Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Qupperneq 12
 Kjörísbikarinn: Breiðablik og Tindastóll unnu Tveir leikir fóru fram í Kjörís- bikarkeppninni I körfuknattleik á föstudagskvöldið. Breiðablik bar sigurorð af Ham- ar, 90-78, í Smáranum í Kópavogi. Staðan í hálfleik var 49-48, Breiða- blik í vil. Pálmi Sigurgeirsson var stigahæstur hjá Breiðablik með 21 stig og Kenneth Richards skoraði 15. Nathaniel Poindexter var allt í öllu hjá Hamri og skoraði 29 stig. Þá vann Tindastóll öruggan sig- ur á Seifossi, 115-93, á Selfossi. Staðan i hálfleik var 56-34 fyrir Tindastól. Leon Perdue var stiga- hæstur Selfyssinga með 38 stig, Gestur Guðjónsson gerði 21. Hjá Stólunum var Axel Kárason með 31 stig og Brian Lucas 24. Tveimur leikjum var síðan frestað vegna þoku, Þór-Grindavík og KFÍ-Keflavík. -Hl/ósk UHarkasmírkápur, stuttar og síðar. Heils árs kápur, þunnar og þykkar,úlpur og jakkar. \<#HI/I5IÐ Mörkinn 6 • sími 588 5518. Opiö laugardaga frá kiukkan 10 til 15. MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 sigur Hamarstúlkna Annar Kvennalið Hamars hefur byrjað tímabilið vel i 2. deild kvenna í körfu og á laugardaginn unnu þær sinn annan sigur í röð, 66-52, á liði ÍR-Breiðabliks. Hamar vann Tindastól í fyrsta leik en liðið vann samtals fjóra leiki síðasta vetur. Hamar leiddi 31-22 i hálfleik en blikastúlkur minnkuðu muninn í eitt stig i þriðja leikhluta, 37-36, en þá komu niu stig frá Hamar í röð sem tryggðu sigurinn. Daði Steinn Árnason, þjálfari Hamarsstúlkna var ánægður með leikinn. „Þetta var sætt og það er frábært og mikilvægt fyrir sjálfstraust liðsins að vinna fyrstu tvo leikina. Það er líka gaman að sjá að allt lið- ið er að bæta sig mikið frá því í fyrra". Ragnheiður Magnúsdótt- ir gerði 16 stig fyrir Hamar, Eygerður Tómasdóttir var með 11 og þær Hlín Guðna- dóttir og Maria Krija- novckja voru með 10 stig hvor. Lára Rúnarsdóttir skoraði 13 stig fyrir Breiða- blik og Gunnur Ósk Bjarna- dóttir gerði 10 stig. -ÓÓJ Grindavík vann fyrsta deildarsigurinn í Keflavik frá upphafi: Sögulegur sigur - Jessica Gaspar og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 34 stig Grindavíkurstúlkur halda áfram að koma á óvart með frá- bærri frammistöðu í kvenna- körfunni og á laugardag vann Grindavík sinn annan leik í röð og jafnframt sinn fyrsta deildar- sigur í Keflavík í sögunni. Kefla- vík hafði unnið fyrstu 25 viður- eignir liðanna í Bítlabænum. Bæði liðin höfðu unnið fyrsta leik timabils og sitja Grindavík- urstúlkur nú á toppi 1. deildar kvenna. Grindavík vann leikinn 65-75 eftir að hafa unnið alla fjóra leikhlutana. Keflavíkurliðið komst aldrei yfir eftir að Grindavík komst í 0-5 og 2-12 en Grindavíkurstúlk- ur mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu meðal annars sex sóknar- fráköstum og stálu niu boltum af Keflavíkurliðinu i fyrsta leikhlutan- um sem endaði 12-16 fyrir Grinda- vík. Jessica Gaspar átti frábæran leik fyrir Grindavíkurliðið og kann greinilega mjög vel við sig í íþrótta- húsi Heiðarsskóla en í fyrra skoraði hún 30 stig og tók 16 fráköst í sigri KFÍ á Keflavík þar og nú skoraði hún 34 stig og hitti úr 12 af 21 skot- um og 9 af 11 vítum sínum. Grindavíkurliðið studdi líka vel við bak Gaspar, sérstaklega í vörn- inni þar sem þær stálu 19 boltum og þvinguðu Erlu Þorsteinsdóttir til að klikka á 11 af 17 skotum auk þess sem liðið nýtti 87% víta sinna (20 af 23). Þrátt fyrir að Bima Val- garðsdóttir hafi farið mik- inn í Keflavíkurliðinu dugðu ekki stór framlög hennar en hún gerði 34 stig og tók 13 fráköst og hefur nú skoraði 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur deildarleikjum Keflavíkur í vetur. Restin af liðinu nýtti hinsvegar aðeins 9 af 30 tveggja stiga skotum sínum og 24 tapaðir boltar hjá Keflavíkurliðinu spilltu einnig mikið fyrir. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 34 (13 fráköst, 5 í sókn, 4 varin skot, 4 stolnir), Erla Þorsteinsdóttir 14 (11 fráköst), Kristín Blöndal 9 (5 stoðs.), Gréta Guðbrandsdóttir 2, Theódóra Kára- dóttir 2, Svava Ósk Stefánsdóttir 2, Guð- rún Guömundsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Jessica Gaspar 34 (11 fráköst, 7 stoðsendingar, 6 stolnir), Sigríður Anna Ólafsdóttir 14 (7 fráköst), Sólveig Gunnlaugsdóttir 12, Jovana Stef- ánsdóttir 8, Erna Rún Magnúsdóttir 4, Ólöf Helga Pálsdóttir 3. -ÓÓJ MAGNAÐRI MANUDAGAR Survivor 3 hefst í kvöld, nýr stjórnandi Mótor oq Þátturinn með Dóru og Birni Jörundi ferskur á nýjum stað. 19.30 Mótor 20.00 Survivor 3 21.00 Law & Order SVU 21.50 Fréttir og Málið 22.00 Þátturinn 22.50 Jay Leno SKJARE/NN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.