). Vitanýting: Skorað úr 0 af 3. Fiskuð viti: Helga Bima 2, Margrét. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Helga Torfadóttir 18 (36/3, hélt 8, 50%, 1 víti í stöng) Brottvisanir: 4 mínútur Fram: Mörk/viti (skot/viti): Ingibjörg Ýr Jó- hannsdóttir 10/3 (24/4), Inga M. Ottósdótt- ir 3 (10), Berta Björk Amardóttir 2 (8), Ingibjörg Magnúsdóttir 1 (1), Díana Guð- jónsdóttir 1 (3), Guðrún Þ. Hálfdánardóttir 1 (3), Katrín Tómasdóttir (5). Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Ingibjörg Ýr). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuð viti: Díana 2, Þórey Hannesd., Guðrún. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Guðrún Bjartmarz 10/1 (32/1, hélt 5/1,31%, eitt víti í stöng og eitt í slá). Brottvisanir: 8 mínútur Dómarar (1-10): Einar Hjaltason og Ingvar Reynisson (6). Gœði leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 100. Maður leiksins: Guðbjörg Guömannsdóttir, Víkingi. vakt með sóma og árangurinn var í samræmi við það. Hrafnhildur Skúladóttir var best í Valsliðinu og er greinilega óðum að ná sínu gamla formi en henni urðu á afar klaufaleg og dýr- keypt mistök þegar fyrri hálfleik- ur var að syngja sitt síðasta. Þannig var mál meö vexti að Harpa Vífilsdóttir, leikmaður FH, fékk boltann þegar þrjár sekúndur voru eftir af hálfleiknum og henti boltanum fram völlinn þar sem Hrafnhildur stöðvaði hann með fæti og hélt greinilega að leiktím- inn væri liðinn sem hann var ekki. Fyrir vikið fékk Hrafnhild- ur tveggja mínútna brottvísun og FH aukakast rétt við vítateig Vals. Úr aukastinu skoraði síðan Dröfn Sæmundsdóttir og í staðinn fyrir að Valur væri tveimur mörk- um undir í hálfleik og jafnt í liðum var munurinn þrjú mörk og liðiö einum leikmanni færri fyrstu tvær mínútur síðari hálfleiks. Það er skemmst frá því að segja FH gerði nánast út um leikinn með því að skora fyrstu tvö mörk hálf- leiksins og Valur sá aldrei almenni- lega til sólar eftir það þótt á stundum kæmu ágætar rispur hjá liðinu en líklega voru það bara dauðakippir. í heild lék allt FH-liðið vel en þeirra besti maður var Ragnhildur Guð- mundsdóttir. -SMS Haukartopuðu óvænt í Eyjum Bikarmeistarar ÍBV tók á móti ís- landsmeisturunum úr Haukum á laugardag. Haukar höfðu verið á miklu skriði í upphafi móts, þrír sig- urleikir i fyrstu þremur leikjunum, en skammt undan voru Eyjastúlkur. Það verður seint sagt að góður hand- bolti hafi einkennt leikinn en áhorf- endur fengu hins vegar mikla bar- áttu og spennandi leik. Heimastúlk- ur komu mun ákveðnari til leiks og sigruðu með fjórum mörkum, 18-14. Heimastúlkur byrjuðu leikinn bet- ur og voru fyrri tU að skora mestan hluta fyrri hálfleiksins. Það var svo ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að Andrea Atladóttir kom ÍBV í 8-6 og sá munur hélst út hálfleikinn. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega. Eyjastúlkur áttu þó auðveldara um vik í sínum sóknarleik en gestirnir og komust fljótlega þremur mörkum yfir þrátt fyrir að vera einum leik- manni færri. Þegar forystan var orð- in fjögur mörk, 15-11 tóku gestirnir við sér og skoruðu tvö mörk í röð. En þá upphófst um tíu minútna leikkafli mistaka, bæði leikmanna og dómara sem voru aldrei í takti við leikinn. Hvorugu liði tókst að nýta sér það að vera einum leikmanni fleiri en það var loksins fyrirliði heimaliðsins sem dró vagninn og tryggði ÍBV sigurinn. Bæði lið sýndu það í leiknum að enn er langt í land að þau séu komin á fullt skrið fyrir veturinn. Þau spil- uðu reyndar ágæta vörn, ÍBV heldur sterkari varnarleik enda skoruðu meistararnir aðeins fjórtán mörk. Markverðir liðanna, þær Vigdís Sig- urðardóttir og Jenný Ásmundsdóttir voru bestar. Vigdís sagði að ieikmenn ÍBV hefðu undirbúið sig vel fyrir leikinn. „Við áttum von á jöfnum leik því við höfum undirbúið okkur vel. Það er alltaf gaman að vinna Haukanna, manni finnst að við höfum verið að vinna titil." Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var ekki eins kátur. „Þetta var barnaskólahandbolti sem við buðum upp á. Það var allt of mikið einstaklingsframtak í gangi. Við fengum tækifæri til að sigra en klúðruðum fjórum vítum. Viö náum okkur aldrei á strik á hraðaupp- hlaupum en það má hins vegar segja að fyrst við þurftum að eiga slæman leik þá var það ágætt að það var á móti ÍBV hér í Eyjum." -jgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.